Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 4
20-F1MMTVDAGVR 6. NÓVEMBER 1997
rD^tr
RAGNHILDUR
VIGFÚSDÓTTIR
n
SKRIFAR
Umræðan um kvenna- og karla-
störf skýtur alltaf upp kollinum
annað slagið. I nýjustu Veru er
t.d. viðtal við unga konu sem er
að læra pípulagnir. Hún hafði
unnið í fiski árum saman og var
búin að fá nóg af því og vildi
breyta til. Hún gat ekki hugsað
sér að fara í hefðbundið kvenna-
starf vegna launanna og ákvað
að læra pípulagnir, eins og faðir
hennar og bróðir. Hún segir
starfið henta konum vel - reynd-
ar séu margir gáttaðir á sér, ekki
síst gamlir píparar sem telja
þetta ekki kvenmannsverk.
Margt hefur verið rætt og ritað
um hvaða leiðir eru vænlegar til
að brjóta múra hefðbundins
náms- og starfsvals kvenna og
karla. Fyrir tíu árum var sérstakt
verkefni í gangi á vegum Nor-
rænu ráðherranefndarinnar sem
hét Bijótum múrana. Þvf var
m.a. ætlað að fjölga konum í
karlagreinum, þ.e. í iðn- og
tæknigreinum og á fjármála- og
stjórnunarsviði.
Hvatningarherferðin „konur í
karlastörfin" bar nokkurn árang-
ur víða um Norðurlönd því
stelpum fjölgaðí töluvert í karla-
fögum, a.m.k. til að bytja með.
En það var ekki allt fengið með
því. Margar gáfust upp í byrjun,
aðrar gáfust upp eftir að hafa
fengið sífellt neikvæð svör í leit
sinni að vinnu eða námssamn-
ingi. Sumar þraukuðu nokkra
stund en gáfust upp eftir að
hafa mætt ótal hindrunum, í
skólunum, í leit að vinnu og á
vinnustöðum. Niðurstaðan var
sú að það væri ekki nóg að
hvetja konur, heldur þyrfti að
veita þeim stuðning, fræða
kennara og þróa nýjar kennslu-
aðferðir. Og sá stuðningur þyrfti
að ná út fyrir veggi skólans inn á
vinnustaðina.
Rétt leið?
Agreiningur kom upp meðal
verkefnisstjóra Bijótum múrana
um hvort þetta væri rétta Ieiðin.
Atti að hvetja konur til að velja
eins og karlar eða að reyna að
auka veg og virðingu hefðbund-
inna kvennastarfa? Áherslan
færðist frá því að hvetja stelpur
til að velja öðruvísi í þá átt að
hvetja skóla og vinnustaði til að
aðlaga sig að þörfum og óskum
kvenna í meira mæli þannig að
þessar greinar yrðu meira aðlað-
andi fyrir konur og þeim mættu
færri hindranir. Nú tíu árum
síðar er margt sem bendir til
þess að þetta hafi ekki tekist
sem skyldi. Konum hefur ekki
fjölgaö að ráði í hefðbundnum
karlastörfum, það er helst að
þeim hafi tekist að hasla sér völl
á fjármálasviðinu - samanber
nýjustu Veru - og í valdatíð nú-
verandi borgarstjórnar hefur
konum Fjölgað mjög í stjórnun-
arstöðum innan borgarkerfisins.
Á sama tíma gengur illa að
fjölga körlum í hefðbundnum
kvennastörfum, þeir eru hverf-
andi í stétt grunnskólakennara
og sárafáir karlar eru leikskóla-
kennarar Margt bendir til þess
að konur endist betur í karla-
störfum þar sem þær eru nokkr-
ar saman á vinnustað. Mörgum
konum virðist nefnilega líða bet-
ur í hópum þar sem aðrar konur
eru með þeim, hvort sem það er
á vinnustað eða í stjórnmála-
flokki. Hið sama gildir víst líka
um karla, því undanfarið hefur
töluvert verið rætt um vanlíðan
þeirra á hefðbundnum kvenna-
vinnustöðum.
Fjárhagslegt sjálfstæði
Börn þurfa góðar fyrirmyndir -
af báðum kynjum. Starfsval
stelpna og stráka er mjög ein-
hæft. Meirihluti þeirra velur í
raun milli örfárra starfsgreina
eða námsgreina. Vandamálið er
kannski ekki að konur velji færri
greinar en karlar heldur að kyn-
in velja mjög misjafnar greinar -
sem gefa mismikið f aðra hönd.
Enn virðist stúlkum vera tamt
að líta lengra fram í tímann en
karlkyns jafnöldrum þc irra þegar
að starfsvali kemur því þær gera
iðulega ráð fyrir eiginmanni og
börnum í ráðagerðum sínum og
miða oft starfsvalið við það. Ekki
við það hvar hæfileikar þeirra
liggja að hvað þær hafa áhuga á.
Gamla „heilræðið" Þú verður að
giftast eða sjá fyrir þér sjálf,
stenst ekki lengur. Flestar konur
vinna úti megnið af starfsævi
sinni og verða að sjá fyrir sér og
fjölskyldu sinni hvort sem þær
eru giftar eða ekki. I nýrri hand-
bók ætluð konum um fjármál og
félagsleg réttindi segir að í ljósi
þess hve margir slíta samvistir
ættu allar konur að búa sig und-
ir að þurfa einar að annast fjár-
mál sín. Karlar eru hæpin fjár-
festing og það er Iíka löngu
tímabært að frelsa þá undan fyr-
irvinnuokinu. Rannveig Rist
benti á í erindi sínu á ráðstefnu
um konur f tækni- og iðngrein-
um, sem var haldin á Akureyri
haustið 1989, að það væri lífs-
skoðun sín að hver einstakling-
ur, karl eða kona, hefði Ijárhags-
legt sjálfstæði og gæti séð sér og
sínum farborða. Fjárhagslegt
sjálfstæði er ein forsenda jafn-
réttis. Þess vegna skiptir máli
hvað nám og starf konur velja og
allur markaðurinn á að sjálf-
sögðu að standa þeim opinn. Til
þess að svo sé þarf að fræða þær
um möguleikana og ryðja ótal
ljónum úr veginum - bæði í
skólakerfinu og á vinnumarkað-
inum. Atvinnurekendur vita að
þegar Ieitað er að góðu starfs-
fólki finnast fleiri eftir því sem
úrtakið er stærra. Ef eingöngu
er leitað hjá öðru kyninu er
hætta á fyrirtækið missi af góðu
fólki.
MAEIN G.
HRAFNS
DOTTIR
SKRIFAR
Konur geta allt, líka keypt klám-
blöð sérstaklega ætluð þeim, á
dönsku. En í helvíti brennur
enginn logi heitar en kona sem
hafnað hefur verið, eins og
Shakespeare gamli sagði og það
er dálítið gaman að taka mark á
honum eftir lestur ljóðabókar-
innar Ulfabros eftír Onnu Valdi-
marsdóttur sem Forlagið gaf ný-
lega út.
Þegar vinkona mfn spurði mig
hvort ég væri búin að lesa nýju
framhjáhaldsbókina hélt ég að
hún ætlaði að fara að þreyta mig
á einhverri Iesningunni um
„Karlar eru frá ..." eða „Konur
eru...“ vitleysunni sem átti jóla-
Menniiigarvíiktin
Karlmn fær úlfabros
markaðinn í fyrra og hitteðíyrra.
Nei, þetta var þá ljóðabók eftir
sálfræðing sem hringar sig um
heift og bræði konu sem hent
hefur karli á dyr eða flagaranum
sem „þiggur ófrjálsri hendi
grandalausar gjafir konu sem
elskar."
Bálkurinn er upp á 1 50 síður
og hefði átt að vera smásaga,
hefði verið ágæt smásaga því
farið er vel með tilfinninguna,
þessa sterku þjáningu konunnar.
- Þótt einstaka sinnum beri
maður hönd fyrir höfuð sér!
Þrákelkni finnst sem betur
fer innan um reiðina og nokk-
urt æðruleysi en ekki nógu oft.
Þuríðar lagið
„Ég er frjáls."
er alltaf hálf-
kæft þegar
það ætlar að
spretta fram.
Bókin þreytti
mig dálítið
og Iíklega
vegna þess
að skilgrein-
ingin á Ijóði
og Ijóðabók
var að þvæl-
ast fyrir mér.
Samt eru
víða
skemmtilega
Anna Valdimarsdóttir hefur gefið útsfna fyrstu
Ijódabók, Úlfabros.
hráar mynd-
ir: „Ég leit í
andlit þér /
og las: /
Ekki koma
nálægt mér /
ég er hérna
til að fá full-
nægingu."
Eða: „Þegar
allt um þrýt-
ur / speglast
í augum
konunnar
sem hann
segist elska /
hryggðar-
mynd af
manni / sem taldi sér trú um /
að hann stæði uppréttur."
Bókin er mjög efnismikil og
magnið háir henni. Ég hefði
kosið niðurskurð en ekki tálgun
á textanum heldur vil ég
Iokakaflann sem heitir „Astin“
burt. Þar er kominn allt annar
mælandi og er ég nokkuð viss
um að þar eru skúffuárin sett
inn. I þessum hluta er alveg
merkilega svona frá 1990-1997
ljóðabókatónn þótt erfitt sé að
setja fingurinn mjög fast á klisj-
una. - En þetta hefur maður les-
ið svo oft áður og úlfabrosið er
líka gleymt, sém er miður því sú
pæling var góð.