Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20.NÓVEMBER 1997 - 19
UMHVERFIS LANDIÐ
L
Guöfinna Ólafsdóttir, fv. Ijósmóðir á Hvolsvelli.
Afkirkju-
görðum og
bóksölmn
- Sæll Friðjón. Mig langar að
heyrn fréttir úr Dölum. Nú var að
koma skýrsla frd Byggðastofnun
þar sem segir að byggð á svæðinu
eigi í vök að verjast. Er eitthvað
til í þessu ?
„Jú, það er rétt að hluta.
Mönnum finnst að góðærið fari
ekki endilega alltaf um hlöð hjá
sér og ég tel að ráðamenn þurfi
að vera betur vakandi með hin-
um fámennari byggðum. Hins
vegar er margt gott að gerast hér
og í Búðardal er fólki að Ijölga."
- Hvað hefur verið að gerast í at-
vinnulífinu?
„Eg get nefnt að uppbygging
hefur verið í höfninni í Skarðs-
stöð, sem er eina höfn sem heit-
ið getur í Dalasýslu. Þaðan er
stunduð grásleppuveiði og gert
er að á bæjum í grennd. Þá er
þorskurinn farinn að ganga
lengra inn á Breiðafjörð en áður
var. Talsverðar byggingafram-
kvæmdir hafa einnig verið í
gangi hér að undanfömu."
- Það hefur nokkuð heyrst frá
ykkur að undanförnu vegna af-
mælis landafundanna sem verða
árið 2000.
„Já, hér hefur verið skipuð
Vínlandsnefnd, sem ég á að
heita formaður í. Við höfum ver-
ið að skoða ýmsa hluti, svo sem
að gera eitthvað á fæðingarstað
Leif Eiríkssonar, Eiríksstöðum í
Haukdal. Þetta kom talsvert í
umræðuna þegar forsetahjónin
heimsóttu okkur nú í sumar.
Menn eru að skoða þessi mál al-
mennt."
- Og nú er verið að hrúa allt í
kringum ykkur?
„Já, vegtenging yfir Gilsfjörð
er að komast í gagnið og göng
undir Hvalfjörð. Þau munu
styrkja Dalabyggð og Búðardal á
ýmsa lund. Nærliggjandi byggðir
komast í betra vegasamband við
kauptúnið og það aftur við
Reykjavík. Þangað eru nú réttir
200 km, þar af 183 lagðir slit-
lagi. Leiðin verður svo enn
styttri þegar Hvalfjarðargöngin
koma.“
Friðjón Þórðarson, fv. sýslumaður og ráðherra i Búðardal.
Bjartarayfir
búskapmim
- En mannlífið eystra, maður heyrir engar fréttir austan að
svo það hlýtur að vera rólegt.
„Já, það er rólegt yfir núna. Eg hef meira að segja
engar fréttir heyrt núna að undanförnu úr Landeyjunum
og illdeilum í kringum Eggert Haukdal. Það er sjálfsagt
rórra yfir eftir að sr. Páll á Bergþórshvoli hætti prests-
skap. En annars er allt á fullu hjá SS núna, þar eru á
annað hundrað manns við störf og nú er þangað kominn
fjöldinn allur af Pólverjum í vinnu.“
- Sæl Guðfinna, mér datt í hug að spyrja
þig frétta frá Hvolsvelli. Er eittlmað um að
vera?
„Nei, hér er afar rólegt yfir. Eg var að
frétta úr Fljótshlfðinni, minni gömlu sveit,
að verið væri að taka gröf í kirkjugarðin-
um á Breiðabólstað. Þar er jarðarför á
næstu dögum. Þar verður jarðsettur mað-
ur að sunnan, sem \dldi hvdla hér.“
- Er mikið um að fólk velji sér legstað í
Hliðinni fögrtt?
„Veistu að það er bara talsvert um það
eftir því sem ég hef heyrt ... Já, heyrðu
síðan get ég sagt þér annað. Hann Sigurð-
ur frá Hvítárholti var hér áðan í kaffi hjá
mér og hann er að fara um sveitir að selja
bækurnar sínar. Nú var hann á leið austur
í Meðalland."
- Stefnir ekki í prestsskipti hjá ykkur. Er
ekki sr. Sváfnir á Breiðabólstað að hætta á
næsta ári vegna aldurs?
„Jú, séra Sváfnir er að verða sjötugur
og þá fáum við nýjan prest. Eg veit ekkert
hver kemur og á engan óskaprest. Það er
bara að sjá hverjir sækja um.“
Umhverfis landi
á áttatíu símskr
Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlííið í landinu.
VMandið góða og grásleppan
íris Jónsdóttir, húsmóðir á Þrasastöðum i
Fljótum.
- Sæl íris, er eitthvað að gerast í
Fljótunum?
„Það eru helst sameiningar-
kosningarnar um helgina. Við hér
á Þrasastöðum svöruðum þessu
játandi og erum meira að segja
búin að finna út hverjir þessir
fimm hér í Fljótum eru sem
greiddu atkvæði á móti samein-
ingu. Eg held að þetta geti haft
ýmislegt gott í för með sér, við
gætum til að mynda fengið
barnapössun sem oft hefur tíl-
finnanlega vantað á sumrin.“
- Er eitthvað að gerast í búskapn-
um?
„Við erum heldur að stækka við
okkur og það er að birta yfir sauð-
fjárbúskapnum. Nú erum við með
165 vetrarfóðraðar ær og 60
ásetningslömb. 30 setjum við síð-
an í slátrun í desember. Það verða
jólalömbin í ár. En annars eru
nokkrar ær hjá okkur blæsma
núna og munu bera um miðjan
apríl, og lömbin fara í slátrun um
Jónsmessu. Það er sífellt að
aukast að slátrað sé utan hins
hefðbundna tíma, - og utan hins
hefðbundna framleiðslukerfis í
landhúnaði. A þeim tíma fæst líka
mun hærra verð fyrir afurðirnar
og ekki veitir af.“
- Hvemig hefur tíðin verið?
„Hún hefur verið Ijómandi góð.
Við getum enn haft ærnar úti.“
- Er Lágheiðin, milli Fljóta og
Ólafsfjarðar, enn opin?
„Nei, en það er ekki langt síðan
heiðin lokaðist. Reyndar er ekki
mikill snjór á henni og ég heyrði
að Vegagerðin ætlaði að ryðja einu
sinni í viku, svo lengi sem því
meiri snjó festir ekki þar. En veg-
urinn er hryllingur, þungaflutn-
ingar hafa verið miklir að undan-
förnu, bæði á fiski og eins var ver-
ið að malbika úti í Siglufirði og
allt efni var flutt frá Akureyri yfir
Lágheiði, um Fljót og út eftir.“
Trillukaiiar gera
það gott
- Sæll Már, hvað er títt undir Bú-
landstindi?
„Það er nú helst fréttir úr út-
gerðinni. Hjá Búlandstindi er
allt á fullu núna í síldinni og eft-
ir áramót verður farið í loðnu. I
dag er verið að salta síld, þannig
að nú er þar ríkjandi gamla síld-
arstemmningin, að svo miklu
leyti sem hægt er að vekja hana
til lífs. Nú er þetta allt unnið í
vélum.“
- Er nægur afli?
„Já, fyrirtækið hefur verið
með skipið Arney KE í föstum
viðskiptum og það sem af er ver-
tíð í haust hafa verið lögð upp
um 4.000 t. af síld. Síðan fáum við afla með
þessu skipi á loðnuvertíðinni eftir nýár. Síðan er
talsverð trilluútgerð héðan, menn hafa verið á
snurvoð og línu og þeir sjómenn hafa gert það
gott.“
- Eru menn ekki að rífast yfir kvót-
anum fyrir austan, einsog annars-
staðar?
„Nei, það er ekki hægt að kenna
kvótanum um, þó margt sé á hverf-
andi hveli úti á landi. Það er flókið
samspil hvers vegna fólk er að flytja
á milli staða og suður. Fyrir fimm
árum sameinuðum við þrjá syðstu
hreppa í Suður-Múlasýslu í einn,
Djúpavogshrepp - og nú eru íbúar
hans skráðir 540 talsins. Þetta voru
Geithellna-, Bemuness- og Búlands-
hreppar en frá því þessi sveitarfélög
voru sameinuð hefur íbúum á svæð-
inu samt fækkað um 70 manns, eða
sem nam íbúafjölda Geithellna-
hrepps. Þannig sjáum við að sam-
eining sveitarfélaga breytir ekki öllu. Það verður
að fylgja málum vel eftir.“
- En hversvegna erfólk þá aðflytja?
„Eg hallast helst að því að fólk sé að flýja ein-
hæft atvinnu- og mannlíf. Vissulega er fjölbreytni
ekki fyrir að fara hér og því leitar fólk annað.“