Dagur - 31.10.1997, Qupperneq 5

Dagur - 31.10.1997, Qupperneq 5
FOSTUDAGUR 31.OKTÚBER 1997 - 21 LÍFIÐ í LANDINU LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Akureyri/Norðurland Hralnsdóttir A að einkavæða ríMsíyrirtæki? Unglistarvikan endarí dag og í bláendann verdurMorfískeppnin þó hún tengist Unglist ekki beint. Liðin sem takastáum hvort einkavæða eigi ríkis- fyrirtæki eða ekki eru Menntaskólinn áAk- ureyrí og Verslunar- skóli íslands. Ræðukeppnin hefst klukkan 20:30 en þangað til verður skúlptúrsýning og spunadans sem hefjast um klukkan 20:00. Spunadansinn fremja nemendur Onnu Richard danskennara en skúlptúrsýningin var unnin í samvinnu við listakonuna Sól- veigu Raldursdóttur. Þá verður hin mjög svo alvarlega ræðu- keppni brotin upp með söngat- riðum og leikatriðum frá LMA og Locos. MA-ingar voru ekki með í Morfís í fyrra. Eitthvað er nú á bak við þá afstöðu? „Jú, það var af pólitískum ástæðum,“ segir Huginn. „Við vildum ekki taka þátt í þeim skrípaleik sem Mor- fís var orðið. Þetta snerist ekki um mælsku né rökræðulistina. Okkur var lofað breytingum og því tökum við þátt núna enda á að leggja áherslu á rök og mælsku en ekki einungis brand- ara!“ í lok Unglistarvikunnar á Ak- ureyri er hér smá annáll frá Unglistarfólkinu: A miðvikudagskvöldið síðasta var haldið ljóðakvöld á vegum unglistar í Deiglunni. Erlingur Sigurðsson, forstöðu- maður Sigurhæða kom og spyrnti boltanum af stað sem fulltrúi „eldri borgara," þ.e. þeirra sem ekki flokkast undir Unglist, aldursbilið 16-25 ára. Voru ýmis góð skáld þar á ferð utan við hann og langar mig sér- staklega að nefna Arnrúnu nokkra Arnórsdóttur sem var fremst meðal jafninga, persónu- leg og tilfinningaleg í senn. Fatahöimimarsýning Unglistar Á þriðjudagskvöldið fór fram ansi athyglisverð uppákoma í Dynheimum á vegum Unglistar. Þarna var á ferðinni fatahönn- unarkeppni eða öllu heldur sýn- ing á all sérstæðum fatnaði. Þarna hafði ungt fólk gefið ímyndunaraflinu lausan taum- inn og útkoman varð fjölbreytt og skemmtileg sýning sem var Ræduliðid sem ætlar með létt marxiskri hugmyndafræði eða söguskoðun að mútmæla einkavæðingu rikisfyrírtækja: Huginn, Marínó, Kjartan og Hilma. Liðsstjúrí er Huginn sem svarar ísímann hjá nemendafélaginu með eftirfarandi hætti: „Nemendafélagið Huginn, Huginn." fyllilega þess virði að sjá. Að lokinni sýningunni var virkilega gott að gæða sér á veit- ingum í þægilegu umhverfi Kaffi Krílis áður en haldið var heim á leið eftir velheppnaða kvöld- stund í boði unglistar. Þarna er á ferðinni hópur kraftmikilla og fórnfúsra ungmenna sem lagt hafa mikið á sig við að hefja listalíf ungs fólks til vegs og virðingar. Af þessum sökum finnst mér að fullorðið fólk ætti að sýna sóma sinn í því að koma á þessar uppákomur og heiðra ungt fólk með nærveru sinni þegar þau eru nú loksins að gera eitthvað annað en að veltast um miðbæinn í annarlegu ástandi, brjótandi rúður og ógnandi lífi siðmenntaðra bæjarbúa. HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER I BOÐI? Vísnasöngtir í Deiglunni Akureyringurinn Gullý Hanna Ragnarsdóttir heldur tónleika í Deiglunni sunnudaginn 2. nóv- ember klukkan 17:00. Með henni eru tveir tónlistarmenn, og kallar tríóið sig Tríó Gullýjar Hönnu Ragnarsdóttur. Gullý og hljómsveitin eru hér til að halda norræna vfsnatón- leika í Norræna húsinu, í Deigl- unni og á Pollinum þann 4. nóv- ember. Tríóið mun flytja vísnalög á íslensku og dönsku. Geisladiskarnir sem Gullý Hanna hefur gefið úr eru: Drommen, En hilsen til min hjemstavn, Jeg la’r doren stá pá klem og nú síðast Sangen til dig, sem kom út á þessu ári. Aðgangseyrir kr. 500. Bikarinn í körfimni Á sunnudaginn hefst bikar- keppni KKI í körfuknattleik og eigast þá við á Akureyri hið unga og efnilega lið Þórs og sjálfir bikarmeistararnir (engir aukvis- ar) Keflvíkingar. Leikurinn er í 32 Iiða úrslitum. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í íþróttahöllinni á Akur- eyri og að sögn þjálfara Þórs, Gunnars Sverrissonar, má búast við erfiðum leik en erfiðleikarnir eru til að yfirstíga þá. Eins og allir vita unnu Kefl- víkingar alla titlana í körfunni síðastliðinn vetur en þeir hafa misst marga af sínum bestu Ieik- mönnum. Engu að síður virðast þeir ekki vera í nokkrum vand- ræðum með að fylla skarð lykil- manna. Lið Þórs er sldpað ungum og efnilegum leikmönnum og vonar þjálfarinn að liðið taki framför- um eftir sem líður á veturinn. SIÐASTA VIKUR NR. LAG FLYTJANDI VIKA ÁUSTA 1. Thumbthumping Chumbawamba 2 4 2. Di Da Di (and so the story goes) Maria Montell 4 3 3. Spice up your live Spicegirls ^WýTr 1 4. Sunchyme Dario G 5 3 5. Turn my head Live 1 5 6. Avenues Refugees 6 3 7. Railando Paradiso 3 5 8. Drug’s don’l work The Verve 9 2 9. Got’ it til it’s Janet Jackson 7 3 10. Stay Sash 13 2 11. Moment of my live Bobby D Ambrossio (MýT| ■1 12. Prumpufólkið Dr. Gunni 16 2 13. Phenomenon LL Cool J 17 2 14. Samba de janero Bellíní 8 6 15. Power of love Corona 10 3 16. Friday night 24/7 ásamt Stay C 11 3 17. Wanna be like a man Simone J 12 3 18. Familiar Incubus an dj grayboy 19 1 19. As long as you love me Backstreet boy’s 3 20. Klæddu þig Nýdönsk J^BýTr r 1 Listinn er spilaður á föstudögum milli kl. 20 og 2 Hlustaðu á Frostrásina í belnni á internetinu http://nett.is/frosrasin • E-mail: frostras@nett.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.