Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 4
ro^tr 20-FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1997 UMBÚÐ ALAUST Drepum íleiri nænur! Rjúpanveiðimenn haida margir galvaskir til fjalla og fá mikid út úr þvi að ná íjólamatinn en lllugi bendir á frosna kjúklinga í kælikistum stórmarkaða. Rjúpmveiðitíminn er hafinn, gottfólk. Það hefur varlafariðfram- hjá nokkrum manni, svo ötulirsem fjölmiðl- arhafa verið að kynna þessa staðreyndfyrir þeim sem ekki höfðu þegaráttað sig á því. ILLUGI JÖKULSSON SKRIFAR Við höfum séð myndir af upp- rennandi rjúpnaskyttum við æf- ingar, fengið að heyra um ástand og horfur rjúpnastofnsins og við höfum fengið að líta augum þann búnað sem nú til dags virðist vera nauðsynlegur til þess að vera maður með mönnum við rjúpnaskytteríið, en sá búnaður líkist raunar helst múnderíngu og vopnabúri víkingasveitar- manns, að ég segi ekki bara soldáta í hættulegu stríði utan- lands. Og viðtöl við rjúpnaskytt- ur gáfu til kynna að út um allt land væru stórir hópar fólks sem gætu vart beðið eftir því að kom- ast til fjalla að drepa rjúpuna; það var dálítið einkennileg og um leið dálítið hlægileg tilhugs- un að ímynda sér að menn sem maður mætti á götu væru kannski svona annars hugar af því þeir hlökkuðu svo ógurlega til þess að komast bak við hól í felubúningi með nýjustu haglapumpurnar að drepa gæfa og vinalega fugla. Og teldu sig miklu meiri menn fyrir vikið. Dráp á búrbúum Nú er kannski rétt að komi fram að ég er reyndar ekki þeirrar skoðunar að veiðar af öllu tagi séu eitthvað ósiðlegar í sjálfu sér, jafnvel ekki sportveiðar. Það er vitaskuld í flestum tilfellum tóm hræsni að þykjast fordæma afdráttarlaust veiðiskap af þessu tagi, en taka um Ieið fagnandi ódýrum kjúklingum sem liggja gaddfreðnir í kæliskápum stór- verslana og hafa alið allan sinn aldur í örsmáu búri, óhreyfan- legir við matarvélina áður en þeir voru hálshöggnir á færi- bandi. Það dugir lítið að þykjast vera vinur lítlú dýranna úti í náttúrunni þegar þjóðfélag okk- ar meira og minna allt er byggt á svoleiðis grunni. Eigi að síður er eitthvað veru- Iega klikkað við allar þessar ijúpnaveiðar, einkum og sér í lagi þá þegar borgarbúarnir í Reykjavík eða annað þéttbýlis- fólk æðir til fjalla í stóru stóru jeppunum sínum, með hátækni- græjur, byssur og felubúninga upp á tugi ef ekki hundruð þús- unda, og allir vilja telja sér og öðrum trú um að þeir séu bara að veiða sér til matar, næstum af nauðsyn, en altént til að full- nægja djúpstæðu veiðieðli mannsins sem reynir að bjarga sér í fjandsamlegri náttúrunni í samkeppni við dýr merkurinnar. Ef það kæmi nú einhver sam- keppni við sögu við rjúpnaveið- arnar, þá væri kannski hægt að skilja þær. Ef fuglarnir væru stórir og snarir í snúningunum, hraðfleygir, lymskulegir og jafn- vel hættulegir; þá væri kannski hægt að skilja þá ögrun sem menn telja rjúpnaveiðarnar greinilega vera. Ef fuglarnir ættu með öðrum orðum ein- hvern séns. Flottasti veiðariim En rjúpurnar eiga auðvitað eng- an séns, og sérstaklega ekki gagnvart hinum tæknivæddu sportveiðihetjum nú til dags; þetta eru klunnalegir, fremur einfaldir fuglar sem ramba oftar en ekki beint í flasið á veiði- mönnunum sem þurfa varla að taka í gikkinn til að geta komist heim með eina kippu eða svo. Og þegar fara að birtast myndir af skælbrosandi alsælum veiði- mönnum, í sjöunda himni af því þeim tókst með öllum græjun- um sínum að salla niður nokkur af þessum fljúgandi hænsnum, þá er nú eiginlega alveg óhætt að hætta snarlega að bera mikla virðingu fyrir orðagjálfri þeirra um að þeir séu bara eins og hinn frumstæði náttúruvæni veiðimaður sem drepur til að hafa í sig og á. Það er satt að segja næstum því jafn fáránlegt af sporthetjunum að stæra sig af árangrinum við rjúpnaveiðar og það væri ef mennirnir sem stjórna hálshöggvaravélinni á kjúklingabúunum færu að monta sig af frammistöðu sinni við hæsnaveiðar. Samkeppnin í rjúpnaveiðinni snýst ekki um baráttu manns og dýrs, því hún er svo til engin, heldur snýst samkeppnin fyrst og fremst um innbyrðis keppni rjúpnaveiðimannanna - hverjir ná að drepa sem flesta fugla á sem skemmstum tíma, hverjir komast hjá því að vera skotnir í rassinn af öðrum rjúpnaveiði- mönnum, hverjum tekst að laumast inn á bannsvæði úrillra landeigenda og stúta nokkrum fuglum þar (en slíku fylgir aukin ánægja við veiðarnar) og svo vitaskuld hver er með sjálfvirk- ustu haglapumpurnar, flottustu fjórhjólin, nákvæmustu stað- setningartækin, og svo framvegis og svo framvegis. Svengdin rekur menn á fjöll Og síðan snýst samkeppnin nátt- úrlega líka um það hverjum tekst að láta kalla út fjölmennustu hjálparsveitirnar til þess að leita að sér. Það kemur enda fram í Morgunblaðinu í morgun að það hefur ekki verið heill sólarhring- ur liðinn af rjúpnaveiðitímanum þegar búið var að kalla út að minnsta kosti þrjár hjálparsveitir til þess að Ieita að rjúpnaskyttum sem höfðu anað eitthvað upp á Ijöll þrátt fyrir að veðurfræðing- ar hefðu sagt skýrt og skil- merkilega að veður yrðu vá- lynd og réttast væri fyrir áhuga- sama fugla- drápara að bíða betri tíðar. En sennilega hafa rjúpnaskytturnar bara verið orðn- ar svona voða- lega svangar að þær hafa ekki getað setið á sér að reyna að næla sér í fuglsvæng að naga. En þessar þreytandi fréttir um útkall hjálparsveita til þess að leita að villuráfandi rjúpnaskyttum, þær eiga eftir að verða fleiri næstu vikur og mánuði, þar sem ekki mun skorta einhveija bjána til að flækjast upp um fjöll og heiðar þegar allra veðra er von. Það er raunar opinbert leyndarmál að margar veiðihetjur leggja helst á fjöllin þegar veður eru vond; þeir gera sér náttúrlega fulla grein fyrir því undir niðri að í raun er lítið sport að drepa þessa kubbs- legu fugla og þrá vitandi eða óvitandi að lenda í raunveruleg- um mannraunum í vitlausu veðri. Svo þegar hjálparsveitirnar eru búnir að finna þá, eða þeir hafa álpast sjálfir til byggða, þá eru náttúrlega allir svo fegnir að ekkert skuli hafa komið fyrir að veiðimenn- irnir sleppa að mestu við þær skammir sem þeir eiga í raun og veru skildar fyrir fíflskuna, og blöðin birta myndir af þeim heimtum úr helju og þeir leggja fram rjúpnakippurnar sín- ar því til sönnunar að þeir hafi verið í lögmætum og góðum og gildum erindum; rjúpurnar kannski eilítið farnar að úldna en fjölskyldan skal nú samt fá að þræla þeim í sig, því til sönnunar hvað þeir eru duglegir að draga björg í bú. Og þeim sem afgangs verða er bara stungið oní frystikistuna og hverfa þar smátt og smátt undir kjúlinga, lamba- læri og slátur. Hlð refslega eðli Það gæti verið athyglisvert að kanna hversu margar af þeim rjúpum sem drepnar eru á hveiju ári eru í raun og veru étnar; það gæti líka verið gaman að vita hversu mörgum finnst ijúpur yfirleitt vera góðar á bragðið. Eg hef satt að segja sterkan grun að þar kæmi ýmis- legt misræmi í ljós. En ijúpna- skytturnar verða að fá að leika sér; það er nú það sem málið snýst um. Það dýr sem fyrirlitlegast þykir á Islandi er minkurinn; hann er annálaður fyrir grimmd og menn fitja upp á nefið þegar þeir minnast þess að hann drep- ur vanalega miklu fleiri fórnar- lömb en hann kemst yfir að éta. Og þegar menn rifja upp að minkurinn á það til að raða snyrtilega upp öllum hænunum í hænsnabúinu sem hann drep- ur sér til skemmtunar, þá fá menn hálfgerðan hroll yfir þess- um dýrslega viðbjóði. En hver er munurinn á því og rjúpnaskyttu sem lætur glaðbeitt taka mynd af öllum ijúpunum sínum, snyrtilega upp röðuðum og steindauðum, það get ég ekki sagt til um. En kannski rjúpna- skytturnar viti það. Pistill llluga var lesinn í morgunútvarpi Rásar 2 * gær. Allirvilja telja sérog öðrum trú um að þeir séu bara að veiða sér til matar, næstum af nauðsyn...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.