Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 5
FIMMTVOAGVR 20.NÓVEMBER 1997 - 21 T}íimvr_ MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „Bubbi kom fyrst einn á vandlega rifnum gallabuxum og gömlu góðu hiébarðaskyrtunni með gítar og tók fyrst rólegt lag um milljarðamæring sem fær ekki að vera einn afþeim stóru, dembdi sér sro beint í Stá/ og hníf" mynd: pjetur. Bubbi fyllti Borgarleik- húsið á mánudaginn varoggerði alla ánægða. Nema einn. Stefán JónHafstein varísalnum. Bubbi Morthens er löngu orðinn þjóðargersemi í sama flokki og Vigdís Finnbogadóttir og Ómar Ragnarsson. Yfirburðamaður á sínu sviði sem þenur sig Iangt út yfir mörk sinnar greinar og eng- inn kemst hjá að vita um og hafa skoðun á. Fráleitt fullkominn og aldeilis ekki óumdeildur, en óaf- máanlegur hluti af þjóðarvitund- inni í samtímanum. A þann hátt sem einungis fáum öðrum ein- staklingum hefur tekist í krafti persónu sinnar og fagmennsku. Vigdís á sinn hátt, Ómar á sinn sérstæða, umdeilda og fjöl- breytta hátt, kannski einhverjir fleiri sem maður man ekki eftir. Fyrir utan þau og Bubba. Ekki ódauðleg, en ódrepandi. Bubbi fyllti Borgarleikhúsið á mánu- dagskvöld. Silja Eg hef ekki séð Bubba á Borgar- Ieikhússtónleikum síðan vetur- inn fyrir Kúbuplötuna og fyrsta athugunarefnið á mánudag var sú staðreynd að ég þekkti varla kjaft lengur í konserthópi kóngs- ins. Jú, bræðurnir ToIIi og Túri voru mættir og með herkjum mátti greina einn og einn sem er á aldur við Bubba sjálfan. Og svo auðvitað Silja. Alltaf með stjörnur í augum. I hléinu opin- beraðist sú staðreynd að við vor- um þarna nokkur eins og forn- minjar, svona lifandi vitni um fortíð kóngsins, en ekki meira. Bubbi er búinn að yngja ræki- lega upp. Vissulega ekki Spice girls hópurinn, en fólk sem gæti hafa verið með snuð þegar ég sá Bubba á Borginni með tveggja lítra campari-glas í annarri hönd, hljóðnema í hinni og Ut- angarðsmenn eins og véladeild Rauða hersins á bakvið. Sjö- tíuog...hvað? Muimræpa Bubbi kom fyrst einn á vandlega rifnum gallabuxum og gömlu góðu hlébarðaskyrtunni með gít- ar og tók í byrjun rólegt lag um milljarðamæring sem fær ekki að vera einn af þeim stóru, dembdi sér svo beint í Stál og hníf. Hann mátti varla vera að því að leyfa síðasta orðinu í helgisálminum að deyja út því honum lá svo mikið á að fara að kjafta. Bunan stóð út úr honum í rúman klukkutíma og hópur- inn skemmti sér vel yfir sögum og hugleiðingum; kallinn hefur öðlast feiknalegt sjálfstraust á hinum víðu veiðilendum mál- fræðinnar. Bubbi hefði ekki ver- ið Bubbi ef hann hefði ekki sagt „honum langar“, en það er part- ur af prógramminu. Hann nýtur sagnamennskunnar og þess að vera á sviðinu, tekur salinn al- gjörlega og stingur ofaní brjóst- vasann. Munnræpan var númer eitt og söngurinn númer tvö þetta kvöld. Fyrir hlé tók hann aðeins eitt lag sem flokkast get- ur undir raunverulegt álag á tónlistarmann í hans gæða- flokki. Og þó, þulurnar sem hann er að kanna voru vand- virknislega fluttar og sanna að hann er alltaf að bæta við. Englamir Eftir hlé komu englarnir, lög af nýja diskinum og englasveitin með: Eyþór á hljómborð, Gulli Briem á trommur, Guðmundur P og Elvar Arna á gítara, Jakob M. á bassa. Allir frábærir en það mátti heyra að þetta var skyndi- sveit en ekki hljómsveit: bak- stuðningur við kónginn sem söng frekar hrátt inn í salinn. Þetta kom best í ljós þegar þeir - allir - lögðu sig skyndilega fram og „ég hef staðið við gluggann" ómaði í mjög spennandi útsetn- ingu. Salurinn brást við með geysilegu klappi í þakkarskyni. Lögin komu svo áfram, flutt af þessari fínu fag- mennsku sem þeir eiga nóg af í stöðumæla, en neistinn var ekki þar. Þá sjaldan að kóngurinn tók virkilega á heyrði maður best hvað vant- aði. Bubbi er kominn á ís- lenska hættu- svæðið: svo mik- ill yfirburðamað- ur og fullkom- lega samkeppn- islaus að hann getur óhikað snýtt einum konsert og haldið salnum í til- beiðslu án þess að gera nokkuð annað en blaka tánum. Engum listamanni hollt. Meira fjðr Uppklappið var jafn sjálfsagt og jól og páskar, og það var einmitt það sem kóngurinn bauð uppá: „Afgan“ og „Rómeó og Júlíu“. Hljómsveitin tók meira á og skemmti sér belur, ekki það að þeir hefðu ekki tekið fína spretti áður (gítarleikararnir aðallega), en það voru bara sprettir. „Segul- stöðvarblús" kom í léttrokkaðri útsetningu sem enginn sómakær utangarðsmaður blakar eyrum við nema sem stundargamni. Sem sagt, allt pottþétt og mikið klappað og allir með sælubros. Á hvaða leið er Bubbi? Bubbi hefur alltaf fundið endur- nýjunarkraft og sýndi það á tón- leikunum að hann endurnýjar bæði áheyrendahópinn og efnið sem hann vinnur úr: nú komnar þulur og þjóðleg minni inn - með vísun í rappið. Og kallinn skilar fínum tónleikum án sjáanlegrar fyrir- hafnar, og með umtalsverðum yfirburðum. Hættan er sjáanlega sú að Bubbi koðni niður í sam- keppnis- og samanburðar- leysi, eldd það Bubbi erkominn á íslenska hættusvæðið: svo mikill yfirburða- maður ogfullkomlega samkeppnislaus að hann getur óhikað oA hpQSi hípffíi snýtt einum konsert og hafi ekki lengi T TJ.S T * -í verið til staðar, haldld salnum l tll~ en nú greinilegri en fyrr. Þetta litla land leyfir ekki beiðslu fyrirhafnar- laust. Þar erhættan. monnum að vaxa í nema tiltekna hæð. Nema þeir herði sig sjálfir til sí- fellt meiri afreka. Stöku sprettir mánudagstónleikanna vísa á þá kröfu sem Bubbi á að gera til sjálfs sín á næstunni: koma með þaulæft dúndurband og einvala tónlistarprógramm á þriggja kvölda röð um páskana. Saman- ber Clapton Unplugged íýrir MTV, eða Þursarnir í Þjóðleik- húsinu. Hljóðrita röðina og gefa út samval á tveimur diskum fyrir næstu jól. Stefna á hljómleika- plötuna sem setur viðmið fyrir Islendinga um ókomna framtíð. Nú eða bara eitthvað sem stækkar kónginn. ■ f' /-/ rt'/ tSJ'f US&J&LJJf Fréttatilkyimmg Jckini -Sniitli þjóóaniui Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith er komin út á íslensku. Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út í Lundún- um árið 1776, er eitt áhrifa- mesta og merkilegasta ritverk allra tíma. Það er margt í senn, skuggsjá átjándu aldar, baráttu- rit fyrir verslunarfelsi og heim- speldleg hugleiðing um samfélag manna. Það er læsilegt rit og fróðlegt, enda var Adam Smith afbragðs rithöfundur. Hugmynd Smiths um ósýnilegu höndina, sem leiðir menn til að vinna að almannahag, þegar þeir eru ein- ungis að keppa að eigin hag, hefur aldrei verið öflugri en nú í lok tuttugustu aldar. í þessari bók sýnir Adam Smith, sem oft hefur verið nefndur faðir hag- fræðinnar, fram á, að samfélag manna getur verið skipulegt án þess að vera skipulagt og að við frjálsa samkeppni á markaði þarf eins gróði ekki að vera annars tap. Þorbergur Þórsson fs- lenskaði bókina og ritaði skýr- ingar. Inngang ritaði dr. Hannes H. Gissurarson. Auðleg þjóðanna skiptist í fimm hluta og koma þrír fyrstu út í þessu bindi. Utgefandi er Bókafélagið. Bókin er 384 blað- síður. Leiðbeinandi verð er kr. 3.990,- Bókafélagið hefur endurútgefið bókina íslenskt söngvasafn, sem verið hefur ófáanleg um nokkurra ára skeið. Fáar nótna- bækur hafa reynst tónment í landinu eins notadrjúgar og ís- lenskt söngvasafn. Val texta og laga, en sérlega þó raddsetning Sigfúsar Einarssonar, tónskálds er án efa undirstaða þeirra vin- sælda, sem bækurnar hafa not- ið. Bókin er 240 blaðsíður. Leið- beinandi verð er kr. 2.195.- Brautryðjandi skáldkvenna Júlíana Jónsdóttir var fyrsta ís- lenska konan sem fékk gefna út ljóðabók eftir sig. Hún var einnig fyrsta konan sem skrifaði leikrit. Nú er komin út f)Tsta bókin um skáldkon- una og ber heitið Braut- ryðjand- inn. Höfund- ur er Guðrún P. Helga- dóttir, rithöfund- ur og fyrrum skólastjóri. Guðrún rekur æviferil Júlíönu, segir frá uppvaxtarárum hennar á Rauðsgili í Borgarfirði, dvöl hennar í Akureyjum á Breiða- firði og í Stykkishólmi, þar sem hún tók meðal annars þátt í Ieiklistarlífi. Síðan flutti hún til Reykjavíkur og starfaði þar við sjúkrahús. Skáldkonan flutti vestur um haf og er sagt frá ævi hennar þar en hún bjó í Amer- íku til dauðadags. Fjallað er um skáldskap Júlíönu í bókinni og birt kvæði úr bókunum Stúlku og Hagalögðum. Hörpuútgáfan gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.