Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 7
X^MT- HVAÐ ER í BOÐI FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 - 23 NORÐURLAND Basar og kaffisala í Sunnuhlíð Haustbasar verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1, laug- ardaginn 1. nóv. kl. 14. Seldir verða handunnir munir, margt fallegt til jólagjafa, einnig heimabakaðar kökur og veglegir lukkupakkar. Kaffisala verður í matsal þjónustukjarna með heimabökuðu meðlæti. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvai- ar, þar sem aldnir Kópavogsbúar dvelja daglangt og njóta marghátt- aðrar þjónustu. Franskir dagar á Akureyri Gilfélagið í samvinnu við franska sendiráðið, Alliance Francaise og Listvinafélag Akureyrarkirkju, hafa staðið fyrir Frönskum dögum á Akur- eyri í vikunni sem er að líða. Föstu- daginn 31. okt. átti að vera dagskrá sem bar heitið Frönsk lög og Ijóð, en af óviðráðanlegum orsökum verður þeirri dagskrá frestað fram í nóvem- ber. Lokatriði Frönsku daganna verður laugardaginn 1. nóv. kl. 12 en þá mun Björn Steinar Sólbergsson leika frönsk orgelverk eftir Louis- Nicolas Clérambault og Marcel Dupré á Hádegistónleikum. Aðgang- ur ókeypis og eru allir velkomnir. Músík- og villibráðarveisla á Kaffi Akureyri Fimmtudagskvöld: Hey Joe leika Ijúfa tónlist frá kl. 22-01. Föstudagskvöld: Villibráðarveisla og skemmtikvöld skotveiðimanna. Laddi og Stefán frá Útistöðum mæta og Gulli og Maggi sjá um danstón- listina. Laugardagskvöld: Villibráðarveisla og dansleikur með Stjórninni. Mannabreytingar hafa orðið í Stjórn- inni en auk Siggu og Grétars eru nú Eiður Arnarsson á bassa, Sigfús Ótt- arsson á trommur, Kristján Grétars- son á gítar og Davíð Jónsson á hljómborð og saxófón. Flóamarkaður N.L.F.A. Flóamarkaður N.L.F.A. í Kjarnalundi verður opinn á morgun, laugardag, frá kl. 14-16. Þar er verið að taka fram jólaskraut og efni til jólaskreyt- inga á gjafverði. Og sem endranær er í boði góður fatnaður, ýmsir munir, skór og vefnaðarvara. Gallerý Svartfugl Undanfarnar tvær vikur hefur staðið yfir í Gallerý Svartfugl á Akureyri sýning á verkum Ragnheiðar Þórs- dóttur vefara. Sýningunni, sem nefn- ist „Hugmyndabrot" lýkur nú um helgina og mun hún verða opin frá kl. 14 til 18 bæði laugardag og sunnudag. Á sýningunni eru 14 verk sem unnin eru á þessu ári, bæði hefðbundinn myndvefnaður og verk unnin í pappír. Flóamarkaður Hjálpræðishersins Flóamarkaður Hjálpræðishersins að Hvannavöllum 10 er opinn alla föstu- daga frá 10-17. Á markaðnum er hægt að gera mjög góð kaup á not- uðum fatnaði. Tekið er á móti fatnaði á sama stað alla daga vikunnar. Listasafnið á Akureyri Helgina 1.-2. nóv. lýkur sýningu Kristjáns Steingríms í Listasafninu á Akureyri. Sunnudaginn 2. nóv. kl. 16 verður safnaleiðsögn fyrir almenn- ing. Allir velkomnir, aðgangur ókeyp- is. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tónleikar-TÚN Nk. föstudagskvöld verða haldnir tónleikar í Norðurkjallara MH. Tón- leikar þessir kallast TÚN, en það stendur fyirr Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21. og þeim lýkur kl. 01. Mlðaverð er kr. 500 fyrir almenn- ing, en 400 kr. fyrir félaga í Nem- endafélagi MH. Unglingurinn í skóginum Núna um helgina er síðasta sýning- arhelgi á sýningunni „Unglingurinn í skóginum" í Gallerí „Nema hvað? Nemendagallerí Myndlista og hand- íðaskóla Islands. Á sýningunni sýna þekktir íslenskir myndlistarmenn sem og aðrir menn verk frá unglings- árum sínum og er sýningin og er sýningin því n.k. freudiskt innlegg í myndlist í dag. Sýningin er opin frá 14-18 og er í Þingholtsstræti 6, kjallara. Ljóðakvöld Föstudaginn 31. okt. verður Ijóða- kvöld í Tjarnarbíói á Ungilist ¥97. Dagskráin hefst kl. 20.30 þar sem fram koma Didda, Einar Sigurður, Berglind Ágústsdóttir, Kristín, Berg- sveinn og Björgvin ívar. Einnig koma Stína Bongó og Þórdís Klassen og berja húðir af alkunnri snilld og Ör- lygur Örlygsson mun spila á Þeremín. Fundur Kvenfélags Háteigssólknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 4. nóv. kl. 20.30 í safnaðarheimili krikjunnar. Gestur fundarins er Guðrún Nielssen. Allar konur í sókninnni eru velkomnar. Skaftfellingafélagið Félagsvist sunnudaginn 2. nóv. kl. 14. í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Sýning Umsjónarfélags einhverfra Sýning á vegum Umsjónarfélags ein- hverfra í tengslum við 20 ára afmæli félagsins verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 2. - 9. nóv. Á sýning- unni verða verk eftir listamenn sem eru með einhverfu. Eins mun sýning- in gefa innsýn í líf fólks með ein- hverfu á l’slandi. Félag eldri borgara Félagsvist í Risinu kl. 14. í dag. Allir veikomnir. Göngu Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 laugardag. Dankennsla í Risinu laugardag kl. 10 fyrir lengra komna og kl. 11.30 fyrir byrjendur. Spíritisminn og kirkjan Umræðufundur í Loftsalnum, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði, sunnudaginn 2. nóv. kl. 14. Guðfræðingarnir Björgvin Snorrason og Steinþór Þórðarson sitja fyrir svörum. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Skólakeppni Tónabæjar Skólakeppni Tónabæjar 1997 lýkur föstudaginn 31. okt. með körfubolta- keppni. Um kvöldið verður síðan slegið upp Skólaballi í Tónabæ, þar sem verðlaunaafhending fer fram og Skólameistarar Tónabæjar verða krýndir. Halloween 1997 Veitingastaðurinn Hard Rock Café ætlar að halda upp á Halloween (Hrekkjavöku) 30. okt.-1. nóv. Þetta er án efa stærsti viðburðurinn á árinu hjá Hard Rock og aldrei hefur Hall- oween hátíðin verið jafn glæsileg og í ár. Hljómsveitin Skítamórall mun ríða á vaðið og opna Hrekkjavökuna með tónleikum fimmtudagskvöldið 30. okt. kl. 22. LANDIÐ Opið hús á Sólvöllum Þann 1. nóv. nk. eru 10 ár liðin síðan fyrstu heimilismenn fluttu inn á dval- arheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Af því tilefni verðu opið hús á Sólvöllum laugardaginn 1. nóv. og sunnudag- inn 2. nóv. frá kl. 14 til 17. Þess er vænst að sem flestir velunnarar heimilisins líti inn, heilsi upp á heimil- ismenn og þiggi veitingar þessa daga. Veturnætur á ísafirði Föstudagur 31. okt. Kaldalónstón- leikar ( ísafjarðarkirkju kl. 20. Fram koma Sunnukórinn, Karlakórinn Ern- ir, Söngfelagið úr Neðsta, Guðrún Jónsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir og Jónas Tómasson. Laugard. 1. nóv. Markaðstorg í Rammagerð ísafjarðar frá kl. 10-16. Harmonikuleikarar frá Tónlistarskóla ísafjarðar skemmta kl. 14. og villi- bráðarkvöld verður á Hótel fsafirði. Sunnud. 2. nóv. Kl. 10 mun Sr. Gunnar Björnsson flytja erindi í safn- aðarheimili ísafjarðarkirkju um bók- menntir, listir og kirkjutónlist. Kl. 11 verður Allrasálnamessa í ísafjarðar- kirkju með altarisgöngu. Kl. 20 til 22 verður lokapunktur Veturnátta með vestfirskri karnivalstemmningu. Dansað verður við undirleik harmon- ikufélaga á Silfurtorgi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.