Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 2
-18-FIMMTUDAGUR G.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík iiozí Síminn hjá lesendaþjónustunni: 563 1626netfang : ritstjori@dagur. s‘mbr“468 6171eðs> SSl 6270 ís Otúrsnúningar KynjasMpt jafnrétti | Mér þótti það saga til næsta bæj* ar að jafnréttisráð ákvað að hciðra leikskólann Hjaila í Hafnarfirði ineð því að veita homim jafnréttisviðurkenningu Isína. Jafnrétlisviðurkenningin á ||»d stuðla að auknu jaihrétti ‘tynjanna þannig að þau hafí scm íömbærílegasta möguleikti á scm pestum sviðum. A Hjalia er |tunduð aðskilnaðarstefna kynj- nna þar sem kynjunum er hald- ‘t aðskildum - strákar sér og elpur sér. I>að er einmitt þessi ðskilnaðarstcfna sem verið er ð verðlauna. Samkvæmt viðtali |ð Margréti Pálu Ólafsdóttir I fegi í gær þá felst jafnréttisvið- jjptnin ekki í aðskilnaði kynjanna m slíkum, heldur í því aá kyn* fá að gera sömu hluti - cn Wt í sínu lagi. Hugmynda- eðin er að karlpcningurinn rji strax sem hvítvoðungar að |óga konurnar, og fyrirferðin og lætin í strákunum sé svo mikil að stólkumar nái sér ekki almenni- Iega á strik Íjtt en þær fá að vera í friði fyrir þeim. J>að þurfi að gefa stúlk- unum séns á að festa rætur til að þær geti svo staðið & eigin fótum. Kynjasklpt stjórmnál Oumdeih mun veni að þessi „KFUM - KFUK“ hugmynda- fræði gefíst bara nokkuð vel. Hins vegar er greinilegt að hón hefur ekki virkað nægjanlega skipað sér í sérstakar fylkingar og félög sem karlar fá ekki inn- göngu í, án þess að það hafi skilað þeim neinum sjá- anlegum ávinn- íngi. Framsóknar- konur hafa nýlega tekið þá ákvörðun að ijúfa slíkt systralag hjá sér, og bjóða strákun- um að vera með - | gagngert til þess I aðná mciri iirangri í jafnríltisbaráit- unni. Mlrgrét Pjtú Ólatsdóltír tékk jtífnráttlsverðtMinin. vcl é siAari æviskeiðum hjá kon- um, sðrstaklega ckki hjá konum í 5tjómmáium. hannig hafa konur t SjálfstæSisnokknum Ibngum Ekki hyrjað mígti sacmma Loks md minna á örltig Kvcnnalistans sem baldift hcfur sér algcrlcga á siðsömu nátunum og aldrci tckið f mál að hleypa nokkrum karií uppi til sín. Þar cr pðlitíska mcyjarblóml ið cnda orðið bæði þurrt og visi ið af tcstostcronleysi. Kvenna-J listínn scm Icngi vcl var „dulari fulla hiómið í draumi ungajt mannsins", er nti lftið annað enl þurrskreyling enda ungi maður-| inn liingu vaknaður. Það bcr þvíl alit að sania krunni, Mistökin í| jafnrátlisbaráttu stjárnmálannal hafa falist f þ\í að kynjaskipta | stjörnmálastarfscminni allt of| scint. Kvcnnaiistnr og kvcnfílög i Icikskálabama væru n;vr iagi miðað við þessi nýjustu tiðindi - til þess að undirbtta hinn „pólit- ísku konu“ undir að taka þátt í | stjómmálum síðar á tevinni þeg- ar kynskiptu stjórnmálin eiga ekki íengur viá. Litlihópur í listakrók á steipukjarna. Einn af útúrsnúningafræðingum dagblaðanna, Birgir Guðmunds- son, skrifar í Dag 29. október síðastliðinn og fjallar um verð- skulduð verðlaun sem Jafnréttis- ráð veitti Hjallastefnunni á dög- unum. En hún er sem kunnugt er kennd við leikskólann Hjalla í Hafnarfirði. Birgir undrast þessa glæsilegu viðurkenningu og hvatningu sem Margrét Pála Olafsdóttir höfundur þessarar uppeldisaðferðar veitti viðtöku. Mis skilniiijjurinn Nú er það svo að Hafnarfjörður er ekki næsti bær við Akureyri hvað þá Reykjavík og kann það að eiga þátt í undrun Birgis. Enda hefur Hjallastefnan ekki verið reynd nema í Hafnarfirði svo mér sé kunnugt. Það er mið- ur og sorglegt dæmi um ein- angrun hinna dreifðu byggða. Vonandi kemur þó sú stund að þar sýni Ieikskólayfirvöld þá dirfsku að tileinka sér þá nýju hugsun sem er að baki Hjalla- stefnunnar. Birgir virðist halda að verið sé að verðlauna aðskilnað kynj- anna. Svo er ekki. Það er verið að verðlauna viðleitni til að efla rétt barna, allra barna. Mark- miðið er að þau geti þroskast sem sjálfstæðir einstaklingar, lausir undan oki þess kúgunar- kerfis sem þjóðfélagið byggir á. Þessi kúgun birtist meðal ann- ars í því að stelpur eigi að vera undirgefnar og þægar en strákar hávaðasamir valtarar. Asókn for- eldra í að fá inni fyrir börn sín á Hjalla segir allt sem segja þarf um vilja foreldranna til að þroska börn sín. Það er löngu vitað að fyrirferðin og lætin í strákunum sé svo mikil að stúlk- urnar nái sér ekki almennilega á strik fyrr en þær fá að vera í friði fyrir þeim. Þessi orð eru það eina í grein Birgis þar sem örlar á skilningi. Þetta er margsannað og hafa bæði fóstrur, kennarar og skynugir foreldrar veitt þessu athygli. Gaspur Birgis um KFUM og KFUK hugmynda- fræði er ekki annað en hláleg til- raun til að gera markvisst starf Hjallasystra hlægilegt. KjarkæfLngar og umhyggja Þannig háttar til að önnur tveggja dætra minna átti því láni að fagna að vera á Hjalla í þrjú ár og er ég sannfærður um að sú vist hefur gert henni gott. Hvaða faðir ber ekki þá ósk í brjósti að dætur hans verði sókndjarfar og sjálfstæðar fullorðnar konur? I þvf efni vegur uppeldisfræði Margrétar Pálu þungt. A Hjalla hefur dóttir mín tekið þátt í kjarkæfingum, smíðað, leirað, teiknað, sungið og talað um hinstu rök tilverunnar á sín- um forsendum. Á Hjalla hefur hún einnig verið laus undan þeirri yfirþyrmandi leikfanga- væðingu sem er á góðri leið með að drekkja fjölda leikskólabarna um land allt. Einfaldleikinn er eitt af grundvallaratriðum Hjallastefnunnar. Það er hægt að byggja heilan heim ór nokkrum steinum, skeljum, Ieir- bót, litum og spýtum. Á því sviði skarast Hjalli og ein af hug- myndunum að baki Waldorf- skólanna. Áhersla er lögð á sköpunarhæfileika barnanna en ekki takmarkalausa mötun og sóun. Þó stúlkurnar á Hjalla iðki kjarkæfingar án þátttöku drengj- anna hittast kynin og vinna sam- an í leik og starfi hluta ór degin- um. En þegar strákarnir eru saman æfa þeir sig í að brjóta niður þá móra sem meina þeim að sýna tilfinningar sínar á op- inn og jákvæðan hátt. Það er nokkuð sem kúgunarsamfélagið bannar þeim. Að lokum óska ég börnunum á Hjalla, Jafnréttisráði, Margréti Pálu og Hjallasystrum til ham- ingju með verðlaunaveitinguna og óska þess að þeir sem fjalla um Hjalla geri það á opinn og jákvæðan hátt. Aðeins þannig geta þeir staðið með börnunum á Hjalla. Magnús Gestsson. Þessir hrtngdu... Eldri borgunun allt Vegna hugsanlegs framboðs F.E.B. í borgar- stjórnarkosningum næsta vor er rétt að taka það fram að kjaftæði frá D- og R-lista verður ekki þolað. Eldri borgurum allt! Vilhjálmur Alfreðsson, eldri horgari. Alþiiigisnieiin Framsóknarmaður úr Eyjum hringdi og vildi spyrja hvernig það væri með þessa Alþingismenn: Ossur farinn að vinna óti í bæ sem ritstjóri, er ekki fullt starf að vera þingmaður? Vilhjálmur Egilsson hjá Verslunarráði, er ekki nóg að gera hjá honum? Ögmundur hjá BSRB, skiptir ekki máli þótt hann hafi afsalað sér launum. Er ekki fullt starf að vera þingmaður? Mynd frá Selfossi. Glu££alausu bréfin Ég hef alltaf haft gam- an af að skrifa bréf og á árum áður hafði maður ærna ástæðu til að gera það öðru hvoru. Eg fór á heimavistarskóla, fyrst á Skógum og síðan í Nor- egi, og þá þótti sjálfsagt að skrifa heim til foreldranna og annarra ættingja og mér var svo svarað í sömu mynt. I skólanum var ekki símatími nema í klukkutíma á dag og það var ekki verið að hringja nema eitthvað alvarlegt væri að. En nó er öldin önnur, að skrifa bréf til vina sinna og ætl- ast tij að fá svar á sömu nótum er borin von. Það er allt í lagi að skrifa bréf og senda það, en að nokkrum dögum liðnum hringir síminn og elskuleg frænkan fyrir norðan eða aust- an þakkar mér fögrum orðum fyrir þetta frábæra gluggalausa bréf sem hón fékk frá mér, annað eins hefði hón ekki fengið í áraraðir - en að henni detti í hug að senda svarbréf er algerlega vonlaust. Til að fá þessari sendibréfa- þörf minni fullnægt án þess að þurfa að ergja mig yfir svörum eða ekki svörum ætla ég nó að snóa mér að Degi og vona að þeim bréfum verði vinsamlega tekið. Þar sem ég hef ekki skrifað fyrr þykir mér nó hæfa að kynna mig. Ég er á miðjum aldri, alin upp í sveit og lauk á árum áður gagnfræðaprófi frá Skógaskóla, sem þótti þá bara nokkuð góð menntun. Eftir það fór ég reyndar í fleiri skóla utan lands og innan, en Skógaskóli var held ég minn besti skóli. Síðan tók við hjónaband og barneignir ásamt ómældri vinnu utan heimila. I dag er ég gift (reyndar sama manninum frá upphafi) móðir þriggja upp- kominna barna og amma tveggja, og starfa sem aðstoaðr- maður í grunnskóla. Vel á mig komin og gseti auðveldlega gef- ið af mér nokkur kíló án þess að sjá eftir þeim. Haust á SeHossi Haustið hjá okkur einkennist af unglingum og táningum sem telja sig fullorðna af því þeir eru í Fjölbraut. Helga R. Einarsdóttir skrifar Það er áberandi á haustin að íbúum bæj- arins fjölgar og ber þá mest á unga fólkinu. Hér eru tveir grunn- skólar og svo Fjöl- brautaskóli Suðurlands, þar sem eru 678 nemendur í dag- skóla. Þegar maður á haustdögum á leið um þéttbýliskjarnana í Ár- nes- og Rangárvallasýslum tek- ur maður eftir fallegum hvítum fuglum sem hafa safnast sam- an í trjágörðunum, stórir hópar af rjópum flytja til byggða á haustin og una sér vel þar til veiðitímabilinu lýkur. Veiðar í einkagörðum eru vitaskuld bannaðar og væri ekki sumum bara hollast að láta sér nægja að fara f bíltúr austur fyrir fjall með kíki að vopni. Að fara í haustferðix Fyrir fáum árum einkenndist haustið á Selfossi af sauðfjár- slátrun, allt var að gerast í slát- urhúsunum, ég tala nó ekki um á þeim árum sem féð var rekið til slátrunar í gegnum bæinn, stórir rekstrar stundum margir á dag. Það var nó reyndar fyrir mína tíð hér svo það er rosa- Iega langt síðan. Nó er aðeins slátrað sauðfé hjá S.S. á Selfossi, Höfn-Þrí- hyrningur hefur flutt sína slátr- un austur í Þykkvabæ. Ekki eru þessar breytingar allar til bóta að mati hósmæðra hér, því árans vesen var að verða sér óti um slátur á þessu hausti, og eina heyrði ég segja að hana grunaði að verið væri að reyna að venja okkur af þessu sláturstússi. Á haustin fara held ég flestir sem ég þekki til útlanda, alltaf er ég að hitta einhvern sem er að fara eða koma frá Portúgal, Lóx., Amsterdam eða Dublin. Það er svosem allt í lagi, sjálf hef ég aldrei farið í svona haustferð og það er bara eftir öðru að það er viðburður ef einhver þessara vina minna sendir mér póstkort. Svo er ekkert nauðsynlegt að fara til ótlanda til að senda vin- um sínum kort, það má gera innanlands Ifka og þá þarf bara rosalega lítið að skrifa, til dæm- is svona. Eg man eftir þér, mér líður vei! Kveðja, Helga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.