Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 6
22 - FIMMTUDAGUR 6.NÓVEMBER 1997
Vantar
fólk!
Fáargreinarí íslensku at-
vinnulífi hafa vaxiðjafn
hratt og hugbúnaðargerð.
Eftirspum eftir tölvufólki
hefurverið umframframhoð
um langtskeið.
Hugbúnaðargerð er ekki gömul atvinnu-
grein hér á landi frekar en annarsstaðar í
heiminum. Islensk fyrirtæki hafa verið að
sækja fram og hafa nokkur þeirra haslað
sér völl erlendis. Talsvert ber á því að
auglýst er eftir fólki með tölvumenntun
og segja þeir sem starfa í þessum geira að
þetta sé alþjóðlegt vandamál.
„Við Iesum atvinnuauglýsingar Mogg-
ans og vitum að til þess að halda í okkar
fólk þurfum við að gera vel við það,“ segir
Aðalsteinn Þórarinsson einn stofnenda
og eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins
Kuggs. Hann segir að menntakerfið hafi
ekki undan við að mennta tölvufólk. Það
sé kannski ekki nema von þar sem þróun-
in í þessari grein sé svo ör að símenntun
sé nauðsynleg og menn bæti fyrst og
fremst við þekkingu sfna með því að
vinna í greininni.
Misstum af lækifærum
Vilhjálmur Þorsteinsson hjá Coda á Is-
landi og stofnandi Islenskrar forritunar-
þróunar hefur starfað við hugbúnaðar-
gerð frá 14 ára aldri eða frá þeim tíma
sem greinin var að verða til. Hann tekur í
sama streng og segir mikilvægt fyrir
greinina að huga að grunngerð og um-
hverfi greinarinnar. Vilhjálmur segir að
Islendingar kunni að hafa misst af tæki-
færum til að vera í forystu í greininni
með of litlum framlögum til Háskólans
og með því að flýta ekki Ijósleiðaravæð-
ingu og efla tölvusamskipti. Fyrir vikið
höldum við í við þróunina, en erum ekki
á undan eins og við hefðum möguleika
til. Hann segir okkur eiga gott fólk og
kvíði því ekki framtíð greinarinnar.
Hugbúiiaðarþj ónusta
boðin út
Almennt séð eru þeir sem vinna að hug-
búnaðargerð á því að greinin þurfi ekki
sérstök úrræði af hálfu ríkisins umfram
aðrar starfsgreinar. Margir benda hins
vegar á mikilvægi þess að bjóða út hug-
búnaðarverkefni til að þekkingin sem
verður til við slík verkefni verði eftir í fyr-
irtækjunum og nýtist í atvinnulifinu. I
tölvudeildum ríkisstofnanna lokist slík
þekking inni og verði ekki forsenda fram-
þróunar á íslenskum markaði sem aftur
sé svo forsenda þess að fyrirtækin geti
sótt fram á erlendum mörkuðum.
Kröfuharðir og framsæknir kúnnar á
heimamarkaði eru forsenda framþróunar
og Iykillinn að möguleika íslenskra hug-
búnaðarframleiðenda til að sækja fram á
erlendum mörkuðum.hh
Adalsteinn Þórarinsson er einn stofnenda Kuggs hf. Fyrirtækid er eitt margra hugbúnaðarfyrirtækja sem bera
vitni grósku í þessari atvinnugrein.
lDtewr
mælir með...
... Milda þvottaefninu. Þó þvotturinn ilmi ekki af hreinlæti á eftir eins og eftir
þvott með erlendum þvottaefnum þá er þvotturinn alveg jafn vel þveginn. Það er
nefnilega mesti misskilningur að það séu bara ilmefnin sem skipta máli. Aðal-
málið er að þvotturinn sé vel þveginn. Og svo er Milda gott fyrir viðkvæma húð.
... íslenska hrökkkexinu sem bakaríið í Austurveri framleiðir. Það er alveg sér-
deilis ljúffengt og stökkt með alls konar fræjum. Sérlega spennandi með léttu ng
laggóðu og kannski smá osti og grænmeti. Og ekki spillir fyrir að maður styður
íslenskan iðnað í leiðinni. Hví skyldi maður ekki borga fyrir það sem gott er og
hollt ...
... A Akureyri eru framleiddir heilsuskór. Þetta eru inniskór sem hægt er að fá í
ýmsum Iitum og eru mjög þægilegir og sterkir, halda vel við fótinn, þó maður sé
breiðfættur. Skórnir eru til í stærðum B6-40 og það er Skósmiðjan að Lönguhlíð
20 sem framleiðir þá. Þeir kosta um 2.900 kr. og fást m.a. hjá Steinari Waage og
í verslunum víða um Iand.
... Dimon-osti. Hann er sérlega ljúffengur og góður, hvítur mygluostur og passar
vel að lokinni góðri máltíð. (Ekki síst ef einhver smálögg er eftir í vínflöskunni).
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur verið viðloðandi hugbúnaöagerð frá upphafi greinarinnar
þegar hann var /4 ára gamall.