Dagur - 14.10.1997, Page 3
•fií»fÆlf
O^iur.
FRETTIR
Kringlan sér framtíðar-
lóð í Fram-svæðinu
Séð yfir til Fram-svæðisins frá Kringlunni, en viðræður hafa farið fram milli Framara og Kringlumanna um hugsanlega nýtingu á samliggjandi lóðum
mynd: pjetur
Forráðameim Knatt-
spymufélagsins Fram
og Kringliumar hafa
rætt samau uiii hugs-
anlega nýtiugu á sam-
liggjandi lóðum.
„Það er rétt að við hittum þá
Rringlu-menn og ræddum \4ð þá
hina ýmsu möguleika sem eru á
samstarfi milli þessara aðila
vegna þess að svæðin liggja sam-
an. Það er þó ekki inni í mynd-
inni hjá okkur að selja af Fram-
svæðinu en samnýting gæti átt
sér stað,“ sagði Sveinn Andri
Sveinsson, formaður Knatt-
spyrnufélagsins Fram.
Einar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, stað-
festi að fundur hefði verið hald-
inn en sagði málið á algeru frum-
stigi og vildi því ekki segja meira
um það nú.
Ymsar liugmyndir hafa komið
upp varðandi hugsanlega
samnýtingu Fram og Kringlunn-
ar á svæðinu. Ein hugmyndin er
að gera bílastæði undir Fram-
vellinum. Sveinn Andri sagðist
ekki telja hana raunhæfa vegna
þess hve langt er af slíku bíla-
stæði yfir í verslunarhúsið.
Hann segir að þetta samstarf
geti oltið á því hvort sú hug-
mynd, að grafa Miklubrautina
niður á þessum kafla, verður að
veruleika. Núna myndar Mikla-
brautin í raun gjá á milli svæð-
anna. Verði gatan grafin niður
opnast óteljandi möguleikar á
samnýtingu svæðanna því þá
liggja þau alveg saman.
„Þá tel ég að margir spennandi
möguleikar séu inni í myndinni.
Þar má nefna bæði bílastæði og
jafnvel byggingar. Það má minna
á svona til gamans að Ieikvangur
hins heimsfræga Monakó-liðs er
á 4. hæð í risabyggingu. Það sýn-
ir að ýmislegt er til f þessu. En ég
vil taka það skýrt fram að það er
ekki farið að ræða þetta mál af
neinni alvöru. Þeir Kringlumenn
vildu vita hvort við værum nokk-
oð að flytja og okkur lék forvitni
á að vita hver framtíðarplön
þeirra væru,“ sagði Sveinn Andri
Sveinsson. — S.DÓR
Reykja og
tyggja
Samkvæmt könnunum sem
gerðar hafa verið fækkar reyk-
ingamönnum ekki. Á sama tíma
minnkar neysla á tóbaki sam-
kvæmt sölutölum ATVR.
Þorsteinn Blöndal, læknir á
i^vcrn^ —-——— .---
að hann hafi
það á tilfinn- Þorsteinn Blöndal.
ingunni að
margir noti nikótínlyf til að
draga úr reykingum og því dragi
úr reykingum þrátt fy'rir að reyk-
ingamönnum fækki ekki. Margir
vinnustaðir eru reyklausir og
nokkuð er um að menn tyggi í
vinnunni, en reyki heima hjá
sér.
Læknar hafa ráðlagt fólki að
nota ekki nikótínlyf samhliða
reykingum og því eru margir
sem skammast sín fyrir að nota
þetta samhliða. Þorsleinn segir
að það mætti kannski endur-
skoða þær hugmyndir læluia að
nota ekki lyfin til að draga úr
reykingum, heldur einungis til
að hætta. Þorsteinn segir að það
skipti verulegu máli hvað varði
heilsu manna hversu mikið sé
reykt.
Hann segir að sumum geti
hentað sú aðferð að draga úr
reykingum til að byrja með og
hætta síðan — HH
Opnar fyrir gjald á
aðrar fisktegimdir
INNLENT
Hafnarkránni frestað
Félagsmálaráð Reykjavíkurborgar afgreiddi ekki á fundi sínum í gær
umsókn Hafnarkrárinnar við Hafnarstræti um endurnýjun vínveit-
ingaleyfis.
Málefni Hafnarkrárinnar hafa mjög verið til umíjöllunar síðustu
vikur vegna ítrekaðra kvartana íhúa, fasteignaeigenda og verslunar-
rekenda í nágrenninu. Bæði heilbrigðisnefnd og félagsmálaráð borg-
arinnar hafa fengíð þykkan skjalabunka um staðinn, meðal annars
viðamiklar lögregluskýrslur og gögn um fjölda úlkalla lögreglunnar.
Málinu var frestað á fundi félagsmálaráðs að beiðni Guðrúnar
Zoega, sem vildi kynna sér lögregluskýrslurnar. — FÞG
Áfengiskaup 18 ára
Ótti er vid að veiði-
leyfagjald á norsk-ísl-
ensku síldina fari síð-
ar á allar aflaheimild-
ir.
„Eg tel að það séu nægar leiðir til
að skattleggja sjávarútveginn
þótt það sé ekki gert með veiði-
leyfagjaldi. Ég hef alla tíð verið
því andvígur og er það enn. Það
breytir engu fyrir mér þótt um
úthafsveiðar sé að ræða,“ sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja hf. á Akureyri,
um veiðileyfagjaldið á síldina
þegar Dagur ræddi við hann í
gær.
„Ég hef svo sem ekki hugsað
sérstaklega um þessa ákveðnu
hugmynd að setja veiðileyfagjald
á norsk-íslensku síldina. Ég hef
alltaf verið andvígur veiði-
leyfagjaldi og það hefur ekkert
breyst. Ég hef ekki trú á að það
bjargi miklu. Eins þykir mér lík-
legt að ef veiðileyfagjald yrði sett
á síldina yrði það bara fyrsta
skrefið. Gjald á aðrar tegundir
myndi fylgja á eftir,“ sagði Magn-
ús Bjarnason, framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, í
samtali við Dag.
HjáJtátlegt
„Mér þykir þessi hugmynd hjá-
kátleg. Ég hef verið andvfgur
hugmyndinni um veiðileyfagjald
eins og hún hefur verið sett
fram. Annars er munur á því
hvað menn eiga við með orðinu
veiðileyfagjald. Sumir eiga við að
sett verði á uppboð á veiðiheim-
ildum og því er ég alfarið á móti
Þorsteinn Már Baldvinsson.
og mun aldrei sætta mig við. Aðr-
ir tala um leigugjald fyrir afla-
heimildir. Þá myndu menn
greiða ákveðið leigugjald fyrir
þær aflaheimildir sem þeir fá út-
hlutað eftir sama kerfi og nú. Og
þá á slíkt leigugjald að koma á
allar aflategundir en ekki bara
norsk-íslensku síldina. Aftur á
móti sé ég ekki að gróðinn í sjáv-
arútveginum sé neitt vandamál
fyrir þjóðina og þá sem eru að
tala um einhverskonar gjaldtöku
lýrir aflaheimildir,“ sagði Finn-
bogi Jónsson, forstjóri Síldar-
vinnslunnar í Neskaupstað.
Aö búa til verðmæti
„Ég get fallist á að skoða meðferð
veiðiheimilda í tilfellum eins og
þessu alveg sérstaklega, þar sem
þarna er um nýjan stofn inn í
veiðar okkar að ræða og engin
Steingrímur J. Sigfússon.
langtímaveiðireynsla íýrir hendi.
Ég dreg hins vegar í efa réttmæti
þess að fara að standa í einhverri
tilraunastarfsemi varðandi mikil-
væga auðlindanýtingu eins og
þetta auðvitað er. Þetta gæti leitt
til sértækrar skattlagningar á
sjávarútveginn og því er ég and-
vígur. Mest um vert er auðvitað
að ná að veiða þessa síld og nýta
hana og gera úr henni verðmæti
til manneldis þannig að þjóðar-
búið fái tekjurnar í stað þess að
rífast fyrirfram um skiptingu á
einhverjum arði,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
sjávarútvegsnefndar Alþingis.
-S.DÓR
Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar eru hlynntir því að færa áfeng-
iskaupaaldur ungmenna niður í
1 8 ár. Á málþingi sem umboðs-
maður barna hélt um helgina á
Akureyri sátu fyrir svörum þeir
Guðmundur Bjarnason um-
hverfisráðherra og Halldór
Blöndal samgönguráðherra. I
umræðum kom fram að þeir
Eldur kviknaði í togaranum Þur-
íði Halldórsdóttur GK 94 suður
af Reykjanesi í fyrrakvöld. Tíu
skipverjar voru um borð og var
þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LIF, send á staðinn ásamt varð-
skipi. Mönnunum var bjargað en
einhverra hluta vegna var Til-
kynningaskyldunni ekki tilkynnt
um atburðinn. Tilkynningaskyld-
töldu báðir koma til greina að
leyfa ungmennum að kaupa
áfengi við 18 ára aldur, en ekki
20 ára eins og nú. Einnig sögðu
þeir sig lýlgjandi því að athuga
vel hækkun ökuleyfisaldurs úr
17 árum í 18.
Sjáfrúsögn af málþinginu í Líf-
inu í landinu í dag.
an hefur aðgang að öflugum
björgunarbát í Sandgerði og ætl-
ar að láta gera rannsókn á því
hvers vegna henni var ekki til-
kynnt um atvikið. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn en talið er að
tjónið nemi 15 milljónum. Elds-
upptök eru rakin til rafmagnsbil-
unar. — RÞ
Eldur í Þuríði