Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 3
*D&r' MIÐVIKVDAGUR 31.0KTÓBER 1997 - 19 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Gunnari virdist hvergi brotaiöm í leiknum eða vali ieikenda, al/t iýtur heildarmyndinni sem vera ber í leikritinu Grandavegur 7. Lifendur eða dauðir GUNNAR STEFÁNSSON SKRIFAR Þjóðleikhúsið: Grandavegur 7 eítir Vigdísi Grímsdóttur. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Tónlist: Pétur Grétarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýnt á Stóra sviðinu 29. október. Leikgerðir skáldsagna hafa verið með ýmsu móti. Oft eru leikgerðarhöfundar svo ósjálfstæðir gagnvart frumsögunni að sýningin verður eins og svipmyndasyrpa upp úr henni, og þekkjum við það ekki síst af leikgerðum upp úr sögum Halldórs Laxness. Hitt er líka til að Ieikgerðar- smiður sýni dirfsku og hugkvæmni í vinnubrögðum og af því tagi eru margar leikgerðir Kjartans Ragnarssonar. Nú hefur hann - ásamt Sigríði Margréti - ráðist í Grandaveg 7 Vigdísar Gríms- dóttur, sögu sem maður skyldi ætla fyrir- fram að að ekki hentaði í dramatískt verk. Sagan er í fyrsta lagi mjög löng og marg- brotin, í öðru lagi byggir hún mjög á ljóð- rænni sýn, - ekki ósvipað Ljósi heimsins sem Kjartan leikgerði fyrir allmörgum árum, raunar í það sinn án þess að losna úr haldi frumsögunnar. Stílfærð leik- mynd. En Grandavegur 7 er vel heppnað og fallegt verk frá hendi Kjartans, - því auk þess að vera höfundur leikgerðarinnar, er hann líka leikstjóri. Sýningin er því í fyllsta máta sköpunarverk hans. Og Kjart- an er slíkur fagmaður að hann kann að velja sér samstarfsmenn. Leikmyndar- hönnun, lýsing, tónlist: allt er þetta í háum gæðaflokki. Raunar er hin stíl- færða leikmynd kafli út af fyrir sig, jafnvel svo sterk að hún dregur at- hyglina frá leiknum sjálf- um, einkum framan af. A sviðinu er ein hurð fyrir miðju, baksvið blár him- inn yfir Grandavegi, yfir svífa mávarnir. Sviðið JTllJTlíCÍkcl 0$ kllHTldttU myndar þríhyrning sem Ijósabeitingin undirstrik- lCÍkgCTðdThÖfundd, ar. Þetta er einfalt og snjallt. Það sem undir- strikar hugkvæmnina eru haugar skófatnaðar. Skórnir tákna hér blátt áfram veruleikann, hið lif- aða líf. Þeir látnu dökkklæddir. Þetta er líka vel til fundið, raunar geníalt. Og raunar er hljóðmynd- in partur af þessu, - það að svið, ljós og hljómar gera í sameiningu sterka skyn- mynd eins og á að vera í Ieikhúsi. Oll tónlistin er eftir PéturGrétarsson, nema hvað vöggulag Björgvins Guðmundsson- ar, Þey, þey og ró ró, er sungið við jarðar- för Hauks og fer vel á því. Það bcrað undirstríka að sýningin crsjálf- stætt verk sem nýtur leikstjóra og annarra mótenda hennar. eru berfættir, Margrét í sínu besta hlutverM Hvað þá um leikinn sjálfan? Það er kunn- ugt þeim sem Iesið hafa bókina að í miðju hennar er skyggna stúlkan Fríða. Sagan lýsir fjölskyldu hennar í nútíð og fortíð. Þær tíðir fléttast saman og gegn- um Fríðu skynjum við harmsögu fjöl- skyldunnar áratugi aftur í tímann: fyrir augum hennar verða þeir dauðu jafnlif- andi og samferðafólkið. Akaflega þjóðlegt og íslenskt, - en hin rótin undir verkinu er auðvitað hið „magíska raunsæi" sem einkum hefur verið kennt við Suður-Am- eríku og leysti sagnagerðina úr viðjum. Hvað um það: Vitundar- miðja verksins er Fríða, gegnum hana sjáum við þennan heim reykvískrar fjölskyldu frá kreppu til neyslusamfélags nútíðar- innar. Þess vegna er hlutverk Fríðu hið þýing- armesta í sýningunni. Margrét Vilhjálmsdóttir er valin til að fara með þetta hlutverk. Margrét er ung leikkona og sjálfsörugg, en hefur fram til þessa ekki náð valdi á þeirri hófstillingu sem sker úr um áhrifa- mátt leikarans. En hér gerist það, undir leiðsögn Kjartans Ragnarssonar. Margrét nær að skila hlutverkinu með fullum sóma, á trúverðugan og fallegan hátt, - þetta er tvímælalaust hennar langbesta verk sem ég hef séð. Mörg dansatriði Leikstjórinn leggur mikið upp úr hreyf- ingunni og í sýningunni eru mörg dansat- riði, sem vel fara, enda fátt betra til að sjóngera það tilfinningaspil sem verkið er í eðli sínu. Mér virðist hvergi brotalöm í leiknum eða vali leikenda, alít lýtur heild- armyndinni sem vera ber. Jóhann Sigurð- arson leikur pabba, vandmeðfarið hlut- verk hins veikgeðja heimilisföðúr. Sigrún Edda Björnsdóttir er mamma, hin eilífa brúður sem aldrei nær tökum á samband- inu við fjölskyldu sína. Af öðrum leikend- um nefni ég sérstaklega Valdimar Orn Flygenring, afa Ingólf, og Þröst Leó Gunnarsson sem Ieikur næmlega hinn kokkálaða vin hans, Eirík; hann er rót- tækur verkamaður sem er svikinn og bíð- ur ósigur jafnt á vinnumarkaði sem heima fyrir, og á sér loks aðeins eina út- gönguleið. Næst Fríðu er hlutverk Hauks, látna bróðurins þýðingarmest í Ieiknum. Bergur Þór Ingólfsson fer þekkilega með hlutverkið. Síðan er amma Einfríður sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur af allmiklum svip og skapsmunum. Annað sætir tæpast tíðindum í leikmeð- ferð. Skáldið er vandræðalegasta hlut- verkið og raunar Iiggja þau vandræði lík- lega djúpt í frumsögunni, því Fríða er sjálf skáld, skynjunargáfa hennar er gáfa skáldsins, og skrásetjaranum sjálfum er því ofaukið. Magnús Ragnarsson gat ekki gert mikið úr þessu hlutverki. Vigdís Gunnarsdóttir (Þóra), Elva Ósk Ólafs- dóttir (Brynhildur) voru litdaufar og Ingrid Jónsdóttir (Elísabet) hafði heldur ekki úr miklu að moða. Þá er ungi piltur- inn Hörður sem Gunnar Hansson leikur, prúður unglingur og ekki umfram það. Hjálmar Hjálmarsson leikur Ólaf sem er raunar bara eins konar fylgihnöttur pabba. Hér er sem sagt komin ein af best heppnuðu leikgerðum seinni ára. Og það ber að undirstrika að sýningin er sjálfstætt verk sem nýtur frumleika og kunnáttu leikgerðarhöfunda, leikstjóra og annarra mótenda hennar, en sýnir sögu Vigdísar Grímsdóttur um leið fulla virðingu. Það vill maður einmitt helst sjá í sýningum af þessu tagi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.