Dagur - 04.10.1997, Síða 6

Dagur - 04.10.1997, Síða 6
6- MIBVIKUDAGUR 4.0KTÓBER 1997 ro^ir ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir giemundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK ÓG ÞVERHÓLTI 1A, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritsjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 kr. A mánld ’Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarbl® Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171 Einkaheilbrigðis- kerfi, nei takk! í fyrsta lagi SamKvæmt nýkynntri könnun, sem Félag heilbrigðisstétta hefur lát- ið gera, eru viðhorf landsmanna til einkasjúkrahúsa frekar jákvæð. Um helmingur þjóðarinnar telur æskilegt að þau séu til staðar sem valkostur til hliðar við almenna sjúkrahúskerfið. Einkasjúkrahúsin yrðu þannig farvegur fyrir hina efnameiri til að sækja sér betri og skjótari þjónustu en ella væri í boði. Þrátt fyrir að aðrar niðurstöður úr þessari könnun bendi eindregið til þess að Islendingar séu mjög jafnréttissinnaðir í heilbrigðismálum, þá veldur það óneitanlega áhyggjum að svo margir telji einkasjúkrahús ásættanlegan og jafnvel eftirsóknarverðan valkost. í öðru lagi Þetta veldur ekki sist áhyggjum vegna þess að heilbrigðiskerfið er að stórum hluta í uppnámi vegna launakrafna hæst launuðu heilbrigð- isstéttarinnar - sérfræðilækna. I hópum hafa þeir nú sagt sig úr lög- um við Tryggingastofnun. Þeir hafa gert sjúklinga að fótgönguliðum í kjarabaráttu sinni með því að rukka þá um fulla greiðslu og senda þá síðan til með óljós fyrirheit um endurgreiðslu til Tryggingastofn- unar, vitandi að þaðan munu engar greiðslur koma. Þetta er ógeð- felld baráttuaðferð. í þriðja lagi Deilan við sérfræðinga felur í sér frækom einkaheilbrigðiskerfisins. Nú þegar eru menn t.d. farnir að velta fyrir sér kaupum á sérstökum sjúkratryggingum hjá Tryggingafélögunum. A meðan deilan er óleyst vex þetta fræ einkakerfisins og spírar. Skoðanakönnunin sýnir að jarðvegurinn er að sumu leyti ekki fjandsamlegur einkareknu kerfi. Því er brýnt að halda vöku sinni um hvert stefnir. Viljum við virkilega fara amerísku leiðina? Nei og aftur nei. Það hefur ríkt þjóðarsátt um stéttlausa læknisþjónustu. Henni eigum við að halda. Það er því ein- faldlega borgaraleg skylda sérfræðinga og yfirvalda að leysa málið strax, áður en einkarekstursfræið nær að skjóta rótum í heilbrigðis- kerfinu. Birgir Guðmundsson. Draumiir lon flygil Á Iaugardagsmorgnum er Garri eini maður á vakt á Degi. Lítið útvarpstæki suðar. Garri hlustar á einhverja poppstöð til klukkan 11, þá tekur hann varlega utan af smurðri brauðsneið í smjör- pappír, hellir aftur uppá og hlustar á spekinga spjalla á rás 1. Svona líða laugardags- morgnar í lífi Garra, svona eins og ég sit nú, í gamla furusett- inu með köflótta áklæðinu í setu- stofu starfs- manna og hlusta á viðtækið sem við keyptum fyr- ir starfsmanna- sjóðinn. Þetta eru notalegir morgnar. Og ég les hagtölur mánaðarins. Garra dreymir um flygil. Ef ég væri aiinar Garri vildi helst ekki vera neinn annar. Þetta er svo notalegt hérna hjá mér á laug- ardagsmorgnum. Þá sjaldan að einhver hringir er það bara til að þakka fyrir gott blað eða kannski kvarta yfir því að það sé ekki komið. En þegar fólk heyrir að þetta er Garri verður það venjulega ánægt og fer að ræða málin. Eg er mýkri á manninn þessa morgna sem ég fæ frið. Nei, ég vildi ekki vera neinn annar. Drainmir Þó skal ég viðurkenna að stundum læt ég afvegaleiðast í þönkum mínum þessa hina blíðu morgna. Já, þá eins og hvarflar hugurinn til þess sem gæti verið. Gæti verið aðeins betra. Ekki það að ekki sé allt gott, en það gæti verið betra. Nú gerir Garri ekki miklar kröfur um aðbúnað. Við erum ekki með gufubað hér á blaðinu. Ekki sturtu. Og kaffi- stofan er ekki myndskreytt þótt við köllum hana koníaks- stofuna, og þó að hér sé ekki bókasafn, listaverkagallerí, silfurborðbúnaður og leður- sófasett - þá er Dagur góður vinnustaður. Garri biður ekki um dagpeninga, en Garri á sér dagdrauma. Ekki um starfs- mannasumarbú- stað í einkadal við Kirkjubæjar- klaustur - veit ekki hvernig Garra dettur slíkt í hug. En Garra langar í flygil. Flygill Flygill myndi breyta Iaugar- dagsmorgnum hér á dreifing- arvaktinni til muna. Það yrði - einhvern veginn - meira kósí. Ekki það að Garri kunni að spila. Það yrði þá bara að fá einhvern handlaginn. Dúlla fyrir mig djass hérna í einver- unni á laugardagsmorgnum. Birgi Isleif. Dúlla fyrir mig meðan ég reyni að láta ekki skrjáfa í smjörpappírnum og maula brauðið. Flygill. Það er minn draumur. En ég læt ekki eftir mér að láta mig dreyma. Þvf eins og skáldið sagði: I draumi sérhvers manns er fall hans falið. En Birgir ísleifur myndi örugglega dúlla fyrir mig... ÁSGEIR HANNES skrifar Haustið er dýrasti tími ársins, lang dýrasti. Mildu dýrari en jól og áramót samanlögð og páskar að auki ásamt sautjánda júní. Sprengidagur og þrettándinn. Jónsmessunótt. Ekki vegna þess að þá byijar skólinn hjá krökkun- um og námsferillinn kostar sinn pening. AIls ekki. Heldur vegna þess að á haustin eru fjárlögin sungin og leikin. Bæði í réttun- um og á Alþingi. Einum rómi. Á haustin er dregið í dilka á báðum stöðum. Fé á fæti og fé í sjóði. Fjárlögin eru helsti fjár- sjóður búljárins og búféð er hel- sta sjóðþurrð fjárlaganna. Nefndin er auðvitað skírð í höf- uðið á sauðfénu og hlutverk hennar er að laga ríkissjóð að sauðkindinni því sauðkindin lag- ar sig aldrei að tómum ríkissjóði. Réttargæslumeim sauðfjár- ins Til skamms tíma fengu þing- Fjárdrátturmn í fjárlaganefnd menn ekki sæti í fjárlaganefnd nema vera að minnsta kosti fjall- kóngar í sinni sveit og helst í heilum landsljórðungi. Nú eru gerðar minni kröfur um fjárdrátt nefndarmanna og í dag nægir að hafa setið einn vetur í bænda- skóla án þess að hafa Iokið verk- legu prófi í almennum fjárdrætti. En sauðkindin á margan betri sauðinn í beitarhúsum landsins. Ríkisstjórnin er til að mynda hinn vænsti sauðahópur og Stjórnarráðið hýsir áfram úlf í sauðargæru eða sauð í úlfsrelj- um. Áratugum saman hafa for- ystusauðir bægt öllum keppi- nautum og sauðnautum frá sauðkindinni og bannað fóllú að flytja inn sauðarkjöt eftir læknis- ráði frá bjöllusauðum um smit- hættu. Svo öflugar eru íslenskar sauð- fjárvarnir að forystusauðir myndu fyrr afhenda allsherj- arsauðnum mikla í Sauðabanda- lagi Evrópu í Brussel öll fiski- miðin umhverfis Iandið en leyfa sauðsvörtum almúganum að borða innflutt sauðarkjöt. Ef for- ystusauðir hefðu ekki fyrir löngu gefið sægreifum af sama sauða- húsi allar tvö hundruð mílurnar eins og þær leggja sig. Hvern ugga og hvern sporð. Landsvirkjun kaupir En ekki er öllum aðdáendum sauðkindar hér til skila haldið. Á hverju ári heldur Vegagerðin bú- fénaði landsins átveislu við veg- kantinn og á borð er Iagður góm- sætur nýgræðingur í sárin með- fram þjóðvegunum. Landsvirkj- un kaupir íslenskar óbyggðir fólksins í landinu dýru verði af venslafólki sauðkindarinnar og greiðir í reiðufé við hverja virkj- un. Ekki er nóg með að sauð- kindin hafi hámað í sig skógana sem þöktu landið frá fjalli til fjöru heldur samþykktu bænda- skólasynirnir og aðrir réttar- gæslumenn sauðfjárins á hátíð- arfundi Alþingis við Oxará að gefa sauðfénu milljarða króna þjóðargjöf í tannfé til að græða landið á ellefu alda afmæli sauð- kindarinnar. Sá græðlingur hvarf með soghljóði ofan t sauðkind- ina. Næsti sigur ijallkónga var að setja lög um ræktun nytjaskóga og nú bíður ljárstofninn álengd- ar eftir að vaxi tré úr grasi víða um landið í veislurétti á næsta hátíðarmatseðil sauðkindarinn- ar. Síðasta kvöldmáltíðin I dag er því nánast enginn gróður eftir til að fóðra búfénað nema í húsagörðum Reykvíkinga og verður sú hin síðasta kvöld- máltíð sjálfsagt fyrsta mál á dag- skrá hjá nýbúum í borgarstjóm eftir næsta kosningasigur sveita- manna í höfuðborginni. Trúirþú á draugasögur, sumanber frásögn ung- menna sem homust í hann krappan í Við- firði? Erla Stefánsdóttir, sjáandi ogpíanókennari. „Ég trúi ekki á drauga, það get ég sagt. En eitt- hvað hefur gerst þarna fyrr á tíð, og það er eng- inn vandi að skynja það einsog ungl- ingarnir á Neskaupstað segjast hafa gert. Það er enginn tími til nema í efnisheimi. Allt sem hef- ur gerst er til í einhverri vídd og bíður eftir því að einhver komi og skynji það.“ Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, prestur og spíritisti. E i 11 h v a ð getur verið til í þessu, en sagan getur líka s p u n n i s t upp í huga ungling- anna. Þór- bergur Þórð- arson skráði sögurnar um Við- fjarðarundrin rækilega, en þær kunna að hafa litast af hans við- horfum. Allt sem við segjum frá er endurspeglun okkar sjálfra. Ég get ekki fullyrt um þessi nýj- ustu Viðljarðarundur á meðan ég hef ekki ftarlegar upplýsingar." Regína Thorarensen, fréttaritari á Eskifirði. Nei, ég trúi ekki á draugasögur. Það átti að vera mikið um drauga vestur á Ströndum en ég varð slíks aldrei vör meðan ég bjó þar. En það getur margt verið til í veröldinni, í Viðfirði einsog annars staðar. Og ég þræti ekki fyrir að ég hefi sitthvað séð um dagana, þó ég hafi ekki borið það á torg.“ Magnús Sltarphéðittsson, skólastjóriSálarrannsóknarskólans. Sagan úr Viðfirði er mögnuð. Ég er sannfærð- ur um að hún er sönn. D r a u g a - gangur er yf- irleitt af t v e i m u r ástæðum; annars vegar er um sjónhvérfingar að ræða, það er sýnir á framliðna eða liðna at- burði, en hins vegar getur draugagangur verið raunveruleg- ur og þá Ieika efnislega verur Iausum hala. Ástæða drauga- gangs í Viðfirði er ábyggilega draugasögur ungmennanna, sem þau sögðu hvort öðru.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.