Dagur - 17.10.1997, Qupperneq 1

Dagur - 17.10.1997, Qupperneq 1
Mitt í öllu búttrós búttrósgali heimsins er logn. Og búð sem er bensínstöð og kaffihús með einu borði. Og ung kona sem erfjár- bóndi og afgreiðir. Hildur Magnúsdóttir stendur innan við borðið og litrík sælgæt- isbréfin og lollipopsar endur- kasta síðustu tónum síðdegissól- ar sem gægist inn um gluggann milli bensíntanka. Hún er fjár- bóndi. Bensínafgreiðslumaður. Kaffisali. A tvo hunda, son, einn mann, gamlan bíl og er að byggja upp afkomu. Þetta er lítil búð með nafn sem vísar bæði á stórt og smátt: Minniborg. Er við þjóðveginn í Grímsnesi. En það gagnast lítið því rúturnar keyra á fullu fram- hjá, hlaðnar túristum sem vilja skoða Gullfoss og Geysi sama hvaða reginskyssa er í árstíðun- um; það gagnast Iíka lítið að versla við þjóðveg sem innan- sveitarmenn nota einum of mikið til að aka til Selfoss. I stóru búð- irnar. Um háveturinn koma kannski 10 viðskiptavinir í þessa búð. Á dag. Á sumrin bjarga sumarhúsaeigendur því að veltan fer á flug, opið frameftir og um helgar. Öl, gos, ís, sælgæti, sam- lokur, túnfiskur, kaffi, skinka í bréfi, kex: þetta venjulega. Og meira: við hinn veginn, í hurðar- króknum undir hillustæðum af smurolíu og rúðupissi er kaffisal- ur hússins. Eitt tveggja manna borð. Byggja «PP Hildur og maður hennar, sonur og tveir hundar búa ásamt 300 fjár þarna í grennd við Sólheima. Búðarkonan segir að fé komi vænt af fjalli í ár, síðustu leitir séu eftir, en fyrstu slátrun lokið, og allt tiltölulega gott. Mýraroll- urnar heldur lakari en þær sem koma af fjalli. Beitin hefur batn- að mjög hin síðari ár, með fækk- andi fé. Maður Iætur dreymin augu reika um hillur fullar af smurningsolíu og vinnuvettling- um og þessu sem enginn skilur sem ekki hefur vit á bílum. Olís á búðina en þau reka hana, eru að byggja upp verlsun í sveitinni eft- ir nokkurra ára hlé. „Það tekur tíma“ þegar grennslast er fyrir um afkomu. Þau skrimta á göml- um bíl, hlær hún. Kaffihús. Bensínstöðin er kaffihús, kaffi- húsið nýlenduvöruverslun, versl- unin bensínstöð. Eina kaffiborð- ið stendur við hinn gluggann, þennan sem er ekki frátekinn við sælgætisbillur og búðarkassa. Hjördís Ólafsdóttir, ung stúlka á öflugri úlpu og þessari líka lopa- peysu, maular samloku eða borg- ara og með henni á appelsínugul- um algalla er Halldór Jónsson. Fjarri heimsins glaumi á svip. Hvfla lúin girðingavinnubein. Standa daglangt og girða með- fram þjóðveginum sem skilar ferðafólki framhjá kaffiveiting- unum og sveitafólkinu framhjá kexpökkunum hennar Hildar fjárbónda. Þau voru við Hval- Ijarðargangaveginn í sumar út- skýra þau og maður er ekki frá þvf að Halldóri finnist það ílott- ara en þessi vegarollugirðing sem nú hefur kallað hann í Grímsnes- ið. Klæða bara af sér kuldann segja þau spurð um aðbúnað á vinnustað. Er rökrætt daglangt um þjóðþrifamál í þögn sveitar- innar? Onei. Ef þau eru ekki að puða við staura í mikilli fjarlægð frá hvoru öðru þá heyrist ekki mannsins mál fyrir vélum. Ein- hverjum girðingavélum. Síðdeg- issólin er sæmilega hlý inn um gluggann og þau láta líða úr beinum. Hún á þessari líka lopa- peysu. Hann í fráhnepptum app- elsínugulum algalla. Knrinn Olís má svo sem alveg fara að huga að því að grafa niður díseltankinn sem gnæfir utan við lög og reglugerðir á hlaðinu. Til- búinn að springa í Ioft upp þegar næsta rúta hittir hann óvart. Og Olís mætti svo sem alveg malbika bjá þeim planið úr því að þeir þurftu að snurfusa í Grímsnes- inu á 70 ára afmælinu. Það kem- ur á daginn, sem engan undrar, að kórinn, kirkjukórinn, er burð- arstoð menningarlífs í sveitinni. Og kvenfélagið. En hún of ung fyrir það. Og Minniborg of smá fyrir rútur. Hjördís og Halldór eru farin að girða meðan lýst er. Kaffikrókurinn, móarnir, vegur- inn og díseltankurinn þagna. -SJH Hvíld og kaffi frá girðingarvinnunni. Hjördís Ólafsdóttir og Halldór Jónsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.