Dagur - 31.10.1997, Síða 4

Dagur - 31.10.1997, Síða 4
4- FÖSTUDAGUR 31.0KTÓBER 1997 FRÉTTIR Thyftr VERKAMANNA- SAMBANDSÞING Lágmarksréttindi í kuldanum 19. þing Verkamannasambands Islands, VMSI, vekur athygli á því að íslensk stjórnvöld hafa aðeins fullgilt 18 af 176 samþykktum Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, ILO, sem snerta lágmarksréttindi verka- fólks. Norðmenn hafa hinsvegar fullgilt 100 samþykktir. Þingið krefst þess að stjórnvöld sinni þessum málaflokki betur en verið hef- ur og fullgildi fleiri samþykktir í samráði við samtök launafólks. Dagsbrún á toppnum Sigríðíir Ólafsdóttir, varaformaður Dagsbrúnar, var kjörin varaformaður VMSÍ í stað Jóns Karlssonar frá Sauðár- króki sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Hún sigraði Signýju Jóhannes- dóttur, formann Vöku á Siglufirði, með 90 atkvæðum gegn 30. Með kjöri Sigr- íðar hefur Dagsbrún á að skipa bæði formanni og varaformanni VMSÍ, en Björn Grétar Sveinsson, formaður sam- bandsins, er einnig félagsmaður í Dags- brún. Heilbrigdiskerfi fyrir aHa VMSI telur að koma þurfi í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði gert að forgangsréttarkerfi þeirra sem geta keypt sér þjónustu þess. Krafist er að börn, aldraðir og öryrkjar búi við fría þjónustu í heilbrigðiskerf- inu. Skattakerfið verði endurskoðað Þingið telur að endurskoða þurfi tekjuskattskerfið með réttlæti og launajöfnun að leiðarljósi. Krafist er að heimilt verði að flytja pers- ónuafslátt á milli hjóna að fullu. Þá verði skoðaður sá möguleiki að heimila millifærslu ónýtts persónuafsláttar milli barna og hjóna. Herða þarf allt skattaeftirlit og þyngja refsingar vegna skattsvika. Minnt er á að í óbreyttu skattakerfi fer stór hluti af umsömdum kjara- bótum beint í ríkissjóð í stað þess að koma verkafólki til góða. Atvtnna ivrir konur Þingið telur afar brýnt að opinberir aðilar beini fjármagni til þróun- ar atvinnulífs sem veitir konum aukin tækifæri til þátttöku í atvinnu- Iífinu. Minnt er á að í síðustu atvinnuleysistölum hafi komið fram að af 90 þúsund atvinnuleysisdögum í landinu öllu eru rúmlega 60 þús- und hjá konum. Skattfrjálsar húsaleigubætur Þingið leggur þunga áherslu á að félagslegum leiguíbúðum verði Ijölgað fyrir þá eigna- og tekjulægstu. Jafnframt eiga allir landsmenn rétt á skattfrjálsum húsaleigubótum án tillits til þess hvort viðkom- andi íbúð er innan eða utan félagslega húsnæðiskerfisins. Bent er á að húsaleigu verður að miða við efnahag viðkomandi einstaklinga eða fjölskyldu. — GRH Langstærstur hluti fjárfestinga útiendinga hér á iandi er í stóriðjufyrirtækjum eins og áiverinu i Straumsvík, en útiendingar hafa eigi að síður fjárfest f hvorki meira né minna en 60 íslenskum fyrirtækjum í verslun, byggingariðnaði og fleiri greinum. Utlendingar eiga í 60 fyrirtækjum Beinar fjárfestingar útlendinga í atvinnurekstri á Islandi jukust um næstum 5 milljarða frá upp- hafi til loka síðasta árs, þegar þær stóðu í röskum 13 milljörð- um, samkvæmt yfirliti Seðla- bankans. Um 70% þessara íjár- festinga eru í tveim stóriðjulýrir- tækjum. Alls hafa útlendingar fjárfest hér í 60 innlendum lyrir- tækjum, þar af 2 stóriðjum. Lið- lega 2ja milljarða erlend fjárfest- ing er í verslun hér á landi. Svisslendingar hafa fjárfest hér miklu meira en nokkrir aðrir (8,1 milljarð). Danir eru í öðru sæti með 1,3 milljarða, sem þeir hafa aðallega Qárfest í malbikun- arstöð og byggingar- og olíuversl- unaríyrirtæki. Norðmenn eru í þriðja sæti, en Bandaríkjamenn í því fjórða. Skilgreining Seðlabankans á beinni erlendri fjárfestingu mið- ast við að fjárfestir hafi stjórnun- arleg áhrif á rekstur viðkomandi fyrirtækis í krafti stórs, eða yfir 10%, eignarhluta. Auk hluta- bréfakaupa felast fjárfestingar í endurfjárfestingu og lánsvið- skiptum, t.d. þegar erlent móð- urfyrirtæki veitir lán til hér- lendra dótturfyrirtækja sinna. Fjárfestingar síðasta árs voru að langstærstum hluta í slíkum lánum vegna stækkunar Isals. - HEl Barniað að riiina á kvoldin Ríkið borgi skaðabætur Hæstiréttur hefur dæmt ríkið til að greiða varnarliðsmanninum Ro- bert Salas Roxas 50 þúsund krónur í miskabætur og 224 þúsund króna lögfræðikostnað, því á honum hafi verið brotið þegar hald var lagt á tvær haglabyssur og fjóra riffla í hans eigu. Roxas fékk í pósti hljóðdeyfi á riffil frá Finnlandi, en í flutninga- skýrslum var hluturinn sagður varahlutur í bifreið. Hann var kallað- ur fyrir lögreglu og viðurkenndi síðar að hafa pantað hljóðdeyfinn. Við húsleit fundust haglabyssurnar og rifflarnir, sem Roxas hafði til- skilin leyfi fyrir. Hald var lagt á byssurnar. Hæstiréttur telur að eftir játninguna hafi átt að skiia honum byss- unum, en það var ekki gert, heldur voru þær afhentar herlögreglu varnarliðsins, án þess þó að hún hafi beðið um slíkt. Steinuim formaður Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, hefur verið kjörin formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir í stjórn eru þau Árni Hjörleifsson og Val- gerður Sigurðardóttir Hafnarfirði, Guðmundur Gunnarsson Bessastaðahreppi, Sigrún Gísladóttir Garðabæ, Kolbrún Jónsdóttir Kjalarneshreppi, Guðbrandur G. Hannesson Kjósarhreppi, Arnór L. Pálsson og Sigurður Geirdal Kópavogi, Jónas Sig- urðsson Mosfellsbæ, Hilmar Guðlaugsson Reykja- vík og Erna Nielsen frá Seltjarnarnesi. Lítið tillit rirðist tek- ið til fjölskylduá- byrgðar á íslenskum riunumarkaði, eu teikn eru á lofti um breytingar á þri. Starfsmönnum í framleiðslu- deild Marels hefur verið bannað að vinna á kvöldin, en grunnlaun þeirra voru hækkuð til að vega á móti yfirvinnutapinu. Þetta kom fram hjá Gunnari Erni Gunnars- syni, framkvæmdastjóra fram- Ieiðslusviðs Marels, á ráðstefnu Dagvistar barna og foreldrafé- lags leikskólabarna um fjölskyld- ur og fyrirtæki. Gunnar sagði að fyrirtækið vildi sporna gegn óhóflegri yfirvinnu og haldið yrði áfram á þessari braut. Marel hef- ur einnig samið um sveigjanleg- an vinnutíma við starfsmenn sem þess þurfa vegna fjölskyldu sinnar. Fram kom í erindi Guðnýjar Eydal, sérfræðings á Félagsvís- indastofnun, að mikill meirihluti giftra mæðra er með ung börn sín í dagsvist hluta úr degi, eða ekki neitt, þótt þær vinni sjálfar f'ulla vinnu. Hér á landi virðist algengara en víðast í Evrópu aö Húsfyiiir var á ráðstefnu sem Dagvist barna og foreldrafélags leikskólabarna geng- ust fyrir i vikunni um fjölskylduna og vinnuna. Kannski mætingin sé til marks um að stjórnendur fyrirtækja og stofnana séu að átta sig á því að ábyrgð á fjölskyldu og vinnan þurf/ ekki að vera ósættanlegar andstæður. - mynd: e.ól. börn gæti annarra barna og einnig að foreldrar vinni óreglu- legan vinnutíma og skiptist á að gæta barna sinna. Þá virðist það almennt álitið að það sé ekki gott fyrir börn að vera vistuð á stofn- un nema nokkra tíma á dag. Foreldrar hér vinna lengri vinnudag en þekkist víöast, al- gengara er að íslenskar konur vinni úti og þær eiga fleiri börn en konur í nágrannalöndum. Samt sem áður er þjónusta vel- ferðarkerfisins og greiðslur til barnafjölskyldna mun minni en annars staðar á Norðurlöndum og dagvistarúrræði taka ekki mið af þörfum vinnumarkaðarins, segir Guðný. — VJ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.