Dagur - 18.11.1997, Síða 2

Dagur - 18.11.1997, Síða 2
2 -ÞRIDJVDAGUR 1 8.NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR ■ HVERFELL VIÐ MYVATN Myndin umdeilda og skiitið sem vakið hefur upp miklar deiiur. Á innfelldu myndinni má sjá Sólveigu lllugadóttur listakonu. Vill að myiidin hangi þar til húsið er rifið Sveitarstjom Skútustaða- hrepps hafnar krðfu lista- iiianns uni að málverk af Hverfjalli megiekkitaka niður af vegg í nýlegri tþróttamiðstöð íReykja- hlíð nema húsið sé rifið. Deilur og hókanir uni málið. Eins og Dagur hefur greint frá er nafn- ið á Hverfjalli/felli enn deiluefni og ný- lega vakti málverk er hreppnum var gefið úlfúð í Mývatnssveit. Tildrög málsins eru þau að myndlistarkonan og Mývetningurinn Sólveig Illugadótt- ir gaf Skútustaðahreppi málverk af fjallinu en nokkrum íbúum í sveitinni þótti felast í því ögrun við skoðanir sín- ar þar sem neðan úr verkinu hangir í keðjum stór og hvít plata sem í er greipt nafnið Hverfell. Til skamms tíma hékk málverkið uppi í íþróttamið- FRÉTTAVIÐ TALIÐ stöðinni í Reykjahlíð, en sveitarstjóri ákvað að taka það niður eftir kvartanir frá fólki í sveitinni. Myndlistarkonaxi mótmælir í nokkur ár hafa staðið yfir töluverðar deilur um heiti fjallsins, hvort það heiti Hverfjall eða Hverfell, og var málið m.a. sent til umhverfisráðuneytisins sem ályktaði að eðlilegt væri að vilji meirihluta landeigenda yrði virtur og fjallið skyldi bera nafnið Hverfjall. Þeir íbúar í Mývatnssveit sem telja fjallið vera Hverfjall voru þ.a.l. ósáttir við það að nefna fjallið Hverfell og fóru fram á það við sveitarstjóra Skútustaða- hrepps, Sigbjörn Gunnarsson, að plat- an yrði fjarlægð af verkinu. Þegar Sigbjörn fór þess á leit við Sól- veigu brást hún ekki vel við. Sagði plötuna vera óaðskiljanlegan hluta verksins og yrði hún fjarlægð færi hún í málsókn við sveitastjórann íyrir hönd hreppsins. Ekkert varð hins vegar af málsókninni og lét Sólveig nægja að senda sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf þar sem segir m.a. „Málverk mitt af Hverfelli við Mývatn sem ég afhenti íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps til eignar 3ja júlí 1997 og staðsett er á miðjum austurvegg í anddyri má ekki hverfa af upprunalegum stað og ekki taka niður nema húsið verði rifið. Ég mótmæli að áfestur skjöldur verði fjar- lægður af verkinu." Ekki orðið við tilmælimum Oddviti lagði fram tillögu við bréfi Sól- veigar um að sveitarstjórn Skútustaða- hrepps gæti ekki orðið við þeim tilmæl- um hennar um að framansagt yrði skjalfest en sveitastjórnarmeðlimirnir, Hjörleifur Sigurðarson og Þuríður Pét- ursdóttir, lögðu hins vegar fram móttil- Iögu. Þá að sveitarstjórn harmi bréf sveitarstjóra sem Sólveigu var sent, sveitarstjórn samþylvki að draga það til baka og biðji hana innilega afsökunar. Um leið þakki það höfðinglega gjöf. Tillaga Hjörleifs og Þuríðar var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Tillaga oddvita var samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum. — HBG Eftir prófkjör Sjálfstæðis- flokkslns í höfuðborginni þar sem Ámi Sigfússon var kjörinn leiðtogi listans er búið að liggja yfir úrslitmn og hugsa stíft. Innanbúð- armenn segja að búið sé að hringja í alla frambjóðend- ur og spyrja hvort þeir geti ÁrnijSigfússon. hugsað sér að leggja á sig þá miklu vimiu sem fylgir því að vera á lista, og síðan hvort memi hafi það ekki örugglega á hreinii að prófkjörið hafi ekki vcrið bindandi. Þetta síðasta þykir mikilvægt því mjög ákveðnar raddir tala fyrir því að færa alla íyrir neðan sjötta sæti til. Vandamálið? Það vantar konm. Og þrálátur orðrómur cr um að Guðrún Pétursdóttir verði beðin að fara gegn vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu á lista Sjálfstæöis- manna. Gamlir hmidar úr borgarpólitíkinni mega ekki heyra það ncfnt! En illa gengur að fá Guðrúnu til að segja hreint út NEI. Það vakti óneitanlega at- hygli pottverja að sjá það á ættfræðisíðu DV íyrir helgi að Þórunn Sigurðardóttir væri að taka við fram- kvæmdastjórastarfi fyrir Reykjavík - menningarborg 2000. Þorgeir Ólafsson hefur gegnt þessu starfi en mun á útleið og Þórunn er að taka við. Hins vegar er fullyrt í pottinum að hvergi hafi verið búið aö tilkynna um þessi um- skipti fyrr en þau dúkkuðu upp á ættfræðisíð- unni. í heita potthium varð þá strax til slagoðr- ið la DV - fyrst með fréttirna r“ Þórunn Sigurðardóttir. Guðrún Pétursdóttir. Aðalheiður Jóhannsdóttir frainkvæmdastjóri Náttúru- vemdar ríkisitis. Að öllum líkindum var goshvemum Geysi hjálpað með nokhmm tugum kílóa afsápu sem „duttu“ ofan í hverínn sl. föstudag á sama tíma og aðálfundur Ferða- málasamtaka Suðurlands stóð yfir. Útiloka ekki lögregluraimsókn — Hvað var þarnu ú ferðinni? „Við erum að skoða þetta. Það fór maður frá okkur að líta á kringumstæður við hver- inn í dag og ég reikna með að hann muni ekki gefa skýrslu um málið fyrr en á morgun [í dag.] Fram að því get ég lítið tjáð mig um málið.“ — En er ekki þarna sannarlega gengið gegn vilja yfirlýstra sjónarmiða Náttúrn- vemdar? ,Jú.“ — Þannig að burtséð frá þvt hvort skaði hefur orðið eða ekki, hlýtur tnálið að vera litið alvarlegum augum. Hvaða viðhragða er að vænta? „Ég á eftir að taka ákvörðun um það í kjöl- far þessarar vettvangsrannsóknar. Við eigum eftir að skoða myndir og fleira." — Hefur verið rætt að vísa málinu til lögreglu? „Engin ákvörðun Iiggur fyrir í því efni. Ég útiloka ekkert en vil fyrst fá að sjá hvað gerðist." — Um hvað hefur þetta mál snúist á liðnum árum? Af hverju má ekki hjáilpa Geysi ef hann getur ekki gosið sjálfur? „Það er verið að rannsaka þetta alveg sér- staklega. Stjórn Náttúrverndar rfkisins sam- þykti að láta rannsaka hvort hægt væri að láta Geysi gjósa án þess að nota sápu. Þær rannsóknir standa yfir og er ekki lokið þeg- ar þetta gerist núna. Menn hafa í tímans rás ekki verið sammála um það almennt séð hvort eitthvað ætti að gera við Geysi eða leyfa honum bara að vera í friði. Sumir segja að það sé best en aðrir vilja að honum verði hjálpað. Nú er verið að athuga hvort hægt sé að hjálpa Geysi án þess að nota sápu.“ — Vilji heimamanna er væntanlega skýr í þeim efnum? „Já, ég myndi telja það. Þeir vilja að Geysi verði leyft að gjósa í raun og veru með hvaða ráðum sem er og þar með talið sápu.“ — Hver er persónuleg skoðun þtn á þvt? „Ég segi ekki mína persónulegu skoðun heldur vinn ég eftir því sem best er fyrir stofnunina." — Hve langt er stðan Geysir gaus af eig- in hvötum? „Það er mjög langt síðan. Þau gos sem menn minnast nú eru sápugos." — Hvenær var síðast sett sápa ofan t liann? „Árið 1991.“ — Hvaða dæmi höfum við í útlöndum sem hægt er að bera saman við Geysi? „Við höfum t.a.m. allmörg dæmi frá Bandaríkjunum um hveri sem hættu að gjósa. Á hverasvæðinu í Yellowstone Park gilda mjög strangar reglur og þar hafa menn t.d. tekið þá ákvörðun að hreyfa ekki við hverum sem hafa hætt að gjósa. Sumir að- hyllast þá hugmyndafræði að allir hverir eigi sinn líftíma og þegar honum sé lokið beri að virða það. Þeir hafa eftir því sem ég best veit gert þetta." — bþ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.