Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 6
22-F0STUDAGUR 31.0KTÓBER 1997 Leikfélag Akureyrar 4 TROMPÁHENDI * Hart S bak eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu Föstudaginn 31. október UPPSELT Laugardaginn 1. nóvember aukasýning kl. 16.00 UPPSELT Laugardagur 1. nóvember kl: 20.30 UPPSELT Föstudaginn 7. nóvember UPPSELT Laugardaginn 8. nóvember aukasýning kl. 16.00 laus sæti Laugardagur 8. nóvember kl.20.30 UPPSELT Föstudaginn 14. nóvember laus sæti Laugardaginn 15. nóvember nokkur sæti laus Gagnrýnendur segja: „Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu trú. Örlög og samskipd persónanna eru í fyrirrúmi ...“ Aufiur Eydar íDV „Leikritið Hart í bak er meistara- iega samsett af hliðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stílfærðu raunsæi og botnlausri rómantfk. Sveinn Haraldsíon i Mbl. „Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfundur) fögut ljósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson t Degi „Af því að ég skemmti mér svo vel.-'fc'fc'fc Arthiír Björgvin Bollason Dagsljós ♦ Á ferð með frú Daisy FrumsýningáRermiverksUsðinu 27. des. Titilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður Frumsýning íSamkomuhúsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Frumsýning á Renniverksíceðinu 3. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Við bendum leikhúsgestum á að enn gefst tækifæri til þess að kaupa aðgangskort á allar sýningar Leikfélagsins, tryggja sér þannig sæti og njóta ljúfra stunda í leikhúsinu á einstaklega hagstæðum kjörum. S. 462-1400 Munið Leikhúsgjuggið FIUGFÚAG ÍSIANOS JS sími 570-3600 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar Námskeið í söng- og nótnalestri Már Magnússon, söngvari og kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, heldur 6 vikna námskeið í raddbeitingu og nótnalestri sem hefst 3. nóvember nk. Kennt verður milli klukkan 17.00 og 19.00 alla mánudaga til og með 8. desember. Kennt verður í hóp en auk þess fá nemendur tvo einkatíma meðan námskeiðið stendur yfir. Már hefur kennt við Tónlistarskólann á Akureyri síð- ustu fimm ár en þar áður við Söngskólann í Reykjavík og Nýja Tónlistarskólann. Hann hefur auk þess haldið marga sjálfstæða tónleika og sungið í óperum, bæði hér- lendis og erlendis. Áhersla verður lögð á undirstöðuatriði í beitingu raddarinnar í söng, s.s. líkams- stöðu, öndun og tónmyndun. í nótnalestr- artímum verður farið yfir undirstöðuatriði í tónfræði og lagður grunnur að kunnáttu í nótnalestri. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir áhugafólk í söng og þá sem syngja í kórum eða hafa hug á að fara í kór og vilja þroska og þjálfa röddina. Skráning er i síma 462-5159. gg Kvartett Sigurðar leikur Coltrane Jazztónleikar verða á veitingastaðnum Jómfrúnni í Lækjargötu klukkan 21.00 í kvöld. Fram kemur kvartett Sigurðar Flosasonar en hann skipta auk Sigurðar sem leikur á altó saxófón, píanóleikarinn Kjartan Valdimarsson, kontrabassaleikarinn Þórður Högnason og trommuleikarinn Matthías Hemstock. Kvartettinn leikur tónlist eftir John Coltrane, einn áhrifamesta saxófónleikara jazzsög- unnar. Eftir Coltrane liggur mikill fjöldi laga og tónlist hans þykir allt í senn; fjölbreytt, aðgengileg og krefjandi. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur en nemar og aldraðir fá helmingsafslátt. Rebekka sýnir í Hafnarborg Rebekka Rán Samþer opnar myndlistar- sýningu í Hafnarborg, lista- og menning- arstofnun Hafnarfjarðar, á laugardag. Á sýningunni verða þrívíð og tvívíð verk, unnin í járn, við, vax, mannshár og fleiri efni. Rebekka hefur haldið sýningar á Spáni og í Suður-Kóreu en sýningin í Hafnarborg er fyrsta sýning Rebekku á fslandi. ^Mir Tréskurðarhlutir Þórhalls í galleríi Handverks & hönnunar, Amtmannsstíg 1, stendur yfir fyrsta einkasýning Þór- halls Hólmgeirssonar. Þórhallur sýnir þar útskorria hluti sem spegla ýmsar stíltegundir sem sett hafa svip á tréskurð. Sýningin stendur til 8. nóvember. Aeropause lýkur Um helgina lýkur sýningunni Aeropause í Nýlistasafninu. Þar sýna verk sín Valgerður Guðlaugsdóttir, Pasi Eerik Karjula, Antti Keitila, Elva Dögg Kristinsdóttir, Kalle Suomi og Þóra Þórisdóttir. mælir með... ... myndinni The Full Monty eða Með fullri reisn, sem nýbyrjað er að sýna í bíóhúsunum. Þarna er á ferðinni eitt besta léttmeti sem lengi hefur sést á hvíta tjaldinu - óborganleg afburðamynd fyrir þá sem vilja láta hláturinn lengja líf- ið. ... Grand Rock á Klapparstíg. Þar sem hálfur lítri af bjór kostar 300 krónur. Þar sem skáldleg gáfumenni og gáfuleg skáld sitja löngum stundum að spjalli. Þar sem hinn knái harþjónn Hrafn Jökulsson serverar af kúnst. Þar er gott að vera. ... því að allir læri að dansa. Það er svo miklu skemmtilegra á böllum þegar allir kunna fótum sínum forráð og fólk þorir út á gólfið ódrukkið. ... bókinni „Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður...“ eftir Andrés Ragnarsson. Bókin fjallar um það að eiga fjöfatlað barn og lýsir líðan þeirra og viðbrögðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.