Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 10
26 - FÖSTUDAGUR 3 1 . OKTÓBER 1997 Tkypir LÍFIÐ í LANDINU L. Kári Arnórsson skrifar Eins og getið var um í síðustu hestasíðu þá voru nokkrar tillögur og ályktanir samþykkt- ar á þinginu á Egils- stöðum. Þeirra helstu verður getið hér. Þingið samþykkti nokkrar tillögur er _____________ varða kynbótastarfið í landinu en LEI hefur jafnan látið þau mál til sín taka. Flestar voru þessar tíllögur ábendingar til Fagráðs í hrossarækt. Þingið fór þess á leit við Fagráðið að aftur yrði tekinn upp sá háttur að hafa þrjá dómara við dómstörf á stærrí mótum, en ekki tvo eins og gert var á síðasta ári. Þá var það einnig samþykkt að þegar hross kæmu í end- urdóm þá væru dómarar með eldri dóma sér við hlið. Þetta er gert til þess að reyna að fyrirbyggja mikið flökt á bygg- ingardómum. Það bar talsvert á því á liðnu sumri að dómar fyrir sköpulag tækju verulegum breytingum frá eldri dómi jafnvel þó ekki liðu nema tveir mánuðir milli sýninga. Þetta gerði rækt- endur mjög óörugga janfvel svo að þeir forðuðust að koma með hross í endur- dóm. Þá var farið fram á að sköpulags- dómi á hrossum 6 vetra og eldri væri ekki breytt nema til þess lægju mjög sterk rök og væri dómurum þá skylt að birta þau rök. Þetta er mikið sanngirn- ismál og ætti að stuðla að meiri trúnaði milli ræktandans og dómara. Rétt er að taka það fram að þær breytingar sem verið hafa í gangi að undanförnu hvað dóma snertir þær eru ekki frá ráðunaut- um komnar. Forystumenn Félags hrossabænda voru með kröfuna um að ekki mætti hafa eldri dóma til hliðsjón- ar. Sömuleiðis máttu dómarar ekki ræða niðurstöðu hvers annars og kom- ast að samkomulagi. Þá var það krafa frá Bændasamtökunum að fækka dóm- urum í sparnaðarskyni. En menn í kyn- bótanefnd þingsins voru sammála um að til að bæta öryggi dómsins þyrfti þrjá dómara. Það myndi gefa tækifæri á myndun meirihluta í dómarahópnum. Væru hins vegar aðeins tveir dómarar þá þyrftu þeir að vera nákvæmlega jafn hæfir. Þriggja dómarakerfið gæfi auk þess færi á því að þjálfa menn til dóms- starfa. Það er vonandi að Fagráð verði við þessum breytingum og lokið sé þeim til- raunum sem verið hafa í gangi. Þá urðu nokkrar umræður um dóm á afkvæma- hryssum. Tillaga lá fyrir þinginu að fella þessa dóma niður þar sem þeir hefðu ekkert kynbótagildi. Yfirleitt væru hryssurnar orðnar svo gamlar þegar þær hefðu náð þessari viðurkenningu að þær ættu ekki eftir að eignast mörg folöld. Undirstaða dómsins væri Iíka oft gamlir einstaklingsdómar afkvæma. Auk þess væri sýning á afkvæmadæmdum hryssum lífið augnayndi þar sem þeim fylgdu iðulega gömul hross svo og fol- aldshryssur eða dætur komnar að köst- un. Kynbótanefndin vildi hins vegar ekki að það yrði fellt niður að hryssur gætu náð þessum verðlaunastigum þó þær yrðu ekki sýndar og þess farið á leit að skrá yfir hryssur sem næðu 1. eða heiðursverðlaunum væri birt árlega í Hrossaræktinni. Það væri meðmæli með ræktanda ef hann væri Skipulagsdómi á að rækta hross út af hryssu eða hryssum sem fengið hefðu 1. eða heiðursverð- laun fyrir afkvæmi. 6 vetra hrossum og eldri verði ekki breytt. Fjórðungsmót á Vestur- og Austurlandi Eins og flestum mun kunn- ugt þá hefur verið ákveðið að landsmót verði annað hvert ár. Stjórn LH hefur ákveðið að landsmót árið 2000 verði í Reykjavík og landsmót árið 2002 verði á Vindheimamelum í Skagafirði. Vegna þess að ekki er gert ráð fyrir að lands- mót verði haldin á Vestur- eða Austur- landi á næstunni var samþykkt að heimilt skyldi að halda Qórðungsmót á þeim stöðum milli landsmóta. Eins og greint var frá á hestasíðunni á miðviku- daginn var þá varð nokkur umræða um umferðamál hestamanna og umgengni þeirra við landið. Af því tilefni var sam- þykkt að gera uppkast að siðareglum sem nái til umgengni við náttúru lands- ins á öllum sviðum. Þá var samþykkt að samdar skyldu viðmiðunarreglur um út- hlutun reiðvegafjár. Stofnaður landsmótssjóður Þingið beindi því til stjórnar LH að myndaður yrði landsmótssjóður sem hefði það hlutverk að vera lána- og/eða ábyrgðarsjóður sem framkvæmdaaðilar Iandsmóta geta leitað til við undirbún- ing þeirra. Þá áréttaði þingið notkun rásbása í öllum greinum kappreiða á landsmótum og stærri mótum. Nokkrar minni háttar breytingar voru gerðar á keppnisreglum. Var þar ma. samþykkt að í forkeppni í A-flokki verði aðeins ein umferð og einn hestur í einu. Þá var ítrekuð nauðsyn þess að lokið yrði samantekt kennsluefnis í hesta- mennsku og yrði útgáfu þess hraðað. Alyktun kom fram um nauðsyn þess að setja á stofn hestaíþróttaskóla. A þingi HIS var tillögum sem fyrir lágu vísað til milliþinganefnda. Það er hins vegar augljóst að þing HIS verður ekki haldið oftar og því kúnstugt að vísa málum til nefnda í félagsskap sem ekki er lengur til! Við íslendingar höfum löngum verið duglegir að búa til frídaga og hátíðadaga og þykir mörgum nóg um. Siðurinn að hafa 2. í hátíðum, svo sem 2. í páskum, 2. í hvítasunnu og 2. f jólum er nánast óþekktur erlendis og þyk- ir heldur skrýtinn, þó kannski örli á smá öfund í okkar garð vegna þess hve mikið frí við fáum við þetta. Upp á síðkastið, þ.e. síðustu árin, höf- um við svo verið að taka upp siði annarra þjóða og koma þeim inn hjá þjóðinni sem okkar eigin. Hvort það er skynsamlegt eða gott skal ósagt látið, en við látum bara ekki þar við sitja. Við bætum alltaf við. Þannig er siður sem enskumælandi þjóðir hafa haldið mjög uppá og þótt spennandi, Halloween dagurinn, sem er í dag, verið að ná fótfestu hérlendis og svo sem ekkert um það að segja, nema hvað við höfum alltaf haldið okkar öskudag og verið hamingju- söm með hann. En í þessu eins og öðru þurfum við endilega að gera meira. Það pirraði mig að sjá auglýsingu í einu dagblaðanna þar sem kynnt var þriggja daga Halloween hátíð. Af hverju getum við ekki tekið þessa hátíð eins og hún er, eitt kvöld, þar sem börn og unglingar fara í búninga og skemmta sér og fullorðna fólkið hittist heima hjá hverju öðru. Þurfum við endi- lega að þynna þessa hátíð svo út, að hún taki marga daga? Stefánsdóttir skrifar HVAÐ Á É G A Ð GERA Systir mír) og maðurinn minn eru mildu betri vinir en ég og maðurinn minn. Þau tala alltaf saman um alla hluti og skemmta sér vel saman, en ég sit bara ut- anveltu. A ég að biðja þau að hætta að hittast svona heima hjá okkur? Ef þér Iíður illa út af þessu, þá ættir þú að byrja á því að tala við þau og segja þeim af því. Af hverju ert þú ut- anveltu? Hefurðu ekki sömu áhugamál og þau eða hvað? Ertu kannski með einhverja minnimáttarkennd gagnvart systur þinni? Það að biðja þau um að hætta að hittast heima hjá ykkur Ieysir engan vanda. Ef á milli þeirra er eitt- hvað meira en venjulegur vinskapur, þá fara þau eitthvert annað og svo gæti slík bón orðið til þess að þeim finnist þau þurfa að leyna samskiptum sínum fyrir þér og þá er verr farið en heima setið. En umræður um málið er fyrsta skref, það hjálpar engum að ala með sér slíkar hugsanir og það hlýtur að eitra samskipti ykkar hjónanna smám saman. Vigdís svarar í símaim! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símanu kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Peimavinir óskast Þetta bréf barst okkur frá Ghana:Bestu kveðjur frá Ghana. Við búum í Ghana, en höfum einlægan áhuga á því að kynnast Islendingum. Við myndum verða mjög glöð ef þið vilduð vera svo væn að birta nöfnin okkar með ósk um pennavini. Kærar þakkir, AnGeLina AnGeLina QuansahP.o. hox 5464 Kumasi Ghana, WestAfrika Hún er 27 ára, einhleyp, hefur áhuga á eldamennsku, sundi, tónlist, lestri og langtímavináttu. DeLa Renta Baffoe c/o Nana, Sama heimilisfang og hjá hinni. Hún er 26 ára gömul, einhleyp, hefur gaman af róðri og postulíni. Mánudagsýsan Margir lesendur höfðu samband við blaðið vegna uppskriftarinnar sem beðið var um á miðvikudag. Fiskréttur þessi er nánast sá sami og birtist í Degi fyrir nokkrum mánuðum. Voru flestar upp- skriftirnar svipaðar og margir vísuðu í viðtöl við Sigrúnu Pétursdóttur, ráðs- konu á Bessastöðum. En uppskriftin er svona, ætluð fyrir sjö: 2 dl hrísgrjón Nýtt ýsuflak Rækjur eða humar, eða skelfisktegundir eftir smekk efnum og ástæðum 1 lítil dós sveppir 4 msk. majones 2 tsk. karrí Tæplega einn peli af rjóma Ostur Hrísgrjónin eru laussoðin og Iátin í botn á eldföstu móti. Fiskurinn er soðinn og honum raðað yfir grjónin í smábitum. Þá eru rækjurnar (eða annar skelfiskur) settar yfir. Vökvinn er síaður frá svepp- unum og þeim raðað yfir. Majonesið er hrært með karríinu, sveppasoðinu og rjómanum. Þessu er hellt yfir fiskinn og að lokum er rifnum ostinum stráð yfir. Látið f 180°C heitan ofn. Bakað þar til osturinn hefur tekið lit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.