Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1997 - 23 HVAÐ ER í BOÐI NORÐURLAND Flóamarkaður Hjálpræðis- hersins er aö Hvannavöllum 10 og er opinn alla föstudaga frá 10-17. Á mark- aðnum er hægt að gera mjög góð kaup á notuðum fatnaði. Tekið á móti fatnaði á sama stað alla daga vikunnar. Kaffi menning Dalvík Á föstudagskvöld skemmta sér allir með dúettinum Annar með gel og hinn með hárlos, frítt inn. Á laugar- dagskvöldið er dansleikur og þá leik- ur gleðisveitin Tvöföld áhrif, frítt inn. Þá er þetta síðasta sýningarhelgi á myndlistarsýningu Þorra. Frá Háskólanum á Akureyri Á laugardaginn mun dr. Reynir Ax- elsson halda opinn fyirrlestur klukk- an 14:00 í húsnæði skólans við Þing- vallastræti 23 á sal fyrstu hæðar. Nefnist fyrirlesturinn: Löður, sápu- kúlur og stærðfræði. Fjallað verður um það hvers vegna þessi fyrirbrigði eru í laginu eins og þau eru. Sér- grein Reynis er fáguð rúmfræði. Á mánudaginn 20. október verður haldin málstofa á vegum Háskólans á Akureyri og Samvinnunefndar um málefni norðurslóða. Þar mun dr. Nicholas E. Flanders aðstoðarfor- stjóri Heimskautastofnunarinnar við Dartmouthháskóla í Bandaríkjunum flytja erindið: Hnignun sjávar- byggða: Hnattrænar breytingar eða naugjöfull auður? Málstofan verður haldin í húsnæði Háskólans á Akur- eyri við Glerárgötu 36 í stofu 301 á þriðju hæð og hefst klukkan 15:15. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kvennakirkjan heldur messu í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudaginn 19. október klukkan 20:30. Séra Agnes M. Sig- urðardóttir, prestur í Bolungarvik, prédikar og fjallar um það hvernig hægt er að samræma kvenréttindi og barnauppeldi. Prjófkjör sjálfstæðismanna Tekið hefur til starfa í Kringlunni úti- bú frá flokksskrifstofu í Valhöll. Opið virka daga frá kl. 16-19, 12-18 laug- ardaga og 13-17 sunnudaga. Félag eldri borgara Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Allir velkomnir. Hjördís Geirsdóttir og hljómsveit leika fyrir dansi í Risinu kl. 20-23.30 í kvöld. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10. laug- ardaga. ÖBÍ Öryrkjabandalag íslands heldur ráð- stefnu um kjaramál nk. föstudag í Borgartúni 6, RVK. Hefst hún kl. 13 og er öllum opin. Yfirskrift ráðstefn- unnar er: LÍFSKJÖR ÖRYKJA 1997, HVERNIG HORFA ÞAU VIÐ ÞÉR. Laugardaginn 18. okt. verður svo aðalfundur Öryrkjabandalags íslands haldinn á sama stað, en hann sækja 3 fulltrúar frá hverju hinna 24ra aðild- arfélaga bandalagsins auk annarra gesta. Þar verða kjaramálin áfram til umræðu og ályktanir svo og skipu- lag bandalagsins. Fengur Bókís, notendafélag bókasafnskerf- isins Fengs, heldur ráðstefnu 21. okt. nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á dagskrá er m.a. erindi frá Guðbjörgu Sigurðardóttur, verkefnisstjóra hjá Forsætisráðuneytinu um Upplýs- ingastefnu stjórnvalda og hlutverk bókasafna. Þátttöku þarf að tilkynna í síma 552 7155. Myndlistarnemar Grafíknemar á öðru ári MHÍ opna sýningu á verkum sínum laugardag- inn 18. okt kl. 16.04. Sýningin er haldin í húsnæði Grafikfélagsins, Tryggvagötu 15, gengið inn Hafnar- megin. Karlakór Akureyrar-Geysir á Vesturlandi Karlakór Akureyrar-Geysir heimsækir Vestlendinga um komandi helgi og heldur tónleika á þremur stöðum. Fyrstu tónleikarnir verða í Grundarfjarðarkirkju laug- ardaginn 18. október klukkan 16.00 og eru þeir tónleikar í tengslum við 100 ára verslunarafmæli Grundarfjarðar sem ber heitið „100 ár í Nesinu". Á laugar- dagskvöldið klukkan 20.30 syngur kórinn svo í Stykkishólmskirkju. Á sunnudeginum 19. október er svo haldið til Búðardals og sungið í félags- heimilinu Dalabúð klukkan 15.00. Kvöldstund með Ghitu Nörby Ghita Nörby er ein ástsælasta og þekktasta leikkona Dana. Hún er nú mætt til íslands og mánudaginn 20. október klukkan 20.00 skemmtir hún á Stóra sviði Þjóðleikhússins ásamt eiginmanni sínum Svend Skipper og triói hans. í dagskránni er tvinnað saman upplestri leikkonunnar á nokkrum perlum H.C. Ander- sen og tónlist, allt frá klassískri tónlist til nútímatónlistar og leikkonan flytur sögubrot og Ijóð. Þess má geta að á mánudag milli 17.00 og 17.30 mun Ghita árita bók sína Mine egne veje í Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar Austurstræti. BROSIÐ Sýning Tannlæknafélags (slands verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 18. okt. kl. 16. Sýningin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli fé- lagsins og verður þar fjallað um tannheilsu, tannlækningar og tann- vernd á aðgengilegan hátt. Sýningin verður opin 18.-26. okt. kl. 9-17 virka daga og 12-18 um helgar. þar verða fagmenn til að svara spurning- um gesta um efni sýningarinnar. Nýlistasafnið Laugardaginn 18 okt. ki. 16. verður opnuð samsýning 6 myndlistar- manna í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b i Reykjavík. Sýningarnar eru opn- ar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Veðurfræðingar Félag íslenskra veðurfræðinga, Veð- urstofa íslands og Bændaskólinn á Hvanneyri, bjóða til ráðstefnu um vind, skafrenning og skjólbelti, föstu- daginn 17. okt. kl. 13.30 -16.30 á Hótel Holti í Reykjavík. MÍR Nk. sunnudag, kl. 15 verður ein af kvikmyndum rússneska leikstjórans Andrei Tarkovskís sýnd í bíósal MÍR Vatnsstíg 10. Norræna húsið Fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 16 á sunnudag. Gitte Mose lektor við Osl- óarhálskóa nefnir fyrirlesturinn „Den forfrende fortælling" og fjallar hann um tvær eftirvektarverðar sögur í dönskum og norskum samtímabók- menntum. EGILSSTAÐIR Unglist ‘97 Dagana 25.-31. okt. verður haldin á Egilsstöðum listahátið ungs fólks, Unglist '97. Þar koma ungir og óþekktir listamenn list sinni á fram- færi, margir í fyrsta sinn. Kjörorðið er „List er allt og allt er list“. I tilefni opnunar WorJd Class á Akureyri verður opið hús laugardag og sunnudag frá kl. I3 - I7. ✓ I boði verða veilingar og mun starfsfólk World Class aðstoða og fræða eftir fremsta megni 3aui lilli verður á staðnum ásamt öðrum uppákomum World Class hátíð á Kaffi Akureyri um helgina. srauqjorji Arskort 19.900 8 mánuðir 17.900 + lilboð í Stjörnusól ssondro P.S. Æl’ingakorf gilda sem fríkort inná Þjóðleikh og Ingólfscafe, sem og World Class í Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.