Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 20. nóvember 1997
80. og 81. árgangur - 220. tölublað
Verð í lausasölu 150 kr.
tBBBmmm._________________________.i -„'á , ;il_____________9Hi
Kristín verdur einherji á Alþingi, yfirlýsingar í upphafi þingfundar i dag bedið með
eftirvæntingu. Eftir sitja tvær, varaþingkonu fátækari.
Klofningur Kvenna-
listans er staðreyud.
Áhrifakonur iiuiaii
samtakanna hafa sagt
sig úr samtökuuum,
en Guðný Guðbjöms-
dóttir þingkona segir
úrsagnimar á mis-
skilningi byggðar.
Mikill titringur í
Kvennalista.
Varaþingmaður Kvennalistans og
fyrrverandi þingmaður sögðu sig
úr samtökunum í gær og fastlega
er búist við að Kristín Astgeirs-
dóttir þingkona geri það einnig í
dag. Dagur hefur heimildir fyrir
því að hún hafi gengið á fund
forseta Alþingis í gær og er búist
við að hún flytji þinginu skilaboð
í dag. Fari svo að Kristín segi sig
úr Kvennalistanum fasr hún
stöðu þingmanns utan flokka líkt
og Jóhanna Sigurðardóttir eftir
úrsögnina úr Alþýðuflokknum
fyrir nokkrum árum.
Varaþingkona lariii
Jóhanna María Lárusdóttir, vara-
þingmaður, tilkynnti á þing-
Sdiröder í
opmberri
heimsókn
Gerard Schröder, forsætisráð-
herra Neðra-Saxlands og forseti
þýska sambandsráðsins, kom í
opinbera heimsókn til Islands í
gær í boði utanríkisráðherra,
Halldórs Asgrímssonar. Sú ný-
breytni var viðhöfð að heimsókn-
in hófst formlega á Akureyri þar
sem Halldór tók á móti honum á
flugvellinum ásamt móttöku-
nefnd Akureyrar.
Schröder var gestur bæjar-
stjórnar Akureyrar í gær en hélt í
gærkvöld að afloknum kvöld-
verði til Reykjavíkur. 1 dag mun
hann eiga formlegar viðræður
við forsætis-, utanríkis- og sjáv-
arútvegsráðherra, auk þess sem
forseti íslands býður honum og
Ijölmennu fylgdarliði tíl Bessa-
staða. — BÞ
flokksfundi Kvennalistans í gær
að hún treysti sér ekki til þess að
vera málsvari hans og hefði sagt
sig úr samtökunum. Hún telur
að með samþylckt landsfundarins
um síðustu helgi hafi Kvenna-
listinn „horfið frá því að skil-
greina sig sem nýja vídd í stjórn-
málum en tekið sér stöðu með
vinstri fIokkunum,“ eins og segir
í yfirlýsingu hennar.
Anna Olafsdóttir Björnsson,
fyrrverandi þingkona, sagði sig
einnig úr Kvennalistanum í gær.
Alls hafa 7 konur sagt sig úr
samtökunum í kjölfar landsfund-
arins, og búist við að fleiri fylgi í
kjölfarið. Svipaður fjöldi hefur
hins vegar skráð sig í Kvennalist-
ann undanfarna daga.
Dagur hefur heimildir fyrir
miklum titringi í röðum Kvenna-
listans og fundahöldum beggja
„herbúða".
Ótímabær ákvörðun
Guðný Guðbjörnsdóttir, þing-
kona og ein þeirra sem stóð að
samþykkt Iandsfundarins um
viðræður við A-flokkana, segist
jafn sannfærð og áður um að það
hafi verið rétt ákvörðun. Það
hafi hins vegar lengi verið ljóst
að um þetta væru mjög skiptar
skoðanir. „Það hefur verið
ágreiningur, sem nú er úr sög-
unni og Kvennalistinn getur
unnið markvisst að því sem
ákveðið var að gera. Við hörm-
um það auðvitað að nokkrar af
okkar félagskonum skuli fara og
fögnum því að aðrar koma inn.“
Guðný telur úrsagnir kvenn-
anna á misskilningi byggðar. Það
komi ekki í Ijós fyrr en á næsta
landsfundi hvort eitthvað verði
úr samfylkingu. Hún neitar því
að með því að fara í viðræðurnar
sé búið að stilla Kvennalistanum
upp sem vinstri flokk. „Alls ekki.
Við erum bara búin að ákveða að
fara í viðræður. Þetta er sú Ieið
sem við trúum að sé best fallin
til þess að rödd kvenfrelsisbar-
áttunnar heyrist áfram í íslensk-
um stjórnmálum.“
Guðný segir að ágreiningurinn
hafi ekld verið um hvort rétt væri
að ræða við A-flokkana heldur
hvort það yrði gert í nafni
Kvennalistans. „Meirihlutinn
mat það svo að það væri mun
sterkara fyrir okkur að vera með
Kvennalistann á bak við okkur.
Við vitum ekkert hvað kemur út
úr þessum viðræðum og þetta
eru að mínu mati algjörlega
ótímabærar úrsagnir." — V)
íslenska kýrin: ávallt mik/l
tilfinningasemi kringum hana!
Talsmaður
norskra
luia barinn
með tösku
Til snarpra orðaskipta og átaka
kom á fundi í félagsheimilinu
Þingborg í Flóa í sl. viku þar sem
rætt var um tilraunainnflutning
á norrænu kúakyni til landsins.
Umræður fundarins einkennd-
ust af tilfinningahita og snérust
margir bændur á fundinum til
varnar fyrir hið íslenska kyn og
lyktaði þeim með handalögmál-
um.
Guðbjörn Árnason, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda, sem var meðal þeirra
sem tóku til máls á fundinum,
talaði þar fyrir því að flytja kýr af
hinum norræna stofni til lands-
ins. Á undan ræðu hans kom
kona, bóndi á Suðurlandi, í
pontu og varði þar hið íslenska
kyn í kröftugri ræðu. Harðar
samræður um þessi mál milli
hennar og Guðbjörns héldu
áfram í kaffihléi, sem enduðu
með því að konan brá skjala-
tösku sinni á loft og sló hann í
andlitið.
„Þetta var alveg fyrirvaralaust
og ég gat ekkert varið mig. Eg
vona að þessi kona verji ekki ísl-
enskar kýrnar í framtíðinni með
þessum hætti,“ segir Guðbjörn,
sem bar engan skaða af þessari
árás, aðra en þá að gleraugu
hans bognuðu. Hann segist hafa
hugleitt að kæra líkamsárásina
til lögreglu, en hafi ákveðið að
láta kyrrt liggja að svo komnu
máli. - Samkvæmt heimildum
Dags seildust menn langt í um-
ræðunum á nefndum fundi og
tilfinningar, frekar en röksemdir,
réðu málflutningi þeirra sem
mæltú því í mót að flytja kúakyn
af norrænum stofni hingað til
lands. — SBS
Gerard Schröder, forseti þýska sambandsráðsins, skoðaði m.a. starfsemi Strýtu. Hann er annar frá vinstri á myndinni
en auk hans eru Finnbogi A. Baldvinsson framkvæmdasljóri Deutche Fiskfang-Union, Aðalsteinn Helgason framkvæmdastjóri
Strýtu og Halldór Ásgrímsson utanrík/sráðherra að virða fyrir sér rækjuna. Af myndinni að dæma virðist utanríkisráðherra
sérlega áhugasamur um rækjuna. - mynd brink
Byggðamál
úr takti við
tíniaiM?
Bls. 8-9
BIACKSlDEGKER
Handverkfæri
SINDRI
-sterkur í verki
BCRGARTÚN! 31 • SÍMI S62 7222 • BRÉFASÍMI 562 102