Dagur - 04.10.1997, Síða 1

Dagur - 04.10.1997, Síða 1
Laugardagur 4. október 1997 Verð ílausasölu 200 kr. 80. og 81. árgangur- 187. tölublað Bankastj órafriðindi unp á borðið! Krafa iun að laim og fríðindi bankastjóra verði nákvæmlega simdurliðuð. Við- skiptaráðherra vísar á ársreikninga tun kostnað við yfir- stjóm. „Ég vil fá fram bókstaflega allt um kaup og kjör bankastjóranna. Ég vil fá fram ferðakostnaðinn algerlega sundurliðaðan. Dag- peningagreiðslur, greiðslur til maka og tilgang ferðanna. Risnukostnað fullkomlega sund- urliðaðan, bílastyrk og bílakostn- að. Líka hvort þeir hafi laxveiði- leyfi á kostnað bankans, já bók- staflega allt sem kjörum þeirra viðkemur," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir, alþingismaður, við Dag í gærkvöld. Finnur Ingólfsson, viðskipta- ráðherra, vísar til ársreikninga bankanna: „Þegar ársreikningar bank- anna verða lagðir fyrir eftir að þeir byrja að starfa sem hlutafé- lög, eru þeir opinber gögn og öll- um opnir. Það er alveg eins með reikninga Pósts og síma. Þegar þeir verða gefnir út verða þeir opinber gögn og öllum opnir,“ sagði Finnur við Dag. - En munu laun bankastjóra koma fram sérstaklega í árs- reikningunum? Jóhanna vill vita um allt, líka laxveiðar! „Það verður sundurgreint hver er kostnaðurinn við yfirstjórn bankans. Ég sagði í umræðunum á Alþingi á síðastliðnum vetri að ég myndi birta laun bankastjór- anna í gegnum ársreikninga bankanna. Og ég fullyrði að laun þeirra munu birtast í ársreikn- ingunum því í uppgjörinu er kostnaðurinn sundurgreindur," sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir gagn- rýnir þetta svar ráðherrans: „Finnur Ingólfsson sagði í um- ræðum á Alþingi í vetur er leið að það myndi ekki skerða að- gengi þingmanna að upplýsing- um um kaup og kjör bankastjóra ríkisbankanna þegar þeim verður breytt í hlutafélög. Ég trúi því ekki að hann gangi á bak orða sinna. En ef þingmenn geta ekki fengið þessar upplýsingar beint verður því ekki unað. Ég get ekki ímyndað mér annað en að Al- þingi hljóti að taka það upp ef á að þrengja svo að löggjafarvald- inu að það geti ekki haft eðlilegt aðhald með framkvæmdavald- inu. Það er einmitt það sem kemur fram í þeim upplýsingum sem forsætisráðherra aflaði sér um aðgengi þingmanna að upp- lýsingum um launakjör æðstu yf- irmanna Pósts og sfma. Þessu verður ekki unað,“ sagði Jó- hanna. — S.DÓR Sjá viðbrögð almennings og „Flakka fyrir 26 milljónir" bls. 8-9 Sprengt ígegn Halldór Blöndal samgönguráð- herra sprengdi síðasta haftið í Hvalfjarðargöngunum í gær. Fyrstu bílarnir óku í gegn um göngin. Gísli Gíslason, bæjar- stjóri og talsmaður Spalar, sagði að göngin yrðu opnuð fyrir al- mennri umferð um miðjan júlí á næsta ári - eftir 255 daga frá og með deginum í gær. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra þrýsti á hnappinn um hálfu ári fyrr en áætlanir Spalar gerðu ráð fyrir og eru menn að vonum ánægðir með gang verksins. Ráðherrann talaði um að rétta veðrið væri til að standa í svona framkvæmd því mikill vindur var á firðinum. Nokkrir dagar eru síðan bormenn voru komnir að síðasta haftinu en ákveðið var að sprengja síðasta haftið með nokkurri viðhöfn. Fyrstu bílarnir óku í gegn um göngin eftir að búið var að hreinsa grjótið í burtu eftir sprenginguna. - OHR Halldór Blöndal samgönguráðherra dreypti dýru koníaki á bergið að norskum sið áður en hann sprengdi síðasta haftið í Hvalfjarðargöngunum. Að því loknu ók hann göngin ásamt fylgdarliði. Göngin eru íbúum Vesturlands kærkomin samgöngubót, en gert er ráð fyrir að þau verði opnuð fyrir almenna umferð á sumri komanda. - mynd: golli í HOnnDHBHSi a m Tælenskt gómsæti í Matargatinu Blað 2 RíMsútvarpið fær falieink- unnfyrir valdabrölt Blað 2 Hringrósardælur SINDRI * -sterkur í verki 4*

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.