Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 4
20-FÖSTUDAGUR 31.OKTÓBER 1997 Thyptr UMBUÐ ALAUST I skólanum, í skólanum er... hvað? ILLUGI JÖKULSSON SKRIFAR Sjónvarpið var um daginn að spyrja hlustendur sína hvort hinir nýju kjarasamningar kenn- ara myndu hafa í för með sér betri skóla. Spurningin hafði greinilega verið ákveðin og sett fram meðan sjónvarpsmennirnir töldu enn að flestallir kennarar hlytu að vera ánægðir með nýja kjarasamninginn; kannski eðli- leg ályktun þar sem prósentu- hækkun samkvæmt þessum samningi var allmiklu hærri en flestir eða allir aðrir hafa borið úr býtum að undanförnu. En eftir að í Ijós kom að stórir hóp- ar kennara voru langt því frá ánægðir var spurningin eigin- lega orðin marklaus - hún fór þá að meira eða minna leyti að snúast um kjarasamningana sjálfa; það er að segja hvort akkúrat þessir samningar dygðu til þess að skólastarf yrði betra en verið hefur, en væntanlega hefur það verið ætlun Dagsljóss- manna að fá svar við því hvort betri launakjör kennara, launa- kjör sem þeir væru ánægðir með, myndu skila okkur betri skóla. Svar almennings við þeirri spurningu fékkst ekki - satt að segja má ætla að allstór hluti þeirra sem hringdu inn til að svara spurningunni neitandi hafi verið kennarar sem voru óánægðir með það sem náðist í kjarasamningunum. Bömin geta lært svo miklu meira Hitt var út af fyrir sig athygiis- vert að í þeim umræðum sem fram fóru í sjónvarpssal virtist ekki hvarfla að nokkrum manni að efast um að mjög mætti bæta skólastarf frá því sem nú er - þótt flestir segðu að vísu sjálf- krafa í upphafi máls síns að víst væri unnið mjög gott starf í skól- um landsins, það væri bara hitt og þetta sem væri að, og svo voru menn ekki alveg sammála um hvað það væri. Það eru ekki mjög mörg ár síðan þessi spurn- ing hefði ekki verið mönnum Krakkar í Síðuskóla á Akureyr/. Skyldi þeim leiðast í skólanum? Kannski strax í 6 ára bekk? ýkja ofarlega í huga - hvernig mætti bæta skólana í landinu - því öll töldum við að mennta- kerfið hér á landi væri upp á það allra besta í heiminum. Það er satt að segja töluvert áfall að komast allt í einu að því að svo er ekki, heldur eru alls konar þjóðir sem við töldum standa okkur langt að baki nú kornnar alllangt fram úr okkur. Og þar bera kennarar sína ábyrgð, ekki síður en blessað kerfið, og því ættu þeir ekki að gleyma þótt þeir séu inóðgaðir yfir lélegum launum sínum. Það er kannski réttast að ég taki fram að mér finnst að kennarar eigi skilið ákaflega góð laun, og vona að þeir nái kjörum sem þeir eru ánægðir með sem allra fyrst. En kennarar sjálfir, og skólamenn yfirleitt, eiga auðvitað hluta af sökinni af því að þeir skuli hafa orðið Iág- launastétt síð- ustu árin og ára- tugina - þeir hafa greinilega ekki gætt kjara sinna nægilega vel, og þeir hafa heldur ekki gætt þess að við hin gleymdum því ekki hversu mikilvægt skóla- starf og menntun er fyrir eina litla þjóð. Nú er vissulega lag til þess að bæta úr vanrækslu und- anfarinna áratuga og vonandi að kennarar taki fullan þátt í því, og verði reiðubúnir til þess að axla sín skinn i þeirri endur- skoðun menntakerfis sem hér þarf að fara fram. Ef aðeins er litið á þann þátt skólastarfs sem snýr að lærdómnum sjálfum, þá er til dæmis augljóst að kennar- ar hafa látið það viðgangast að kröfur hafa sífellt minnkað - eða þær hafa að minnsta kosti ekki verið endurskoðaðar lengi. Kennarar hafa verið í manna bestri aðstöðu til þess að átta sig á því að auðvitað geta börnin í skólanum lært mildu meira og hraðar heldur en nú er tíðkað, og þeir ættu líka fyrir löngu að hafa vakið athygli á því að þær kennsluaðferðir sem hér eru notaðar eru ekki endilega jafn fullkomnar og við héldum. Lærdómsþrá? Eg á að sjálfsögðu ekki við að hér ætti að fara að beita hörku- legum aga til að troða endalaus- um fánýtum fróðleik inn í höfuð blessaðra smábarnanna, en ég held reyndar að flest- ir kennarar og foreldrar viti hvað hér er átt við - að hæfileikar og lærdómsþrá barnanna liggja beinlínis undir skemmdum í því skólakerfi sem hér hefur þróast og staðnað undanfarna áratugi. Þrátt fyrir að langflestir ef ekki allir kenn- arar vilji að sjálfsögðu gera sitt besta, bæði til að kenna börnun- um sem mest og láta þeim líka vel í skólanum, þá hefur það samt sem áður gerst að hér hef- ur orðið til skólakerfi sem fæst- um börnunum finnst beinlínis gaman að, ekki einu sinni með- an þau eru á þeim aldri að þau hafa í rauninni ekki meira gam- an af neinu en læra eitthvað nýtt. Það verður ótrúlega snemma viðtekin venja flestallra skólakrakka að segja að það sé heldur leiðinlegt í skólanum, leiðinlegt að læra heima, leiðin- legt að þessu eða hinu, en ægi- Iega gaman að eiga frí. Þetta er orðin svo viðtekin venja að við tökum varla eftir þessu, en í rauninni er auðvitað ekkert sem segir að svona eigi þetta að vera. Auðvitað á börnunum að þykja skemmtilegt í skólanum en ekki falla sjálfkrafa fyrir þeirri tísku að það sé heldur þreytandi. Meira að segja þó þeim þyki í raun og veru bráðskemmtilegt í skólanum framan af vist sinni þar, þá eru þau strax í miðbekkj- um grunnskólans farin að lepja umhugsunarlítið upp frasana um hvað sé leiðinlegt í skólan- um. Og hver skyldi vera skýring- in á því? Hvernig þetta hefur gerst er ugglaust flókið mál, en hluti skýringarinnar er augljóslega hvernig skólakerfið hefur verið byggt upp síðustu áratugina, þannig að það er alltaf verið að miða við þarfir einhverra meðal- nemenda sem ekki eru í raun- inni til. Tossabekkirnir marg- frægu voru heldur vandræðalegt fyrirbæri á sínum tíma en þá Þráttfyrír að lang- flestir efekki allir kennararvilji að sjálf- sögðu gera sitt besta. Ég hafði ekki gert mér grein fyr- ir því hve mikill tónlistarfíkill ég er fyrr en græjur konunnar minnar hrundu. I fyrstu var ég alsæll, því hljómurinn í þeim hefur alltaf farið í taugarnar á mér, auk þess sem annar hver geisladiskur hökti í spilaranum. Mennmgarvaktin Nótnablöð fegurðarinnar Nú var loksins tækifæri til að dusta rykið af magnaranum mínum og kaupa almennilegan geislaspilara. Það dróst hins vegar úr hömlu og smám saman fór ég að finna að ekki var allt eins og það átti að vera. Vitundin um að geta ekki sest niður og hlustað varð smátt og smátt óbærileg. Þetta endaði svo með því að ég sprakk á limminu og keypti mér heyrn- artól til að tengja við geisladrifið í tölvunni. A kvöldin þegar heimilisfólk er gengið til náða hef ég stolið mér stund til að hlusta á tónlist. Þarna hef ég svo setið á skrif- borðsstól fyrir framan tölvuna, á góðri leið með að fá rafmagnsof- næmi og hlustað á verk meistara tónbókmenntanna. Sem betur fer er nýi geislaspilarinn kominn í hús og andleg heilsa mín að komast í fyrra horf. Ég hef líka til nokkurs að hlakka því á sunnudaginn ætla ég í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju til að hlýða á hóp frá- bærra tónlistarmanna leika og syngja verk eftir Schubert og Brahms. Glötuð æska Bach var tónskáld barnæsku minnar eða allt þar til gelgjan náði undirtökum í Iífi mínu. Þá tók við graðhestamúsík, eins og við á þegar hormónarnir yfirtaka saklausa barnssálina. A seinni hluta þessa ægilega tímbils frelsaðist ég til samfélags við Brahms og litlu síðar Beet- hovens. Píanókonsertarnir tveir eftir Brahms voru mín opinberun. Ég gat hlustað á þessi margslungnu og glæsilegu verk aftur og aftur, án þess að fá nokkurn tímann -'r/.óii'í öa .rciiíiíK'm fyrst og fremst vegna fordóma í garð þeirra barna sem áttu af ýmsum ástæðum við erfiðleika að stríða í námi - því í rauninni var um að ræða lofsverða við- leitni til að tryggja hverjum og einum kennslu við hæfi. Nú um langt skeið hefur börnum í erf- iðleikum verið troðið inn í venjulega bekki, sem þau sjálf hafa helstil lítið gagn af en trufla og skemma fyrir bekkjar- félögum sínum. Stundum þarf að ráða sérstakar manneskjur til að hafa hemil á þeim börnum sem troðið hel’ur verið inn í venjulega bekki en ættu að njóta sérkennslu; mér skilst að í sum- urn bekkjum í sumum skólum séu jafnvel tveir eða þrír slíkir gæslumenn að reyna að halda aftur af krökkum sem gera lítið annað en trufla samnemendur sína, en verður lítið ágengt. Og þessir ógæfusömu nemendur eru neyddir til að vera í almenn- um bekkjardeildum í nafni ein- hverrar misskilinnar jafnaðar- stefnu, en árangurinn er held ég lítill. Og sé þetta hundraðsta og ellefta meðferð á krökkum sem eiga við námserfiðleika að glíma, af allskonar ástæðum, þá er líka alkunna hvernig búið er að nemendum sem í raun og veru ættu að skara fram úr. Um það hefur verið talað í allmörg ár en lítið gert. Það þarf sem sé sveigjanlegra, árangursríkara og ekki síst skemmtilegra skólakerfi. Þegar um það leyti sem ég var í grunn- skóla vorum við farin að syngja lagið góðkunna: „I skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera,“ með háðsglott á vör og nú held ég enginn beri við að syngja þetta lag lengur. Kennarar eiga að sjálfsögðu að taka þátt í að búa til það kerfi þar sem er og má vera skemmtilegt í skólan- um, eins og ég er viss um að metnaður þeirra stendur til. Til þess að virkja þann metnað og fá til liðs við skólana hið hæf- asta fólk þá þurfa kennarar auð- vitað að vera hálaunastétt í sam- félaginu, enda bera víst fáir meiri ábyrgð. Það er mesta synd ef þeir kjarasamningar sem nú hafa verið gerðir reynast ekki vera áfangi á þeirri leið. Pistill Illuga varfluttur í morgunútvarpi Rdsar 2 í gær. leið á þeim. Síðar kynntist ég klarinettukvintettinum og fleiri kammerverkum þessa mikla meistara. Ég man ekki hvernig eða hvar ég kynntist verkum Schuberts, en hallast helst að því að ég hafi alltaf þekkt verk hans. Þau eru líka þannig í sínu söngræna lát- leysi að það er eins og fegurðin sjálf hafi samið þau við upphaf veraldar. Maður hefur átt uppá- halds tónskáld frá tíma til tíma, en manni þykir alltaf vænst um Schubert.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.