Dagur - 14.10.1997, Síða 6

Dagur - 14.10.1997, Síða 6
Fjórir ungmennafélagar voru í liði ársins í Stofn-deildinni. Auður Skúladóttir Stjörnunni, Sigrún Óttarsdóttir, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir Breiðabliki. Umsjón Jóhann Ingi Árnason s: 568-2929 Ungmennafélaginn, Erla Hendriksdóttir Breiðabliki, hlaut silfurskóinn en hún var næst markahæst í Stofn-deildinni í sumar. Prúðustu leikmenn deildanna. ívar Bjarklind og Katrín Jónsdóttir. Faðir Katrínar, Jón Óttarr, tók við viður- kenningu fyrir dóttur sína. Frábært knattspymusumar er á enda og það var svo sannnarlega endað með stæl. Allir bestu knatt- spymumenn landsins komu saman á Hótel Islandi þar sem viðurkenningar fyrir árangur sumarsins vom afhentar. Fjórir ungmennafélagar voru í liði ársins í Stofn- deildinni en þess má geta að tíu Breiðabliksstelpur vom í liðinu í fyrra. Liðið í ár var þannig skipað: Sigríður Pálsdóttir, KR, Margrét Ákadóttir, ÍA, Ragna Lóa Stefánsdóttir, KR, Auður Skúladóttir, Stjömunni, Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Guðrún Jónsdóttir, KR, Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki, Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, Olga Færseth, KR og Ásgerður Ingibergsdóttir, Val. Prúðasti leikmaður kvennadeildarinnar var Katrín Jónsdóttir og prúðasta liðið var Ungmennafélagið Breiðablik. Ungmennafélaginn, Þorvaldur Makan Leiftri, hlaut bronsskóinn í Sjóvá-Almennra deildinni. Ólafur Gottskálksson lék hálft tímabilið með Keflavík og það nægði honum til að komast í lið ársins. Óli var eini ungmennafélaginn í liði ársins hjá körlunum. Oli bestur Það voru margir tilnefndir en fáir útvaldir þegar lið ársins, í Sjóvá-Almennra deildinni, var tilkynnt á lokahófi knattspymu- manna um helgina. Gunnar Oddsson, besti leikmaður mótsins í fyrra, komst til dæmis ekki í liðið sem valið var af leikmönnum deildarinnar. Liðið er hins vegar mjög sterkt og greinilegt að ákveðin kynslóða- skipting er að eiga sér stað í fótboltanum á íslandi. Lið ársins í Sjóvá-Almennra deildinni árið 1997 var þannig skipað: Ólafur Gottskálksson, Keflvík, ívar Bjarklind, ÍBV, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Steinar Adolfsson, ÍA, Ólafur Þórðar- son, ÍA, Brynjar Gunnarsson, KR, Sigurvin Ólafsson, ÍBV, Sverrir Sverrisson, ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV og Andri Sigþórsson, KR. Á lokahófinu voru tvö ungmennafélög kvödd að sinni en það var Umf. Stjaman og Skallagrímur sem urðu, eins og allir vita, að sætta sig við það hlutskipti að falla í 1. deild. Við óskum þeim góðs gengis næsta sumar og vonandi sjáum við þau fljótlega meðal þeirra bestu að nýju.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.