Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 2
2 —FIMMTUDAGUR 20 .NÓVEMBER 1997 ro^ír FRÉTTIR ,Ástandiö“ meðal grunnskólaunglinga er með besta móti um þessar mundir og neysla vlmuefna yfirleitt takmörkuð við fáa einstaklinga. En blikur eru á lofti og það þarf ekki nema nokkra sterka einstaklinga í árgangi til að ástandið versni. Unglingar í Grafar- vogi í góðum málum Enginn gasfaraldur er í gangi meðal grunnskóla- unglinga, segja forstöðu- menn félagsmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti er þaö sam- dóma niðurstaða viðmæl- enda blaðsins að „ástand- ið“ meðal 13 til 15 ára unglinga á svæðinu sé með besta móti. ] Degi í gær var sagt frá því að upp komst um gassniff hjá nokkrum ung- lingum í Grafarvogi. Forstöðumaður félagsmiðstöðvar í öðru hverfi segir að þetta mál hafi komið sér á óvart. „Við höfum góða yfirsýn og höfum ekki orð- ið vör við sniff. Við höfum rætt hvort við höfum sofnað á verðinum en erum þess fullviss að þetta sé ekki fyrir hendi hér og teljum okkur ansi nösk. Hvað FRÉTTAVIÐTALIÐ öll vímuefni varðar er nauðsynlegt að vera sífellt á verði og við vitum að Iítill hópur í eldri bekkjum grunnskólans er í neyslu. En þetta eru fáir einstakling- ar og í heildina séð eru þessi mál með besta móti og hafa ekki verið betri í nokkur ár.“ Annar forstöðumaður tók í sama streng og sagði að áróður og fræðsla hefðu skilað sér, t.d. auglýsingar borg- arinnar og „foreldrarölt" með meiru. „Ástandið er gott núna og engin um- ræða um sniff. Við vitum auðvitað ekki nákvæmlega hvað gerist í heimapartí- um, en við þykjumst geta tekið púlsinn og ályktum að ástandið sé gott. Vanda- málin koma upp í sveiflum og það þarf ekki nema nokkra sterka leiðtoga í ár- gangi til að breyta munstrinu, en við erum mjög hjartsýn með þessa kyn- slóð,“ segir þessi viðmælandi og bætir við að ávalll sé eitthvað um áfengi hjá unglingunum, en ekki meira nú en ver- ið hefur undanfarin ár. Logn - en hlikur á lofti Annar forstöðumaður á höfuðborgar- svæðinu var sammála um að sniffmál væru ekki í gangi og taldi að ástandið hefði almennt verið gott síðustu tvö árin, en taldi sig þó merkja að blikur væru á Iofti og vísaði þar til reynslu úti- deildarmanna. „Mér sýnist að nú gæti verið að síga á ógæfuhliðina og þörf á því að hefja sókn á ný - að sparka í rassinn á öllum. Það er auðvelt fyrir unglingana að fá hassið, á sama stað og þau fá landann og það gæti ýmislegt verið að gerast í heimapartíum sem kemur ekki upp á yfirborðið svo auðveldlega. Og krakk- arnir eru mikið að þvælast langt eftir útivistartíma. Þá hefur neyslualdurinn verið að færast neðar, en aftur á móti er mikil neysla bundin við ótrúlega fáa unglinga,“ segir þessi viðmælandi. Allir forstöðumennirnir voru sam- mála um að ofbeldi meðal unglinga væri ekki stórt vandamál, að einelti undanskyldu. Einn þeirra merkti þó „aukna firringu, rifrildi og stríðni, sem í órólegu ástandi leiðir stundum til of- beldis.“ — FÞG Pottverjar í Hafnarfirði velta því nú mikið fyrir sér hver verði næsti skólastjóri í Öldutúnsskól- anuin. Haukur Helgason lætur af stjóm á næsta ári en hann hefur stýrt skólanum frá upphafi, eða í 36 ár. Helst telja menn að Magn- ús Jón Ámason, allaballi og fyrr- um bæjarstóri í Hafnarfiröi, eða Ingvar Viktorsson, krati og núverandi bæjar- stjóri, fái stöðmia. Kommar og kratar í Firðinum hafa hug á að mgla saman reitum sínum fyrir sveitarstjómarkosningamar í vor. Ekki geta þeir báðir, Ingvar og Magnús, orðið bæjarstjórar og því telja hafnfirskir pottormar að þeir komi sér saman um að sá þeirra sem sest í bæjarstjórastól- inn í sumar afhcndi hinum skólastjórastólinn í Öldutúni. Ekkert getur komið í veg fyrir plottið ncma Magnús Gunnarsson fái hann og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum fylgi til þess. Opinbera heimsóknin til Akureyrar færir bónus inn í veitingabransann: hefðarfólk úr bænum, er- lendir blaðamenn og tignir gestir komu á Fiðlar- ann í gær kl. 18 í mat og drykk. Byggðastefna í reynd: færa glauminn úr höíuðborgarsollinum. Á ritstjórn Dags býsnuðust menn yfir því að eng- inn hefði reiknað út „hanastélshallann" milli landsbyggðar og höfuðborgar! Og einhver lagði til að ráðherrar stefndu á að færa glasaglauminn út á land frekar en einhverj- ar þurrprumpulegar skrifstofur með örfáum launaþrælum. Það myndi hafa mun betri áhrif á móralinn utan Elliðaáa. Og liagvöxtinn, bætti einn hagsýnn pottverji við, sem hefur kynnt sér risnutölur. Og helgarpottur síðustu viku var aðeins á skjön vió veruleikann um Sigurð G. Tómasson; hann er ekki að undirbúa ráðstefnu fyrir Alþýðubanda- lagið eins og hermt var, heldur Menningar- og fræðslusamband Alþýðu, sein er allt annað, en al- þýöuvænt þó, eins og Sigurður. Ólafur Þorgeirsson framkvæmdastjóri Fossliótela Fosshótel gerðu samning við Kaupfélag Eyfirðinga semfelur í séryfirtöku rekstrarhótelsins frá ára- mótum. Þarmeð bætist tíunda hótelið í keðjuna. Knnnum allt sem hótel heitir -Hversu gömul er hótelkeðjnn Fosshótel? „Þetta er ekki gamalt fyrirtæki. Saga þess hefst með því að Fosshótel tóku yfir rekstur hótels Lindar 1. maí 1996, þannig að þetta er ekki mjög gamalt fyrirtæki. Fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt og nú eru tíu hótel í keðjunni víða um land. Það er reyndar enn- þá smá gat á Suðurlandi frá Vatnajökli til Reykjavíkur sem þarf að fylla í til þess að við Iokum hringnum í kringum landið.“ - Nm eru stórir eigendur Fosshótela einnig eigendur atinars vegar Flugfélags Islands og Islandsflugs, skopar það ein- hverja togstreitu i rekstri liótelanna? „Nei, samvinnan er mjög góð og engin pressa af þeirra hálfu. Flugfélögin koma hvorug beint að þessu, heldur eiga Ómar Benediktsson og Úrval-Útsýn í fyrirtækinu. Ég hef alveg frjálsar hendur með rekstur- inn. Við höfum verið í pakkaferðum með Is- landsflugi og Hótel KEA hefur verið í pakkaferðum með Flugfélagi Islands. Við vinnum með þeim sem vilja vinna með okk- ur og ég er mjög bjartsýnn á samstarf við þessa aðila.“ - Það hefur verið nokkurt tap á Hótel KEA. Eruð þið með mótaðar hugmyndir um hvernig þið sntíið tapi í hagnað í rekstri þess? „Það fyrsta sem við gerum auðvitað er að líta yfir þá þætti í rekstrinum sem hafa orð- ið þess valdandi að tap var á honum. Við munum að sjálfsögðu endurskoða kostnað- arliði. Við erum bjartsýnir á að geta snúið rekstrinum við. Okkur hefur tekist það áður með hótel sem við höfum tekið við og tap hefur verið á, en það er ljóst að mikil vinna er framundan." - Hótelkeðjur eru þekktar víða um heim. Er þetta það form sem hentar einna best i þessum rekstri? „Eg held að þróunin verði sú hér á landi að innan fárra ára verði hér tvær til fjórar keðjur á þessum markaði. Það er það dýrt að markaðssetja eitt hótel úti á landi að hag- ræðing af svona keðju er augljós. Ég vann hjá Scandic-hótelkeðjunni í tíu ár í Svíþjóð og kom þaðan hingað og ég vil nýta reynsl- una þaðan hér. Við sem erum í ferðaþjón- ustu erum að vinna að því að lengja ferða- mannatímann. Það hefur sýnt sig að við erum að fá ráðstefnugesti yfir vetrartímann frá Skandinavíu og mér sýnist að Akureyri geti boðið upp á mikla möguleika." - Ntí leigið þið veitingarekstur Hótel KEA tneð hótelrekstrinum, en hafið ekki mikil umsvif í þeim rekstri? „Það er engin launung með það að veit- ingareksturinn er það stór jráttur í rekstri Hótel KEA að áhugi okkar beinist að því að fá góða menn með okkur í þann þátt rekstr- arins og leigja hann frá okkur. Við kunnum allt sem hótel heitir og viljum einbeita okk- ur mest að því sem við kunnum best, þannig að fólk viti alltaf hvað Jrað er að fá fyrir pen- ingana.“ - Nm hafði KEA sagt upp starfsmönnum hótelsins. Verða þeir endurráðnir? „Við munum að sjálfsögðu skoða alla þætti rekstrarins og þá einnig starfsmanna- mál. Komi í ljós að þurfi að fækka, þá ger- um við það. Þetta er það stórt hótel að það yrði aldrei mikil breyting frá þvf sem nú er.“ - Erufleiri landvinningar í sjónmáli? „Við erum í viðræðum við fleiri aðila, en ég vil ekki tjá mig um þær viðræður að svo stöddu.“ — HH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.