Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1997 - 21 LÍFIÐ í LANDINU LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Akureyri/Noröurland i UMSJÓN Marín G. Hrafnsdóttir J ólarásin orðin risi Fyrírsjö árum byrjuðu þeirað senda út í tvo mánuði jyrírjólin. Kuldi og hörkurhjálp- uðu til við nafngiftina og nú erFrostrásin með 74,8% hlustun hjá ungafólkinu. „I vor störtuðum við útvarpinu í áttunda skiptið en fyrst vorum við í einn eða tvo mánuði fyrir jólin og síðan lengdist tíminn alltaf aðeins," segja þeir Haukur Grettisson og Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Frostrásinni. „Síðan byrjuðum við með sumarútvarpið 1. júní og höfum sent út samfellt síðan þá. Eins byrjuðum við með dagskrá í sumar." Þeir félagar segja að þótt stöðin hafi í byrjun aðeins sent út í 1-2 mánuði hafi engu að síður verið um alvöru út- varpsstöð að ræða. „Þá var þetta allt unnið í sjálfboðavinnu en núna eru allir á launum, sú breyting gerðist í sumar.“ A milli 20 og 25 manns vinna á Frostrásinni sem hefur mesta hlustun meðal yngri áheyranda. „Við keyrum mest á tónlist og það eru margir sem vilja fá frí frá blaðrinu og líka þeir sem eldri eru þótt segja megi að við miðum okkar dagskrá mest við yngra fólkið.“ I könnun sem Gallup gerði fyrir skömmu sögðust 74,8% í aldursflokknum 16-24 ára hlusta daglega á Frostrásina. Hlustun í öðrum aldursflokkum var einnig töluverð en fór lækk- andi með hækkandi aldri. Eruð þið svona skemmtilegir ú Frostrúsinni? „Já, við erum það. - En við erum að keyra á það sem er að gerast hérna í bænum. Það hef- ur ekkert gerst í bænum í sumar án þess að við séum þar með beina útsendingu. Fólk segir við okkur að ef það missir úr dag á Frostrásinni finnist því eins og það sé að missa af einhverju sem er að gerast í bænum. I sumar var allt á fullu, við vorum stundum með fimm til sex út- sendara um allan bæ um helg- ar.“ Hingað til hefur öll innkoma farið í tækjakaup og því eru Frostrásarmenn vel græjaðir. „Við erum tækjaóðir og höfum alltaf keypt okkur þau tæki sem okkur langar í. Núna erum við komnir með stóran sendi og hættir að senda út í gegnum símalínur og því er hljóðið alveg fullkomið. Og það er greinilegt að Akur- eyringar vilja hafa svona heimarós? „Já, það segir sig líka eiginlga sjálft að menn hafa ekki gaman af að vinna klippingu eða bíómiða f Reykjavík í útvarps- leikjum. Fólk vill frekar fylgjast með því sem er að gerast á þeirra svæði.“ Frostrásin er að skoða hvort þeir fara út í að bæta Húsavík og fleiri stöðum við en í dag nær hlustunarsvæðið til um 17.000 manns. Davíó Rúnar Gunnarsson og Haukur Grett/sson i veldi Frostrásarinnar. mynd: brink Vinsældalisti Frostrásariimar Framvegis á föstudögum verður vinsældalisti Frostrásarinnar birtur í Degi. 9 GotitYtilit... Janet Jackson 12 10 Yo Ho He NC tribe 2 Lag Hliómsveit Síðasta vilta 1 1 Sandman Blueboy 5 12 All Around ... Oasis 9 1 Turn my head Live 1 13 Joga Björk 15 2 Bailando Pardiso 10 14 Familiar Incubus and dj grayboy 7 3 Tumbthumping Chumbawamba 4 15 Power of love Corona nýtt 4 Samba de janero Bellini 3 16 Karma police Radiohead 1 1 5 Spáðu í mig Kolrassa krókríðandi 6 17 Friday night 24/7 ásamt Stay C nýtt 6 Sunchyme Dario G nýtt 18 Vöðvastæltur Land og synir 8 7 Di Da Di Mario Montell nýtt 19 Anybody Seen ... Rolling Stones 20 8 Avenues Refugees 17 20 Wanna by lika ... Simone J nýtt HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER I BOÐI? Kolya Kvikmyndaklúbbur Akureyrar hefur vetrar- starfsitt á sunnudag- inn með hinni frábæru tékknesku mynd „Kolya“. Þessi hlýja mynd sem fékk óskarinn árið 1996 sem besta erlenda myndin, er um miðaldra piparsvein og sex ára dreng sem skilinn er eftir á tröppunum hans. Allir ættu að sjá hana. Myndin gerist í Prag rétt fyrir fall Berlínarmúrsins eða þegar flauelsbyltingin sópast um Aust- ur-Evrópu. Við fylgjum Louka, 55 ára, sem leikinn er af Zdenek Sverak, föður leikstjórans, en hann hefur áður leikið í tveimur myndum sonar síns Jan Sveraks. Louka er blankur og vinnur við ýmis störf, m.a. við að mála Iegsteina. Dag einn bíður greftrari einn honum heillandi fjárupphæð ef hann giftist rúss- neskri frænku sinni, sem fysir í tékkneskan ríkisborgararétt svo hún geti flust til Þýskalands. Myndin verður sýnd í Borgar- bíói klukkan 18:00 á sunnudag- inn og á mánudagskvöldið kiukkan 18:30. Veraí Gallerí + Á laugardaginn ldukkan 18:00 opnar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarsýningu í Galleríi + í Brekkugötu. Sýn- inguna nefnir hún OM og er innsetning í rými sem þýðir að inni í sýningarrýminu er áhorf- andinn inni í verkinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.