Dagur - 18.11.1997, Side 7

Dagur - 18.11.1997, Side 7
ÞJÓÐMÁL ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 - 7 Áviiuiingiir af Schengen samstarfi IJALLPOR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA SKRIFAR. I desember sl. undirrituðu Is- Iand og Noregur samstarfssamn- ing við aðildarríki Schengen- samningsins um afnám persónu- eftirlits á sameiginlegum landa- mærum ríkjanna. Aðdragandann að samstarfssamningnum má rekja til sameiginlegrar yfirlýs- ingar forsætisráðherra Norður- landanna frá því í byrjun árs 1995 um að það þjónaði best hagsmunum norræna vegabréfa- sambandsins að Norðurlöndin hefðu sameiginlega jákvæða af- stöðu til þátttöku í Schengen- samstarfinu. Schengen-samstarfíð Meginatriði Schengen-samn- ingsins varðar frjálsa för fólks um innri landamæri aðildarríkja. Aðrir þættir samningsins íjalla einkum um samræmt eftirlit á ytri landamærum samnings- svæðisins, samvinnu um vega- bréfsáritanir, gagnkvæma réttar- aðstoð, lögreglusamvinnu og baráttu gegn fíkniefnum og glæpum. A ríkjaráðstefnu ESB, sem lauk í júní sk, náðist samkomu- Iag meðal aðildarríkja ESB um að fella Schengen-samstarfið undir samstarf ESB-ríkja. Jafn- framt gengust aðildarríki ESB undir þá skuldbindingu að virða skyldi samstarfssamninginn við Island og Noreg. Samningurinn verður því áfram grundvöllur framtíðarsamstarfs Islands við ESB um þau málefni sem falla undir Schengen-samninginn. Hins vegar þarf að ganga frá sér- stökum milliríkjasamningi milli íslands og Noregs og Schengen- ríkjanna vegna þeirra breytinga á Schengen-samstarfinu sem ríkjaráðstefnan hafði í för með sér. Samningaviðræðurnar hefj- ast von bráðar og er afstaða Is- lands og Noregs ljós. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á að tryggja þurfi fulla þátttöku í allri umræðu um Schengen-málefni innan ESB og að stofnanir þess geti ekki gegnt sama hlutverki gagnvart íslandi og Noregi ann- ars vegar og aðildarríkjum ESB hins vegar. Onnur Norðurlanda- ríki hafa lýst fullum stuðningi við kröfur Islands og Noregs og kom sá stuðningur berlega í Ijós á nýafstöðnu Norðurlandaþingi. Stefnt er að því að Schengen- samningurinn taki gildi gagnvart Norðurlöndunum síðari hluta ársins 2000. Norræna vegabréfasamband- ið varðveitt Ein meginforsenda fyrir þátttöku Islands í Schengen-samstarfinu var varðveisla hins norræna vegabréfasambands. Norræna vegabréfasamstarfið hefur verið við lýði í rúm 40 ár og felur í sér að ekkert persónueftirlit er með norrænum ríkisborgurum á landamærum Norðurlandanna. Hefur norræna vegabréfasam- bandið gengið sérstaklega vel og er einn þýðingarmesti ávinning- ur norræns samstarfs. Hefðu samningarnir við Island og Nor- eg um þátttöku f Schengen-sam- starfinu ekki náðst hefði nor- ræna vegabréfasambandið verið úr sögunni, þar sem Danir, Finn- ar og Svíar eru þátttakendur í Schengen-samstarfinu. Islenskir ríkisborgarar hefðu því þurft að sæta persónueftirliti á landa- mærum Schengen-ríkjanna, þ. á m. Norðurlandanna, með til- heyrandi fyrirhöfn og biðröðum á evrópskum flugvöllum. Er óþarft að fjölyrða um hvaða óþægindi það myndi hafa í för með sér fyrir íslenska ferða- langa. Það má því segja að með tilkomu samstarfssamnings Is- Iands og Noregs við Schengen- ríkin hafi norræna vegabréfa- sambandið verið bæði útvíkkað og eflt. Ábrif á ferðamaimastraum Schengen-samstarfið snýst ekki einungis um þægindi í ferðalög- um íslendinga, heldur einnig aðra mikilvæga þætti. Óhætt er að fullyrða að ferða- mannastraumur til íslands muni minnka standi Island utan Schengen-samstarfsins í fram- tíðinni. Stór hluti Evrópumanna ferðast til landa innan Schengen-svæðisins í sumarleyf- um sínum og ferðast aldrei til Ianda utan þess. Þeir geta ferð- ast þangað án vegabréfs og Það er firra að halda þvi fram að það hafi ekki áhrif á val fjögurra maniia evrópskrar fjöl- skyldu á sumarleyf- isstað að þurfa að greiða jafnvirði u.þ.b. tuttugu þús- uud króna fyrir út- veguu vegahréfa þegar hægt er að komast hjá slíkum kostnaði og fyrir- höfn með því að kjósa sumarleyfi imian svæðisins. óþarfi er fyrir þá að eiga það. Til þess að geta ferðast til Islands þyrftu viðkomandi hins vegar að útvega sér vegabréf með tilheyr- andi kostnaði og fyrirhöfn. Það er firra að halda því fram að það hafi ekki áhrif á val fjögurra manna evrópskrar fjölskyldu á sumarleyfisstað að þurfa að greiða jafnvirði u.þ.b. tuttugu- þúsund króna fyrir útvegun vegabréfa þegar hægt er að kom- ast hjá slíkum kostnaði og fyrir- höfn með því að kjósa sumarleyfi innan svæðisins. Enn fremur vaknar upp sú spurning hvort ekki sé þægilegra fyrir bandar- íska ferðamenn á leið til Evrópu að innrita sig inn á Schengen- svæðið í lítilli flugstöð á Islandi fremur en að bíða í biðröðum á stórflugvöllum í Evrópu. Eftirlit eykst I umræðunni hér á landi hefur því oft verið haldið fram að þátt- taka í Schengen-samstarfinu muni stuðla að auknu fíkniefna- smygli til landsins þar sem allt eftirlit með ólöglegum innflutn- ingi á fíkniefnum frá Schengen- ríkjum muni leggjast af. Slíkar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast og eru beinlínis rangar. Samstarfssamningurinn tekur ekki til vörusviðsins og leiðir samningurinn ekki til neinna breytinga á eftirliti með smygli á fíkniefnum til landsins. A hinn bóginn má segja að samningurinn leiði til hertara eftirlits á þessu sviði þar sem hann gerir það að verkum að eft- irlitsmenn á íslandi munu hafa beinan aðgang að skráðum upp- lýsingum um glæpamenn, fíkni- efnasala og -smyglara. Einnig er í samningnum lögð mikil áhersla á samstarf milli lögregluyfirvalda í aðildarríkjunum með það að meginmarkmiði að uppræta ólögleg viðskipti með fíkniefni. Slík samvinna er íslenskum lög- regluyfirvöldum nauðsynleg í baráttu við skipulagða glæpa- starfsemi sem virðir engin landa- mæri. Pólitísk ábrif Schengen-samstarfið hefur einnig mikla pólitíska þýðingu fyrir Island. Það er mjög mikil- vægt fyrir ísland, sem er háð milliríkjaviðskiptum í eins ríkum mæli og raun ber vitni, að eiga sem nánust og vinsamlegust samskipti við nágrannaþjóðir sínar. Gagnstætt því sem sumir höfðu spáð hefur þýðing Norð- urlandasamstarfsins fyrir íslend- inga aukist við inngönguna í EES og eiga Norðurlöndin með sér náið samstarf á sviði Evrópu- mála. Það hefði mjög neikvæð áhrif á norræna samvinnu ef ís- land og Noregur stæðu utan við Schengen-samstarfið og myndi jafnvel Ieiða til einangrunar landanna á norrænum vett- vangi. Aðildin að Schengen-sam- starfinu tryggir varðveislu nor- ræna vegabréfasambandsiris og styrkir Norðurlandasamstarfið því enn frekar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.