Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 1
\ Meðal þeirra höjunda sem senda frá sér skáldverk um þessijól er Gyrðir Elíasson og óhætt erað fullyrða að íslensk nútímaskáld- verli gerast ekki betri en smásagnasafn hans, Vatnsfólkið, sem geymir 2 5 sögur. Vaknaði dhngi þinn ú skáldskay mjög snemma? „Eins og svo margir fór ég að fikta við að yrkja í menntaskóla, en á þeim tíma tók ég skáldskap- ariðkunina ekki alvarlega og það livarflaði ekki að mér að Iíta á mig sem skáld. Ég fór síðan í Kennaraháskólann og var þar einn vetur. Kennaranámið höfð- aði ekki sérlega til mín og í fram- haldinu ákvað ég að helga mig skriftum hvernig sem færi.“ Það hefur farið vel hvað viðtök- ur varðar, en geturðu unnið fyrir þér sem rithöfundur? „Það er á mörkunum og verð- ur æ erfiðara." Það má lesa ákveðna heims- mynd úr skáldskap þínum. Er þetta i þt'num huga einn heimur sem lýtur ákveðnum lögmálum? „Ég kortlegg hann ekki meðvit- að. Maður stendur ekki öruggum og föstum fótum í skáldskapar- heimi sínum þótt bækurnar virð- ist kannski bera þess vott. Skáld- skaparheimurinn þróast af sjálfu sér, mjög hægt. Höfundurinn hefur ekki alltaf bestu yfirsýn yfir þá þróun.“ Sérðu sltáldskapatferil þinn í ákveðinni þróun eða veltirðu því ekkert sérstaklega fyrir þér? „Ég reyni að velta því sem minnst fyrir mér. Það er helst að gagnrýnendur trufli mig stund- um með úttektum sínum. En maður heldur bara áfram að lifa og skrifa og fer eigin leiðir." Hvað segirðu um þá gagnrýni að þú sért alltafað gera það sama? „Mér er nokk sama því ég veit að það er ekki rétt. Þeir sem lesa bækurnar af áhugaleysi sjá sennilega ekkert ferli en þeir sem vilja skilja þær vita að þetta er ekki rétt. Sjálfur veit ég af þróun- inni og það er mér nóg.“ Tekurðu gagnrýni ekki nærri þér? „Ég gerði það stundum, og geri kannski enn. En yfirleitt reynir maður að Iifa sínu lífi, óháð gagnrýni. Þannig verður það að vera. Svo er maður að miklu leyti sjálfs sín gagnrýnandi." Koma sögurnar til þín nokkuð fullmótaðar? „Grunnurinn kemur í einni lotu og þá skrifa ég sögurnar nokkuð hratt upp. Síðan liggur mesta vinnan í því að strika út og skerpa og endurskrifa það sem mér finnst ekki nógu golt.“ Hefurðu þá trú sem oft her á í bókum þinum að alls staðar sé líf jafnvel í húsum, og að dýrin hafi sál til jafns við menn? ,/Etli það sé ekki dagamunur á því hverju maður trúir hverju sinni. Suma daga trúir maður því að dýrin hafi sál, aðra daga finnst manni ekkert hafa Iíf.“ Geturðu séð þig öðruvísi en sem rithöfund? „Aður hefði ég vel getað hugs- að mér að gera eitthvað annað en núna er ekki margt annað sem ég get hugsað mér að fást við. Rit- höfundur á reyndar ekki að vera yfir það hafinn að fást við önnur störf en ritstörf. Hins vegar er það einu sinni þannig að ef menn eiga að ná árangri er æski- legast að þeir haldi sér að verki. Það hefur verið landlægt að þeir sem hafa viljað skrifa hafi þurft að sinna öðrum störfum. Sumir hafa náð góðum árangri svo tví- skiptir en aðrir hafa kannski ekki þolað álagið." Það er mikil kyrrð í bókunum þínum. Hefurðu sjálfur mikla þörffyrir einveru? „Það hafa líklega allir þörf fyrir einveru að ákveðnu marki en ein- veran sem fylgir þessu starfi er stundum lýjandi. Ég veit ekki hvort hún er verri en mörg önnur wammmmmmmammmmmmam einvera en hún getur stundum verið of mikil. Það er helst þá sem mann langar til að fást við eitthvað annað.“ KB. „Maður stendur ekki öruggum og föstum fótum í skáldskaparaheimi sínum þótt bækurnar virðist kannski bera þess vott, “ segir Gyrðir Elíasson, sem um þessi jói sendir frá sér giæsiiegt smásagnasafn. mynd: e.ól. | Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum Fteiknaéu með SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201 Sræmt mámp?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.