Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 2
18- FÖSTUDAGVR 31.OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Hér eru aHir í síld „Ég er búin að vinna um hádegi á föstudag og fer þá sjálfsagt að versla, en annars er dagur- inn rólegur eftir það. Laugardagur er óskrifað blað, nema hvað maðurinn minn og aðrir stjórnarmenn í Bílum og vélum hf. ætla að fara út að borða og taka konurnar með,“ segir Sig- ríður Dóra Sverrisdóttir, menningarfrömuður á Vopnafirði. „Ymsu hér heima þarf að sinna. Ég þarf að þrífa hér glugga, en síðan má vera að ég fari og „Má vera aö ég fari og borði ostana sem mamma var að bjóða mér að borði ostana sem mamma koma að smakka hjá sér um síðustu helgi,“ var að bjóöa um síðustu segir Sigríður Dóra. helgi," segir Sigriður Dóra „Annars eru allir Vopnafirðing ar á fullu í síld á Vopnafirði. um helgina og það eru bara konur einsog ég sem sinna því ekki.“ LeiMist og danslelkiLr „Það er nóg að gera hjá mér um helgina,“ segir Olafur Þórarinsson, söngvari og tónlistarmaður í Glóru í Flóa, títtnefndur sem Labbi í Mánum. „A föstudagskvöld er ég að syngja í hinu Ljúfa lífi, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu og á laugardagskvöld er hljómsveitin að leika á Hót- el Björk í Hveragerði. Þetta er reyndar nokkuð róleg helgi hjá mér því oft er ég bæði í leiklist- inni og síðan strax á eftir að spila á balli.“ Labbi segir að í raun og veru sé helgin undir- „Hið Ijúfa lif og dansleikur lögð í vinnu hjá sér. Ymis verkefni bíði sín í f Hveragerði,"segir Ó/afur hljóðveri og eins sé öðrum verkefnum nýlokið. Þórarinsson. Þannig hafi hann fyrir skömmu verið með Ara Jónssyni í upptökum á nýrri sólóplötu hans og eins hafi hann veriö að vinna tvö Iög sem eru hans framlag á plötuna Ljúflingsiög, sem kemur út á næstunni. Frændahelgi og van- rækslusyndir „Ég ætla til Beykjavíkur og gæta þar systur- sona, 2ja og 6 ára gamalla. Það er margt skemmtilegt hægt að gera með þeim og þeim sjálfum dettur ýmislegt í hug. Sjálf á ég upp- komna stelpu og fyrir mér é-r ný reynsla að gæta stráka,“ segir Steinunn Sigurðardóttir, rit- höfundur, sem er nýlega flutt á Selfoss. „Fyrst ég verð í Reykjavík á annað borð nota ég tækifærið til að hitta vini og kunningja þar,“ segir Steínunn. - Aðspurð segir hún að hefði þessi frændahelgi ekki komið til hefði hún sjálfsagt farið í undirbúa Frakklandsferð, en nú -------- er unnið að kvikmyndatökum eftir handriti sem byggt er á skáldsögu hennar, Tímaþjófin- um. „En annars er ég nýbúin að skrifa skáldsögu, Hanami - sagan af Hálfdani Fergussyni, og hef verið að lesa prófarkir af henni. Eftir slíkar tarnir standa margar vanrækslusyndir út af borðinu, og ég þarf að eyða tfma núna í vinna þær upp.“ 77/ Reykjavíkur að gæta frænda minna tveggja, segir Steinunn Sigurðar- dóttir. Fréttavakt og rjiípur „Ég verð á fréttavakt og það verður sjálfsagt í nógu að snúast. En ég vona samt að það komi einhveijar pásur inn á milli þannig að mér gef- ist tækifæri á að horfa á ensku knattspyrnuna á laugardag og á þá ítölsku á sunnudag. Það geri ég í fullri vissu þess að Tottenham takist að sigra Leeds," segir Eggert Skúlason, fréttamað- ur á Stöð 2. Eggert segist því hinsvegar ekki að leyna að hugur sinn stefni á rjúpnaslóðir. Eft- irlætisstaðir sínir í rjúpunni séu Strandir, Víði- Er á fréttavakt en hugur- dalur í Húnavatnssýslu og Snæfellsnes. inn stefnir til rjúpna, segir „Nei, ég hef ekkert komist í rjúpu nú í haust, Eggert Skúlason. það eru ekki nema nokkrir dagar síðan ég steig uppúr tveggja og hálfs mánaðar rúmlegu eftir bijósklosaðgerð. Þó tókst mér að stelast í einn dag upp í Bláfjöll og vera þar innan um mígrút manna á skytteríi. Þar náði ég mér í nokkrar rjúpur í soðið. En þetta verður tekið með trukki þegar ég kemst betur á skrið,“ segir Eggert. -SBS. Nýbakaður ritstjóri öreigaboðskaparins og þvílíkur lukkuriddari í pólitíkinni að leiðarahöfundar Moggans sáu fyrir sér að þetta væri framtfðarformaður Alþýðubandalagsins. Enginn sá þá fyrir að hann yrði síðar þingmaður og umhverfisráðherra Alþýðuflokks. En sjálfsagt kemur þetta örlagadísunum ekki á óvart - og þær stóðu ekkert á öndinni þegar gert var heyrinkunnugt í fyrradag að Ússur væri nýr ritstjóri á DV. Svefnhjólið á náttborðinu „Ég er að lesa tvær bækur í augnablikinu og báðar vegna skólans," segir Hulda Bjarnadóttir, handboltakona í Haukum og nemi á þriðja ári við Kennaraháskóla Is- lands. „Fyrri bókin sem ég er að lesa heitir Frydenholm og fjallar á sögulegan hátt um bókamenntahefð í Danmörku í síðari heimsstyijöld. Hin bókin er Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson og hvað er eðlilegra en að lesa þá bók þegar maður er komin í háttinn á kvöldin." Með fuUri reisn „Við erum nú ekki með neina mynd í tækinu þessa dagana, en síðast fórum við Aron Kristjánsson, unnusti minn, saman í Háskólabíó að sjá bandarísku myndina Með fullri reisn. Ég bjóst ekki við miklu þegar við fórum - en myndin er afar góð og við gengum ánægð út að sýningu lokinni." Ekhi reif í fótinn „Já, geisladiskurinn sem ég er núna að hlusta á heitir Grammy Nominees og er safndiskur sem hefur að geyma ýmis dægurlög frá þessu ári sem koma til með að verða sígild. Þetta eru flytjendur á borð Eric Clapton og fleiri - en er ekkert svona reif í fótinn." -SBS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.