Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 - 9 FRÉTTASKÝRING Þegar félagsleg þjónusta minnkar, versnar sú tilfinning. Einnig geta náttúrulegar aðstæður, s.s. ófærð eða hætta á snjóflóðum, haft áhrif á þessa tilfinningu. Sveitarfélög er uppfylla skilyröi um hættumerki: 10% eöa meiri fólksfækkun 1986 til 1996, eða 6% meiri fækkun 1992 til 1996. Q Hættusvæöi er þar sem sveitarfólög sem sýna hættu- merki mynda samfellt svæöi og þéttbýlið sýnir einnig hættumerki. Sveitarfélög sem sýna hættumerki í búsetuþrúun. Keðjuverkim Helstu útgangspunktar byggðar eru landfræðilegir, efnahagslegir og félagslegir. Oft er þetta sam- þætt og erfitt að greina orsök vandans en augljósasta hættu- merkið er fólksfækkun. Þegar umtalsverð fækkun hefur átt sér stað í lengri tíma kennir sagan okkur að erfitt er að snúa þeírri þróun við. Það hefur svo aftur keðjuverkandi áhrif á aðra þætti samfélagsins sem ýtir enn undir fækkun. Þegar fjöldinn fer niður fyrir tiltekið lágmark, brestur grunnurinn undir samfélaginu, því eftir því sem fækkar dregur úr umfangi ýmissar starfsemi, þar með talinni atvinnu. Einhæf atvúma hættuleg Einhæft atvinnulíf hefur neikvæð áhrif á búsetuþróun. A hinn bóg- inn er atvinnuleysi ekki öruggt einkenni á byggðavanda eins og sést á Vestfjörðum. I íslensku samhengi virðist betra að skoða fjölbreytileika atvinnulífsins en einhæft atvinnulíf er einkenni á jaðarbyggðum. Tilfinning íbú- anna fyrir því hve gott er að búa á tilteknum stað virðist einnig mik- ilvæg fyrir þróun byggðarinnar. inn er ekkert sveitarfélag nálægt höfuðborginni illa statt í byggða- þróunarlegu tilliti. Nánari greining Byggðastofnun hefur gert úttekt á svæðunum tíu sem nefnd eru á undan og skilgreind í hættu. Þar sem upplýsingar um fólksfækkun koma fram í eftirfarandi er átt við prósentur síðustu 10 ár nema annað sé tekið fram. Dalasýsla og Austur-Barða- strandarsýsla I Saurbænum fækkaði um 9% á tímabilinu en í Dalabyggð um 26% og í Reykhólahreppi um Fækkun í strjálbýli sýslunnar var 34%. 87% íbúanna búa í þéttbýli á Patreksfirði, Tálknafirði og á Bíldudal. Þetta svæði einkennist aðallega af útgerð. V- og N-ísafjarðarsýsla Hér er heildarfækkun um I 1% og fækkaði í öllum sveitarfélögum yfir 10%. Fækkun í strjálbýli V- Isafjarðarsýslu var 26% en í N- Isafjarðarsýslu 44%, sem er það hæsta í nokkurri sýslu á tímabil- inu. Samtals er fækkunin í strjál- býli á þessu svæði um 34%. Hér búa 95% íbúa í þéttbýli með yfir 200 íbúa. þar er útgerð. I Hólmavíkurhreppi varð „aðeins“ 6% fækkun en í Ijósi þess að sl. fjögur ár fækkaði um 5% vegna umtalsverðrar land- fræðilegrar einangrunar og ein- hæfs atvinnulífs, er talið rétt að skoða Strandasýslu alla sem hættusvæði. V-Húnavatnssýsla Þar fækkaði um 13% í Staðar- hreppi, 34%, í Fremri-Torfustaða- hreppi, 11% í Ytri-Torfustaða- hreppi, 46% í Kirkjuhvamms- hreppi, 31% í Þverárhreppi og 25% í Þorkelshólahreppi. Lang- minnsta fækkunin varð á - mynd: gs. aðan vanda að stríða. 13% fækkun varð á Neskaupstað og 17% á Seyð- isfirði. Nær engin byggð er utan þéttbýlis og meginuppistaðan út- gerð. Syðsti hluti S-Múlasýslu Hér nemur fækkun í Fáskrúðsfjarð- arhreppi 16%, 20% á Stöðvarfirði og 16% á Breiðdalsvík, svo dæmi séu tekin. Heildarfækkun var 15% en fækkun í strjálbýli í S-Múlasýslu var 23%. 82% íbúa eru í þéttbýli á útgerðarstöðum en einnig er tals- verður landbúnaður. V-SkaftafeHssýsla Hér fækkaði um 14% en 17% í strjálbýli. I Mýrdalshreppi fækkaði um 16% en 13% í Skaftárhreppi. í A-Eyjafjallahreppi, sem er austasta sveitarfélag Rangárvallasýslu, fækk- aði um 21%. Heildarfækkun á svæðinu er 15% og búa 23% íbúa í þéttbýlinu á Vík. Landbúnaður er langstærsta atvinnugreinin. Brottflutningur og atvinna Ef fólksfjöldabreytingar kjör- dæmanna eru skoðaðar fyrir staði með 200 íbúa og meira annars veg- ar en afgang kjördæmanna hins vegar, kemur í Ijós að fólksfækkun- in á sér að mestu leyti stað í smær- ri þorpum og sveitum. Þannig á sér stað íjölgun íbúa á stærri stöðum í öllum kjördæmum nema Vestur- Iandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, en fækkun í smærri byggð- um alls staðar. Byggðastofnun hefur einnig reiknað út að atvinnulíf sé á fyrr- nefndum svæðum alls staðar veikt nema á Vestfjörðum. Meðaltekjur án landbúnaðar og fiskveiða eru 3% yfir landsmeðaltali f Isafjarðarsýsl- um, 10% undir meðaltali á Dala- svæðinu, 9% í V-Barðastrandasýslu, 14% á Ströndunum, 16% í V-Húna- vatnssýslu, 6% í A-Húnavatnssýslu, 8% á Siglufirði og í nærsveitum, 8% á Seyðisfirði og Neskaupstað, 10% í suðurhluta S-Múlasýslu og 15% í V- Skaftafellssýslu og A-Eyjafjalla- hreppi. 14%. Heildarfækkun var 23% og fækkun í strjálbýli einu og sér 28%. Búðardalur er eina þéttbýla svæðið með 258 íbúa árið 1996. Þarna er landbúnaður ráðandi. V-Baröastrandarsýsla Heildarfækkun var 18%, 20% í Vesturbyggð en 8% á Tálknafirði. Strandasýsla Mikil fækkun er í flestum sveitar- félögum Strandasýslu. 40% fækk- un varð í Árneshreppi, 23% í Kaldrananeshreppi, 18%íKirkju- bólshreppi, 32% í Bæjarhreppi og 23% í Broddaneshreppi. Mest er um sauðfjárrækt á þessu svæði en um 47% íbúa búa á Hólmavík en o Samfelld hættusvæði 1/eruleg byggðaröskun hefur orðið á Vestfjörðum á síðustu árum. Frá höfninni I Bolungarvík. Hvammstanga eða 3% á síðustu 10 árum en 6% á síðustu fjórum. Af því er Ijóst að brottflutningur hefur aukist á síðustu árum. Á Hvammstanga býr um helmingur íbúa. Svæðið er í heild mjög háð sauðljárrækt en á Hvammstanga er nokkur útgerð. A-Húnavatnssýsla íbúum hefur fækkað í öllum sveitarfélögum, en þrjú sveitarfé- lög ná ekki 10% fækkun, eða Blönduós, Skagaströnd og Torfulækjarhreppur. Blönduós sýnir hins vegar aukin hættu- merki í síðustu tíð þar sem 7% fækkun hefur orðið á síðustu fjór- um árum. Bendir það til að svæð- ið sé allt í hættu, enda Blönduós ráðandi þéttbýli. Atvinnulíf er þó fjölbreyttara en á flestum hinna hættusvæðanna, því töluverður iðnaður er á svæðinu, landbúnað- ur, fiskveiðar og fiskvinnsla. Skagafjörður Þótt Skagafjörður sé ekki á gjör- gæslu þá er athyglivert að drepa niður fæti þar. Líkt og á Snæfells- nesi dylur sterkt þéttbýli fólks- flutninga úr strjálbýli þegar svæð- ið er skoðað í heild. Þannig varð 15% fjölgun á Sauðárkróki meðan 15% fækkun varð í strjálbýli Skagafjarðar. Hættumerki eru því mikil í skagfirskum sveitum. Siglufjörður, Fljóta- og Hofs- hreppur Þessi þrjú sveitarfélög eru tekin saman vegna legu sinnar og Iand- fræðilegrar einangrunar. Á Siglu- firði fækkaði um 13%, í Fljóta- hreppi um 26% og í Hofshreppi um 25%. 2% fjölgun varð aftur í Olafsfirði. Siglufjörður er sam- göngulega frekar hluti af Skaga- fjarðarsvæði en Eyjafjarðarsvæð- inu. A Siglufirði og Hofsósi bjuggu 87% íbúa svæðisins. Þess- ir staðir einkennast af útgerð. Seyðisfjörður-Neskaupstaður Þessir bæir eru ekki eitt svæði en samgöngulega eiga þeir við svip- Samfélag og atvinnu- hættir hafa breyst hraðar en byggðajjrö- un. Ef svo fer sem horfir munu æ íleiri svæði leggjast í eyði og eru nokkrir störir hyggðakjamar komuir á gjörgæslu. Byggðamál hafa verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Um hvað snýst byggðastefna? Að mati þróunarsviðs Byggðastofnunar, sem gert hefur úttekt á byggðum sem standa höllum fæti, ætti byggðastefna meðal annars að snúast um að gera eðlilegum og óhjákvæmum breytingum kleift að eiga sér stað á sem sársauka- minnstan hátt fýrir þær byggðir sem í hlut eiga. Svo virðist sem byggð í landinu miðist að mörgu leyti við það samfélag sem hér var fyrr á öldinni. Síðan þá hafa bæði samfélagið og atvinnuhættir breyst en breytingar á byggð gerst mun hægar að mati Byggðastofn- unar. Eðlilegt er að byggð þróist, staðir stækki og minnki og sum svæði fari í eyði, en sú öra fólks- fækkun sem margar byggðir búa við núna er sársaukafull og óæski- leg fyrir samfélögin. „Gjörgæslusvæöin“ Þau sveitarfélög sem talin eru sýna hættumerki um þróun bú- setu hafa uppfyllt annað tveggja eftirfarandi skilyrða: a) Fólksfækkun frá 1986-1996 hefur verið meiri en 10%. b) Fólksfækkun 1992-1996 er meiri en 6%. Þar sem þessi sveitarfélög ná yfir heil svæði og þéttbýlið á svæðinu sýnir einnig þessi hættu- merki er talið að búseta á svæðinu öllu sé í hættu, jafnvel þótt ein- staka sveitarfélög uppfylli ekki of- angreind skilyrði um búsetuþróun skv. mati Byggðastofnunar. Eftir- farandi svæði eru „á gjörgæslu": Dalasýsla og Austur-Barða- strandarsýsla, V-Barðastrandar- sýsla, V- og N-ísafjarðarsýsla, Strandasýsla, V-Húnavatnssýsla, A-Húnavatnssýsla, Siglufjörður, Fljóta- og Hofshreppur, Seyðis- fjörður og Neskaupstaður, syðsti hluti S-Múlasýslu og V-Skafta- fellssýsla. Ekki þarf mikla land- fræðilega kunnáttu til að átta sig á að öll þessi landsvæði eru langt frá höfuðborginni og á hinn bóg- BJÖRN ÞORLÁKS- SON SKRIFAR Samfélagið breyst Dagur iirnti þrjá jnng menn lír jirtvmur jiing flokkiun álits á liyggöamáliiiii. Sitt sýndist hverjum. „Við höfum verið að berja höfð- inu við steininn. Samfélagið hef- ur breyst úr landbúnaðar- og fiskimannaþjóðfélagi þar sem búsetan var bundin við atvinnu- greinarnar í iðnaðarþjóðfélag sem byggir á þéttbýli. Það breyt- ist síðan í þjónustuþjóðfélag sem byggir á að þjónusta fjölda fólks á afmörkuðum stöðum. Mismun- andi er eftir svæðum hvar við erurn stödd í þróuninni en þetta kallar á að fólk flytji úr hinum dreifðari hyggðum í þéttbýli,'1 segir Arni M. Mathiesen, þing- maður Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjaneskjördæmi. Arni segir að þó geti dregiö verulega úr fólksflutningum ef menntunarmöguleikar fólks úti á Iandi verði auknir. „Það sem brennur mest á landsbyggðar- fólki í dag eru menntamálin. Fólk sem vill búa úti á landi flyt- ur fyrst og fremst í þéttbýlið vegna þess að það hefur áhyggjur af menntun barna sinna.“ Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Reykjaneskjördæmi. Ólíkt skoðunum Hjörleifs Guttormssonar og Guðna Agústssonar telur Arni að stjórn- völd hafi í reynd afskaplega fá tæki til að skipta sér af byggða- þróun og reynslan sýni það. Og hann gerir ekki mikið úr samfé- lagslegum áhrifum þótt heilu landsvæðin leggist í eyði. Áhrif þess yrðu ekki stórkostleg. Aðvit- að er dýrt að flytja fólk og byggja upp nýja þjónustu fyrir það á höfuðborgarsvæðinu og við verð- um fátækari að því leytinu að þjóðfélagsbreiddin minnkar. En hins vegar er það borin von að hægt sé að tengja landið allt saman.“ LandsbyggðarfóUdð svelt - Eiga stjómvöld að beita sér fyrir þróun byggðar í landinu og þcí með hvaða liætti? „Að sjálfsögu og þótt fyrr hefði verið. Menn hafa haldið að sér höndum allt of lengi. Löggjafinn átti strax á áttunda áratugnum að koma upp fylkjaskipun í land- inu á grundvelli kjördæmanna til dæmis og færa verulegan hluta af opinberri stjórnsýslu frá höf- uðstaðnum út í svæðin. í staðinn hafa menn fest sig í hugmyndum um að rífa upp gróin ríkisfyrir- tæki í heilu líki og flytja út á land. Það skilar engu að mínu mati. Uti í kjördæmunum er fullt af stórum verkefnum sem ætti að sinna í héraði, það þarf að byggja niður ríkisapparatið og stöðva út- þenslu þess í Reykjavík," segir Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags fyrir Austurlandskjördæmi. Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags fyrir Austurlandskjördæmi. Hjörleifur telur þjóðfélagsáhrif mjög skaðleg ef ekki verður grip- ið í taumana. „Það gengur gegn því sem við köllum sjálfbæra þró- un. Þar sem menn Iáta kapítalið alveg hömlulaust ráða ferðinni verða til eymdarbæir þar sem uppeldisáhrif eru mjög skaðleg. Óheft frelsi fjármagnsins um heim allan er driffjöðurin í þess- ari þróun og hér heima þarf að hlúa þannig að uppeldisstöðvum æskufólks úti á landi, að það búi a.m.k. við jafngóð kjör og borgar- búar, en því fer fjarri." Hjörleifur gengur svo langt að segja að stjórnvöld hafi að und- anförnu þvingað landsbyggðar- fólk til að flytjast á mölina. „Tök- um heilbrigðisþáttinn. Heilsu- gæsla og sjúkraþjónusta úti á landi er búin að vera í uppnámi um langt skeið en stjórnvöld halda áfram að saxa niður það sem fyrir er. Fólki er haldið á vonarvöl og það er meðvituð stefna." - Ertu að segja að stjómvöld séu meðvitað að svelta landsbyggðar- metin til að slíta rætur st'nar? „Já, með aðgerðaleysi og fálm- kenndum aðferðum sem þó hafa gengið undir nöfnum byggða- stefnu. Einnig má nefna sam- göngumál og orkuverðlag. Það er hrópleg mismunun að lands- byggðarfók þurfi jafnvel að greiða þrisvar sinnum hærri hús- hitun en höfuðborgarbúar. Hér vantar jöfnuð.“ Tími athafna ninntnn upp „Mér finnst tími skýrslugerða og ræðuhalda vera liðinn og tíma- bært að grípa til aðgerða. Menn hafa afgreitt að þeir ætli ekki að taka upp þriðja stjórnsýslustigið og þá eru tvö stig eftir, ríkið og sveitarfélögin. Nú verður með öllum ráðum að styrkja sveitar- stjórnarstigið og færa til héraða enn fleiri verkefni úr höfuðborg- inni. 1 öðru lagi bendi ég á að landsmenn hafa sjálfir byggt upp höfuðborgina með allri sinni stjórnsýslu, menningu og sam- eign. Skattar eru jafnan notaðir til að afla tekna og aðstöðumun. Er það verjandi aðgerð við þessar aðstæður að skatta fólk og fyrir- tæki á landsbyggðinni með lægra ♦ Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 RVfK. Veiðimadurinn Hafnarstræti 5 RvIk. Sunneva Design Hvannavöllum 14 Ak. hlutfalli? Það má líka færa að því rök að menn skatti landsbyggð- ina hærra í formi eignaskatts og fasteignagjalda," segir Guðni Agústsson, þingmaður Fram- sóknarflokks fyrir Suðurland. Guðni telur aðgerðir í byggða- málum hafa verið ómarkvissar að undanförnu og aðallega í um- ræðuformi og skýrslugerð. Hann telur áherslumun vera á milli stjórnarflokkanna í byggðamál- um en ekki ósættanlegan. „Allir ílokkarnir, í stjórn eða stjórnar- andstöðu, verða að leggja þessu réttlætismáli lið sem byggðamál- Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokks. in eru. Þeir sem ráðið hafa ferð- inni, hafa ekki tekið af skarið en ég álít að núverandi ríkisstjórn og flokkarnir að baki henni eigi að gera það í þetta sinn.“ Til að stöðva fólksflóttann seg- ir Guðni nauðsynlegt að stuðla að eflingu nokkurra vaxtarsvæða og mynda e.k. „mini-höfuðborg- ir“ sem laði fólk til sín og styrki bakland sveitanna í leiðinni. Hann nefnir Selfossvæðið, Egils- staðasvæði, Akureyrarsvæði, Skagatjörð, ísafjörð, Borgarnes, Akranes og Suðurnes í þessu efni. RAGNAR BJÖRNSSON ehf. Dalshrauni6 • 220 Hafnarfírði Símar 555 0397 & 565 1740 • Fax 565 1740 Fimmtíuárí fararbroddi. Þekking og reynsla tvinnast saman í gæðaframleiðslu rúma og dýna frá Ragnari Bjömssyni. Þér líður vel í rúmi frá Ragnari Bjömssyni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.