Dagur - 28.10.1997, Page 11

Dagur - 28.10.1997, Page 11
 ÞRIÐJUDAGUR 28.OKTÓBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Forseti Ktna á ferd og fiugi Með for sinni til Bandaríkjaiuia er Jiaug Zemin, forseti Kína, að fullkomiia þrefaldan sigur sinn í kínverskum stjóm- máliim. Hann hafði heiðurinn af því að sjá kínverska fánann dreginn að hún í fyrrverandi Bretanýlend- unni Hong Kong, honum tókst að tryggja sig í sessi sem leiðtoga kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþinginu fyrir skemmstu, og nú er þessi fyrrverandi raf- magnsverkfræðingur í sex daga opinberri heimsókn til Banda- ríkjanna og snæðir kvöldverð með Clinton forseta á miðviku- dag. Tími Jiang Zemin er kominn. Jiang, sem staðið hefur í skugga Deng Xiaoping árum saman, hefur löngum verið vanmetinn og litið á hann sem eins konar bráðabirgðaleiðtoga. Nú, átta árum eftir að Deng valdi hann til að stýra flokknum og átta mán- uðum eftir andlát Dengs, virðist öryggi Jiangs meira en nokkru sinni fyrr, einmitt í sama mund og hann stendur frammi fyrir einna erfiðustu eldraun á ferli sínum hingað til. Deng stóðst þessa sömu eldraun með glæsibrag þegar hann þeysti um Bandaríkin fyrir átján árum, heillaði bandaríska þingmenn upp úr skónum, spjallaði af fyllsta öryggi við sjón- varpsfréttamenn og setti upp risastóran kúrekahatt á hestaati í Texas. A þeim árum vissu Banda- ríkjamenn ákaflega lítið um Kína, sem þá var rétt að byrja að rétta úr kútnum eftir Menning- arbyltinguna. En með Banda- ríkjaför sinni tókst Deng að senda ótvíræð skilaboð, bæði til Bandaríkjamanna og h'ka til landa sinna, um að nú væri ný stjórn tekin við og Kína væri komið á nýja braut raunsæis og sveigjanleika. Verkefni Jiangs er að mörgu leyti keimlíkt því sem Deng þurfti að gera á sínum tíma: Að sýna ótvírætt hver er við stjórn- völinn og að Kína sé aftur að ná sér á strik sem heimsveldi, um leið og hann tryggir sér sam- vinnu Bandaríkjanna á næsta stigi í efnahagsumbótum Kína. „Viðhöfnin öll skiptir meira máli en innihaldið," segir áhrifa- ríkur utanrfkismálasérfræðingur í Kína. „Þar með fá menn hér í Kína á tilfinninguna að Banda- ríkin viðurkenni ríkisstjórnina hér.“ Jiang á þó erfiðara hlutskipti en Deng árið 1979. Hann getur ekki bent á ógnina af Sovétríkj- unum til að sannfæra Banda- ríkjamenn um hernaðarlegt mik- ilvægi Kína. Og ólíkt Deng, sem þurfti ekki að svara neinum spurningum um mannréttinda- mál, á Jiang sér þann erfiða djöf- ul að draga sem er blóðbaðið á Tiananmen torgi í Beijing árið 1989. Jiang virðist sjálfur vera sann- færður um að honum takist að bæta ímynd Kína í Bandaríkjun- um. En sumt af svörunum sem hann kemur með fer eflaust ekki vel ofan í Bandaríkjamenn, þótt þau séu viðtekin sem fullgild sannindi í kínverskum stjórn- málaumræðum. Einhvern tím- ann sagði hann Tíbetbúa vera lánsama vegna þess að Kína hafi frelsað þá frá þeirri „ánauð“ sem alræði trúarbragðanna hefði Jiang Zemin jiarí að nota þessa heimsókn, líkt og Deng Xiaoping fyrir 18 árum, til að sanna sig bæði heima fyrir og í augum Bandaríkj amanna. haldið þeim í, og líkti verkum stjórnarinnar í Beijing við frels- un bandarísku þrælanna. And- ófsmenn á borð við Wei Jings- heng, leiðtoga lýðræðishreyfing- arinnar 1979, og Wang Dan, leiðtoga stúdenta í mótmælun- um á Tiananmen torgi árið 1989, sem nú sitja í fangelsi, sagði hann vera seka um glæp- samleg athæfi og því engan veg- inn réttlætanlegt að kalla þá andófsmenn. Ekki eru taldar miklar líkur á því að Jiang fari nýjar leiðir í um- ræðum um Tiananmen torg. „Það er mjög erfitt fyrír kín- verska leiðtoga að gera nokkuð,“ sagði áhrifamaður í kínverskum utanríldsmálum. „Besta Ieiðin er e.t.v. að tala ekki mikið um það. Reyna að láta orðin vega hvert á móti öðru og lýsa aðstæðum þar sem ríkisstjórnin átti ekki ann- arra kosta völ ... Engin leið er að láta nein orð falla, sem lýsa eftir- sjá.“ í Kína er talið að um 2000 manns sitji í fangelsi af stjórn- málaástæðum. Sumir telja ekki ólíklegt að einhverjir þeirra verði látnir lausir eftir heimsókn Ji- angs, hugsanlega í kringum heimsókn dómsmálaráðherra Kína til Bandaríkjanna sem ráð- gerð er í nóvember. Ráðamenn í Kína hafa síðustu vikur fyrir heimsóknina átt viðræður við er- lenda einstaklinga og stofnanir, m.a. Sameinuðu þjóðirnar, bæði um aðstæður fanga almennt og þá sem sitja í fangelsi af stjórn- málaaðstæðum sérstaklega, þar sem þeir hafa reyndar gert lítið úr „orðrómi“ um erfiðar og óþol- andi aðstæður þeirra. Kínverjum er mjög í mun að Bandaríkin láti af refsiaðgerð- um, sem settar voru eftir blóð- baðið á Tiananmen torgi 1989, en þær fela í sér að bandarískir útflytjendur geta ekki fengið lán með bandarískri ríkisábyrgð til útflutnings til Kína. Ennfremur vilja þeir að Bandaríldn aflétti banni á sölu vopnabúnaðar til kínverska hersins. Loks eru svo Kínverjar með á stefnuskrá sinni að gerast aðilar að Alþjóðlegu viðskiptastofnuninni (WTO), sem ólíldegt er að verði að raun- veruleika á næstunni. -Tlie Washington Post „Kosningar461 Padaníu ITALIA - Á sunnudaginn efndi Norður- bandalagið, stjórnmálaflokkur undir forystu Umbertos Bossi, til kosninga á norðurhluta Italíu, en í fyrra lýsti Bossi yfir sjálfstæði Padaníu, sem samkvæmt hugmyndum hans nær í grófum drátt- um yfir þann hluta Italíu sem er norðan við ána Po. Padanía á sér nú þegar sér fána, eigið dagblað og ríkisstjórn sem þó hefur aðeins táknrænt gildi. Italskir embættismenn vísuðu kosnipgunum á sunnudag algerlega á bug, og Romano Prodi forsætisráðherra sagði stjórnvöld vera með vakandi auga yfir hugsanlegum stjórnarskrárbrotum. Norðurbandalagið sagði rúmlega 5 milljónir manna hafa tekið þátt í kosningunum. Rolls Royce til sölu BRETLAND - Rolls Royce fyrirtækið, sem framleiðir hina víðfrægu eðalvagna Rolls Royce og Bentley, er til sölu og ýmsir aðrir bifreiða- framleiðendur, meðal annars bæði Ford og BMW, hafa sýnt áhuga. Rolls Royce var stofnað árið 1906, en lýsti yfir gjaldþroti 1971 og var þá skipt upp í tvö fyrirtæki, annað sem framleiðir þotuhreyfla og ann- að sem framleiðir bifreiðar. Á síðasta ári seldust 1.396 bifreiðar frá fyrirtækinu. Stj’ómarandstaðan sigrar í Argentínu ARGENTINA - Kosningar til neðri deildar þingsins í Argentínu voru haldnar á sunnudag, og þegar um þrír ljórðu atkvæða höfðu verið taldir voru tveir helstu flokkar stjórnarandstöðunnar komnir saman með 46% en stjórnarflokkur Perónista með 36%. Allt bendir því til að Argentínubúar hafi Perónista þingmeirihluta í neðri deildinni, þrátt fyrir góðan árangur ríkisstjórnar Carlosar Menems forsætisráðherra í efnahagsmálum. Tvö ár eru enn eftir af kjörtímabili Menems. Romano Prodi óhress. TJ Palestínumönnum sleppt úr haldi ÍSRAEL - ísraelstjórn lét í gær lausa 27 Palestínumenn, sem „endurgjald" gegn ísraelsku leyniþjónustumönnunum sem sleppt var úr fangelsi í Jórdaníu, en þeir höfðu verið handteknir í kjölfar mis- heppnaðs morðtilræðis þeirra á einum af leiðtogum Hamas hreyfingarinnar í Amman. 11 Palestínumannanna voru frá Vesturbakkanum og Gaza, en hinir 16 frá Jórdaníu. Guilfundur á Lapplandi SVÍÞJOÐ - Mikið af gulli fannst í jörðu á Lapplandi fyrir skemmstu, og er talið að það nemi 16 tonnum. Mun þetta vera einn stærsti gull- fundur í Norður-Evrópu. Gullæðin er f heild um 1300 rnetra Iöng, frá tveimur til 50 metra á breidd, og a.m.k. 100 metrar á dýpt. FleM áfengisntsölur SVÍÞJÓÐ - í kjölfar úrskurðar Evrópudómstólsins um að Svíum sé heimilt að vera með ríkiseinokun á áfengissölu er stjórnvöldum ekki lengur neitt að vanbúnaði að fjölga áfengisútsölum þar í landi. Ellefu sveitarfélög hafa lengi átt umsóknir um að fá útsölu, en beðið hefur verið með afgreiðslu þeirra þar til dómur væri fallinn. Ungrú Biblia kosin SVIÞJOÐ - Sjónvarpsþátturinn Adam, sem sýndur var í sænsku sjón- varpsstöðinni TV-3 um helgina, fór mjög fyrir brjóstið kristilegum sið- gæðisvörðum þar í landi. I þættinum fór nefnilega fram fegurðarsam- keppnin „Ungfrú Biblía“. Ungar konur gengu um á bikini einu ldæða, voru látar svara spurningum upp úr Biblíunni og bera kennsl á sálma sem hljómsveit þáttarins lék, auk þess sem þær fengu í hendurnar hamar, nagla, sög og fjalir ásamt hagnýtum leiðbeiningum um hvern- ig smíða skuli kross úr þessum efnivið. Sigurvegarinn hlaut að laun- um helgardvöl í Jönköping og loforð um eilíft líf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.