Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 14
tv: - KtíiM its6n;nii,,t.i x •>( ai.a«THin’
30 — FIMMTUDAGUR 6.NÓVEMBER 1997
LÍFIÐ í LANDINU
L
Nýtt frumsýnt
íFranMurt
Til og frá vimm fyiir einn
BMW afhjúpaði þessa útgáfu af C1 á bílasýningunni í Frankfurt á dögunum. Þetta
er yfirbyggt mótorhjól sem fyrirtækið kallar „urban personal commuter" en það
mætti þýða sem einmenningsfarartæki í þéttbýli. Urban þýðir einfaldlega þéttbýli;
personal þýðir einka eða einmennings; commuter merkir maður sem býr langt frá
vinnustað, oftast í öðru sveitarfélagi og ferðast reglubundið til og frá vinnu.
C1 gæti hentað mörgum ágætlega hérlendis, þó búast megi við hressilegum
gegnumtrekk á stundum, en það er allavega ódýrt í rekstri.
Þetta hjól er þróað upp úr eldra hjóli sem fyrst var sýnt á mótorhjólasýningunni í
Köln árið 1992. Gert er ráð fyrir að C1 fari í framleiðslu síðla árs 1999 og verði til
sölu í Evrópu vorið 2.000 og kosti þá innan við 450.000 krónur
(6.000 dollara). Hjólið er búið 15 hestafla 125 kúbiksentímetra
eins sílinders vél og stiglausri reimdrifinni sjálfskiptingu. Það er að
mestu úr áli og nær tæplega 100 kílómetra hraða og eyðir tæpum
4 lítrum af bensíni á hundraðið.
Hrað-
skreiður,
dýr og fágætur
Hann er hraðskreiður, kemst í 330 kíló-
metra hraða með hærra drifhlutfallinu. Hann er dýr, kostar tæpar 70 milljónir í
Bandaríkjunum, sem þýðir að kominn á götuna hérlendis kostaði hann ekki undir
140 milljónum króna. Hann er fágætur því Porsche verksmiðjurnar smíða aðeins
þijátíu 911 GTl og flestir þeirra eru þegar Iofaðir.
Þeir sem reynt hafa segja magnað að aka bílnum og hann er sannarlega magnað-
ur í útliti. Að sögn er ámóta erfitt að komast inn í þennan Porsche eins og geim-
skutlurnar. Okumannsklefinn er agnarlítið svarthol, enda er bíllinn hannaður til að
keppa á Le Mans.
Georg Kacher hjá Automobile Magazine reynsluók einum slíkum og sagði að
þegar bíllinn væri í lausagangi nægði hávaðinn í 544 hestafla vélinni til að menn
sneru sér við og þegar hann sleppti kúplingunni á 3.500 snúningum hlypu skelf-
ingu Iostin börnin heim til mömmu.
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
Tæknilegur
Þetta er ef til vill sá sem var
tæknilega lengst kominn af bíl-
unum sem sýndir voru í Franfurt
og hann er örugglega ekki á leið-
inni í framleiðslu á næstunni.
Þetta er Mitsu’bishi HSR VI, sá
sjötti í röð tæknilega framsæk-
inna farartækja sem fyrst sáust opinberlega árið 1987.
Þetta er tveggja dyra harðtoppur knúinn þriggja lítra GDI vél. GDI stendur fyrir
„gasoline direct injection“ eða einfaldlega bensínvél með beinni innspýtingu. Bíll-
inn er búinn stiglausri sjálfskiptingu. Hægt er að aka bílnum sjálfvirkt eða hand-
virkt eins og við eigum að venjast.
Meðal búnaðar má nefna laser radar, skynjara og fjölhæft samskiptakerfi. Bíllinn
er búinn fjórhjólastýringu sem felur í sér virka stýringu ásamt sjállvirkri jafnvægis-
og geigunarstýringu auk tölvustýrðrar fjöðrunar. HSR VI er búinn fullkominni „dri-
ve-by-wire operation" eða sjálfstýringu með sjálfvirkri hemlun og árekstravörn.
Stýrinu þarf aðeins að snúa 180 gráður borð í borð og í stýrishjólinu eru stjórntæki
eins og bensíngjöf, hemlar og gírskipting.
Lífið er við þig eins og þú ert við það.
Tíu ára drengur heimsótti bónda og
falaðist eftir stórri vatnsmelónu.
„Hún kostar þrjá dollara," sagði bónd-
inn.
„Ég er bara með 30 cent,“ sagði strák-
ur.
Bóndinn benti honum þá á mjög litla
vatnsmelónu og spurði:
„Hvað með þessa?“
„Já, þessi er fín,“ sagði strákur. „En
ekki taka hana af stilkinum strax, ég ætla
að sækja hana eftir mánuð."
HVAÐ Á É G A Ð GERA
Umtal
Ég á mér góða vinkonu, við höfum þekkst
í rúmlega 30 ár og alltaf haldið sambandi.
Þetta er skemmtileg kona og margfróð,
en það er eitt sem mér líkar ekki við hana
og það er að hún talar svo illa um fólk,
bæði vini okkar og ókunnugt fólk sem
hún hittir. Hún segir ekkert við fólkið
sjálft, heldur aðra og tínir til allt mögu-
legt. Það verður til þess að ég er ósjálfrátt
á verði gagnvart henni, hef áhyggjur af
því að hún tali svona illa um mig Iíka við
aðra. En hvernig get ég komið henni í
skilning um að mér og öðrum líki þetta
illa?
Hefurðu prófað að segja henni það
beint út? Það er oft eina ráðið, að vera
nógu ákveðinn og kaldur, annars finnst
þeim sem talað er við kannski að þér
sé ekki mikil alvara í því sem þú segir.
Hún kemst aldrei að því nema einhver
segi henni það og kannski hefur hún
ekki einu sinni gert sér grein fyrir því
hversu illa hún talar um fólk. Sjálfsagt
hefur hún byrjað þetta með því að
segja dálítið krassandi kjaftasögu og
því verið vel tekið af vinkonunum og
síðan hefur það bara orðið að vana. En
fyrsta ráðið sem ég get gefið þér er að
ræða málið við hana og sýna henni
fram á að þetta sé hvorki þér né öðrum
að skapi. Sjálfsagt verður hún móðguð
til að byrja með en það fer af henni ef
hún vill halda vináttunni. Annað ráð er
að hlusta hreinlega ekki á hana, breyta
umræðuefhinu þegar það færist á þess-
ar brautir. En þá þurfa helst allir að
gera það til að skilaboðin komist á
framfæri.
Vigdís svarar í símann!
Ertu með ráð, þarftu að spyrja,
viltu gefa eða skipta?
Vigdís svarar í símanu kl. 9-12.
Símiuu er 563 1626 (beiut)
eða 800 7080
Póstfang: Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgata 31 Ak.
Netfang: ritstjori@dagur.is
Iimbökuð epli
Þetta er upplagt hvort heldur sem er
eftirréttur eða á kaffiborðið.
4 epli
Deig:
200 gr. hveiti (ca. 3 dl)
150 gr. smjör eöa smjörlíki
1 matskeið sykur
1 egg■
Fylling:
30 gr. smjör eða smjörlíki
50 gr. möndlur, hakkaðar
1 matskeið hunang.
Til penslunar: 1 egg
1 matskeið sykur
Þeytið saman.
Setjið kalt smjörið í bitum út í hveitið og
myljið saman. Bætið sykri og eggi út í og
hnoðið lauslega saman. Setjið deigið í
kæliskáp og geymið í a.m.k. 1 klst. Takið
smávegis frá af möndlunum, hrærið af-
ganginn með smjöri og hunangi. Rúllið
deigið út í stóran ferning og skerið í fjóra
jafna hluta. Flysjið eplin og Ijarlægið
fræhúsið. Látið eitt epli á hvern deighiuta
og setjið fyllingu í eplið. Pennslið deig-
kantana með egginu og bijótið kantana
upp á eplið, festið saman. Setjið möndl-
ur/sykur ofaná. Bakið í ca. 25 mín., eða
þar til deigið er gullið að lit. Berið fram
volgt, með þeyttum rjóma eða ís.
Vatnsósa kartöflur
B Rósa hringdi frá Akureyri og
I vildi kvarta undan kartöllun-
Sl um sem hún hefur verið að
™ kaupa. Þær eru frá ýmsum
stöðum, s.s Þórustöðum, Eyrarlandi,
Sílastöðum og Einarsstöðum, en eiga
það sameiginlegt að því er henni og
manni hennar finnst, að það er mikið
vatnsbragð að þeim.
Við höfðum samband við mann hjá
Agæti og hann sagði að sennilega væri
þarna um að ræða snemmsprottið af-
brigði, gæti verið Premier. Við snemm-
sprottnar kartöflur gilti sú meginregia
að ekki mætti sjóða þær of mikið, helst
að hafa mjög lítið vatn í pottinum og
gufusjóða kartöflurnar.