Dagur - 18.11.1997, Side 9

Dagur - 18.11.1997, Side 9
 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 - 9 ingarklessur? .R er eigandi eiiefu þeirra 25 verka sem Ríkislögreglan kannar nú hvort séu falsanir. hveijir hafi staðið fyrir því. Aug- ljóslega hefur listaverkamarkað- urinn orðið varhugaverðari vegna þessara mála, en á hinn bóginn tel ég að ef fólk fer að snúa sér í meira mæli en hingað til að lif- andi listamönnum má tala um ljós í myrkrinu,“ segir Eiríkur. Listasafn Islands á eina þeirra mynda sem kærðar hafa verið, Kjarvalsmálverk, en forstöðumað- ur LÍ, Ólafur Kvaran, vildi Iítið tjá sig um málið meðan það væri í rannsókn. „Eg get þó tekið undir að það er gríðarlega mikilvægt að fá niðurstöður í málinu sem fyrst. Ég tel ákaflega æskilegt að fá þetta mál hreinsað út og ef það skyldi vera að Listasafn Islands eigi eina falsaða mynd þá er það einni mynd of mikið. Og auðvitað áfall, en hafa ber þó í huga að safnið á um átta þúsund myndir," segir Ólafur Kvaran. Átti bnumuriim að vera byrgður? Vísbendingar um falsanir og að nafn Gallerís Borgar tengist meintum fölsunum eða slöku eft- irliti með upprunaferli verka leið- ir hugann nokkur ár aftur í tím- ann, þegar Gallerí Borg fékk Pressuna dæmda í meiðyrðamáli. I grein í Pressunni var einmitt fjallað um meintar falsanir og til- búnar rannsóknir á verkum hjá Gallerí Borg og voru blaðið og Kristján Þorvaldsson, ritstjóri þess, dæmd í háár sektir auk þess sem fullyrðingar voru dæmdar dauðar og ómerkar. Hvað segir Kristján um nýjustu tíðindi - er hann að íhuga kröfu um endur- upptöku málsins? „Ekki að svo stöddu. Ég sé ekki að réttarfarið á Islandi hafi lagast frá þessum tíma. Og ég sé ekki að samtök blaðamanna hafi nokkurn áhuga á því að bakka blaðamenn upp í svona málum. Menn eru einir og blankir í meiðyrðamál- um,“ segir Kristján. I þessu sambandi er rétt að geta þess að núverandi Gallerí Borg í höndum Péturs Þórs er ekki sama Gallerí Borg og Úlfar Þormóðs- son var með. Gallerí Borg Ulfars var úrskurðað gjaldþrota í maí sl., en áður hafði nafni fyrirtækisins verið breytt í „Málverk og list- munir ehf.“ Auk Ulfars sátu í stjórn hins gjaldþrota félags þeir Pétur Þór Gunnarsson og Ragnar Arnason. Við ljúkum þessari umíjöllun með orðum Péturs Þórs Gunnars- sonar um þann lærdóm sem draga má af málinu og viðbrögð Ólafs Inga við hinu sama. „Þetta írafár hefur þó leitt eitt gott af sér; við munum í framtíðinni passa betur en hingað til upp á eigendasögu og upprunaferil verka. Þetta er hlutur sem ein- faldlega hefur ekki verið uppi á borðinu hér á landi og við ekki haft grun um að svona gæti kom- ið upp,“ segir Pétur Þór. „Það er ankannalegt að Pétur tali eins og að svona mál hafi ekki verið uppi á borðinu hér á landi áður. Mál í þessa veru, sem tengdust Gallerí Borg, hafa kom- ið upp í fjölmiðlum og maður ætl- ar að brennt barn forðist eldinn. Þau vafamál hefðu átt að kenna þeim að örugg eigendasaga sé besta vörnin til að fyrirbyggja hugsanlegt skaðabótamál. í þessu máli hefur komið í ljós að sjö mánuðir hafa ekki dugað Gallerí Borg til að finna í sínum skrám nöfn hluta þessara seljenda," seg- ir Ólafur Ingi. J Viljir þú skila vönduðu verki þá velur þú ESAB Allt til rafsuðu = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Veislunnar í Akóges-salnum frá 21. nóvember 1997. Akógessalurinn 1 Sóltúni 3 og Veislan-veitingaeldhús á Seltjarnarnesi verða með jólahlaðborð fyrir almenning á föstudags- og laugardagskvöldum frá og með 21. nóvember í ár Lriæsnegtjoianlaðborð þar sem áralöng reynsla fagfólks mun njóta sín. Skiptir ekki máli hvort í hópnum eru 2 eða 200. Lifandi tónlist á staðnum og //G/mar- Œ. //ónsson matreiðslumeistari aðstoðar ykkur við hlaðborðið. Möguleiki er að óska eftir dansi fram á nótt. Borðapantanir í síma 5612031 Góða skemmtun! Veislan veitingaeldhús Œnj/t/an //uxfmuncísjson/ matreiðslumeistari Akógessalurinn Œenec//Át Œac/m ann veitingamaður VEISLAN VErnNttAKLDHÚS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.