Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 2
18-FIMMTUDAGUR 20.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU Dagur • Strandgötu 31 ■ 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Það er þrástagast dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár á græðgi þessara „sægreifa", segir Snorri Hansson m.a. ;?:!>]»] I; IÍÚ2A Siniinn hjá lesendaþjónustiumi: S63 1626netfang : ritstjori@dagur. siMi,réf:4B0 5,71 ""55, 5270 is Miðhálendi íslands hefur að geyma ýmsar merkustu náttúruperlur landsins og þar eru því miklir hagsmunir allra landsmanna í húfi. Verjrnn náttúruna Mig langar til að benda fólki á að einhliða áróður aðallega Al- þýðuflokks á móti svokölluðum „sægreifum" er farinn að minna ískyggilega mikið á áróður nas- ista á hendur gyðíngum á sínum tíma. Aðal „glæpur" þeirra er og var sá að fyrirtæki þeirra eru vel rekin og þeim helst vel á því fé sem þeir afla (öfluðu) og það vekur alltaf öfund. Einkenni beggja er það að fara að lögum og að færa sér lög og reglugerðir sér í vil. Það eina sem vantar er að Al- þýðuflokkurinn er ekki farinn að benda á líkamshluta á sægreif- unum sem greinir þá frá öðrum. Og það er ekki ennþá farið að sparka í þá á götum úti. Það er þrástagast dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár á græðgi þessara „sægreifa" þeir sölsi undir sig þjóðareignina og allt sem þeir gera til þess að styrkja fyrirtæki sín er gert tor- tryggilegt. Það er sífellt gefið í skyn að þessir menn séu að hafa eitthvað af öllum hinum. Eins og þjóðareignin (Auðæfi í hafinu kringum landið) sé eitt- hvað sem hægt sé að skera niður í sneiðar og senda í pósti til hvers og eins. Eg tel að grundvallar reglan gagnvart þjóðareigninni sé þessi: Aðeins Islendingar mega leggja fé í útgerð á þjóðareign- inni. Allir íslendingar mega og geta lagt fé í útgerð á þjóðareign- inni, tapað og grætt eins og gengur. En allir verða að fara eftir reglum. Snorri Hansson. Fyrr á þessu ári voru kynntar tillögur um svæðisskipulag á miðhálendi Islands sem íslensk stjórnvöld hafa látið vinna. Þar birtast áætlanir um framtfðar- nýtingu þessa stórbrotna land- svæðis til ársins 2015. Miðhá- Iendi Islands hefur að geyma ýmsar merkustu náttúruperlur landsins og þar eru því mildir hagsmunir allra landsmanna í húfi. Samvinnunefnd um svæð- isskipulag hálendisins og skipu- lagsstjóri ríkisins hafa auglýst tillögurnar og boðið þjóðinni að tjá sig um þær og skila athuga- semdum við þær nú í haust. Erlend stóriðja A sama tíma vinna íslensk stjórnvöld að því að bjóða fjöl- mörgum erlendum stóriðju- höldum íslensk fallvötn, orku- lindir og land undir virkjanir og orkufrekan iðnað. Meðal þeirra eru fallvötn sem alls ekki er gert ráð fyrir að virkja í tillög- um að svæðisskipulagi. Enda myndu sumar þeirra virkjana stórspilla eða eyðileggja um alla framtíð einstæðar nátt- úruperlur, sem aldrei verður sátt um að fórna fyrir skamm- tímahagsmuni. Þrátt fyrir gjörbreytt viðhorf til umhverfismála og alþjóðleg- ar skuldbindingar Islendinga virðist skýrsla Iðnaðarráðuneyt- is: „Innlendar orkulindir til vinnslu raforku" frá árinu 1994 enn í fullu gildi, en þar er gerð grein fyrir „öllum helstu mögu- leikum sem fyrir hendi eru til að nýta vatnsaflið og háhita- svæði landsins til raforku- vinnslu". Þótt þar sé viður- kennt að ekki hafi verið tekið tilllit til náttúruverndarsjónar- miða er gefið í skyn að jafnvel innan þjóðgarða og friðlýstra svæða megi virkja. „Skýrsla iðn- aðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stór- iðju“ 1997 svo og upplýsingar frá Markaðsskrifstofu Lands- virkjunar og Iðnaðarráðuneytis sýna gífurlegar framkvæmdir sem eru á undirbúnings- eða umræðustigi á sviði orkufreks iðnaðar á Islandi á næstu árum. Stefnan sem þar kemur fram er í mótsögn við undirrit- aða alþjóðasamninga. Loftslagsbreytingar I nýútgefinni skýrslu umhverf- isráðherra: „Island og loftslags- breytingar af manna völdum“ er gert ráð fyrir að losun gróð- urhúsalofttegunda á Islandi muni aukast um 40% til ársins 2025 ef einungis er miðað við þegar samþykkta stóriðju. Skuldbindingar Islendinga hljóða hins vegar upp á að árið 2000 verði losun okkar á gróð- urhúsalofttegundum, einkum koltvísýringi, út í andrúmsloftið ekki meiri en hún var árið 1990. Tilgangur laga um nátt- úruvernd frá 1996 er ennfrem- ur sá að vernda heilsusamlegt umhverfi og annan náttúruauð: ... „að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft". A meðan „Svæðisskipulag 2015“ á miðhálendi Islands er óafgreitt telur Náttúruverndar- ráð óeðlilegt að staðið sé í samningaviðræðum við erlenda stóriðjuaðila um orkufrekan iðnað og virkjanir á miðhálend- inu. Skilaboð stjórnvalda sam- ræmast hvorki eðlilegum vinnubrögðum né fyrrnefndum alþjóðlegum skuldbindingum. Þá samræmast þau enn síður þeirri framtíðarvon og mark- miði að spilla ekki náttúrugæð- um og veikja með því hina hreinu ímynd Islands sem er svo þýðingarmikil fyrir ferða- þjónustu og þá ekki síður fyrir matvælaframleiðslu. Ráðið bendir á að þótt enn sé töluvert til af óbeislaðri vatns- orku í landinu, sem samkomu- lag gæti náðst um að nýta á arðbæran hátt á ókomnum árum, þá er hún ekki óendan- leg. Þjóðin mun vonandi nýta sér þessa auðlind smám saman á skynsamlegan hátt með það í huga að auðlindin endist okkur og niðjum okkar um ókomna framtíð og án þess að skaða náttúruauð Islendinga. Stöndum vörð Náttúruverndarráð hvetur sljórnvöld og landsmenn alla til að standa vörð um landið sitt, náttúru þess og framtíð, og að vinna í samræmi við sáttmála og samþykktir um sjálfbæra þróun og varðveislu andrúms- loftsins; skapa nýja, háleitari og arðbærari framtíðarsýn en stór- iðju byggða á mengun and- rúmslofts og eyðileggingu á náttúruminjum og náttúruperl- um Islands. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Núttúruvemdarráðs sendi blaðinu ályktun ráðsins. Fátt fer meira f taugarnar á mér en ‘Zy’ það hvað menn láta ý' margt fara í taug- arnar á sér. Og hvað það er smásmugulegt og lítils- vert sem svo voðalega raskar sálarró manna. Hitastig súp- unnar á veitingastað, viðmót ólettrar afgreiðslumeyjar í brauðbúð, skortur á styrkleika skóreima, sjónvarpsefni, kettir nágrannans, málfar bullara á Bylgjunni, skeggið á Steingrími Joð, prentvillur dagblaðanna, veðrið, mismæli Blöndals, sýru- stig skyrs, rækjufjöldinn í sam- lokunni, hárgreiðsla forsetans, framburður Buhba, framburður Glerár, bragðdeyfð sviða, veiðar hvala, skoðun hvala, laun tann- lækna, eldvirkni eldspýtna, stundvísi pitsusendla, stjórn- málamenn osfrv. osfrv. Allt þetta og fleira fer í taug- arnar á fólki og uppsafnað veld- ur það svo óbærilegri vanlíðan að sumir ganga af göflunum. Persónulega er ég býsna óhress með framferði heittrúarmanna í Alsír. ......- ........ i . 1.11. (c/aA/uu% a/a/l Ar. 27-700,- f/)o///1 fr/iara/r /ítir) Ar. 4. 9 ÖO,- _ /e<íu//)e//( Ar. 2 .(JOO,- /Beumi/'f a/a// /r. 7.96Ö,- t itdas' Ar. íar /á/dur r. £9.900,- <\// Áo/a//i 'Soörtft//v ry///m/S- 70% 'S4a(hjre/Ás/ua/'s/ Opið virka daga 11-18 GIL2I TísUul lús Laugavegi 101 • Sími 5621510

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.