Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 7
X^UT' FIMMTUDAGUR 6 .NÓVEMBER 1997 - 23 LÍFIÐ í LANDINU „Sífellt fleiri fara þá leið ijólaundirbúningi að kaupa bakkeisiö," segja þeir Óðinn Svan Geirsson og Ingólfur Gíslason í Kexsmiðjunni á Akureyri. mynd: brink Úr uppskriftarbókum reyndra kvenna Kexsmiðjan hf. áform- arað haka fjórarmillj- ónir afjólasmákökum. „Þær uppskriftir sem við notum eru ekkert leyndarmál. Við höf- um farið og spurt reyndari kon- ur hvaða galdur þær hafi notað við smákökubakstur sinn og þær gullnu reglur kokkabóka þeirra höfum við síðan notað við okkar bakstur,11 segja þeir Óðinn Svan Geirsson og Ingólfur Gíslason, hjá Kexsmiðjunni við Hvanna- velli á Akureyri. Hjá Kexsmiðjunni stefnir í að bakaðar verði nærri fjórar millj- ónir af smákökum fyrir þessi jól, en tegundir eru ijórar; súkkulaðibitakökur, dropakökur, piparkökur og smákökur með kókosappelsínubragði. A öðrum tímum ársins bakar Kexsmiðjan ellefu tegundir af kexi og kökum af ýmsum gerðum. „Það er í kex- inu einsog í öðru; neysluvenjur þjóðarinnar eru að breytast. Fólk eyðir sífellt minni tíma í bakstur og annan matarundir- búning. Sífellt fleiri fara þessa leið í jólaundirbúningnum; að kaupa bakkelsið. Það sjáum við hér hjá okkur, því framleiðslan fyrir þessi jól ætlar sýnilega að tvöfaldast frá því sem var í fyrra,“ segja þeir Óðinn og Ingólfur. Kexsmiðjan á Akureyri hóf starfsemi fyrir einu og hálfu ári síðan. Eigendur fyrirtækisins eru: Upphaf ehf. með 75% eign- arhluta, en Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna á fjórðung. Óðinn Svan Geirsson starfar við sölu og markaðsmál hjá fyrirtækinu. Starfsmenn eru um 15 talsins, og fleiri á álagstímum. Fyrirtæk- ið er til húsa við Hvannavelli á Akureyri og er húsnæði fyrirtæk- isins bjart, rúmgott og þrifalegt. -SBS. Vélfræðingur við nýsmíðar Hjá Marel á íslandi vinna rúm- lega 200 manns við ýmis störf. Einn þeirra er Haraldur Guð- jónsson, nemi í vélsmíði. Hann hefur unnið hjá Marel síðan í fyrra og lýkur sveinsprófi í vor. „Það er gott að vinna hér, þetta er þrifalegur og þægilegur staður,“ segir Haraldur. „Eg kem til með að útskrifast sem vélfræðingur, var á vélsmíða- braut á Akranesi og fór svo í skóla hér í bænum". Haraldur vinnur aðallega við nýsmíði, en er stöku sinnum við samsetn- ingu á vélahlutum. „Ég vinn Iíka oft með hönnuðinum, við að þróa nýsmíði, þannig að þetta er fjölbreytt starf og fremur skemmtilegt," segir Haraldur. „Það ríkir góður andi í fyrirtækinu og viðskiptavinir eru greinilega ánægðir, því þeir koma aftur og aftur til okkar“. Haraldur telur það mikilvægt að efla íslenskan iðnað, því með því sé verið að skapa verð- mæti okkur öllum til handa og að Islendingar séu mjög vel menntaðir upp til hópa, bæði í iðnaði og framleiðslustörfum. Sardínur, bæði í tómat og olíu. Ég var í myndlistarnámi og lifði þá á sardínum. Símon Leplar. Einfalt, Egils-Gull. Arna Sif Bjarnadóttir. myndir: þók. Toppur, hann er góður. íslenskt: Já-takk! Hver er uppáhalds íslenska framleiðsluafurðm þín? Björn Ragnar Haraldsson. Freyju súkkulaði, allar tegundir. Sigríður Guðmundsdóttir. Ég kaupi alltaf islenskt þegar ég get. Það er allt í uppáhaldi hjá mér, kjöt, fiskur, mjólk og ostar. Bara ef það er íslenskt. Vigfús Magnússon. L.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.