Dagur - 14.10.1997, Page 2
2 -ÞRIÐJUDAGUR 14.QKTÓBER 1997
rDnytr
FRÉTTIR
Gudmundur Gunnlaugsson, veitingamaöur í Humarhúsinu, þarf að kaupa humar frá Kanada og Noregi tii að uppfyiia óskir matargesta, humarvertíð
við íslandsstrendur brást. mynd: e.ól
Huinarskortur
Hiiniarvertíöin í ár var sú
lélegasta í mörg ár og veit-
ingáhúsin slást uiii það
litla sem fil er af humri.
Það hefur ekki veiðst jafn lítið af hum-
ar hér við land í áraraðir. Orsakirnar
eru taldar vera framhlaup Skeiðarár
eftir eldgosið í Vatnajökli, breyting á
Iffríkinu m.a. vegna breytinga á hita-
stigi sjávar, og slæmt veður í upphafi
vertíðar f maí, en fyrstu tvær vikurnar
skipta oft sköpum. Einnig hefur ofveiði
fyrri ára sín áhrif. Af 1.500 tonna kvóta
veiddust 1.220 tonn, en á árinu 1996
veiddust 1.635 tonn. Verulegur hluti
óveidds kvóta færist milli ára.
SH fékk fjórðungi minna af humri til
að selja í ár en í fyrra, eða um 400 tonn
að sögn Halldórs Eyjólfssonar, sölu-
manns hjá SH.
„Við gátum selt miklu meira magn
en við fengum. Við seljum íyrst og
fremst til Spánar, en einnig til Italíu og
Japan. Verðið á dýrasta humrinum er
um 4.000 krónur kílóið fyrir heilan
humar en það fæst einnig gott verð fyr-
ir halana á svissneska og bandaríska
markaðnum," sagði Halldór Eyólfsson.
Guðmundur Gunnlaugsson, veit-
ingamaður í Humarhúsinu í Reykjavík,
segir að það gangi mjög illa að fá hum-
ar og stundum þurfi að grípa til þess að
bjóða viðskiptavinunum humar frá
Kanada og Noregi, sem þó standist
engan samanburð í gæðum.
„Við höfum verið að kaupa humar frá
SH og fleiri aðilum, en þeir eru með
mun minna af humri til sölu nú en t.d.
í fyrra, og þannig er einnig með fleiri
aðila. Það er slegist um það magn sem
stendur til boða. Vegna þess að minna
er af humri þá hefur verðið einnig stig-
ið. Til þess að mæta óskum viðskipta-
vina höfum við flutt inn humar frá
Kanada og Noregi, en þetta er alls ekki
sama varan hvað varðar gæði, ekkert
skylt nema nafnið. Þetta er góð vara af
kanadískum eða norskum humri að
vera, en stenst ekki þann íslenska.
Þessi erlendi er mjög bragðlaus, oft
seigur og þurr, það vantár að hann
„springi“ upp í manni eins og sá ís-
lenski," sagði Guðmundur Gunnlaugs-
son. GG
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Kveðskapur þeirra Ingibjargar Sólrúnar borgar-
stjóra og Halldórs Blöndal samgönguráðherra
vegna Gullinbrúar virðist ætla að bergmála vel
lengi og víða. Á ársfundi Hafnasambandsins fyr-
ir helgi færði Guðmundur Vésteinsson, hafnar-
stjómarmaður á Skaganum .Halldóri breyt-
ingartillögu við vlsu ráðherra um Gullinbrú, en
Guðmundur er áhugamaður um að brúa
Grannafjörð norðan Akraness:
Hættu að gráta Halldór minn,
haltu þing á réttum vegi.
Gefðu jyrstá Grunnafjörðinn
Gullinbrú á góðum degi.
í pottinum er sagt frá mik-
illi gerjun í flokkunum
sem standa að Reykjavík-
urlistanum vegna próf-
kjörsmála. Ljóst er að fjór-
ir flokkar munu bcrjast um
7 efstu sætin - þannig að
einn flokkur fær aðeins
eitt sæti. í pottinum segja
menn að hjá framsókn muni öragglega gefa kost
á sér SigfúsÆgir Árnason, sem nú er varaborgar-
fulltrúi og framkvæmdastjóri hjá TBR og Óskar
Bergsson, húsasmiður og fyrrum formaður
ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Ifins veg-
ar er talið ólíklegt að Bima Kristín Svavarsdótt-
ir, sem verið liefur í borgarmálahópi framsóknar
muni fara í prófkjörið...
Hjá Alþýðubandalaginu hins vegar telja menn
ólíklegt annað en Guðrún Ágústar verði í broddi
íylkmgar. Helgi Hjörvar er sagður sækja hart að
Áma Þór Sigurðssyni bogarfulltrúa. Gárangam-
ir í flokknum segja hins vcgar að þeir Ámi og
Helgi yrðu góðir saman, því Árni cr nú á hækj-
um vegna fótaaðgerðar en Helgi er sem kuimugt
er framkvæmdastjóri blindrafélagsins. Þeir
væra þá í „haltur leiðir blindan" framboðinu...
V
Karl Bjömsson
bæjarstjóri á Selfossi.
Sameining Selfoss, Eyrar-
bakka, Stokkseyrar og Sand-
vtkurhrepps til skoðunar.
Vinnuhópar eru að störfum
ogeftil vill kosið í nýju
sveitarfélagi næsta vor. íbú-
ar í nýja sveitarfélaginu
yrðu um 5.300 talsins.
Sveitarfélög í Flóa
skoöa sameiningu
- Hafið þið fulltrúar sveitarfélaganna
jjögurra sett ykkur einhver tímamörk í
sambandi við þær sameiningarviðræður
sem nú eru í gangi?
„Við höfum engin tímamörk sett okkur í
þessu máli og við leggjum þeim mun meiri
áherslu á að vanda alla undirbúningsvinnu,
og í henni höfum við verið að undanförnu.
Það hefur verið myndaður tíu manna starfs-
hópur fulltrúa frá Selfossi, Eyrarbakka,
Stokkseyri og úr Sandvíkurhreppi sem vinn-
ur að skoðun á sameiningu þessara fjögurra
sveitarfélaga, kostum þess og göllum. Ur
þeim hópi skipa framkvæmdastjórar sveitar-
félaganna framkvæmdanefnd, það er ég,
sem bæjarstjóri á Selfossi, Páll Lýðsson,
oddviti í Sandvíkurhreppi, Magnús Karel
Hannesson, oddviti á Eyrarbakka og Grétar
Zóphaníasson, sveitarstjóri á Stokkseyri."
- Hvernig hafa þið hagað starfi ykkar að
undanförnu.
„Það hefur verið starfshópur í gangi og
hann hefur aflað sér mikilla upplýsinga um
sveitarfélögin og stöðu þeirra á ýmsum svið-
um og þær staðreyndir erum við að kynna
fyrir sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnir
munu í framhaldinu taka ákvörðun um
hvort vinna eigi málið frekar áfram, eða
setja það í salt. Fari málið í almenna at-
kvæðagreiðslu - og verði niðurstaðan þar já-
kvæð - getur svo farið að kosið verði til sveit-
arstjórnar í nýju sveitarfélagi hér í Flóanum
næsta vor.“
- Hve margir ibúar yrðu í hinu nýja
sameinaða sveitarfélagi yrði það að veru-
leika?
„fbúar þess yrðu um 5.300 talsins. Ibúar
hér á Selfossi eru um 4.300 og á Eyrarbakka
og Stokkseyri eru tæplega 500 á hvorum
stað. í Sandvíkurhreppi eru íbúarnir um
100 talsins. - Nú eru þrír hreppar til viðbót-
ar í Flóanum austanverðum og þar á ég við
Hraungerðis-, Gaulverjabæjar-, og Villinga-
holtshreppa."
- Hafa þeir ekki verið með í þessum við-
ræðum?
„Sveitarstjórnarmenn í þessum hreppum
hafa fylgst með málinu óformlega og úr fjar-
lægð en ekki verið beinir þátttakendur í
sameiningarviðræðunum á þessu stigi máls.
En ég útiloka ekki að þeim verði boðin þátt-
taka í sameiningarferlinu á síðari stigum."
- SBS.