Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20 .NÚVEMBER 19 9 7 - 27 Oíujtir^ LÍFIÐ í LANDINU ímynd blaða- mannsins hefurbreyst. Hann erekki lengur 30-50 ára karl í ryk- frakka með upptökutæki í annarri hendi og sígarettu í hinni. SPJALL Sigrún Bjömsdóttir fjölmidlafræðingur. mynd: e.ól. Þörf á að efla nám og endur- menntun blaðamanna „Nýliðar í Frétta- og blaða- mannastétt eru fyrst og fremst konur,“ segir Sigrún Björnsdótt- ir, sem veitir forstöðu hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands. ttÁ þessari námsbraut sem hefur verið starfrækt síðan 1990, hafa alltaf verið fleiri konur en karlar og þær eru duglegri við að sækja sér enn frekari menntun." Sigrún er með próf í fjölmiðla- fræði frá Danmörku og var fréttamaður á RUV áður en hún tók til starfa hjá Háskólanum. Áhugi á blaðamennsku er mikill á íslandi, eins og reyndar víðast hvar annars staðar í heiminum og það hafa alltaf komist færri að en vilja í nám í hagnýtri Ijöl- miðlun. „Mér finnst brýnt að þetta nám verði gert að meistaranámi líkt og í grannríkjunum og að endurmenntun fyrir frétta- og hlaðamenn verði efld. Mesti styrkur þessarar námsbrautar er þverfaglegt samstarf. Nemar eru úr ýmsum deildum háskól- ans og sumir með reynslu af Áhugi áfjölmiðlun er mikill á íslandi Ijölmiðlastörfum. Við getum tekið sextán nema og nú er hér fullt hús, afar skemmtilegt og lifandi fólk.“ Hópurinn er nýkominn frá Vestmannaeyjum, þar sem hann aflaði frétta og skrifaði greinar fyrir bæjarblaðið Fréttir, en það er liður í náminu að fara á vett- vang og kynnast blaðamanna- starfinu af eigin raun. Til að fá inngöngu í hagnýta tjölmiðlun þurfa umsækjendur að vera með BA-próf eða fimm ára reynslu af fjölmiðlastörfum. „Þetta er eins árs hagnýtt nám og reiknað með því að nemar vinni mikið og sækj vel tíma. FyTri hlutann helgum við mikil- vægasta verkfærinu; íslenskri tungu og skrifum, en á vorönn gera nemar útvarpsþátt og myndband. Svo kynnum við okkur störf á fjölmiðlum, bæði hér heima og erlendis." Sigrún segir að mikil þörf sé á að bæta tækjakost þannig að hægt sé að kenna nemum vinnslu á netmiðlum. „Margmiðlunin gerir nýjar kröfur til námsins og við finnum sárlega fyrir fjársvelti háskólans. Framtíðin er að mínu mati sú, að dagblöðin haldi áfram að koma út, en netmiðlarnir eigi eftir að breyta áherslum í fjöl- miðlun. Þeir eru fljótvirkur fréttamiðill og blöðin þurfa því að standa sig vel í fréttaskýring- um og birta ítarefni ýmiss kon- « ar. „Helsti vaxtarbroddur í blaða- mennsku og fjölmiðlun er marg- miðlunin og í helstu háskólum heims er verið að vinna kennslu- efni til að mæta þörf fyrir breytta frásagnartækni þar sem allir miðlar eru notaðir sam- hliða. Það er því afar mikilvægt að við stöndum jafnfætis hér á landi hvað það snertir," segir Sigrún að lokum. VS. Geimvemr og góðir drengir Að þessu sinni er umíjöllunar- efnið ekki kvikmynd sem sýnd er í kvikmyndahúsum borgarinnar, heldur myndin sem allir vildu sjá, Independence Day, sem er komin út á sölumyndbandi. Það er vel við hæfi að einn af sölu- stöðum myndarinnar sé Hag- kaup, því myndin ætti að vera með neysiuvænni söluvörum. Þegar myndin var sýnd í kvik- myndahúsum var almenningur sæll með sitt en gagnrýnendur skiptust í tvö horn í afstöðu sinni til myndarinnar, einhverjir báru á hana Iof, aðrir létu sér vægast satt fátt um finnast. Við- horfi þeirra síðarnefndu verður kannski best lýst með orðum mannsins sem situr mér til vinstri handar í næsta bás hér á Degi. „Einfalt mál. Þetta er tækni- mynd þar sem menn hafa sparað sér handritahöfund," segir Frið- rik Þór Guðmundsson og bætir við: „Og það er náttúrlega galið þegar forseti Bandaríkjanna er orðinn orrustuflugmaður sem ásamt forföllnum alkohólista bjargar heiminum meðan aðrar þjóðir horfa agndofa á.“ Friðrik hefur töluvert til síns máls, en allaballaelementið í honum gerir dóm hans full ein- sýnan. Þrátt fyrir vankanta í handriti er Independence Day sérlega spennandi alþreying. Þegar geimverurnar sprengja upp Hvíta húsið fyllist maður sæluhrolli því Ijóst er að þarna er á ferð óþjóðalýður sem einskis svífst. Það er því gott að vita að nokkrir djarfir drengir séu tilbúnir að ganga út í dauð- ann í tilraun til að bjarga okkur hinum. Og það er ósköp nota- legt að forseti Bandaríkjanna skuli vera einn þeirra. En þetta fá menn eins og Friðrik Þór ekki skilið því þar þvælist skynsemin fyTÍr þegar hún ætti að víkja fyrir innlifun. SMÁTTOGSTÓRT UMSJÓN Guðrún Helga Sigurðardóttir Nú á sko að eyða Blessuð bókaþjóðin lætur ekki að sér hæða. Nú á að taka jólavertíðina með trukki enda engin ástæða til annars þegar samningar eru í flestum tilfellum yfirstaðnir og allir eiga sand af seðlum. Allir fjölmiðlar eru yfirfullir af bókafréttum, bókadómum, bókaauglýsingum, bókaviðtölum og bókaköflum dag eftir dag og viku eftir viku. Enginn Islend- ingur er maður með mönnum án þess að fylgjast með jólabóka- flóðinu í ár. Rithöfundar og bókaútgefendur eru langsoltnir cftir kreppu síðustu ára þegar Ssn bókasala og þar af leiðandi jóla- ’ bókalestur hefur verið í lágmarki og ætla sér að sjálfsögðu sann- gjarnan, lesist: sem mestan, hlut í jólaveltunni í ár. Ur því að Ikea og Hagkaup og Bónu: ag Holta- garðar og hvaða nafni það nefn- ist by'rjuðu að auglýsa í byrjun Nú á sko ad láta landsmenn eyða. nóvember þá byrja bókaútgefend- Blessud bókaþjóóin lætur ekki ad ur líka. Nú á sko að láta lands- menn eyða. sér hæóa. Hversu lengi? Bannad að sofa i t/mum! Aginn í skólakerfinu er greiniiega ekki upp á marga fiska. Og talandi um bækur. Menntakerfi landsins er að hruni komið. Ríkisrekstur skólakerfisins hefur sýnt sig vonlaust frá upphafi til enda. Grunnskólinn á við botnlausan vanda að etja. Framhalds- skólarnir eru á niðurleið og háskólinn á í stöðugri varnarbaráttu. Bókaþjóðin fer á bókafyllerí fyrir jólin og telur sjálfri sér trú um að allt sé í stakasta lagi um leið og engir peningar eru til fyrir skólabókum. Stærðfræðikennslan hefur staðnað og litlu sex og sjö ára börnin eru með stærðfræðibækur sem voru gefnar út lyrir tuttugu árum síðan. Og nú berast þær fréttir úr raungreinadeild HI að þar verði ekki til peningar fyrir skólabókum á næsta ári. Lengi getur vont versnað en menn hljóta að spyrja: hversu lengi má það versna enn? Ósvífni á Vestíjörðiun? Frá Vestljörðum berast voða- fréttir: krökkunum í Framhalds- skóla Vestfjarða er bannað að sofa í tímum! Hvílík ósvífni. Að banna börnunum að sofa í tím- um! Að ætla sér að koma á meiri aga í skólanum en krakkarnir hafa vanist! Hvað er að ske? Þarna er greinilega eitthvað að ske sem krakkarnir hafa enga stjórn á. Einhvern veginn læðist að manni sá grunur eftir fréttalest- ur í Mogganum í gær að sitthvað sé til í þessu með skólann og ófremdarástandið þar og kannski meira en maður heldur. Þegar skólayfir\'öld sjá sig tilneydd til að senda frá sér tilskipun um að meiri agi muni ríkja í skólanum og börnum sé bannað að sofa í tímum, að skólameistari muni hringja heim til þeirra sem ekki hafi tilkynnt forföll og nemendur eigi ekki að trufla yfirferð prófa, hlýtur eitthvað að hafa gengið á. Aginn í skólakerfinu er greinilega ekki upp á marga fiska. Ekki einu sinni á Vestljörðum þar sem duglegasta þjóð landsins býr. Bless, bless hvalveiðar Hvalirnir eru loksins farnir að skila einhverjum tekjum eftir áralanga bið. Það hefur þó eng- an veginn gengið þrautalaust fyrir sig. Fyrst var þjóðin í mörg ár að þrjóskast við og taldi sig þurfa að veiða í rannsóknarskyni og svo var hún í nokkur ár með hund yfir því að þurfa að hætta að veiða hvali þó að tekjurnar væru hverfandi. Það er fyrst núna sem þjóðin er að komast yfir bömmerinn. Löngu hætt að veiða hvali og í sjálfu sér ekkert víst að hvalveiðar heíjist nokkurn tíma aftur hér við land enda varla ástæða til að hætta blómlegri þjónustu við ferðamenn sem fá einhverja ánægju út úr því að veltast í dalli út á haf til að sjá hvali. Tekjurnar? 860 millj- ónir á einu ári og geri aðrir betur. Bless, bless hvalveiðar. Hver myndi segja nei takk við 860 miljónum og fara frekar aó veiða hval?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.