Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 11
FÖSTVDAGVR 31.0KTÓBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Laugardaginn 18. októbervar haldið málþing Félags íslenskra sérkennara á GrandHótelí Reykjavík. Þar vakti athygli fyrirlestur Svan- dísarlngimund- ardótturnáms- ráðgjafa, Fram- haldsskólifyrir hverja? SPJALL Svandís Ingimundardóttir. myno: e.ól. ÓsveigjanleiM í kerfinu „Þessi fyrirlestur skipti nú eigin- lega um nafn og hefði átt að heita „Grunnskóli, fyrir hverja?," segir Svandfs, sem starfar sem námsráðgjafi í Alftamýrarskóla. Hún hefur unnið að tilrauna- verkefninu Fjölnámi ásamt Birgi Einarssyni í 10. bekk Réttar- holtsskóla og í sérdeild á ungl- ingastigi Réttarholtsskóla. Til- gangur tilraunaverkefnisins er að fjölgö útgöngúlefðum úr grunnskólanunr, þar sem sam- ræmd próf yrðu ekki skilyrði, að- eins valmöguleiki. „Það átti að leggja áherslu á aðra og óhefðbundnari þætti bóknáms, félagslega uppbygg- ingu ýmis konar,“ segir Svandís. Ætlunin var að blað yrði brot- ið í sögunni og nýjar víddir tekn- ar inn á unglingastig grunnskól- ans. Unglingar sem hafa átt í erfiðleikum námslega af ýmsum ástæðum, þurft sérkennslu og jafnvel undanþágur vegna sam- ræmdra prófa ættu hér að finna sér nám við hæfi. En á miðjum vetri kom reiðarslagið. Ný reglu- gerð um undanþágur vegna sam- ræmdra prófa. Engar undanþág- ur nema því aðeins að nemandi Reglurmega ekki vera ósveigjanlegar og samræmdprófhenta ekki öllum. væri metinn greindarskertur eða nýbúi. Stoðum kippt undan „Segja má að í einu vetfangi hafi ráðuneyti menntamála kippt stoðum undan þessu frábæra til- raunaverkefni og sett náms- markmið okkar og áherslur upp í loft. Okkur fannst liggja beinast við að sækja um undanþágu til menntamálaráðherra á grund- velli 53. gr. laga um skólaþróun og tilraunastarf, en við rákumst allstaðar á veggi. Beiðni okkar var hafnað og okkur fannst sár- lega skorta á stuðning Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur í þessari baráttu." Svandís bendir á að fyrir 1974 hafi nemendur haft fleiri val- kosti en nú. Við 14 ára aldur höfðu þeir val á milli bóknáms- brauta, verknáms og verslunar- brauta. Þeir höfðu líka val um það hvort þeir vildu Ijúka gagn- fræðaskólanum með landsprófi á einu ári eða gagnfræðaprófi á tveimur en halda samt inni þeim möguleika að komast bóknáms- leið inn í framhaldsskóla ef hug- urinn stefndi þangað. Það var til Lindargötuskóli með 5. og jafn- vel 6. hekk, það voru sumsé val- möguleikar og nemendur gátu lokið námi uppréttir. „Getur það bara verið að þetta kerfi hafi verið alvont? Sam- kvæmt upplýsingum frá Rann- sóknarstofnun uppeldis- og menntamála eru það aðeins um 50% nemenda á landinu öllu sem náðu öllum samræmdu prófunum fjórum sl. vor. Það hlýtur að segja okkur eitthvað, a.m.k. að samræmdu prófin eru ekki eins góður mælikvarði og látið er að liggja og því spurning hvort það eigi að halda jafn fast í þau, eins og gert er í mínum huga er það engin spurning," segir Svandís Ingimundardóttir að lokum. -VS Einn í ellefubíó Mynd mn fólk Þegar ég reyndi að fá góðan vin með mér í Borgarbíó á Akureyri til að sjá myndina Full Monty, fékk ég svarið: „Mig langar ekki. Þetta er örugglega einhver mis- heppnuð tilraun til að gera list- ræna mynd,“ voru rökin. Þetta megum við „gagnrýnendur" ekki gera. Dæma fyrirfram. En um það hef ég áður rætt. Viti menn, ég fer einn í níubíó (aftur svindla ég). Myndin er hreint frábær skemmtun. Laus við alla tilgerð og er ekki „listræn“ kvik- mynd. Hvað er listræn kvik- mynd? Það eru örugglega til jafnmargar skýringar á því og mennirnir eru margir. Myndin er um fólk. Áhugavert fólk sem lifir ekki samkvæmt „hringekjulögmálinu" heldur „rússíbanalögmálinu". Myndin er um fólk sem þarf að grípa til örþrifaráða til að eiga ofan í sig og á. Orþrifaráð aðalsöguhetj- anna eru hrein snilld og ótrúlega kómísk. Eg hreinlega skelli skelli hló og vona jafnframt að ég hafi ekki skemmt fyrir öðrum gestum salarins. Vel á minnst, gestirnir í Borgarbíói þetta kvöld voru margir og sýndist mér að allir hafi skemmt sér vel (nú, sé ég í myrkri?). Full Monty er nálægt því að vera íjögurra stjörnu mynd. Eins og áður sagði, laus við alla til- gerð. Mjög góður Ieikur og leik- stjórn. Og ekki spillti skemmti- leg og fjörug tónlist fyrir. Eins og ég hef oft talað um, tónlist skiptir miklu máli í kvikmynd- um. Hreint frábær mynd. Áhugafólk um kvikmyndir á ekki að hræðast myndir sem eru gerðar fyrir utan Bandaríkin. Breskar myndir eru ekki fram- leiddar á færiböndum en hafa hingað til verið mjög skemmti- legar eins og dæmin sanna. Tra- in Spotting, Secrets and Lies og nú Full Monty svo einhver dæmi séu tekin. Það var góð stemmn- ing í bíó. Ekki kalt eins og síðast en enn eru sýningastjórar að klippa á skemmtileg samtöl í miðri mynd þegar að hléi kemur. Full Monty, sjáið hana. SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN Sigundón Sigurdórsson Brauðsneiðin Vestri segir góða sögu af Magnúsi Þorgilssyni bifreiðastjóra, sem ásamt konu sinni rekur bíla- sjoppuna Krílið á Isafirði. Fyrir skömmu keyptu þau lítinn bfl til sendiferða fyrir sjoppuna. Bifreiðin er glæ ný af Daihatsu-tegund sérbyggð fyrir snatt og minniháttar flutninga. Bílinn hefur vakið hrifningu sumra í bænum að aðrir eru undrandi á sérstæðu útliti hans og hve mjór hann er. Á kaffistofu Vélsmiðju Isafjarðar koma menn gjarnan saman og ræða málin og ri'fast þá gjarnan eins og Islendinga er siður en f mesta bróðerni. Magnús mætti á kaffistofuna á dögunum og upphófust þá fljótlega umræður um nýja bílinn hans. Sýndist sitt hverjum um farartækið og enduðu umræðurnar með líflegu riflildi. Magnús var beðinn að skilgreina hvað bílinn eiginlega væri, hvort hann væri rúgbrauð, bitabox , eins og litlir sendibílar eru stundum nefndir, eða hvort hann væri hundakofi á hjólum. Magnús var snöggur upp á lagið og svaraði: „Þið eruð nú meiri fíflin. Sjáið þið ekki að þetta er brauðsneið.“! Fullur bati Sagan segir af gömlum karli sem var á dögunum fluttur fárveikur á sjúkrahús. Honum var vart hugað líf og fáir bjuggust við að hann ætti afturkvæmt af sjúkrahúsinu. Þó fór svo að karl náði fullum bata og kom heim til sín hressari en fyrr. Nágranni hans hafði orð á því að góðir læknar hefðu annast hann á sjúkrahús- inu. „O, nei,“ svaraði karlinn, „hefði ég ekki verið svo veikur að þeir álitu til einskis að eiga neitt við mig, þá væri ég dauður Sáuekki skurinn Sauðkrækingar eru miklir gleðimenn eins og Skagfirðingar al- mennt og koma ekki edrú heim af gleðifund- um ef hjá því verður kornist. Einu sinni fóru frjórir Sauðkrækingar saman í mikla afmælis- veislu í Hjaltadal. I þeim hópir var Stefán Vagnsson, kunnur maður á sinni tíð. Á leiðinni hittu þeir vegavinnuverkstjóra. Hann bað þá endilega að koma við hjá sér á heimleiðinni og hétu þeir góðu um það enda ekki í kot vísað. En hverju sem um var að kenna varð ekki af því að þeir kæmu við hjá honum á heimleiðinni. Stuttu síðar hitti verkstjórinn Stefán Vagnsson og spurði hann af hverju þeir hefðu ekki komið við hjá sér, hann hefði verið vel undirbúinn að taka á móti þeim. „Við sáum ekki jeppan þinn,“ svaraði Stefán, „og héldum að þú værir ekki heima." Það sagði verkstjórinn að sér þætti skrýtið því jeppinn hefði staðið undir skúrnum rétt við veginn. „En blessaður vertu, við sáum ekki skúrinn heldur.“ Prestakaffi Hér áður fyrr, meðan prestar vísiteruðu á sveitabæjum í sóknum sínum, var til siðs að gefa þeim smá brennivínstár út í kaffið. Það var gert með þeim hætti að krónupeningur var settur í botn kaffi- bollans. Síðan var kaffi helt út í þar til krónan sást ekki lengur. Þessu næst var brennivíni helt út í kaffið þar til krónupeningur- inn kom aftur í ljós. Það heitir „Prestakaffi." Og talandi um brennivín og presta, þá er vel þekkt orðtækið: „Beiskur ertu drottinn minn!“ Það varð til þegar prestur einn í Breiðuvík átti ekki til neitt messuvín við altarisgöngu en notaði brennivín í staðinn. Þá varð gamalli konu þetta að orði. Alþýðu- fLokkuriim Og svona í Iokin ein pólitísk \asa eftir snillinginn Stefán Jónsson, fyrrum fréttamanna og alþingismann: Þeir yfirgefa’ann einn og tveir uns ú'ann sittfylgi í skýjonum, en Alþýðuflokkurinn fríkkar því meir þvtfærri sem eru t’onum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.