Dagur - 28.10.1997, Side 4

Dagur - 28.10.1997, Side 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 UMBÚÐALAUST GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON SKRIFAR Kennarareru að hefna þess í héraði sem hall- aðistáAlþingi. Bók- staflega. Smám saman er að koma á dag- inn að þeir virtust telja að flutn- ingur skóla frá ríki til sveitarfé- laga væri flutningur þeirra til fyrirheitna landsins þar sem akr- ar vaxa ósánir og smjör drýpur af hverju strái. Hjá sveitarfélögun- um myndu þeir loks eftir öll þessi ár mæta samúð, nærgætni, hlýju og skilningi eftir viðureign- ir við tréhesta ríkisvaldsins og Flokksins. Þeir virtust margir hverjir halda að þeim nægði að setja upp þá tölu sem þeim þætti sanngjörn - og gengið yrði að því. Eftir öll þessi ár. *** merkilegt starf og það að átappa flöskur hjá Kók. Eftir öll þessi ár og allt þetta tal um úrslitaþýð- ingu menntunar í spurningunni um gengi Islendinga í samfélagi þjóð- anna - allt þetta tal um æsku landsins sem rynni á hjóla- brettum eftir glapstigum nú- tímans milli þess sem hún mennt- aðist í amerískum ribbaldafræðum, úðaði í sig e-pill- um og kynni ekk- ert í reikningi - eftir allt þetta tal um gildi kennara- starfsins er svo komið að kennar- ar eru slást fyrir því að vera hálf- drættingar í laun- um á við menn sem eiga að líta eftir vélum en ekki fólki. AHar líkur voru á undirskrift samninga í kennaradeiiunni í gær. Og satt að segja er allt að því pínlegt að fylgjast úr fjarska með þessari baráttu. Því launin sem kennarar fara fram á eru ekki nema sanngjörn og maður á bágt með að skilja hvers vegna þetta er svona harðsótt fyrir þá. Það virðist vera furðu útbreitt sjónarmið í þjóðfélaginu að upp- eldis- og umönnunarstörf séu nokkurs konar hobbí sem laun- ist umfram allt með ánægjunni. Ekki er langt síðan Guðmundur Þ. Jónsson launahirðir iðnverka- fólks lét sér sæma að kvarta op- inberlega yfir þeirri örlitlu leið- réttingu mála sinna sem leik- skólakennarar fengu: hann hef- ur sennilega ætlast til þess að Ieikskólakennarar gengjust und- ir þá samninga sem hann sjálfur lét fella þrisvar fyrir sér hjá iðn- verkafólki áður en hann kom þeim í gegn. Hann virtist telja það að vera leikskólakennari væri ámóta Þjóðfélagið er að breytast eftir ðll þessi ár Barnavinna er sem óðast að hverfa, en fram á síðustu ár hef- ur hún verið helsta úrræði þjóð- arinnar við að koma fólki til manns - og er reyndar enn í ráðherrastól fé- lagsmála maður sem aðhyllist það gamla við- horf íslenskrar bændamenning- ar að börn og unglingar þrosk- ist helst með líkamlegu striti. Hitt úrræðið við að halda börn- um frá glapstig- um hefur svo Iöngum verið að vísa á íþróttafélögin og aðra slíka félagsstarfsemi, sem kölluð er frjáls, þótt á framfæri skatt- borgara og lottókaupenda sé, jafnvel þótt margsýnt sé að íþróttir og áfengi eiga prýðilega saman. Litið hefur verið furðu víða á skólastarf sem nokkurs konar barnageymslu milli þess sem T þau þroskist við Launum kennara hefur íeik og starf - við . i , . , , ,j.3 íþróttir og strit. venð markvisst haldlð Launum kenn- ara hefur verið markvisst haldið niðri, ekkert hefur verið gert til að halda í snjalla kennara - bekkir eru of- setnir og lítið hægt að sinna og kennarar þurfa sífellt að miða kennslu sína við þá sem skemmst eru á veg komnir hverju sinni á með- niðri, ekkerthejurver- iðgert til að halda í snjalla kennara einstaklingum, an þeir krakkar sem fljótari eru til venjast við slugs og hangs, enda sjónarmið samfélagsins að hin raunverulegu verkefni sem ögri vel gefnum krökkum séu fremur á sviði íþrótta og barna- vinnu. Enn virðist ekki hafa runnið raunverulega upp fyrir ráðamönnum hér á landi að far- sæld þjóðarinnar í framtíðinni er undir menntun komin, ekki brjóstviti. Enn virðist ekki raun- verulega runnið upp fyrir þeim að þjóðfélagið er að breytast. *** Að þessu sögðu: kennarar og kannski þó einkum viðsemjend- ur þeirra, hvort heldur hjá ríki eða borg, hafa vanið sig á ýmsa ósiði kringum sínar deilur. Það virðist landlægt að byrja aldrei að vinna fyrr en allt er komið í óefni. Það virðist líka Iandlægt að þurfa mánuðum saman að þrefa um hvað skuli þrefað um. Það virðist aldrei mega tala um raunveruleg kjör fólks hér held- ur sífellt um einhvern skáldskap sem kallaður er grunnlaun. Kannski er þetta vegna þess að í rauninni finnst íslendingum mjög gaman í verkfalli. Stemmningin er svolítið svipuð því og maður ímyndar sér að hafi ríkt í síldarsöltun í gamla daga eða í heyskap. Kjaraþref er þjóðaríþrótt. Einhvern tímann sagði Jón Baldvin frá því að Is- lendingar hefðu náð svo góðum samningum við Evrópusam- bandið á sínum tíma sem raun bar vitni vegna þjálfunar í kergju sem þeir hefðu fengið í kjara- samningum. Gott að skuli vera góð hlið á þessu - en kjaradeilur árið um kring gera hins vegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu óbærilega leiðinlegt. Menningarvaktm Petróníus, 2000 ára og eim í fullu Ijöri KOLBRIJN BERGÞORS- DOTTIR SKRIFAR Ég var komin á unglingsár þegar ég setti mér í fyrsta sinn ræki- legt lífsmarkmið. Áður en ævi mín yrði öll ætlaði ég að lesa all- ar þær bækur sem væru þess virði að lesa. Á þeim árum sem síðan eru liðin hef ég sett mér alls kyns markmið, en ekkert þeirra háleitara því fyrsta. Á þessum árum vissi ég, þrátt fyrir bjartsýni æskuáranna, að tíminn væri naumur og ég ein- beitti mér að markmiði mínu af stefnufestu og elju þess einstakl- ings sem veit hvað hann vill. Óneitanlega tafði allar fram- kvæmdir að þýðingar á helstu bókmenntaverkum heims voru af fremur skornum skammti en ég þrælaðist í gegnum enskuút- gáfur og uppskar misjafnlega. Gæðamat fæddist snemma og niðurstaðan var ljós, semsagt sú að Dostójevskí væri mesti skáld- sagnahöfundur heims en Dick- ens sá sem mér væri kærastur. Hvorugur þeirra átti þó heiður- inn af því að hafa skrifað skemmtilegustu skáldsögur í heimi sem voru Lísa í Undra- landi og Skytturnar þrjár. Það lifir glatt í gömlum glæðum því þótt um aldarfjórðungur sé lið- inn frá því ég komst að þessum niðurstöðum er skoðun mín enn sú sama. Sá sem ætlar sér að lesa allt það markverðasta les um leið talsvert af bókum sem engin von er til að skilja. Ein þeirra var Satýrikon Petróníusar. Þar var Petróníusi ekki um að kenna heldur því, að eftir lestur á enskri þýðingu verksins sat Iítið annað eftir en sú vitneskja að mér hefði mistekist að skynja töfra verksins. En nú hafa töfr- arnir birst í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórssonar á þess- ari tæplega tvö þúsund ára bók, sem er svo sérkennilega nútíma- leg. Hún iðar af fjöri og hug- myndaríki og er um leið ósvífin og óvægin. Það var eftir lestur Satýrikon sem ég minntist þeirra fyrirætl- ana minna úr æsku að lesa allt það sem vert væri að lesa, og mér fannst ég hafa þokast nokk- uð nær því marki, sem ég veit að ég mun þó aldrei ná. Töfrum verksins hefði ég ekki kynnst nema vegna þýðandans, sem á þakkir mínar allar þessa dagana, og útgefandans sem virðist hafa trú á því að Petróníus eigi erindi við nútímamenn. Öðru hvoru skjóta upp kollinum ungir rit- höfundar sem af þrjóskufullri einlægni gefa í skyn að þeir hafi skrifað nútímaverk svo snjöll, frumleg og hneykslanleg að samtíminn fái seint metið þau að verðleikum. Satt best að segja eiga þeir ekki möguleika á móti Petróníusi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.