Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 - 7
ÞJÓÐMÁL
Eftirspum eftír árangri
Hálft annað ár er nú frá því jafn-
réttisáætlun Reykjavíkurborgar
var samþykkt í borgarráði og
embætti jafnréttisráðgjafa komið
á fót. Þessa tvo áfanga má skoða
sem merki þeirrar auknu áherslu
á skipulagt starf á sviði jafnrétt-
ismála sem hafist hefur verið
handa um innan borgarkerfisins.
A þessum tíma hefur aflast mik-
ilvæg reynsla - í því fyrst og
fremst að finna árangursmiðuðu
jafnréttisstarfi farveg qg aðferðir.
Hér á eftir mun ég draga saman
í hverju reynslan er fólgin og
beina sjónum sérstaklega að
þeim skilyrðum sem þurfa að
vera fyrir hendi til að vænta megi
árangurs í jafnréttismálum og
þeim tækjum sem borgaryfirvöld
hafa komið sér upp til að beita á
þessu sviði.
Skipulegt starf sveitarfélaga á
sviði jafnréttismála á ekki langa
sögu hér á landi og enn hafa að-
eins tvö sveitarfélög ráðið til þess
sérstaka starfsmenn, Akureyri og
Reykjavíkurborg. Hér er því ver-
ið að ryðja braut þar sem ekki
verður svo auðveldlega gengið í
smiðju til annarra í leit að pott-
þéttum og prófuðum lausnum á
flóknum vandamálum. Jafnrétt-
islögin kveða á um að atvinnu-
rekendur eigi að vinna skipulega
að því að bæta stöðu kvenna og
sveitarfélög að hafa jafnréttis-
nefndir starfandi til að sinna
jafnréttismálum. Þau veita ekki
frekari leiðbeiningu. En við lær-
um ekki af öðru en því að leita
lausnanna og prófa þær, erum
mitt í ferli þar sem við vonandi
vitkumst á verkunum.
Stoðimar fjórar
Það er afdráttarlaus niðurstaða
mín að það þurfi fjórar megin-
forsendur til að eitthvað mark-
tækt geti gerst í jafnréttismálum
á vettvangi sveitarfélags - reynd-
ar alls staðar þar sem taka á til
hendinni. Eg kalla það stoðirnar
fjórar. I fyrsta lagi þarf öflugan
pólitískan stuðning æðstu yfir-
boðara við málstaðinn, mark-
miðin og starfið og þeir þurfa að
vera tilbúnir til að sýna hann í
orði og á borði. I öðru lagi skýra
stefnumörkun, sem í okkar til-
viki felst í jafnréttisáætlun
Reykjavíkurborgar og áherslum á
jafnréttismál í meðferð annarra
mála þar sem það á við. Þriðja
stoðin er að ráðnir séu sérhæfðir
starfsmenn til að sinna mála-
flokknum og þeir settir nægilega
hátt í skipuriti til að geta beitt
sér þvert á borgarkerfið. I fjórða
Iagi þarf að veita fé til jafnréttis-
mála.
Þessi skilyrði hafa borgaryfir-
völd skapað og þannig sent út
sterk skilaboð um að ætlast sé til
aðgerða og árangurs á þessu
sviði eins og á öðrum sviðum
stefnumörkunar. En þegar ráðast
á í verkefnin er eðilegt að spurt
sé: Hveijar eru skyldur sveitarfé-
lags gagnvart jafnrétti kynja og
hvar liggja tækifærin?
Atvinnurekandi, stjómvald,
þjónustuaðili
Reykjavíkurborg er næst stærsti
atvinnurekandi þessa lands, að-
töku, eru jafnir möguleikar á
stöðuhækkunum og dreifast þeir
jafnt o.s.frv.? Við þessa mark-
vissu skoðun geta komið mynst-
ur í Ijós eða einstaka svartir
blettir sem stjórnendum voru
huldir áður. I öðru lagi mælum
við með viðhorfskönnun meðal
starfsmanna. Hvar finnst þeim
skóinn kreppa? Hér fást vísbend-
ingar um hvernig raða má verk-
efnum til að fá sem mestan
stuðning starfsfólks. I þriðja lagi
leggjum við til að almenn mark-
mið jafnréttisáætlunar séu yfir-
færð yfir í starfslegt samhengi
stofnunarinnar. Gott dæmi um
það sem hér er átt við er að svar-
að sé spurningum eins og hvað
markmiðið um sveigjanlegan
vinnutíma þýðir í raun hjá hverri
stofnun þar sem svigrúmið getur
takmarkast af vaktakerfi, opnun-
artímum o.s.frv. Ennfremur þarf
að svara því hvað það þýðir hjá
viðkomandi stofnun að taka tillit
til fjölskylduaðstæðna. Með
þessum hætti getur stofnun orð-
að eigin langtímamarkmið sem
nánari útfærslu á almennum
markmiðum jafnréttisáætlunar-
innar.
I Ijósi þessara konkretu mark-
miða Ieggjum við til í fjórða lagi
að verkefnið sé bútað niður í við-
ráðanleg skref - að tilgreint sé til
hvaða ráðstafana á að grípa á því
ári sem starfsáætlunin gildir. Og
ef við erum gagnrýnd fyrir að
ætla okkur um of, þá er svarið
einfalt: það er ekkert mál að éta
heilan fíl ef aðeins hann er skor-
inn í viðráðanlega bita. I fimmta
lagi þarf að gera grein fyrir hvar
ábyrgðin liggur og hvernig á að
fylgjast með því að árangur sé að
nást. Loks þarf að gera ráð fyrir
að það fari fram mat á árangrin-
um, kúrsinn leiðréttur og næstu
skref ákveðin í samræmi við það
mat.
Jafnréttisgleraugimiim beint
inn á við - og út
Eðlilegt er að starfsáætlanir
greinist í tvo hluta. I fyrsta lagi
að þær taki á starfsmannamál-
um, þ.e. skyldum stofnunarinnar
sem atvinnurekanda, en í öðru
lagi eru þær tæki til að skoða
þjónustuna út á við. Hér er átt
við starfsáætlanir sem tæki í svo-
kallaðri samþættingu sem snýst
um að flétta jafnréttissjónarmið
inn í alla meginstarfsemi við-
komandi stofnunar. Það felur í
sér að í starfsáætlunum sé fjallað
um til dæmis upplýsingaöflun
stofnunar um þjónustu sína og
þarfir þeirra sem nota hana og
greint hvaða áhrif einstaka
ákvarðanir eða starfsemi hafi á
stöðu kynjanna. Með slíkri skoð-
un opnast möguleikar á að haga
ákvörðunum þannig að þær
stuðli að auknu jafnrétti.
Innan borgarkerfisins erum
við að heyja okkur beinnar
reynslu af því að glíma skipulega
við þau fjölmörgu viðfangsefni
sem við blasa á sviði jafnréttis-
málanna. Það er reynsla mín að
komi menn að þessu verki með
opnum huga og beita til verka á
þessu sviði sem öðrum þeim fag-
legu vinnubrögðum sem þeir
kunna mætavel þá opnast nýtt
og vítt svið tækifæra. A endan-
um snýst starfið um að gera
stofnanir Reykjavíkurborgar að
jafnréttissinnaðri vinnustöðum
og að bæta og laga þjónustu
borgarinnar betur að þörfum
borgaranna, karla og kvenna.
HILDUR
JOJVS
DOTTIR
JAFNRÉTTISFULLTRÚI
REYKJAVÍKURBORGAR
SKRIFAR
sem jafnréttislög leggja á herðar
atvinnurekenda eru því skyldur
Reykjavíkurborgar. Samkvæmt
jafnréttislögum ber atvinnurek-
endum að vinna að því með
markvissum hætti að jafna hlut
kynjanna. Sú athygli sem stefnu-
mörkun Reykjavíkurborgar til
dæmis varðandi ráðningar í
stjómunarstöður hefur fengið -
og ekki bara stefnumörkun held-
ur frekar að reynt er að fylgja
henni í verki - segir kannski mest
um aðgerðaleysi flestra annarra
atvinnurekenda.
En Reykjavíkurborg er líka
stjórnvald og tekur margháttaðar
ákvarðanir sem varða rétt og
skyldur borgaranna. Reykjavík-
urborg ber ábyrgð á að stjórn-
valdsákvarðanir hennar séu
teknar á grundvelli virðingar fyr-
ir jafnræði þegnanna og jafnrétti
og að mismunandi þörfum borg-
félaginu er rekið af einstæðu for-
eldri, oftast konum? Hvernig
snertir þjónusta skólanna, ITR,
Dagvistar barna, jafnvel skipu-
lagsstjóra jafnréttismálin? Hvaða
sértækra aðgerða sveitarfélagsins
er þörf vegna atvinnuleysis
kvenna? Hvert einasta svið borg-
armálanna, getur orðið tæki í
þágu jafnréttis sé varpað ljósi á
samhengið við stöðu jafnréttis-
mála og þarfir bæði karla og
kvenna.
Ætlast til árangurs
í jafnréttisáætlun Reykjavíkur-
borgar er lykilákvæði sem segir að
borgarstofnanir skuli árlega gera
starfsáætlun í jafnréttismálum
sem lýsi því til hvaða aðgerða þær
ætla að grípa til að nálgast mark-
mið jafnréttisáætlunarinnar.
Þetta er okkar helsta tæki, með
þessu er tryggt að markmið jafn-
Afar mikilvægt er að þessar
áætlanir séu í eðlilegu starfslegu
samhengi við stofnanirnar. Þær
þurfa að vera sprottnar upp úr
þeirri starfsemi sem þar fer fram
og mati á því hvað sé framkvæm-
anlegt og æskilegt og hversu
hratt menn treysta sér í fram-
kvæmdina. Það er síðan hlutverk
jafnréttisráðgjafa og jafnréttis-
nefndar Reykjavíkurborgar að
mæla með ákveðnum starfsað-
ferðum og uppbyggingu þessara
áætlana og veita aðstoð við gerð
þeirra.
Að borða £0. - einn bita í einu
Og þetta ráðleggjum við í hnot-
skurn. Fyrst þarf að gera „kort“
af viðkomandi stofnun með hlið-
sjón af kynjum. Við hvað vinna
konurnar, við hvað karlarnir,
hver er launamunurinn, er mun-
ur á vinnutíma, námskeiðsþátt-
eins ríkið í heild er stærra. Um
9000 manns vinna hjá borginni,
en það svarar til um 6,5% vinnu-
aflsins á Islandi. Það er ekki of-
sagt að öll þau vandamál sem
konur á vinnumarkaði glíma við
eiga við um Reykjavíkurborg
líka. I launakönnun Reykjavíkur-
borgar sem gerð var 1995 kom í
ljós að Iaunamunur kynja er þar
svipaður og á vinnumarkaðnum í
heild, eða 14%, kynskiptingin og
hlutur kvenna í ábyrgðar- og
stjórnunarstöðum síst betri en
annars staðar. Allar þær skyldur
aranna sé gert jafnhátt undir
höfði.
Reykjavíkurborg hefur líka
skyldur gagnvart íbúum borgar-
innar vegna þjónustunnar sem
hún veitir og þeirra áhrifa sem
hún hefur á líf borgaranna. Hún
þarf að gæta jafnréttis við allar
ákvarðanir sem hafa áhrif á lífs-
sldlyrði þeirra. Þetta er ekki bara
formskilyrði, heldur Iiggja hér
mýmörg tækifæri til starfs og að-
gerða á vegum sveítarfélagsins.
Hvaða áhrif hefur það til dæmis
að fimmta hvert heimili í sveitar-
réttisáætlunarinnar verði prakt-
ískt verkefni hverrar borgarstofn-
unar þar sem forstöðumenn eru
ábyrgir fyrir árangri eins og þeir
eru ábyrgir fyrir öðrum markmið-
um í þjónustu og rekstri. Þessu
starfi var hrundið af stað með
námsstefnu um gerð starfsáætl-
ana í jafnréttismálum fyrir réttu
ári. Af þeim 26 áætlunum sem
við ætlumst til að fá í ár - við und-
anskiljum fyrsta kastið smæstu
stofnanir - hafa 16 skilað af sér.
Að gera grein fyrir innihaldi
þeirra er efni í aðra grein.
Á endanum snýst starfiö um að gera stofnanir Reykjavikurborgar að jafnréttissinnaðri vinnustöðum og að bæta og laga þjón-
ustu borgarinnar betur að þörfum borgaranna, karla og kvenna.