Dagur - 15.10.1997, Side 11

Dagur - 15.10.1997, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 15.0KTÓBER 1997 - 27 Thytu-. LÍFIÐ í LANDINU SPJALL Margrét Ríkarðsdóttir þroskaþjálfi ásamt Jökli Kristinssyni notenda Hæfingarstöðvarinnar. mynd: brink Með 74.770 krónur í byrjunarlaun Eftil verkfalls þroska- þjálfa kemurþann 3. nóvember lokarHæf ingastöðin áAkureyri eins og allar sambæri- legar dagvistunar- og skammtímastofnanir. Margrét Ríkarðsdóttir þroska- þjálfi og forstöðumaður Hæf- ingarstöðvarinnar segir að samningaviðræður hafi staðið síðan í desember og telur allar líkur á að ekki takist að semja fyrir boðaðan verkfallsdag. A dögunum voru greidd at- kvæði og reyndust 99,46% þroskaþjálfa bjá ríki og borg styðja verkfall ef ekki verður búið að semja. Hjá ríkinu eru 203 á kjörskrá og greiddu 161 atkvæði, 160 sögðu já. Hjá borginni sögðu 222 af 224 já. Félag þroskajálfa er ungt og er þetta í fyrsta skiptið sem fé- lagið sem slíkt hefur samnings- rétt en síðast reyndi á niður- lagningu vinnu hjá stéttinni í allsherjarverkfalli BSRB árið 1984. Þá lokuðu stofnanir sam- bærilegar við Hæfingarstöðina á Akureyri. Hver eru byrjunarlaun þroska- þjálfa? „Byrjunarlaunin eru 74.770 og geta hæst orðið 88.111,“ seg- ir Margrét og bætir við að for- stöðumaður á sambýli geti hæst komist í rúmar 100 þúsund krónur á mánuði. Forstöðu- maður hæfingarstöðvar með hæsta taxta er með 118 þúsund krónur á mánuði og er þá með 1 8 ára starfsreynslu." Hvaða kröfur gerið þið? „Við setjum fram kröfu um 1 10 þúsund króna lágmarks- laun sem er það sama og leik- skólakennarar fóru fram með. Það væri algjör forsmán að við yrðum undir leikskólakennur- um að loknum samningi." Flestir sem sækja þjónustu Hæfingarstöðvarinnar búa á sambýlum en þó svo að um heimili þeirra sé að ræða eru þau sum hver lokuð á þeim tíma dags sem fólkið er á Hæfingar- stöðinni. „Þá er enginn starfs- maður á sambýlunum og þegar hæfingar- og dagsþjónustu- stöðvar loka verður að kalla út aukavaktir á sambýlin og maður veit ekkert hvernig það mun ganga. Þótt þroskaþjálfar sem starfa á sambýlum hafi undan- þágu frá verkfalli er enginn sem segir að þeir þurfi að taka auka- vaktir.“ Hvaða stofnanir loka á Akur- eyri? „Þessi hæfingarstöð og skammtímavistunin í Dvergagili þar sem forstöðumenn eru þroskaþjálfar.“ Hafa fjöl- skyldur lýst yfir áhyggjum sín- um? „Nei, eldd ennþá. En það gera sér allir grein fyrir því hvað það þýðir þegar þessi þjónusta er ekki fyrir hendi. Hér erum við með mjög breiðan hóp af fólki, fólk sem þarf að- stoð við allar athafnir daglegs lífs og eins fólk sem er í vinnu- þjálfun. Þetta mun allt leggjast niður og eins öll sjúkraþjálfun sem fram fer inni á þessum stofnunum." -MAR „Þótt þroskaþjálfar sem starfa á sambýl- um hafi undanþágu frá verkfalli erenginn sem segirað þeirþurfi að taka aukavaktir. “ SMÁTT OG STÓRT Kjarkinn má ei vanta • Það er ekki nema ein og hálf vika þar til prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefst. Frambjóðendur auglýsa grimmt þessa dagana að þeir hafi opnað kosningaskrifstofu hér og þar og að þeir gefi kost á sér í þetta eða hitt sætið á lista flokksins. Arni og Inga Jóna gefa kost á sér í 1. sætið, Vilhjálmur í 2. sætið, Jóna Gróa í 3. sætið og svo fram- vegis. Það sem vekur mesta athygli er að enginn gefur kost á sér í 8. sæti listans. En 8. sætið er sætið sem allt snýst um. Vinnist það er meirihluti fenginn. Hjá R-listanum leggur Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir allt undir og tekur 8. sætið á listanum. Valdir réft • Tæknifræðingar og verkfræðingar segja skemmtisögur hverjir af öðrum ekki ósvipað og Norðmenn og Svíar gera. Sagan segir frá ungum tæknifræðingi sem aldrei hafði verið við kvenmann kenndur. Hann var á dans- leik og allt í einu hafði ung stúlka fangað hann. Þau dönsuðu síðasta dansinn og stúlkan spurði hvort hann ætlaði ekki að fylgja sér heim. Hann sagði það sjálfsagt. Stúlkan var á hjóli þannig að tæknifræðingur- inn ýmist gekk mjög hratt eða skokkaði við hlið hjólsins. Stúlkan réð ferðinni og fyrr en varði voru þau komin út fyrir bæinn. Þetta var fögur sumarnótt. Stúlkan beygði útaf götunni og í fallegan hvamm. Þar lagði hún hjólið frá sér, afklæddist og lagði fötin við hliðina á hjólinu og sjálf lagðist hún við hliðina á fötunum. Síð- an sagði hún tæknifræðingnum að nú mætti hann velja, hjólið, fötin eða sig. Hann hugsaði sig lengi um uns hann rauk til, tók hjólið og hjólaði heim. Þegar þangað kom sagði hann föður sín- um frá öllu saman og spurði hann álits. Faðirinn, sem var verk- fræðingur, hugsaði sig lengi um en sagði svo: Þú gerðir rétt son- ur, þú hefðir aldrei komist í fötin! Óbættur hjá garði • Um þesar mundir eru annir hjá fjárlaganefnd. Sveitarstjórnar- menn og forstöðumenn hinna ýmsu samtaka, félaga og hópa koma á fund hennar og biðja um peninga. Meðal þeirra var Ein- ar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík. Hann var að biðja um fé til hafnarframkvæmda vegna þess að Húsvíkingar eru búnir að kaupa nýjan togara svo stóran að hann kemst ekki inn höfnina nema hún verði dýpkuð og svo kallaður Norðurgarður verði lengdur. Þegar Einar hafði lokið máli sfnu orti séra Hjálmar Jónsson, sem sæti á í fjárlaganefnd: Ski'pin þurfa að skríða frjáls og skila hænum drjúgum arði. Annars liggur Einar Njáls óhættur hjá Norðurgarði. NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Minnlsgóðir m emi Frægasta þjóðsagnapersóna allra tíma á Islandi er efalaust Júlíus Havsteen, sýslumaður. Hver ís- lendingur sem kominn er til vits og ára kann sögur af Júlíusi, sem var sýslumaður Þingeyinga í áratugi og vann sér mildar vin- sældir þar eystra. Eða einsog segir í vísunni frægu sem ort var þegar hann yfirgaf Þingeyinga sem sýslumaður, og sýnir vel hvaða hug menn báru til hans.: „Foringjanna vel og völd vilja frjálsar þjóðir. Þingeyingar kveðja í kvöld konug sinn og hróðir. “ Júlíus Havsteen var mikill húmoristi og kunni manna best að koma fyrir sig orði. Einhverju sinni sagði hann á góðra vina fundi að þrír menn væru öðrum betri á Islandi að muna alla skapaða hluti. „Og hverjir eru þessir þrír menn,“ spurði Þing- eyingurinn sýslumann sinn, sem svarðraði um hæl. „Jú, sjáðu til. Það er í fyrsta Iagi ég, síðan er það hann Jó- hann sonur minn,“ sagði Júlíus, og hikaði svo stundarkorn og sagði síðan „en ég man bara ekki hver sá þriðji er.“ Utnsjón: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.