Dagur - 31.10.1997, Qupperneq 8

Dagur - 31.10.1997, Qupperneq 8
8- FÖSTUDAGUR 31-OKTÓBER 1997 FRÉTT ASKÝRIN G Þjoökimja 1 nym ] FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR Kirkjiiþingi er lokiö og framundan eru biskupaskipti og gild- istaka nýrra laga um þjóðkirkjuna. Umrót og væringar hafa ein- keunt kirkjulífið und- aufarin misseri, sem hefur leitt til fjöldaúr sagna og umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju. Hver er staða þjóökirkjuiiiiar í dag? Margt bendir til þess að hin Evangelísk-Lútherska þjóðkirkja Islands sé um þessar mundir í miðjum hamskiptum. Hið mikla umrót sem fylgt hefur núverandi biskupi, Olafi Skúlasyni, er í rén- un vegna þess að hann er að hverfa úr embætti, enda hafa deilurnar að undanförnu mikið til litast af persónulegum væringum. Þjóðkirkjan hefur fengið nýjan tilvistargrundvöll með Iögum um stjórn og starfshætti kirkjunnar, sem taka gildi um næstu áramót og nýr biskup tekur þá sæti Ólafs, Karl Sigurbjörnsson, sem öllu meiri sátt vírðist ríkja um. Þjóðkirkjan er að skipta um ham og höfuð. Enn um sinn má búast við deilum og togstreitu um stefnu og störf kirkjunnar og má nefna dæmið af ákvæði nýju lag- anna um fimm ára ráðningartíma í stað æviráðningar presta. Eins er ljóst af átökunum á kirkju- þingi, sem var að ljúka, að gjá hefur myndast milli að minnsta kosti sumra leikmanna og presta, meðal annars vegna fastráðning- armálanna. Vísbendingar hafa komið fram um að mjög kalt sé á milli einstakra manna í forystu þjóðkirkjunnar, en jafnframt gefa sumir viðmælendur Dags það sterklega í skyn að eftir að Karl hefur tekið við af Ólafi og eftir að Geir Waage, formaður Prestafé- lags íslands, hættir sem formaður muni horfa friðvænlegar og allur ágreiningur fyrst og fremst snúast um guðfræðileg efni. Aðrir við- mælendur eru reyndar svartsýnir og sjá fyrir sér áframhaldandi tog- streitu manna á milli. Átökin voru biskupi ólýsan- lega sár Ný lög um þjóðkirkjuna styrkja að mörgu leyti stoðir hennar og gera hana sjálfstæðari gagnvart ríkinu. En jafnframt er verið að festa samþand ríkis og kirkju í sessi. Ólafur Skúlason biskup: „Það er töluvert til í þessu. Það var margt sem kallaði á nýja löggjöf og þá ekki síst sífelld umræða um svo- kallaðar kirkjueignir eða jarðir. Mér fannst mikils virði að komast frá þessari umræðu um eignir kirkjunnar og hvort kirkjan ætti eitthvað inni hjá ríkinu. Það var nauðsynlegt að stíga skrefið frá samningnum sem gerður var 1907 og það tókst. Ég er mjög stoltur og ánægður með það.“ Ólafur hefur staðið í ströngu undanfarin ár. Deilur og umrót leiddu meðal annars til þess að fjöldi manna sagði sig úr þjóð- kirkjunni og það hefur hrikt í stoðum hennar. En telur Ólafur að eitthvað sé að breytast? „Staða þjóðkirkjunnar er sterk, það fer ekki milli mála. Þau læti sem þyrlað var upp í fyrra og höfðu áhrif á að sumir einstaklingar sögðu sig úr þjóðkirkjunni ristu ekki djúpt. Þau voru sár, persónu- lega fyrir mig ólýsanlega sár, en ég bar þetta engu að síður, í þeirri vissu að þjóðkirkjan stendur svona lagað af sér. Það verður að taka því þótt sumir hafi sagt skil- ið við kirkjuna, en þetta hafði engin áhrif t.d. á fjölda ferming- arbarna eða skírnarbarna. Gift- ingum fjölgaði ekki hjá dómurum og menn leituðu síst minna til presta vegna útfara. Islenska þjóðkirkjan stendur föstum fót- um nærri hjarta þjóðarinnar," segir Ólafur. Hann segist ekki heldur verða var við að fylgi presta eða annarra við aðskilnað ríkis og kirkju sé að aukast. Hætt vlð vaxandi ágreiningi, segir vigslubiskup Sigurður Sigurðarson vígslubisk- Ólafur Skúlason kveður. up telur að erfitt sé að meta hvernig þróun þjóðkirkjunnar verði á næstu árum. „Um frið eða ófrið í kirkjunni óttast ég ekki mjög, því þetta sem fjölmiðlar nefna átök eða ófrið er einfald- lega summa af nokkrum óskyld- um málum sem upp hafa komið. Þau halda áfram að koma upp og mjög hætt við því að ýmiss konar ágreiningur og núningur komi upp úti í söfnuðunum í auknum mæli. Ekki vegna þess að kirkjan haldi öðru vísi á málum en fyrr, heldur vegna þess að viðhorf fólks og menningin í landinu eru að breytast. Fólk er óhræddara að láta hug sinn í ljós og ber minni virðingu fyrir stofnunum en áður, hvort sem það er kirkjan eða aðr- ar stofnanir." Sigurður segir að nýju lögin um þjóðkirkjuna geri það að verkum að kirkjan verði betur í stakk búin en áður til að takast á við breyt- ingar - hún verður sveigjanlegri. „Vandinn sem upp hefur komið innan kirkjunnar hefur orðið stærri en hann hefur þurft að vera vegna þess að við höfum búið við ófullnægjandi skipulag." Friöur má ekki vera sama og stöðnun Séra Gunnar Kristjánsson telur að kirkjan sé nú á miklum tíma- mótum. „Hún er búin að hafa vindinn í fangið um nokkurn tíma og þar á undan var farið að bera töluvert á stöðnun. Sérstak- lega í hugmyndafræði og andlegu lífi kirkjunnar, þrátt fyrir aukna starfsemi ýmissa safnaða. Núna er þetta að breytast. Nýju lögin um skipulag kirkjunnar veita henni mikið frelsi frá ríkisvald- inu en leggja þar með aukna ábyrgð á hennar eigin herðar. Hún verður því að standa sig og Karl Sigurbjörnsson heilsar. þar reynir mikið á kirkjuþingið að marka stöðu hennar í þjóðfélag- inu. Ég bind vonir við að þessir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.