Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Síðastliðin tvö ár, hafa foreldrarí Bandaríkj- unutn lagt tninni áherslu áfor- vamirogá þeim tíma hefurfíkni- efnanotkun unglinga tvöfaldast. Burt með eiturlyfiii Sue Rusche kemur frá Bandaríkjunum __ „Ég veit að það eru flestir foreldrar til að fræða Islendinga um vímuvarnir jsland á að &eta dtivinnandi í dag og erfitt að finna í verki, hvað foreldrasamtök hafa verið ö tíma. En ef við höfum ekki tíma í dag, veríð tiánast að gera í hennar heimalandi, til að stemma stigu við fíkniefnavandanum. Þar í landi er stærsti vandinn notk- un kannabisefna og sterkari efna, en ekld áfengis eins og hér er. Börn í mið- skóla (11-15 ára) eru í mestri hættu, þau eru komin úr öruggara umhverfi barnaskólans og í stærri hóp. „Við færum börnin okkar of oft á milli skóla,“ segir Sue, „það er ekki gott fyrir þau að þurfa að aðlagast svona oft nýju umhverfi og að þurfa að fara langt til í skóla. Þetta kallar á upplausn og óöryggiskennd hjá þeim og oft er auðvelt íyrir sölumenn fíkniefna að ná til þeirra vegna þessa.“ Sue hefur í rúmlega 20 ár barist gegn fíkniefna- notkun unglinga og upp á síðakstið hefur hún ferðast á milli landa til að halda fyrirlestra og koma fræðslu til foreldra. Hún telur, að hversu góður sem skólinn sé, þá hljóti forvarnir fyrst og fremst að byrja heima. Með því að foreldrar séu fyrirmyndir barna sinna, tali við þau, eyði með þeim tíma og ekki hvað síst, séu tilbúnir til að leggja á sig vinnu við að skipuleggja og taka þátt í ýmiskonar tómstundastörfum barnanna í sam- vinnu við skólann. fíkniefnalaust land. þá horfum við fram á stór vandamál á morgun," segir hún. „Við þurfum líka að vera vakandi fyrir merkjum um fíkniefnanotkun, þau eru oft sakleysis- leg útlits, t.d. hálfar gosflöskur, sæl- gætisbréf úr áli og annað slíkt. Við vit- um líka, að ef við höfum stóran hóp barna í 8. bekk sem reykir, þá erum við að fá í hendurnar stóran hóp af fólki með eiturlylj'a- vandamál eftir 3 ár.“ Hún telur að allt of oft séu foreldrar sofandi gagnvart því hvað börnin þeirra eru að gera. Þeir sjái aðeins unglinga sem virðast heilbrigðir, skemmta sér um helgar en stundi að öðru leyti skólann. En merkin séu til staðar, aðeins þarf að sjá þau. „Þið eigið svo lítið land og hér eru fjölskyldu- böndin sterk. Þið eigið að geta með góðu móti stemmt stigu við þessum vanda strax. Með því að herða löggæsluna inn í landið og passa uppá tóm- stundir unglinganna, taka meiri þátt í lífi þeirra, þá standið þið með pálmann í höndunum,“ segir Sue að lokum. Einn í ellefubíó Hann er „köttaöur“ Tónlistarval í kvikmyndhúsum áður en mynd byrjar og í hléi er oft ansi skondið fyrirhæri. Það er mjög mikilvægt að tónlistar- valið sé í takt við þema myndar- innar. Ég man vel þegar ég sat í einu af stærri kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar og horfði á hina frábæru mynd, Howards End. Það kom að hléi á sjösýn- ingu þar sem ég sat ásamt fjöld- anum öllum af virðulegum mið- aldra bíógestum. Viti menn, á fóninn var sett „brjáluð" ný- bylgurapprafmagnstónlist sem var nákvæmlega ekki í takt við mynd eins og Howards End. Þetta setur mann aðeins út af laginu. Þetta þurfa bíóstjórar að hugsa betur um. Ég er greinilega að reyna allt til þess að þurfa ekki að fjalla um myndina sem ég sá þessa vikuna í Borgarbíói á Akureyri. Ég skal reyna. Double Team með Van Damme, sjálfum körfu- boltasnillingnum Dennis Rod- man og útbrunnum Ieikara sem heitir Mickey Rourke. Hann er afar vondur leikari og ég er löngu búinn að fá nóg af hon- um. En ég get ekki kvartað í sambandi við tónlistarvalið hjá Jóa bíóstjóra. Hléstónlistin var í takt við myndina. Þó að mér leiddist hún mjög, en það skiptir ekki máli. Myndin var ekki skemmtileg og leikur var afar slæmur. Ég er orðinn vel þreytt- ur á karetespörkum Van Damme og kemur ekkert á óvart í þessari nýju mynd hans nema kannski Dennis Rodman. Hann var þokkalegur (það er kannski full- sterkt lýsingarorð). Flestir brandarar hans áttu að tengjast körfuknattleik og tókst það mis- vel, líklega ofgert. Að sjálfsögðu er þetta mynd fyrir unga „kalda“ stráka sem vilja vera eins og Van Damme sem er kominn með Clooney- greiðslu. Vinsælasta greiðslan í kvikmyndaheiminum þessa dag- ana. Það mátti heyra á bíógest- um setningar eins og: „Vá hvað hann er rosalegur," „Rodman klikkar ekki,“ „Rosalega er hann köttaður," (köttaður, vöðvastælt- ur maður) og ýmislegt fleira var látið flakka af ungum gestum. Gott að sinni. SMÁTT OG STÓRT ---------------- Heymardaufiir andi Ymsar sögur, bæði góðar og slæmar eru til um Aladínlampann og andann sem í honum býr. Eina heyrði ég á dögunum sem er í betri kant- inum. Tveir menn mættust og var annar með agnar lítið trippi í fanginu. Hinum þótti þetta sérkennilegt og skemmtilegt að sjá og spurði hvar hann hefði fengið svona lítið trippi. Sá með trippið sagðist vera með Aladínlampa sem í byggi andi sem uppfyllti eina ósk hjá hverjum sem við hann talaði. Hinn spurði hvort hann mætti biðja andann um ósk og var honum réttur lampinn. Hann strauk lampann og út kom eldgamall og lasburða andi sem spurði hvað hann vildi. Maðurinn bað um alla vasa sína fulla af peningum. Andinn smellti fingrum og maðurinn stóð með alla vasa troðfulla. En þegar hann gáði að var hann með vasana fulla af teningum. „En ég bað um peninga en ekki ten- inga. Ertu heyrnarlaus eða hvað?“ Þá gall við í þeim með litla trippið. „Heldurðu að ég hafi verið að biðja um 30 sm. trippi?“ Misvinda Þegar dregur að prófkjöri í Sjálfstæðisflokknum, hvort heldur er lyrir þing- eða borgarstjórnarkosningar tekur Morgunblaðið alltaf að birta uppáhalds lesefnið mitt; greinar eftir frambjóð- endur eða greinar frá ættingjum og vinum um ágæti þeirra. Nú stendur þessi skemmtun mín sem hæst og daglega birtast hól- greinarnar í Mogganum. I vikunni voru tvær greinar á opnu í blaðinu eftir ungar stúlkur sem eru í framboði til prófkjörs. Onnur skammaði R-listann fyrir það að byggja alltof mörg dag- vistarheimili fyrir börn og því gæti borgin ekki greitt kennurum mannsæmandi laun. Hinn skammaði R-listann fyrir að sinna barnafólki of lítið og byggja of fá dagvistarheimili. Svo ætla þær að vinna saman í borgarstjórn ef þær ná í eitt af efstu sætum listans í prófkjörinu. Kíghóstiim Stór nópur ungra manna var að reyna með sér að sitja ótemjur, eins og tíðkast í Ameríku. Mönnum gekk heldur illa að halda sér á baki eins og gengur. Gamall karl var að horfa á ungu mennina og hristi höfuðið yfir frammistöðu þeirra. Loks gat hann ekki orða bundist og bað um að fá að reyna. Strákarnir brostu og sögðu góðlátlega við karlinn að hann hefði ekkert með það að gera svona gamali og lúinn. Karlinn gaf sig ekki og var þá settur uppá ótemju. Kiárinn jós og prjónaði en karl sat sem fastast. Loks gafst klárinn upp og stoppaði. Karl fór af baki og teymdi klárinn til strákanna sem stóu orðlausir af undrun. Loks stundi einn þeirra upp: „Hvernig í ósköpunum fórstu að þessu rnaður?" „Þetta var nú ekki neitt drengir mínir," sagði karlinn, „þið hefðuð átt að sjá til mín þegar hún Stína mín var með kíghóstann!" FlugvöHuriim Menn nalda áfram að yrkja vísur í orðastað Hall- dórs Blöndals í „Gullinbrúarstíl." A dögunum áttu þeir orðastað á þingi Halldór samgönguráð- herra og Guðmundur Hallvarðsson um hvenær gera ætti við Reykjavíkurflugvöll. Guðmundur vildi fá um það svar en Halldór lofaði engu þar um fyrr en eftir árið 2000. Þá varð þessi vísa til á þingpöllum, ort í orðastað Halldórs: Hættu að grúta Gummi minn (eóð eru þessi völd). Eg munfæra þér flugvöllinn fljótlega á næstu öld. UMSJÓN Sigurdóp Sigurdórsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.