Dagur - 06.11.1997, Side 5

Dagur - 06.11.1997, Side 5
FIMMTUDAGUR 6 .NÓVEMBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Kaffileikhúsið: Revían í den, gullkorn úr gömlu reví- unum. Höfundur handrits: Guðrún Asmundsdóttir. Leikstjórar: Guðrún Ásmundsdóttir og Hákon Leifs- son. Höfundur hreyfinga: Helena Jónsdóttir. Ljósahönnuður: Ævar Gunnarsson. Frumsýnt í Hlaðvarpanum 19. október. Það er vel til fundið hjá Kaffileikhúsinu að láta reyna á lífsmátt gömlu revíanna. Þær eru ekki ómerkur menn- ingarspegill síns tíma. Byrjað var að Ieika revíur í Reykja- vík á þriðja áratugnum og blómaskeið þeirra var fram yfir stríð. - Það er ekki rétt sem fram hefur komið að Spánskar nætur 1923 hafi verið fyrsta revían, hún mun hafa verið Allt í grænum sjó 1913. Leikhópar Bláu stjörnunnar stóðu fyrir vinsælum sýn- ingum. Maður kannast við nöfnin: Allt í lagi lagsi, Forð- um í Flosaporti og svo framvegis. Annars mun það vera hirðusemi einnar hinna gömlu góðu leikkvenna revíunn- ar að þakka, Áróru Halldórsdóttur, að varðveist hefur svo mikið af revíunum og hefur Guðrún Asmundsdóttir not- ið þess nú þegar hún skilar þræðinum áfram í samvinnu við yngra fólk. Til er dálítil söguleg athugun á þessari leikstarfsemi þar sem er ritgerð eftir Pál Baldvin Bald- vinsson í Skírni fyrir allmörgum árum, og má vísa til þess. - Revíurnar gömlu voru að vísu fullar af Iéttvægum bröndurum, sem kannski skiljast ekki fullvel nú á dög- um. Samt er rangt að segja að þær séu eintómt grín, heldur er líka í þeim fólgin ádeila. En háðsádeila í gömlu revíunum var allajafna fáguð, alls ólík þeim ruddaskapsem nú er stundaður, til að mynda af Spaug- stofunni, og jaðrar við mannskemmdir, - að ekki sé minnst á þá kímnigáfu sem lýsir sér í því að draga dár að altarissakramentinu. Tímaskekkjur En hvað um það: tímarnir breytast, og auðvitað höfum við ekki alltént forsendur til að meta gamlar revíur. Það var líka sannast niála um þau atriði sem Guðrún As- mundsdóttir hefur tínt til í sýningu Kaffileikhússins, að þau reyndust misskemmtileg. En eldri leikurunum á sýningunni, Guðrúnu sjálfri og Rúrik Haraldssyni, tókst býsna vel að hlása lífi í sín atriði. Hinir yngri, Aldís Baldvinsdóttir og Hákon Leifsson, áttu ekki eins gott með að komast í samband við efnið. Aldísi hef ég ekki séð leika árum saman og Hákon aldrei, enda er hann ekki leikari heldur tónlistarmaður. Bæði komu allvel fyr- ir þótt þau stæðu í skugga hinna eldri. Guðrún hefur sett þetta þannig upp að varpað er á tjald gömlum Reykjavíkurljósmyndum samhliða því að atriðin renna fyrir sjónir áhorfendanna og hún flytur skýringar. Stundum er gaman að þessu, en annars staðar var áberandi misræmi milli text- ans og myndanna, tímaskekkjur. Svo var líka í söngnum, hvað á það að þýða að láta Latínuskólapilta frá því snemma á öldinni syngja lýðveldishátíðarljóð Huldu? Hinn sögulegi rammi sem sýn- ingunni er settur var þvf nokkuð bjagað- ur. Það var raunar engu Iíkara á frum- sýningu en sýningin væri ekki fullæfð og því óþarfir hnökrar á henni. Það sem lengst hefur lifað af revíunum eru einstakir söngvar sem áttu hylli sína að þaltka flutningnum. Hver man ekki eftir söng Nínu Sveinsdóttur, Það var um alda- mótin, um vífið á Skálkaskjóli tvö? Sá söngur kom hér líka og var vel fluttur af Guðrúnu Ásmundsdóttur, þótt erfitt sé að keppa við Nínu. Kaimski frekar fyrir eldra fólk? Annars er ekki ástæða til að telja hér einstök atriði. Sums staðar er fjallað um atburði sem enn eru mörgum kunnir, þökk sé ritum eins og Öldinni okkar. Þannig er um afhjúpun Sigurðar Magnússonar á Láru miðli sem fræg varð, þótt ekki aftraði hún Láru frá að halda áfram miðilsstarfsemi, hún færði sig aðeins um set norður á Akureyri. Skop um miðla var vinsælt á sínum tíma og mætti sjálfsagt útfæra það nú með spíritistum og uppi- haldsmönnum geimvera, - gott ef þeir reka ekki skóla til að útbreiða kenningar sínar. Sýningin í Kaffileikhúsinu var alllöng. Fyrir utan leik- arana fjóra sem áður voru nefndir verður að geta um góðan hlut Carls Möllers pínaóleikara, sem reyndar tók fullan þátt í sumum atriðum, til dæmis fyndnu atriði þar sem hann bregður sér í hlutverk ungbarns í vagni. - Rúrik Har- aldsson fer hreinlega á kostum. Hann syngur til dæmis, ásamt Guðrúnu söng- inn fræga um manninn hennar Jónínu hans Jóns. Rúsínan í pylsuendanum var svo lokaatriðið þar sem Rúrik bregður sér í gervi roskinnar saumakonu. Þar gat að líta skopleik af því tagi sem lengi má leita að öðrum eins. Ekki bar á öðru en gestir í Kaffileik- húsinu skemmtu sér vel á sýningunni á sunnudagskvöldið, en áberandi í hópi áhorfenda sýndist mér miðaldra fólk og eldra. Það á eftir að koma í Ijós hvort yngri kynslóðin, vön groddahúmor nútímans, kann að meta þetta létta spaug um borgarastéttina í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Hvað á það að þýða að láta Latínuskólapilta frá því snemma á öld- inni syngja lýðveldis- hátíðarljóð Huldu? Frönsk orgeltónlist Haukur Ágústsson skrifar Laugardaginn 1. nóvember bauð Listvinafélag Akur- eyrarkirkju til tónleika í kirkjunni. A efnisskrá voru orgelverk eftir frönsk tón- skáld. Við orgelið var Björn Steinar Sól- bergsson, orgelleikari Akureyrarkirkju. Fyrra verkið á tónleikunum var Suite de Ueme ton efir Louis-Nicolas Clé- rambaúlt, sem var að hluta til samtíðar- maður J. S. Bachs. Verkið er í sjö köflum. Það ber svipmót síns tíma og má heyra í því þætti, sem einkenna tímabilið svo sem fúgíska úrvinnslu í köflunum Duo og Trio og víðar. Einnig notar tónskáldið flúrnótur mikið eldd síst í öðrum kafla, Duo, svo títt var um tónskáld samtíma hans. Verkið er þrungið lífi og fjöri, ekki síst fyrsti kaflinn, Plein jeu, og Iokakafl- inn, Caprice sur les grands jeux. Björn Steinar Sólbergsson lék verkið vel og af miklu öryggi. Franskir dagar og tónlist Síðara verkið var hið magnaða verk Marcels Duprés, Prelúdía og fúga í H- dúr op 7 nr. 1. Þetta verk er nútímalegt að gerð. Það er afar skemmtilegt áheyrn- ar. I prelúdíunni notar tónskáldið áleitinn síklifanda, sem gefur kaflanum drífandi hlæ, en er aldrei leiður eyranu og fellur fagurlega að öðrum röddum. Fúgan bygg- ir á Iöngu stefi, sem unnið er af mikilli færni og nákvæmni. Björn Steinar Sólbergsson lék þetta verk með brag þess, sem kann gjörla til verka. Við flutninginn beitti hann getu hins glæsilega orgels kirkjunnar markvisst til þess að auka hrif. Ur varð eftirminnileg túlkun, sem ánægjulegt var að njóta. Tónleikarnir laugardaginn 1. nóvember voru haldnir í tengslum við franska viku, sem staðið hefur á Akureyri, og voru lokaatriði hennar. A þeim sýndi Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari, enn einu sinni, hve handgenginn hann er franskri orgeltónlist. Þessa hafa áheyr- endur á tónleika hans iðulega fengið að njóta. Hann hefur verið ötull að kynna þessa tónlist og er það þakkarvert, ekki síst til mótvægis við þá þýsku og dönsku hefð á sviði kirkjutónlistar, sem hefur verið hvað mest ráðandi hér á landi framundir olckar tíma.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.