Dagur - 13.11.1997, Page 2

Dagur - 13.11.1997, Page 2
18-FIMMTUDAGUR 13 .NÓVEMBER 1997 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Dagux • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík 'J I; OLrZKJlA Skylda ríkisvaldsms í tóbaksmálmimn! -----........................................... ......... ...... .........ÍfctÉi.atl iiiiiiiiiYÍÍYlilia Tóbaksframleiðsla er í miklum blóma vlðs vegar um heiminn. Ég skora á íslenska ríkisvaldið, Keilsuverndunarkerfið undir landlækni og löggjafarvaldið undir dómsmálaráðherra, ásamt öllum sem hafa áhuga á heilsu og velferð íslenskra borgara að Ieggjast á eitt til að sett verði á laggirnar nefnd heilsu- og lög- fróðra sérfræðinga og leikmanna til að lögsækja skaðabætur á hendur tóbaksframleiðendum Bandaríkjanna, fyrir bandarísk- um dómstólum. Þessi lögsókn skal höfð af bandarískum lögfræðingum sem nú þegar hafa náð góðum árangri í skaðabótamólum gegn tómbaksiðnaðinum. Þessir bandarísku lögfræðingar skulu hafa náið samstarf með hinni íslensku nefnd sérfræðinga og leikmanna. laun lögfræðing- anna skulu vera ákveðin pró- senta af tilvonandi skaðabót- um. Þessi greiðsluaðferð er al- geng í Bandaríkjunum og kall- ast „getting paid on contin- gency bases“ og kostar því sækjanda tiltölulega Iítið eða ekki neitt. Islenskir lögfræðingar skulu samtímis sækja mál á hendur tó- baksfyrirtækjanna fyrir hönd ís- lenskra einstaklinga og íslensks þjóðfélags í heild, fyrir alþjóða- dómstólum. Þar sem um er að ræða mikinn fjölda einstakra skattgreiðenda og hagsmuni þjóðfélagsins í heild þá skal ís- lenska rfkið standa allan kostnað aðf rekstri þessa máls fyrir alþ- þjóðadómstólnum, en fá endur- greitt hlutfall af tilvonandi skað- bótum. Það er nauðsynlegt að stefnur verði framkvæmdar og málin tekin fyrir sem fyrst, áður en yf- irstandnadi samkomulag banda- rískra stjórnvalda og tóbaksfyrir- tækja tekur gildi sem mundi verulega hefta alla lögsókn á hendur tóbakslyrirtækjanna. Margir hafa lfkt reyktóbaks- framleiðslunni og sölu við hina alræmdu ópíumdreifingu eng- lendinga í Kína á sínum tíma og þarafleiðandi ópíumstríð. Nema hvað reyktóbakið gefur framleið- endum og dreifendum margfalt meiri gróða. Jafnframt kvelur reyktóbakið margfalt fleiri manns til dauða en ópíum eng- Iendinga gerði. Munurinn er einnig sá að Kínverjar reyndu að banna neyslu hins enska óp- íums, en heimurinn hefur af „einhverjum ástæðum“ gleypt við reyktóbakinu og hefur jafn- vel þótt fínt. Þangað til einstak- lingurinn eða ástviunur hans hefur þurft að þola þrældóm ánetjunnar og kvalafullan dauðadag af völdum reyktóbaks- ins. Af hverju reyktóbakið hefur verið löglegt hingað til, er rann- sóknarefni út af fyrir sig. Eitt er þó víst, að ef reyktóbak væri að koma á markaðinn í dag, þá yrði það stranglega bannað af öllum siðuðum þjóðfélögum, sem hvert annað ógeðslegt eitur. Helgi Geirsson,Surrey, B.C. Canada Góðgjörðir og gjaldaþensla Gjafmildi stjórn- málamanna í garð 7£ tiltekinna fyrir- tækja eða einstak- linga er oft með ólíkindum. Dæmin um siðlaus- ar Ijárveitingar úr ríkissjóði, ýmist með þátttöku Alþingis eða beint úr ómerktum eyðslu- sjóðum ráðherranna, eru svo mörg að það væri örðugt að byija að telja þau upp. Nýlegar frásagnir af styrkja- og gjafa- lánaveitingum Byggðastofnun- ar eru ofarlega á blaði og ekki síður tæplega milljarðs króna gjöf ráðamanna til tiltekinna sægreifa, sem fengu kvóta út á raðsmíðaskip sem þeir borguðu ekki eða Iítt fyrir. Það á að draga menn sem standa fyrir svona fyrir landsdóm. Hvað er áfengiskaupamál dómara í samanburði við þetta? Eða ferðagleði Steingríms? Einhver stærsta gjöfin sem Kolkrabbinn á að fá á silfurfati á næstunni er Síminn. Menn eins og Halldór Blöndal og Friðrik „AB“ Friðriksson kepp- ast um að Síminn verði sem verðmætust eign áður en hún verður seld einkavinunum. Og vitaskuld mun verðmætaaukn- ingin í engu koma fram í sölu- verðinu. Það verður passað upp á afskriftirnar. Enn einu sinni hefur Friðrik Sophusson fjármálaráðherra séð ástæðu til að birta hugleið- ingu í Morgunblaðinu um um- fang „báknsins". Hann sífrar á því að tekjur og útgjöld ríkisins fari minnkandi, þótt tölur segi annað. Friðrik er búinn að festa sig í því að tala um tekjur og gjöld sem „hlutfall af vergri landsframleiðslu", rétt eins og þjóðernisrembingsmenn tala um að ísland sé best miðað við höfðatölu. Fjármálaráðherra segir að útgjöld hafi minnkað þótt þau hafi aukist og vísar til þess að hin auknu útgjöld séu ekki eins hátt hlutfall af „veltu“ ríkisins og áður. Staðreyndin er sú að Friðrik er skatta- og út- gjaldakonungur allra íslenskra fjármálaráðherra og hana nú. Síminn hjá lesendaþjónustunni: ðOtf iH£Onetfang:ritstjori@dagur. Slmbréf^gp £171'°* $51 ggyjj Bréf frá... ÍS Hallur Magnússon segir að þrátt fyrir að vel hafi tekist tii með flutning á málefnum fatlaðra til tilraunasveitarfélaga, séu ýmis Ijón í veginum með að útfæra þann tilflutning á landsvísu. Málefni fatlaðra til sveitarfélaga Yfirfærsla grunnskól- ans hefur að undan- förnu verið f sviðsljós- inu vegna hinnar hörðu kjaradeilu kenn- ara og launanefndar sveitarfélaga. Sem bet- ur fer hafa kennarar og sveitarfélögin náð sam- an og geta farið að ein- beita sér að nauðsyn- Iegri eflingu grunn- skólahalds í landinu. Nú er í undirbún- ingi yfirfærsla annars umsvifamikils málaflokks frá ríki til sveitarfélaga, þ.e. mál- efni fatlaðra. Ákveðið hefur verið að yfirfærslan fari fram um áramótin 1997/1998. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög tekið þetta skref. Þann 1. janúar síðastliðinn tók Hornafjarðarbær að sér að sjá um þjónustu við fatlaða á Suðausturlandi samkvæmt sér- stökum þjónustusamningi við ríkisvaldið. Sama dag tóku annars vegar Akuroyrarbær og hins vegar Húsavíkurbær að sér þjónustu við fatlaða á Norður- landi eystra. Sveitarfélögin þrjú fara sína leiðina hvert í uppbyggingu og útfærslu þjónustu við fatlaða og má ætla að svo verði einnig með önnur sveitarfélög lands- ins þegar þar að kemur, enda eðlilegt að tekið verði mið af aðstæðum á hverjum stað og hverju svæði fyrir sig. Þótt ágætlega hafi gengið með yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna þriggja og ekki hafi komið upp alvarlegar misfellur á þjónustunni þessa tíu mánuði er Ijóst að það eru ýmis ljón á veginum í þeirri rót- tæku skipulagsbreytingu sem fyrirhuguð er á skipan þjón- ustu við fatlaða á landsvísu. Það sem ég sé fyrir mér sem stærsta vandamálið fyrir sveit- arfélögin er sú staðreynd að fötlun fólks er af mjög misjöfn- um toga, þjónustuþörfin marg- þætt og spannar vítt svið og oft á tíðum er þörf á mjög sér- hæfðri þjónustu í hverju tilfelli. Þjónustuþörf í einstökum sveitarfélögum getur verið mjög fjölbreytt og kallað á marghátt- Hallur Magnússon skrifar Fötlunfer ekki eftirbúsetu. aða sérfræðiþjónustu sem erfitt verður að veita. Því verður fjár- þörf einstalcra sveitar- félaga vegna mála- flokksins mjög misjöfn óháð stærð og umfangi sveitarfélagsins. Fötl- un fer ekki eftir bú- setu. Þá er ég ekki bú- inn að sjá hvernig fjármagni verði skipt á einfaldan og réttlátan hátt til hinna mismunandi sveitarfélaga. Hugmyndin á bak við það að í stað hins fjarlæga ríkisvalds skuli sveitarfélögin sjá um fé- lagslega þjónustu við íbúa sína, hvers eðlis sem sú þjónusta kann að vera, er rétt. Þjónusta sveitarfélaganna ætti að vera betur sniðinn að þörfum hvers og eins þar sem nálægðin er meiri. En ég tel að ríkisvaldið eigi að hafa áfram á sinni könnu ákveðna þætti sem tengjast þjónustu við fatlaða á lands- vísu. í stað þess að málaflokk- urinn verði á einu bretti færður yfir til sveitarfélaganna á svip- aðan hátt og grunnskólinn var færður yfir, tel ég farsælla að ríkisvaldið geri þjónustusamn- inga við hvert sveitarfélag eða hóp sveitarfélaga fyrir sig um þjónustu við fólk með fötlun, byggða á áætlun um fram- kvæmd þjónustunnar á ákveðnu árabili og Ijárveitingar taki mið af aðstæðum á hverju svæði fyrir sig. Samningar þess- ir verði síðan endurskoðaðir á ákveðnu árabili.með tilliti til breytinga á þjónustuþörf. Einnig þarf að vera mögulegt að gera þjónustusamninga við aðra aðilja, t.d. sjálfseignar- stofnanir eins Sólheima í Grímsnesi eða aðilja sem geta veitt sértæka sérfræðiþjónustu á landsvísu sem hin minni sveitarfélög hafa ekki bolmagn til þess að veita. Flóra mannlífsins er sem bet- ur fer fjölbreytt. Þjónusta við fólk sem þarf á aðstoð samfé- lagsins að halda á því að vera íjölbreytt og taka mið af að- stæðum hvers og eins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.