Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 2
18 — FÖSTVDAGUR 17.0KTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU „Hefd i fjöiskyldunni ad við systurnar komum saman og tökum slátur, “ segir Björg Bjarnadóttir. Sláturgerð og sviðaveisla Það hefur slTapast sú hefð að ég og tvær systur mínar, sem búum í Reykjavík, komum saman á haustin og tökum slátur og það ætlum við að gera nú um helgina," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra Ieikskólakennara. „Við ætlum í þetta á laugardaginn," segir Björg, „en á eftir ætlum við líka að fylgja annarri hefð sem skapast hefur í okkar fjöl- skyldu; en það er að við systurnar komum sam- an að siáturgerð lokinni og borðum svið með eiginmönnum okkar; það eru sviðin frá í fyrra," segir Björg. „Það er afslöppun um helgina, sem þó er ekki algengt hjá mér. Oft er ég að vinna um helgar, þó það fari reyndar eftir verkefnum og því sem kemur á hverjum tíma,“ segir Björg. Ljóðakvöld og Þingvallaferð „Á föstudagskvöld ætla ég á fund í merkum fé- lagsskap sem ég er í, Leynilega ljóðafélaginu. Þetta er vitsmunafélag, þar sem menn munu hafa yfir kveðskap alveg framundir morgun,“ segir Hrafn Jökulsson, barþjónn á Grand Rock við KJapparstíg í Reykjavík. - Laugardaginn hyggst Hrafninn nota til ekki ómerkari hluta en að lesa Dag, enda sagðist hann hafa veður af því að þar sé forvitnilegt efni í boði. „Síðan fer ég í vinnu á Grand Rock um kvöldmatar- leytið og verð að fram undir morgun,“ segir hann. Sunnudagurinn verður með heilögum hætti hjá Hrafni Jökulssyni, enda er hann af prestum kominn og afi hans var meira að segja doktor í glensi í guðspjöllum. Hrafn ætlar nefnilega í messu í Hallgrímskirkju: „...og heyra hvað Guð almáttugur hefur til málanna að leggja. Síðan liggur leið í haustlitaferð austur á Þingvöll, enda er þessi helgasti staður aldrei fallegri en á þessum tíma ársins.“ „Ætla i messu og heyra hvað Guð almáttugur hef- ur til málanna að ieggja, “ segir Hrafn Jökulsson. Suðurferö og söngur „Ég er að fara suður um helgina, þar sem við bræðurnir verðum með söngskemmtun á Hótel Islandi bæði föstudags- og laugardagskvöld,“ segir Óskar Pétursson á Akureyri, einn hinna söngvinu Alftagerðisbræðra. „Við höfum lítið gert af þvf til þessa að koma fram sjálfir á svona stórum söngskemmtunum og hvað þá í stærsta samkomusal landsins.“ Kynnir á tónleikum bræðranna fjögurra í Álftagerði verður Pétur Þórarinsson, prestur í „Við verðum með söng- Lauf'ási' ”Síðan stendur til að við droppum inn skemmtun á Hótel Islandi á nokkrum stöðum í Reykjavíkinni og syngjum á föstudags- og laugar- fyrir vini okkar," segir Oskar. - Hann býst við dagskvöld," segir Óskar að koma heim á sunnudagseftirmiðdag úr Pétursson. þessari miklu suðurferð, og þá taki við að sinna búi og bömum; „... og herða mig upp í að fara í vinnu klukkan átta morguninn eftir.“________________-SBS. [ Vinmihelgi fréttamaims „Þetta verður vinnuhelgi, eins og oft er hjá fréttamönnum. Nú um helgina er kosið um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð og ég verð að koma fréttum af þeim í loftið," segir Karl Eskill Pálsson, fréttamaður hjá Ríkisút- I varpinu á Akureyri. „Ég þarf að vera á Dalvík þegar atkvæði eru fáIin á laugardagskvöld, og á sunnudagsmorg- un þarf ég að segja frá viðbrögðum manna við J úrslitunum, hver sem þau verða. Því er ótrú- „Verð að koma fréttum af fegt að ég verði pitthvað á skemmtistöðum um sameiningarkosningum í helgina, segir Karl. ioftið,"segir Karl Hann segir að í heimaranni séu ýmis verk £ Pálsson. óunnin, sem verði að huga að nú um helgina . Eftir sé að binda um tré og leggja striga yfir við- kvæman gróður. „Síðan mun ég náttúrlega reyna að ná Spaugstof- unni, hvar sem ég verð á ferðinni og hvernig sem stendur á,“ segir Karl. Áriö er 1980. Keik, kát og glöð á framboðsfundi og heillaði þjóðina uppúr skónum, með glaðværri framkomu en alvarlegum undirtón. Hún skaut þremur herramönnum ref fyrir rass, og varð fyrsta konan í heiminum sem var kjörin forseti þjóðar sinnar í lýðræðislegum kosningum. Ár Vigdísar Finnþogadóttur á forsetastóli urðu sextán og fylgdi farsæld henni í embætti. En þó þungar hafi embættisskyldurnar verið er engu líkara en hún hafiyngst upp á þessum árum, eins og sjá má á innfelldu myndinni. Hringadróttmssaga „Síðasta bók sem ég las var Hringadróttinssaga eftir Tolkien, og síðan var ég líka að lesa ævisögu Che Guevara," segir söngdrottningin Emelíana Torríni, þegar hún var spurð um hvaða bækur væru efst á vinsældalista hennar þessa dagana. „Annars fer ég líka mikið í að lesa kómíkina til að slappa af,“ segir hún. Heiladauði svolitla stund Emelíana segist horfa á fjölmargar bíómyndir, en sagðist ekki muna í svipinn hvaða mynd hefði síðast verið í tækinu hjá sér. „En ég fór í bíó um daginn og sá þá myndina Conspiracy Theory með Mel Gibson, sem nú er sýnd í Bíóhöllinni. Einnig finnst mér gaman að sjá hverskonar undirheimamyndir, því það er fínt að fara í bíó og vera heila- dauður þar í svolitla stund.“ Varve og Megas Hjá Emelíönu hafa diskar með bresku popphljómsveitinni Varve verið dagana langa undir geislanum að undaförnu. „Þetta var voðalega þung hljómsveit í gamla daga en hún er orðin mun léttari í dag. Þeir voru að senda frá sér hljómplötu sem heitir í ís- lenskri þýðinu Eiturlyf virka ekki og mér finnst gaman að hlusta á þá plötu. Einnig hef ég verið að hlusta á nýju plötuna með Megasi sem var að koma út.“ -SBS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.