Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 1
Eiríkur Jónsson formaður Kf, Elna Katrín Jónsdóttir formaður HÍK og Jón Kristjánsson formaður samninganefndar iaunanefndar sveitarféiaga, ánægö að lokinni einhverri lengstu samfelldu samningalotu sem sögur fara af í Karphúsinu, en samningar kennara og sveitarfélaga voru undirritaðir á áttunda tímanum í gær. - mynd: e.ól. 33% til keimara Verkfalli gruimskóla- keimara frestað eftir 80 tíma samn- ingslotu. Byrjunar laiui hækka úr 78 þúsund krónum í 110 þúsund á samninga- tíma. Verkfalli grunnskólakennara var frestað á áttunda tímanum í gær- kvöld. Þá var undirritaður samn- ingur á grundvelli sáttatillögu sem ríkissáttasemjari lagði fyrir samninganefndir kennarafélag- anna og samninganefnd launa- nefndar sveitarfélaga í gærmorg- un. Þá hafði sáttafundur staðið nær samfellt í 80 klukkutíma, eða frá kl. 10 sl. föstudagsmorg- un. Samningurinn felur í sér ná- lægt 32-33% kauphækkun á samningstímanum sem er frá 1. ágúst til ársloka árið 2000. Þá er meðtalin sú 4% launahækkun sem kennarar fengu í skamm- tímasamningi sínum sl. vor að mati samninganefndar sveitarfé- Iaga. Grunnlaun byrjenda hækka úr 78 þúsund krónum 1 10 þúsund krónur á samningstímanum. Við upphaf næsta skólaárs verða þessi laun komin í 100 þúsund krónur á mánuði. Þá fá skólastjórar auka 2-3 launaflokka hækkun. Við það hækkar launaþakið sem gefur öðr- um svigrúm til frekari sóknar síðar meir. Anægja „A þessari stundu er ég ánægður og vona að samningurinn verði samþykktur. Það verður hins vegar að koma í ljós,“ sagði Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands ís- lands. Hann treysti sér hinsvegar ekki til að leggja dóm á það hvort þessi samningur muni verða til þess að framkomnar uppsagnir á annað hundrað kennara verði dregnar til baka. Hann vildi ekki tjá sig frekar um samninginn, eða áður en hann verður kynnt- ur kennurum. Jón Kristjánsson, formaður samninganefndar launanefndar sveitarfélaga, segir að með samningnum fáist fram meiri sveigjanleiki við skipu- lagningu skólastarfsins. Auk þess er í samningn- um bókun þess efnis að á samningstímanum muni menn skoða efnisatriði vinnutímans. Hann vildi ekki tjá sig um kostnað samningsins fyrir sveitar- félögin. Hinsvegar sé ljóst að þau verða að hagræða í sínum rekstri á móti þeim útgjöldum sem samning- urinn felur í sér. Hann segir að ríkið hafi ekki komið nálægt samnings- gerðinni og á ekki von á því að það verði rukkað um greiðslur í framhaldinu. Þá telur hann að samningurinn raski ekki hinum margumtalaða stöðugleika. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það komi ekki til greina að senda ríkinu reikninginn, vegna kennara- samninganna, frekar en það komi til greina að sveitarfélögin taki þátt í að greiða 500 milljón- ir króna vegna Iækkunar á tekju- skattinum, sem ríkið spilaði út til að greiða fyrir samningum á hinum almenna vinnumarkaði í vetur sem leið. Þeir lesendur sem vilja kynna sér kjarasamning kennara í smá- atriðum geta gert það á heima- síðu Kennarasambandsins, is- mennt.is/vefir/k.i. Sj« nánar á bls. 8 og 9. - GRH Krakkarnir á myndinni notuðu gærdaginn tii að mótmæla því ástandi sem var að skapast í skólum landsins, en í dag snúa þau glöð til skóla. Guðmundur Andri umbúðalaus Blað 2 Vill fleiri konur á lista bls.3 w 1 Atfa Laval Varmflskiptar SINDRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.