Dagur - 04.10.1997, Qupperneq 4

Dagur - 04.10.1997, Qupperneq 4
4 - LAUGARDAGUR i.OKTÓBER 1997 FRÉTTIR Framboðsmál Qákveðin Oákveðið er hvernig staðið verður að framboðsmálum Sjálfstæðis- flokksins á Selfossi í naestu bæjarstjórnarkosningum. Að sögn Olafs Björnssonar, formanns Sjálfstæðisfélagsins Oðins, verður aðalfundur félagsins haldinn í næstu viku og býst hann við að þar skýrist línur, en fyrir tvennar síðustu kosningar hefur verið efnt til prófkjörs. Sjálf- stæðisflokkur á þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Selfoss. Sigurður Jónsson, sem síðast sat í efsta sæti listans, sagðist ekkert vilja segja til um hvort hann ætlaði að halda áfram. Björn Ingi Gíslason, sem síðast var í öðru sæti, sagði ekki tímabært að gefa út yfirlýsingar um áframhald- andi þátttöku og Ingunn Guðmundsdóttir, sem síðast vermdi þriðja sætið, sagðist í samtali við Dag hafa áhuga á áframhaldandi afskipt- um af bæjarmálum. Hass á klósetti Hass fannst á klósettinu á Hótel Selfossi sl. laugardagskvöld, að loknum dansleik sem þar var haldinn. Lögreglan tók efnið í sínar hendur, en um eigandann er eldd vitað. Að sögn Þorgríms Ola Sigurðssonar, hjá rannsókna- deild Lögreglunnar í Arnessýslu, hefur embættið haft afskipti af þrettán fíkniefnamálum á þessu ári, og er það nokkur fækkun frá fýrra ári. Tvö af þessum málum tengjast Litla-Hrauni og þar er einnig um fækkun að ræða, sem helgast af því að gerð hefur verið “Skoðað i fullriskynsemi,"segir Grétar gangskör þar í öryggismálum. Zóphaníasson, sveitarstjóri á Stokkseyri. Marglr utan áhættu- hópa fá alnæmi Haraldur Briem læknir:„Það skrýtna er að margt af þessu fólki er ekki i neinum áhættuhópiÁ fjórða tug íslendinga hafa iátist úr ainæmi á íslandi. Útbreiðslan á heimsvísu skelfileg. Á annað hundrað manns hafa fengið alnæmissmit á íslandi. Um síðustu áramót hafði 41 greinst með sjúkdóminn, þar af hafði 31 látist. 66 voru hommar og í hópnum voru 12 fíklar. Hommum hefur hins vegar hlut- fallslega fækkað en gagnkyn- hneigðum fjölgað, að sögn Har- aldar Briem, sérfræðings á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Það skrýtna er að margt af þessu fólki er ekki í neinum sér- stökum áhættuhópi. Það bindst trúnaðarsambandi við einhvern sem e.t.v. hefur fyrir langa löngu misnotað eitthvað. Þetta getur komið fyrir hvern sem er og það er nauðsynlegt að halda umræð- unni gangandi í þjóðfélaginu," segir Haraldur. Þó nokkur tilfelli hafa komið upp í ár og hefur aukningin ver- ið stöðug, eitt tilfelli á mánaðar til tveggja mánaða fresti. AI- mennt hefur verið talið að með- göngutími frá smiti að sjúk- dómnum sé um 10 ár, en að sögn Haraldar getur tímabilið varað frá einu ári upp í 20. „Sumir geta gengið feiknalengi með smitið án þess að veikjast." Lífslíkur alnæmissjúklinga voru 2-4 ár en tíminn hefur lengst með nýjum lyfjaflokki. Lyfin henta þó ekki öllum. Fræðilegar bollaleggingar eru meðal Iækna um að hægt verði að lækna nýsmitaða en það verð- ur að líkindum ekki á allra næstu árum. Ástandið er alvarlegt. „Út- breiðsla sjúkdómsins á heims- vísu er skelfileg og sérstaklega í Asíu núna. Afríka virðist aftur mettuð. A Vesturlöndum hefur þróunin sem betur fer ekki orðið jafnslæm, en það má alls ekki sofa á verðinum," segir Haraldur Briem. BÞ Sameinmgarmál í skoðun Nefnd fjögurra fulltrúa Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Sandvíkur- hreppa, auk Selfossbæjar, sem ræðir um sameiningu þessara sveitar- félaga, stefnir að því að halda fund í næstu viku þar sem hún gerir fjölmennari nefnd fulltrúa nefndra sveitarfélaga grein fyrir starfi sínu. „Málin hafa verið skoðuð í fullri skynsemi og af opnum huga,“ segir Grétar Zóphaníasson, sveitarstjóri á Stokkseyri. - Hann segir að verði ákveðið af sveitarstjórnum að efna til almennrar atkvæða- greiðslu um sameiningu vilji hann sjá það gerast strax í haust, þannig að næsta vor verði kosin sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Áhugiá Suðurstrandarleið Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru þau mái sem oftast hafa kom- ið upp á fundum sem þingmenn Sunnlendinga hafa átt með sveitar- stjórnarmönnum að undanförnu. Að sögn Guðna Ágústssonar, al- þingismanns, hefur Qárhagsvandi einstakra elli- og dvalarheimila komið til umræðu, það er að þau fá ekki nægar fjárveitingar miðað við þörf. Hvað samgöngumál varðar segir Guðni að vaxandi áhugi sé á Suðurstrandarleið, það er vegi frá Þorlákshöfn og vestur í Grindavfk en með því myndu Sunnlendingar komast í betra samband við stækk- andi atvinnusvæði á Suðurnesjum. Þá segir hann menn vera áfram um að fá lýsingu á Hellisheiði, brú yfir Hvítá sem tengja myndi sam- an Biskupstungur og Hrunamannahrepp. Einnig geri menn sér grein fyrir að Þjórsárbrú þjóni ekki núverandi umferðarþunga. -sbs. DAGUR Frábærar viðtökur Viðtökur við ókeypis vikuáskrift að Degi hafa verið gríðarlegar. Mart- einn Jónasson, framkvæmdastjóri blaðsins, segir að síminn hringi lát- laust og hundruð manna hafi beðið um áskrift. Tilboðið stendur einn- ig á mánudag svo enn hefur fólk tækifæri til að kynna sér blaðið. Nýir lesendur eru boðnir hjartanlega velkomnir og vona starfsmenn blaðs- ins að samfylgdin verði sem lengst. Uppsögn bílstjóra kærðtíl umboósniainis Andmælaréttur stjómsýslulaga brot- inn. BSKB skoðar málefni annarra brottrekiima vagn- stjóra. Bældir og beygðir. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja telur að andmæla- réttur stjórnsýslulaga hafi verið brotinn á Unni Eggertsdóttur, íyrrverandi vagnstjóra SVR, sem var rekin úr starfi sl. sumar. Af þeim sökum hefur BSRB og Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar vísað málinu til umboðs- manns Alþingis. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, segir að í þeim að- finnslum sem sendar hafa verið til umboðsmannsins séu m.a. kvartanir sem lúta almennt að samskiptareglum borgarinnar við sína starfsmenn. Hann segir að andmælaréttur sé tryggður í stjórnsýslulögum sem taka til ákvarðana stjórnvalda. Sam- kvæmt skilningi BSRB er Reykja- víkurborg skilgreind sem stjórn- vald og SVR er fyrirtæki í eigu borgarinnar. Af þeim sökum ber borginni að fara að gildandi stjórnsýslulögum. Auk þess er BSRB að kanna málavexti hjá þeim vagnstjórum sem einnig voru reknir í sumar. Einhliða valdboð Formaður BSRB telur almennt séð að það þurfi að taka til end- urskoðunar samskipti stofnana hjá hinu opinbera við sína starfs- menn. Sérstaklega í ljósi ráðandi og vaxandi stjórnendahyggju sem byggir á einhliða valdboði í kerf- inu og einnig hjá einkafyrirtækj- um. Áfleiðingin af þessari stjórn- visku er m.a. að það er gengið mjög á hlut og réttindi starfs- fólks. Þess í stað ætti að ríkja meira jafnræði með starfsmönn- um og verkstjórnendum þegar mannréttindi eiga í hlut. Þá býð- ur þessi þróun uppá það að starfsmenn verða bæði bældir og beygðir og þora ekki að tala út um hlutina við sína yfirboðara án þess að eiga á hættu að fá það í bakið á einn eða annan hátt. Þessi þróun sé mjög skaðleg fyrir þjóðfélag sem telur sig vera í hópi þeirra sem kenna sig við lýðræði. Af þeim sökum hyggst stjórn BSRB taka á þessum mál- um af festu í von um að það skili sér í betri og eðlilegri samskipt- um manna á milli úti á vinnu- stöðum. -GRH Leidrétting I blaðinu í gær var birt mynd af stað Sigurðar Helgasonar, for- Sigurði Helgasyni, fyrrverandi stjóra fyrirtækisins. Dagur biðst stjórnarformanni Flugleiða, i velvirðingar á mistökunum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.