Dagur - 28.10.1997, Síða 6

Dagur - 28.10.1997, Síða 6
6 - ÞRIDJUDAGUR 28.0KTÓBER 1997 rDgpr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) FráteMð fyrir karla í fyrsta lagi LJrslit prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík um helgina eru ekki bindandi. Aðeins um 43 prósent flokksmanna á kjörskrá mættu á kjörstað til að greiða atkvæði. Sú dræma þátttaka endurspeglar almennt áhugaleysi sjálfstæðismanna á væntan- legum frambjóðendum flokksins í höfuðborginni. Niðurstaðan verður heldur ekki til að kveikja baráttueld í brjóstum al- mennra flokksmanna; niðurröðun í öll efstu sætin eru sam- kvæmt bókinni, eins og sagt er á íþróttamáli. Þar kemur ekk- ert á óvart. 1 öðru lagi Þeir sem nenntu að mæta á kjörstað gáfu Arni Sigfússyni rússneska kosningu. Fyrir prófkjörið hafði hann eindreginn stuðning flokksforystunnar. Nú hafa flokksmenn Iagt blessun sína yfir þá ákvörðun. Arni fær sem sagt það erfiða verkefni að blása til sóknar gegn R-listanum næsta vor og reyna að vinna til baka meirihlutann sem hann tapaði í síðustu borgarstjórn- arkosningum. Flokksmenn gefa honum annað tækifæri til að sýna styrk sinn og hæfileika sem stjórnmálaleiðtogi. Pólitísk framtíð hans er tvímælalaust í húfi í leiðinni; forystumaður sem tapar borginni tvisvar á ekki milda framtíð fyrir sér í ísl- enskri pólitík. í þriðja lagi Urslit prófkjörsins eru ekki aðeins ánægjuleg fyrir Arna Sig- fússon. Ungt fólk innan Sjálfstæðisflokksins getur einnig fagnað góðum árangri. Það er að segja ungir karlmenn. Kon- unum var hins vegar hafnað með örfáum undantekningum. Inga Jóna Þórðardóttir fékk að halda þriðja sætinu, þótt hún gengi gegn vilja flokksforystunnar og færi í slag um fyrsta sæt- ið, og Jóna Gróa Sigurðardóttir kom öllum á óvart og náði fimmta sætinu. En öðrum konum sem gáfu kost á sér í próf- kjörinu var vísað út í hafsauga. Samkvæmt prófkjörsúrslitun- um er ekkert pláss fyrir þær í öruggum eða líklegum sætum á framboðslista sjálfstæðismanna í höfuðborginni næsta vor. Þau eru með tveimur undantekningum frátekin íyrir karlana. Elias Snæland Jónsson fiW 6 l Er Tannl kvenrétt- indahimdur? Garri heyrði að Davíð Odds- son var ánægður með hlut kvenna í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Formaðr- inn talaði um að konur myndu hafa mikil áhrif á list- ann, enda væru hvorki meira né minna en 8 konur í 18 manna hópi frambjóðenda. Að vísu virðast næstum allar konurnar raðast í síðustu sæt- in og karlarnir f þau efstu, en það breytir að sjálfsögðu ekki því að raddir kvenn- anna munu heyrast. Það má raunar til sanns vegar færa að hvernig sem fer, verða varla nema tvær konur í sjálfum borgar- stjórnarflokknum, því þær Inga Jóna og Jóna Gróa eru þær einu sem geta talist hafa fengið öruggt sæti. Vinni sjálfstæðismenn borgina og nái 8 mönnum inn, verður hlutfall kvenna því einungis 25% í borgarstjórn, tvær kon- ur á móti sex körlum. Hlut- föllin Iagast hins vegar veru- lega ef sjálfstæðismenn ná ekki nema 7 mönnum inn í borgarstjórnina því þá yrði hllutfallið strax orðið tæp 30%. Sjálfstæðiskonur eru því komnar í þá sérkennilegu stöðu að árangur þeirra í jafn- réttisbaráttunni í flokkum verður í raun meiri ef flokkur- inn tapar borginni en ef hann vinnur hana. Iluinlur ráðgjafmn En enn á eftir að raða endan- lega á listann hjá sjálfstæðis- mönnum, því þrátt fyrir að prófkjörið hafi verið glæsilegt þá var þátttakan ekki næg til að það yrði bindandi. Þar hlýtur að koma að þætti Dav- íðs Oddssonar flokksfor- manns og hundarins Tanna. Davíð kann að vera sáttur við hlutfall kvenna á listanum en þjóðin á enn eftir að fá að vita hvað Tanna finnst. Davíð lýsti því í viðtali við Dag um helg- ina að hann treysti vel pólit- ískri dómgreind Tanna. „Þeg- ar menn koma heim til mín með hugmyndir eða tillögur sem þeir vilja ræða sé ég mjög gjarnan á hundinum hvort menn eru komnir í frómum til- gangi. Hann ber sig að á sérstakan hátt þegar hinum þykja aðstæður tortryggilegar,“ segir Davfð í viðtalinu. Gengið fyrir Tanna Garra þykir einsýnt að vænt- anlegir frambjóðendur flokks- ins muni nú ganga fyrir Tanna á meðan formaðurinn fylgist með hvernig hundur- inn ber sig að. Komi í ljós að Tanni sé ekki eins sáttur við hlutfall kvenna á listanum og eigandi hans, er ekki útilokað að hlutfallið verði hækkað eitthvað með handvirkum hætti. Sh'kt hlýtur að vera betri kostur fyrir þá sjálf- stæðismenn, en að hækka kvennahlutfallið með því að tapa borginni í annað sinn og fá sjö menn kjörna í staðinn fyrir átta. Tanni er því að verða helsta von kvennrétt- indaaflanna í Sjálfstæðis- flokknum sem nú hafa tekið upp gamla frasann frá Vil- hjálmi Prússakeisara - eftir því sem ég kynnist mönnun- um meira því vænna þykir mér um hundinn minn. Sveflt er allt sem þarf Þegar þetta er ritað, á fjórða tím- anum á mánudegi, sitja samn- inganefndir kennara og sveitar- félaga enn fyrir luktum dyrum og rembast eins og spörvar við spýtu við að semja. Samningamenn hafa setið við sinn keip nánast uppstyttulaust frá því á föstudag og hefur gengið á ýmsu. Nokkur úrillska hljóp í menn á tímabili vegna Ieka tii fjölmiðla þar sem enn einar tölur komu fram um „raunveruleg" laun kennara, sem ku vera einhversstaðar á bilinu 100-180 Jiúsund eða þaðanaf meira eða minna. Eins og venju- lega í kjarasamningum ber deilu- aðilum aldrei saman um hver raunverulega laun viðkomandi stéttar eru. Hinsvegar virðast reyndar flestir orðnir sammála um að Iaun kennara eru í raun alltof lág og í engu samræmi við mikilvægi starfans. Og þar kveð- ur við nokkuð nýjan tón í Jjjóðfé- laginu og þó ekki væri fyrir ann- að en að kennurum hefur tekist að snúa almenningsálitinu á sveif með sér, þá hafa þeir unn- ið merkilegan sigur. Úrvinda undiiskrift Ef samningar takast (eða hafa tekist þegar þetta er Iesið), þá er ljóst að þeir hafa verið undirrit- aðir af svefndrukknum mönnum og úrvinda af þreytu. Og svo sem ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist í kjarasamningasögu landsins. Og raunar virðist að oftar en ekki sé það þreyta og svefnþörf samn- ingsaðila sem eru helsti hvati undirritunar á lokasprettinum. Þannig að það séu þeir sem best hafa tálgað sína vökustaura sem beygja þá sem úthaldsminni eru. Það er alkunna úr pyndingar- sögu heimsins að fátt er áhrifa- rikara, ef fá á fólk til að játa á sig sakir eða samþykkja einhverja ósvinnu, en að svipta það sýstematískt svefni. Fáir eru svo úthaldsgóðir og vel af guði gerð- ir að þeir þoli langvarandi svefn- leysi án þess að eitthvað verði undan að láta. Kóngsríkið fyrir hænublund Þessi staðreynd er flestum kunn og sömuleiðis hvaða rullu svefn- Ieysi hefur gegnt í samningagerð hér á landi. Því vekur það nokkra furðu að þeir hagsmunaaðilar sem semja um kaup og kjör á Is- landi skuli fyrst og fremst skipa í samninganefndir talnaglögga menn og tungulipra, en hyggja minna að úthaldi sinna manna eða svefnþörf. Það er sem sé næsta víst að ef annar samnings- aðilinn hefur á að skipa úthalds- góðu fólki sem getur vakað sólar- hringum saman án þess að það hafi merkjanleg áhrif, þá er hjörninn nánast fyrirfram unn- inn. Þá er hægt að fara af stað með gríðarlegar kröfur, gefa Iítið sem ekkert eftir og hreinlega vaka andstæðinginn í kaf, knýja hann til samþykkis þegar hann er nánast að ganga af göflunum og er tilbúinn til að samþykkja hvað sem er fyrir hálftíma hænu- blund. Lúra lengur Svefn er sem sé ein af frumþörf- um mannsins og ekkert er þreyttum unaðslegra en að fá að lúra dálítið lengur. Enda sögðu börnin mín við mig, þegar þau fóru að hátta á sunnudagskvöld- ið og höfðu farið með bænirnar sínar og beðið fyrir hærri laun- um til handa kennurum sínum: „Pabbi, þú hlustar á útvarpið í fyrramálið og ef er ekki búið að semja, þá máttu ekki vekja okkur til að segja okkur það. Við viljum fá að sofa fram að hádegi.“ Og það vilja samningamenn örugglega líka. svairaiö Skilar prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykja- vík þeim sterkumfram- boðslista? Helgi Hjörvar Reykjavíkur-listamaður. Nei, það er fjarri því. Þetta er einsleitur hópur, sem skortir bæðir ferskleika og f u I 1 t r ú a h e I m i n g s borgarbúa, það er kvenna. Lítil þátttaka sjálfstæðismanna í prófkjöri sýn- ir vel að jafnvel þeirra eigin flokksmönnum finnst þetta. Það kemur í ljós hvort kjörnefnd hafi þor til að gera þær breytingar á listanum sem gera myndu hann samkeppnisfæran gagnvart Reykjavíkurlistanum. Þórariim B. Jónsson bæjarfulltníi Sjálfstæðisjlokksins á Akureyri. Mér sýnist það, svona fljótt á litið. Mér finnst helsti styrk- leikinn liggja í því fólki sem skipar fjögur efstu sæti listans, en næstu sæti Jjar á eftir sýnast mér vera skipuð traustum og góðum fulltrúum, sem eru til- búnir til að vinna borginni það gagn sem þeir mega. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Úrslit í próf- kjöri sjálf- s t æ ð i s - manna í Reykjavík sanna fyrir mér, enn á ný, að slag- orðið þeirra „ f 1 o k k u r allra stétta" er marldaust. Á þessum Iista er enginn sem tengist verkalýðs- hreyfingunni og þá finnst mér útkoma kvenna í þessu prófkjöri vera hrikaleg. EUen Ingvadóttir formaðurLandssambands sjálfstæð- iskveitna. Listinn sem sjálfstæðis- menn í Reykjavík kusu sér um síðustu helgi er mjög sig- urstrangleg- ur. I hópn- um er gott fólk, sem án efa á eftir að gera góða hluti. Ég verð hinsvegar að lýsa yfir von- brigðum mínum vegna slakrar niðurstöðu fyrir konur, en hlutur þeirra varð mjög rýr í þessu próf- kjöri. Niðurstaðan er ekki í sam- ræmi við þá miklu öldu jafnrétt- isumræðu sem nú á sér stað í Sjálfstæðisflokknum - og hlýtur að valda vonbrigðum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.