Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 4
é -FIMMTVDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR ÍS stofnar nýtt fyrirtæki Islenskar sjávarafurðir hafa stofnað fisk- sölufyrirtæki, sem á að kaupa og selja sjáv- arafurðir fyrir eigin reikning, en það mun ekki stunda umboðssöluviðskipti. Nýja fyr- irtækið heitir Isborg. Það er alfarið í eigu ÍS og á að leggja sig sérstaklega eftir við- skiptum við framleiðendur sem eru utan sölusamtaka. Framkvæmdastjóri ísborgar er Birgir Örn Arnarson, sem stýrt hefur söludeild ÍS í Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS Beykjavík. Benedikt Sveinsson, lorstjóri ÍS, og stjórnarformaðurísborgar. er stjórnarformaður nýja fyrirtækisins. Nærri 300 milljónir í endurbætur Stórtækar breytingar eru fyrirhugaðar á tveimur skipum Básafells, Orra IS og Sléttanesi ÍS. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi fyr- irtækisins. Aætlað er að breytingarnar kosti hátt í 300 milljónir króna, en þar vega þyngst endurbæturnar á Orra, sem talið er að kosti 200-250 milljónir. Skipinu á að breyta í fullkomið rækju- vinnsluskip, en nú er aðeins hægt að heilfrysta fisk um borð. Sext- án manna áhöfn Orra hefur verið sagt upp og liggur skipið í höfn meðan beðið er tilboða í breytingarnar. SVR á Kjalames Strætisvagnar Reykjavíkur hófu reglubundnar ferðir á Kjalarnes um síðustu helgi, en borgin og Kjalarnes verða sem kunnugt sameinuð í eitt sveitarfélag. I fréttatilkynningu frá SVR segir að ferðirnar séu verulegur ávinningur fyrir Kjalnesinga og aðra sem þangað eigi er- indi. Ferðum Ijölgi og boðnar verði kvöld- og helgarferðir, sem ekki var áður. Fargjöld lækka einnig frá því sem áður var, úr 250 kr. fyrir fullorðna í 120 og úr 170 í 60 fyrir unglinga og í 25 krónur fyrir börn. Hlutafé í Poly-Ice aukið Iðnþróunarsjóður hefur aukið hlutafé sitt í Poly-Ice Mexico og á nú fjórðungs hlut í fyrirtækinu. Poly-Ice er dótturfyrirtæki J. Hinriks- sonar ehf, og stofnað í Mexíkó í fyrra. Það framleiðir og selur tog- hlera og skyldar vörur fyrir rækju og bolfiskveiðar í Mexíkó. J. Hin- riksson hefur í áratugi selt framleiðslu sína á erlendum mörkuðum, m.a. til Norður og Suður Ameríku og var tilgangurinn með stofnun dótturfélagsins sá að bæta samkeppnisstöðuna á þessum mörkuðum. Hlutafé í Poly-Ice var aukið í síðasta mánuði og tók Iðnþróunar- sjóður þátt í því og á nú 25% í fyrirtækinu. • * siávar 97/ fréttir 4 Handbók Sjávarfrétta Handbókin Sjávarfréttir ‘97/’98 er komin út en útgefandi er Fróði hf. Handbókin Sjávarfréttir hefur komið út árlega í upphafi hvers fiskveiðiárs en hún fylgir áskrift að vikublaðinu Fiskifréttum, en hún er einnig boðin til kaups. Bókin hefur að geyma nýja skipaskrá, kvótaskrá, þjónustuskrá og útflytj- endaskrá auk margvfslegs annars fróðleiks. M.a. má nefna ástand fiskistofna og ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar, aflaþróun síðustu áratugi, veiðar íslenskra skiþa utan lögsögu, sölu á fiskmörkuðum o.fl. Skipaskrá Sjávarfrétta er einnig fáanleg á tölvudiski og fylgir kvóta- skráin með. I skipaskránni eru upp- lýsingar um öll íslensk þilfarsfiski- skip ásamt heimilisiöngum, símanúmer, faxnúmer og kennitölur út- gerða þeirra. Einnig er sérstök skrá yfir opna báta ásamt upplýsing- um um eigendur þeirra. Ritstjóri er Guðjón Einarsson. — GG ' KKtixatH*,*, .mw Mu«w »x>«u*ru. ’ AMMOT »6l w A MMUðUU KYtítk IM l H3U A KWW*. * KYOTA WW V* Jön. vmwm Kápumynd Sjávarfrétta ‘97/'98. Viðbygging ráðhúss- ins var samþykkt Byggingauefnd Akur- eyrar hefur samþykkt viöbyggiiigu vestau við Geislagötu 9, ráð- hús Akureyrar. Jafnhliða því verður 1. hæð hússins, sem áður hýsti slökkvi- lið bæjarins, innréttuð fyrir skrifstofur bæjarins og afgreiðsl- an þá færð á þá hæð. Stigahús á göflum hússins verða síðari byggingaáfangi. Bygginganefnd- armennirnir Óddur H. Halldórs- son bæjarfulltrúi og Guðmundur Friðfinnsson segjast harma að bygginganefnd hafi ekki verið kynntar teikningar af húsinu fyrr en 15. október sl. og Iétu bóka. „Við erum mjög ósáttir við margt varðandi útfærslur á þess- um teikningum t.d. hvað varðar útlit viðbyggingar, lausn á flótta- leiðum og með viðbyggðum stigahúsum, færslu á aðalinn- gangi til norðurs og hækkun á gólfi 1. hæðar með tilheyrandi skábrautum utanhúss sem skerða gönguleiðir o.fl. Þar sem við teljum afstöðu meirihluta bæjarstjórnar vera að breyta ekki þessum teikningum og því til lít- ils fyrir undirnefnd að setja sig upp á móti vilja meirihluta bæj- arstjórnar, þá tökum við ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.“ Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag var ákvörðun bygg- inganefndar samþykkt en sér- stök atkvæðagreiðsla var um fundargerðina þar sem Oddur sat hjá. Oddur Halldórsson segist ekki vera ósáttur við að byggt sé við húsið og hann sé eldd fylgjandi því að byggt sé nýtt ráðhús og það sé skoðun meirihluta bæjar- stjórnar. Það breyti hins vegar ekki því áliti hans að vinnuað- staða starfsmanna bæjarins sé langt frá því að vera góð og af þeim ástæðum séu bygginga- framkvæmdir nauðsynlegar, en ekki sé þó sama hvernig viðbygg- Sjálfkjörið í nýja aust- firska sveitarstjóm Sjálfkjörið verður í sveitarstjöm hins nýja sveitarfélags á vesturhluta Fljóts- dalshéraðs. Það eru íbúar þriggja hreppa, Tungu-, Jökuldals- og Hlíðar- hrepps, sem hafa samþykkt sam- einingu og jafnframt var ákveðið að kjósa til sveitarstjórnar 13. desember nk. Aðeins einn listi barst, frá fráfarandi sveitar- stjórnum, og því er sjálfskipað í sveitarstjórn hins nýja sveitarfé- Iags. Samkomulag varð um að þrír sveitarstjórnarmenn kæmu ofan af Jökuldal og tveir úr hverju hinna sveitarfélaganna og var búið að ákveða sætaröð fyrir- fram. I sveitarstjórn verða sjö aðal- menn og eru þeir í þessari röð: Arnór Benediktsson Hvanná frá Jökuldalshreppi, Sigurður Jóns- son Kirkjubæ frá Tunguhreppi, Guðgeir Ragnarsson Torfastöð- um frá Hlíðarhreppi, Sigvaldi Ragnarsson Jökuldalshreppi, Ás- mundur Þórisson Tunguhreppi, Stefán Geirsson Hlíðarhreppi og Sigrún Benediktsdóttir frá Jök- uldalshreppi. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrkir ráðningu sveitarstjóra í allt að fjögur ár þar sem sveitarstjóri hefur ekki verið ráðinn áður. Auglýst verður eftir honum um næstu áramót, en hann fær þó ekki ráðningu nema fram yfir sveitarstjórnar- kosningar í vor, en líldegt er að hann yrði endurráðinn. Jón Steinar Elísson, oddviti Tunguhrepps, segist ekki hafa átt von á mótframboði frá þeim sem kært hafa sameiningarkosn- ingarnar í tvígang, frekar frá öðr- um hópi, en ekkert hafi orðið af því. Dreift hefur verið áskorun til kosningabærra manna í hinu nýja sveitarfélagi þar sem óskað er eftir tillögum að nafni á það. Tillögur liggja fyrir um miðjan desember en búast má við að kosið verði í vor milli þeirra nafna sem mesta hylli njóta. Ibúatala hreppanna þriggja var 1. desember 1996 alls 320 manns en þeim hefur fækkað síðan þá um 20. Ástæðan er sú að stærsta atvinnugreinin er sauðfjárrækt sem heldur hefur dregist saman og byggðin liggur að mestu of fjarri atvinnusvæð- um, eins og t.d. Egilsstöðum, til þess að hægt sé að sækja þangað vinnu daglega. — GG Trillukarl vildi ekki lögmaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi stefnu Garðars H. Björgvinssonar, trillukarls, gegn sjávarútvegsráðuneyti, ríkissjóði og sjávarútvegsnefnd Alþingis, en Garðar vill fá 10 milljónir króna úr Þróunarsjóði sjávarút- vegsins vegna úreldingar á bátn- um Rakkanesi. Garðar var óánægður með dugleysi lögfræðinga og flutti mál sitt sjálfur. Meginástæða frávísunarinnar var að kröfur Garðars væru svo óljósar að ófært væri að byggja á þeim dómsorð. Rökstuðningi þótti ábótavant, sumar kröfur fráleitar og/eða vanreifaðar, auk þess sem óskyldum málum sé blandað inn í stefnuna, svo sem gagnrýni á kvótakerfið. Enn fremur hafi Garðar átt að stefna Þróunar- sjóði sjávarútvegsins, sem lýtur sjálfstæðri stjórn. Garðar segir að hann hafi ver- ið beittur þvingunum til að úr- elda trillu sína. Hann fékk sjö milljónir króna fyrir nýjan bát- inn, sem hann segir 14 milljóna króna virði. Þar sem hann hal'i aðeins fengið um 4 milljónir eft- ir skatt vill hann fá 10 milljónir til viðbótar. Hann lýsti yfir að hann hygðist taka bátinn í notk- un á stefnudegi, þótt úreltur væri. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.