Dagur - 07.10.1997, Qupperneq 2
18-ÞRIÐJUDAGUR 7 . OKT ÓBER 1997
Xfc^ttr
LÍFIÐ í LANDINV
Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri
og Pverholti 14 • 105 Reykjavík
Símmn hjá lesendaþjónustunni:
S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is
Súnbréf:4M S|7,eb»SS| 0270
Núverandi viðskipta-
ráðherra virðisthald-
inn stórmennskubrjál-
æði í sambandi við
byggingu álvera.
Fyrst var ákveðið að stækka ál-
verið í Straumsvík mjög mikið,
næst var ákveðið að byggja stórt
álver á Grundartanga. Þetta
finnst mér meira en nóg fyrir Is-
lendinga að ráða við með til-
heyrandi virkjunum sem þessari
starfsemi fylgja.
Nú mun vera gott verð á áli en
hvaða tryggingu höfum við fyrir
því að það haldist hátt næstu
áratugina? Og hvað kosta þær
virkjanir sem þarf að byggja svo
að nægileg raforka sé fyrir hendi
til að tryggja rekstur þessara
verksmiðja? Gaman væri að al-
menningur fengi að vita það.
Það er mikið rætt um að ís-
lenska ríkið sé orðið mjög skuld-
sett og brýn nauðsyn sé að fara
að greiða niður erlendar skuldir
landsmanna og oft hefur verið
frá því skýrt hvað þær væru háar
per einstakling í landinu. Svo er
það mengunin sem fylgir þessari
starfsemi. Það er sífellt klifað á
því að mengunin fari vaxandi
hér á landi en ekki bætir þetta
úr skák. Það heyrist lítið frá um-
hverfisráðuneytinu og öðru fólki
sem sífellt er að tala um nauð-
syn þess að minnka mengun hér
á landi þrátt fyrir þetta stóriðju-
brölt viðskipta- og iðnaðarráð-
herra. En þarna er þó ekki
minnst á nema hluta af því sem
hann hefur á dagskrá. Næst á að
koma gríðarstórt álver á Keilis-
nesi og þar á eftir álver við Eyja-
Ijörð og loks er hann prívat að
pukrast með samningagerð við
Norðmenn um að byggja gífur-
lega stórt álver við Reyðarljörð
og að þ\i' er mér skilst að Iáta
Norðmenn kosta byggingu
stærsta raforkuvers á íslandi
með því að veita saman Jökulsá
á Dal í Jökulsá í Fljótsdal inn á
austfjarðahálendinu og búa þar
til gríðarlega stórt Ión og sökkva
þar með undir vatn stóru svæði
af velgrónu landi, meðal annars
stóru svæði af kjörlendi hrein-
dýranna. Ef af þessu yrði, myndi
vatnsmagn í Lagarfljóti aukast
gífurlega, þannig að láglendið
meðfram Lagarfljóti færi á kaf í
vorleysingum og mildum vatna-
vöxtum. Og ekki nóg með það.
Lagarfljótsbrúin á hringveginum
hjá Egilsstöðum færi í kaf og
Iíka Egilsstaðaflugvöllur.
Vorið 1995 voru miklir hitar
hér á Egilsstöðum og öllu Fljóts-
dalshéraði í júnímánuði. Þá var
vatnsstaðan í Lagarfljóti svo há,
að litlu munaði að flyti j'fir Lag-
arfljótsbrúna og ekki miklu að
vatnið flyti yfir flugvöllinn lfka.
Þá fóru tugir hektara af Egils-
staðatúninu undir vatn og urðu
Egilsstaðabændur að bera á
þann hluta túnsins aftur. Ég tók
mynd af þessu 14. júnf en þá var
aðeins byijað að minnka í fljót-
inu.
Hvað halda menn að gerst
hefði ef Jökulsá á Dal hefði ver-
ið komin í Lagarfljótið þegar
þetta gerðist? Þá hugsun vil ég
ekki hugsa til enda. Ég hef að-
eins átt 7 ár heima hér á Egils-
stöðum. Það er vel hægt að
hugsa sér hvernig þetta hefði lit-
ið út ef svona hitakafli hefði
komið í apríl eða maí eftir mjög
snjóþungan vetur og kannski
með stórrigningum í viðbót.
Nei, þessir menn sem mæla
með því að veita þessum stór-
fljótum saman eru meira en lítið
klikkaðir. Svo má bæta því við
að Jökulsá á Dal ber fram svo
mikið af sandi og leðju að Lag-
arfljót myndi á fáum árum fyll-
ast af sandi og leðju og þó að
það sé um 100 metra djúpt þar
sem það er dýpst ef ég man rétt,
að Iífríki Jiess myndi allt ger-
breytast. Ég vil einnig benda á
að ef þessi álver verða öll byggð,
þá er hætt við að svona einhæf
framleiðsla gæti fyrr en varir
orðið verðlítil eða verðlaus. Það
yrði gífurlegt áfall fyrir þjóðar-
búið. Skynsamlegra væri að
dreifa áhættunni meira, t.d.
með miklu fjölbreyttari iðnaðar-
framleiðslu. Að lokum vil ég
hvetja ráðherra og alþingismenn
þjóðarinnar að koma í veg fyrir
þetta áður en það er um seinan,
svo stórfellt tjón hljótist ekki af.
Sigurður Lúrusson.
Fyrst var ákvedið að stækka álverið í Straumsvík og þar á eftir var ákveðið að byggja á Grundartanga líka, eitt stykki álver i viðbót.
„Skrifaðar hafa verið lærðar og góðar greinar að undanförnu um þá alvarlegu stað-
reynd að þessi verðmæti sem eiga að heita sameign þjóðarinnar eru að færast á færri
og færri hendur", segir eftirlaunamaður nokkur.
Auðlinda-
flokkur?
Eftirlaunamaður
skrifar:
Á undanförnum mánuðum og
árum hafa birst í blöðum mjög
svo áhugaverðar greinar eftir
leika og lærða um auðlindir
þjóðarinnar og þá sérstaklega
fiskimiðin. Margir af okkar
helstu hagfræðingum svo sem
dr. Gylfi Þ. Gíslason, sonur hans
Þorvaldur, dr. Benjamín Eiríks-
son o.fl. hafa skrifað margar
greinar þar sem þeir m.a. fjalla
um þá alvarlegu staðreynd að
þessi verðmæti sem eiga að
heita sameign þjóðarinnar eru
að færast á færri og færri hend-
ur sem gjöf aumra stjórnvalda til
gráðugra auðhyggjumanna sem
svífast einskis við að soga til sín
þessi verðmæti sem þeir selja
svo oft á tíðum, og hafa af millj-
ónatekjur án þess að fara
nokkru sinni á sjó.
Nú nýlega, birtust í Morgun-
blaðinu tvær afbragðs vel skrif-
aðar greinar um þetta efni eftir
Þórólf Mattíasson Iektor við
Hagfræðideild Háskóla íslands
og Bárð G. Halldórsson sem titl-
ar sig fijálslyndan sjálfstæðis-
mann. Þessar greinar og fjöldi
annarra, svo sem eftir Jón Sig-
urðsson í Járnblendinu, dr.
Gunnlaug Þórðarson, Markús
Möller og ekki síst forustugrein-
ar ritstjóra Morgunblaðsins
ásamt skoðanakönnunum um
veiðigjald hafa leitt hugann að
því, að þar sem ráðherrar allir
með tölu virðast vera undir
hælnum á sægreifunum, hvort
ekki sé tímabært áður en það
verður um seinan að fá þessa
heiðursmenn og/eða aðra sem
halda vilja upp manneskjulegu
þjóðfélagi á Islandi á komandi
öld, að gangast fyrir stofnun á
nýjum flokki fyrir næstu alþing-
iskosningar, - þar sem enginn
gömlu flokkanna virðist hafa
áhuga á að breyta ástandinu,
nema ef vera skyldi Alþýðuflokk-
urinn - flokk sem hefur það sem
höfuðmarkmið að breyta kvóta-
lögunum, koma á veiðigjaldi,
endurskoða skattakerfið, og
koma á löggjöf um auðlindir
Iands og sjávar og nýtingu
þeirra.
Ég er sannfærður um að
flokkur sem stofnaður yrði ein-
göngu til að koma iagi á þessi
mál fengi fjöldafylgi um Iand
allt. Eftir að því verkefni væri
lokið og tiy'ggt að málin séu í
höfn, mætti leggja flokkinn nið-
ur, þeir sem að þessu stæðu
fengju þakklæti þjóðarinnar,
(nema kannske sægreifa og nán-
asta skylduliðs!).