Dagur - 31.10.1997, Side 12

Dagur - 31.10.1997, Side 12
12- F Ö STUDAGV R 31.OKTÓBER 1997 GOLF Bergvfldn vinsælust Þriðja holan á Hólmsvelli í Leiru, sem í dag- legu tali gengur uudir nafniuu „Bergvíldn“ reyndist vinsælasta golfhola landsins, í könn- un sem GOLFSÍÐA Dags gekkst fyrir á meðal tuttugu kylfinga úr fimmtán golfklúhbum. í könnuninni kom fram að marg- ar af nýrri brautum landsins eru þegar farnar að snerta strengi í hjörtum kylfinga. Rúmlega helmingur af þeim holum sem valdar voru til að prýða „drauma- völlinn“ eru fimm ára gamlar eða yngri. Sé mið tekið af úrtakinu vilja kylfingar í 1.-3. flokki karla hafa holurnar erfiðar og þá kom óneitanlega nokkuð á óvart hve hlutur níu holu vallanna er rýr. Líkleg skýring á því er að þeir eru mun minna spilaðir. Þessi könnun gefur góða vísbendingu um það hvaða golfholur séu kylfingum að skapi, en er fyrst og fremst til gamans gerð. Dagur tók saman draumavöll, sem skip- aður er átján vinsælustu holum landsins, og fylgja ummæli kylf- inganna um nokkra þeirra með. Fyrri níu holur - Par 36 Lengd: 2793 metrar. 1. Urriðavatnsvöllur, 3 hola. Það er ekki venjulegt að byrja hringinn á par fimm holu, en það er heldur ekkert venjulegt við 3. holuna á Oddfellowvellin- um. Hún er stysta par fimm braut landsins, rétt um 400 metra löng. Þeir sem slá yfir 200 metra ná í niðurhalla og eiga góða möguleika á að fara inn á flöt í öðru höggi. Ummæli: „Mér finnst það í lagi hvað hún er stutt, því menn mega ekki vera tveimur metrum of langir, þá eru menn komnir í alvöruvandræði. Flötin er það Iítil og svo er bakgrunnurinn ógnvekjandi." 2. Hvaleyrarvöllur, 2. hola. Onnur nýræktarhola, 327 metra löng af gulu teigunum og Hvaleyrarhraunið umlykur brautina. Brautin var ekki í góðu standi í sumar og flötin náði sér ekki á strik, en hún á eftir að verða mjög skemmtileg. Ef menn ná yfir 200 metra grjót á flugi er hægt að slá innáhöggið með fleygjárni. Hin aðferðin er að spila stutt og eiga 150 metra högg inn á litla flöt. Ummæli: “Skemmtileg hola, meðal annars fyrir þær sakir hvað hún er erfið. Það er hægt að slá með járni af teig, en það er líka hægt að taka „sjensinn“ með „drævernum." 3. Jaðarsvöllur, 4. hola. Dagur fékk tuttugu kylfinga úr fimmtán klúbbum, víðs vegar að af landinu til liðs við sig til að finna út bestu átján holur lands- ins. Kylfingarnir, sem eru í 1.-3. flokki karla og leika að jafnaði af almennum klúbbteigum, voru einfaldlega spurðir að þv£ hvaða níu holur þeir mundu helst vilja spila á landinu. Hver þeirra tutt- ugu valdi níu holur, sem skipt var í þrjá gæðaflokka, Fimm stig voru veitt fyrir tvær bestu hol- urnar, fjögur stig fyrir þær þrjár næstu og þrjú stig fyrir fjórar síð- ustu holurnar. Eftirtaldir kylfing- ar tóku þátt í þessari könnun og þakkar umsjónarmaður Golfsíðu Dags þeim fyrir þátttökuna. Þessi hola hefur löngum verið talin ein af fallegustu holum landsins. Rúmlega 150 metra löng og hætturnar felast aðallega í tveimur tjörnum sem gleypa bolta sem villast af leið. Skógar- lundur norðan megin vdð flötina setur sterkan svip á holuna. Ummæli: „Með fallegri flat- arstæðum." 4. Kötluvöllur, 4. hola. Ein sérkennilegasta golfhola landsins er á Húsavík. Hún gengur undir nafninu Lautin, er 463 metra par fimm hola og dregur nafnið af laut sem hylur síðari hluta brautarinnar. Braut- in spilast upp í móti og inná- höggið er slegið úr lautinni yfir á upphækkaða flöt. Ummæli: „Aðkoman að hol- unni er glæsileg." „Náttúrulegt meistarastykki." 5. Urriðavatnsvöllur, 17. hola. Ein af mörgum fallegum hol- um á Oddfellowvellinum. Braut- in liggur í boga til vinstri og gam- all furulundur hægra megin við flötina byrgir mörgum kylfingum sýn á flötina í innáhögginu. Nokkrar tilfæringar hafa verið á teignum á þessari holu, en þegar teigurinn er framarlega er hún skráð 266 metra og gefur þeim högglengri möguleika á því að slá beint inn á flöt. 6. Hólmsvöllur Leiru, 3. hola. Hin eina sanna Bergvík er ekki nema rétt rúmir 140 metrar nið- ur í móti af karlateigunum en það segir ekki alla söguna. Vind- urinn hefur oft mikil áhrif á þessari holu og dæmi eru til um að menn hafa oröið fráhverfir golfíþróttinni eftir viðskipti sín við fröken Bergvík. Það er ágætt próf á manndóminn að standa á teignum með rok í fangið eða í átt til sjávar. Ummæli: „Bergvíkin er „golf- hola Islands" og verður seint slegin út sem slík. Þessi 33 ára gamla hola stendur alltaf fyrir sínu, hvort sem það er í logni eða roki og hefur lítið breyst. Af öft- ustu teigum er hún erfiðasta hola landsins." 7. Vestamannaeyjav. 13.hola. Þessi hola er kölluð Borgir og hefur verið noldtuð umdeild, að- allega vegna lengdar sinnar. Hún __ Aðalsteinn Ingvarsson (GV), Asgeir Elíasson (GKJ), Bernard Bogason (GFH), Bjarni Jónsson (GR), Egill Sigmundsson (GÍ), Friðþjófur Helgason (NK), Guð- brandur Sigurbergsson (GK), Guðmundur Kristmundsson (GKG), Gunnar Þórðarson (NK), Gunnar Þorláksson (GKB/GR), Halldór Halldórsson (GSS), Karl Karlsson (GB), Ósk- ar B. Ingason (GO), Páll Ketils- son (GS),Ríkharður Hrafnkels- son (GMS), Sigurður Hreinsson (GH), Skúli Agústsson (GA), Þórhallur Pálsson (GA), Þórir Bragason (GHR) og Örn Gísla- son, (GK). er par fjórir en gárungarnir segja að hún sé par 4,5 og flestir sætta sig við fimm högg á holuna. Brautin liggur í boga, upp í móti með vallarmörkum vinstra meg- in og það er ekki á færi nema betri kylfinga að ná inn á flöt í tveimur höggum enda reyna það fæstir. Aðkoman er þröng, hraun er allt í kringum flötina og í hug- um margra er það aðeins upp- skrift að vandræðum að reyna slá inn á flötina með trékylfu eða löngu járni. Ummæli: „Eg bíð alltaf eftir þeirri 13. þegar ég spila í Eyjum, en er svo guðslifandi feginn þeg- ar ég klára hana.“ 8. Korpúlfsstaðavöllur, 13. hola. Örugglega ein myndrænasta hola landsins. Flötin er um þús- und metrar að flatarmáli með þremur risaglompum fyrir fram- an og aftan og gamall og virðu- legur víðirunni er vinstra megin við flötina. Holan er 180 metra löng, par 3 og það er ekki óvana- legt að sjá menn þrífa upp úr pokanum stærstu kylfuna þegar slegið er af teignum. Ummæli: „Með lengri par- þrjú holum sem maður spilar." „Ein af mörgum góðum holum á Korpúlfsstaðavellinum." „Eg er ekki hrifinn af öllu sem kemur frá Hannesi (Þorsteinssyni, golf- vallarhönnuði) en honum hefur tekist einstaklega vel upp með Korpuna." 9. Hvaleyrarvöllur, 7. hola. Stutt par fimm hola með mikl- ar hættur. Brautin er 418 metra Iöng S-laga og býður upp á ýmsa möguleika. Ef teighöggið heppn- ast er hægt að reyna „blint“ inn- áhögg yfir hraun. Ummæli: „Ein fallegasta flöt vallarins." Síðari iiíii holur - Par 36 Lengd: 2912 metrar. 10. Urriðavatnsvöllur, 10. hola. 368 metra löng og það þarf tvö góð högg til að komast inn á flöt. Stórkostlegt útsýni yfir völlinn af teignum og glompur sitt hvoru megin við flötina setja sterkan svip á holuna. Ummæli: „Tignarleg braut og geysilega falleg. „Eg fæ það á til- finninguna að ég sé kominn út í heim.“ „Brautin er fallega slegin og tilfinningin er meiriháttar og ekki spillir fyrir að ég er líklega eini maðurinn sem náð hef „erni“ á holuna." 11. Grafarholtsvöllur, 7. hola. Bogahola með hættum beggja vegna brautarinnar. Flötin er ekki stór, en á tveimur pöllum. Ummæli: „Annað höggið á þessari holu er eitt af þeim skemmtilegri. Ef það heppnast ekki getur maður gleymt því að ná sæmilegu skori.“ 12. Korpúlfsstaðavöllur, 12. hola. Landsmótskylfingar fóru margir illa út úr viðskiptum sín- um við þessa braut, sem sam- kvæmt áliti þeirra sem rætt var við, er besta par fjögur hola landsins. Hún er stutt, um 300 metrar, en mjög þröng með hættum á báða bóga og ekki er óalgengt að sjá menn slá auka- högg af teig. Innáhöggið er krefj- andi og hætt er við að áin Korpa taki bolta sem eru of mikið til vinstri. Ummæli: „Vel hana af því mér gekk svo vel með hana á Lands- mótinu, eða hitt og þó heldur." „Ekkert rosalega erfið, en þú verður að hitta brautina." 13. JaðarsvöIIur, 18. hola. Hin glæsilega lokahola á Akur- eyri tók nokkrum breytingum sl. sumar sem gerði hana enn betri. Byggður var stærri teigur og við það lengdist brautin aðeins, en hún er um 150 metra löng. Flöt- in hallar á móti og vissara er að staðsetja högg sín fyrir neðan holuna. Glompur á alla kanta taka á móti þeim boltum sem fara af Ieið, en ekki er hægt að segja að holan sé erfið, við venju- Iegar aðstæður. Ummæli: „Stutt hola en krefst mikillar nákvæmni, þegar menn slá á stöngina þar sem flötin er mjög lftil. Oft slegið beint upp í sólina að kvöldlagi, sem gerir hana enn erfiðari." 14. Jaðarsvöllur, 12. hola. Strembin par fjögur hola, 320 metrar á lengd, þar sem skógar- lundur hægra megin í brautinni getur gert mönnum lífið leitt. Upphafshöggið er blint og inná- höggið er upp í móti. Ummæli: „Mjög sérstök og frá teignum eru hættur á alla kanta.“ „í sunnanátt er allt of mikil áhætta að taka dræver.“ 15. Kiðjabergsvöllur, 6. hola. Þröng og löng par fjögur hola. Slegið er ofan í gil úr upphafs- högginu en til hliðar við brautina báðum megin er hengiflug. Ut- sýni yfir Suðurland. Ummæli: „Meiriháttar tilfinn- ing að standa á teignum sem er á klettabrún.“ „Magnáð umhverfi og ég hef mikla tilfinningu fyrir þessari braut. Ég held að það sé engin íslensk hola sem meira hefur verið fjallað um í erlend- um blöðum." 16. Grafarholtsvöllur, 15. hola. Fáar holur hafa eyðilagt jafn marga góða hringi og sú 15. í Grafarholtinu, en ástæðan íyrir því er augljós; ef menn fara út af braut sjá skurðir beggja vegna um að hirða boltana. Þessir hvítu boltar sem menn sjá ofan í tjörninni fyrir framan flötina eru dæmi um það hvað gerist þegar innáhöggið heppnast ekki. Ummæli: „Hún býður upp á mikið, helv.. á henni.“ „Öll högg- in eru krefjandi.“ „Ég fékk 17 á hana á Landsmóti fyrir 25 árum, en set hana samt með.“ 17. Vestmannaeyjarvöllur, 17. hola. Stysta holan á „draumavellin- um“, en tvímælalaust ein af þeim erfiðari, eins og þeir vita sem staðið hafa á teignum með Atlantshafið á hægri hönd. Köll- uð Mormónapollur. Ummæli: „Utsýnið er ógnvekj- andi af teignum. Vindáttin kem- ur alls staðar frá, það getur verið meðvindur á flöt, en mótvindur á teig og það gerir hana svo erf- iða.“ „Gífurlegur karakter.“ 18. Hólmsvöllur Leiru, 18. hola. Glæsileg lokahola. Hún er 466 metrar og þeir högglengri eygja möguleika á því að komast inn að flöt í tveimur höggum. Vatn vinstra megin á brautinni vefst fyrir mörgum, en aðalsmerki þessarar holu er aðkoman að flötinni, sem er stórglæsileg. Ummæli: “Getur verðlaunað högg, en einnig refsað illilega. Það er kostur að flötin er stór og auðvelt er að hitta hana.“ Lengd vallar: 5705 metrar. Þeir völdu holumar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.