Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 1
Bíblía íslendinga á svið Ekkierlangtsíðan HlínAgnarsdóttirsló í gegn með toilet-drama sínuKonur skelfa. Hún virðist ætla að endurtaka leikinn með þriggja þátta sjón- varpsseríu um samskipti kvenna við einn og sama kvensjúkdóma- lækninn sem RUV hefur nú til sýninga. Og í kvöld verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu leikrit Hlínar Gallerí Njála þar sem seg- ir frá samskiptum rútubílstjóra og menntakonu sem bæði eru leiðsögumenn á Njáluslóðum. I leikritum sínum hefur Hlín varpað skémmtilegu ljósi á sam- skipti kynjanna og þá valdabar- áttu sem gjarnan einkennir þau. í Gallerí Njálu Qallar hún um áhugavert viðfangsefni; viðhorf menntaðra kvenna til ómennt- aðra karlmanna. „Þetta viðhorf einkennist stundum af hroka, yfirgangi og snobbi, en um leið geta konur ekki horft framhjá kynþokka hins frumstæða manns,“ segir Hlín. ,Átökin í leikritinu eru á milli ólíkra viðhorfa aðalpersónanna, en þeim er líka ætlað að endur- spegla tvö mismunandi viðhorf til Njálu. Rútubílstjórinn er fulltrúi alþýðuviðhorfsins en konan er fulltrúi mennta- og fræðimanna- viðhorfsins. I Ieikritinu er ég ein- nig að hugleiða innra og ytra vald en í Njálu endurspeglast valda- hlutföllin á þann veg að allt ytra vald er í höndum karla en konum- ar hafa innra vald. Afleiðingarnar eru þær að árekstrar á heimili Ieiða til gífurlegra ytri átaka." Forsaga verksins er sú að Stef- án Sturla, sem leikur rútubíl- stjórann, bað Hlín að skrifa fyrir sig einleik upp úr Njálu. Eftir yf- irlegu á Islendingasögunni kaus Hlín hins vegar að fjalla um Njálu í samtímanum. „Njála er biblía Islendinga," segir Hlín. „Rútubílstjórinn, Júlí- us Sveinsson, var í uppvexti sín- um alinn á sögunni eins og kálf- ur á mjólk. Við samningu þessa verks hef ég leitast við að fanga anda sögunnar og hinar fjöl- mörgu andstæður hennar." Gallerí Njála virðist vera for- vitnilegt verk og það sama má segja um fyrsta þátt sjónvarpsþrí- leiks Hlínar sem fjallar um sam- skipti kvenna við kvensjúkdóma- Iækni sinn. En hvaðan kom henni sú hugmynd? „Eg hef oft orðið vitni að því að konur tala um kvensjúkdóma- lækninn sinn eins og guð. Hann verður stór þáttur í lífi þeirra, nær sérkennilegu valdi yfir þeim og þær treysta honum í blindni," segir Hlín. Nærtækt er að spyrja hvort kvensjúkdómalæknirinn eigi sér í og með eina ákveðna fyrirmynd. „Já,“ segir Hlín og bætir við: „Oft er það þannig að hugmynd kviknar út frá einni fyrirmynd, en manneskjan sem maður að lok- um skapar verður sjálfstæður einstaklingur nokkuð ólík fyrir- myndinni. Og sjálfur er maður að vissu leyti í öllum sínum persón- um.“ Þegar Hlín er spurð að því hvort hún stefni að því að leggja fyrir sig leikritaritun svarar hún: „Auðvitað vildi ég það, ég er að komast í þjálfun og get vel hugs- að mér að gerast leikritahöfund- ur. En menn verða auðvitað að vinna fýrir sér. Við sem setjum upp þessa sýningu erum ekki á fullum launum. Við sóttum um styrk til leiklistarráðs og okkur var úthlutað einum sjötta af þeir- ri Ijárhæð sem við þurfum til að setja upp sýninguna. Við búum við sama Ijárhagsvanda og óör- yggi og allir þeir sem vinna fyrir utan grónar leikhússtofnanir. Ahættan er mikil." Veitum hagstæð i lán til kaupa á landbúnaðarvélum Reiknaðu með SP-FJÁRMÖGNUN HF PÓ8TURÖO BlMI HF — BBI —I Grænt nit

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.